Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1992, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1992, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1992. 3 Álversframkvæmdir: Tökum ekki ábyrgð á fjármögnuninni - segirDavíöOddsson „Þaö hefur aldrei staðið til að Is- lendingar taki ábyrgð á fjármögnun álversins. Það breytir ekki hinu að mér finnst sjálfsagt að Jóhannes Nordal og iðnaðarráðherrann ræði öll efnisatriði við Atlantsálhópinn. Mér finnst eðlilegt og gott að menn reyni að koma því máli upp úr fari,“ segir Davíð Oddsson forsætisráð- herra. Jón Sigurðsson og Jóhannes Nor- dal hafa áttu fund með fulltrúa Atl- antsál-hópsins þar sem fjármögnun álversframkvæmda á Keihsnesi var rædd. Stefnt er að formlegum fimdi samninganefnda íslands og Atlants- áls eftir nokkrar vikur. -kaa Otatung* TÆKNIBÚNAÐUR Otatung* KYNNIR Tatung hágæðatölvur með ótrúlegum kynningarafslætti: TCS-8960S S86SX/2Sl^fc^ ^ TCS-9300S 486SX/25MHz |--14"SVGA, lág- geislaskjár. 80MBharður diskur, 4MB minni, 3 'A" drif, dos 5.0 Windows3.1 og mús. TCS-9300T 486DX/33MHz ----■BoamaM 14"SVGA,lág- geislaskjár. 80MB harður diskur, 4MB minni, 3'/2"drif, dos 5.0 Windows 3.1 og mús. aðeins kr. 89.000,- stgr. (Listaverð kr. 160.417,-) aöeins kr. 119.900,- stgr. (Listaverð kr. 204.476,-) TILBOOIÐ CILDIR ADEINS TIL 1. OKT. Teknar verða 4 safnpantanir, fyrir 10., 17. og 24. sept. og 1. okt. 75% grelðast við pöntun og 25% við aftiendingu ca 10 dögum síðar. aðeins kr. 149.800,- stgr. (Listaverö kr. 280.748,-) TÆKNIBUNAÐUR, ARMULA 23, SIMI813033 FAX 813035 Fréttir Matthías Bjamason alþingismaður segir ráðherra þurfa að stórlaga framkomu við þingmenn: Hross í gáminum. DV-mynd ÞÁ Hrossflutt útísérút- búnum gámi Þórhallur Asmundss., DV, Sauðárkr Fyrir nokkrum dögum fóru 1 skip á Sauðárkróki 17 hross sem seld hafa verið til Noregs. Hross- in voru flutt í sérútbúnum gámi til hrossflutninga. Þetta var þriðja ferð þessa færanlega hest- húss á þessu sumri og sú fyrsta frá Sauðárkróki. Meiningin er að einn farmur í viðbót fari frá Króknum á þessu hausti. Hrossin 17 voru frá fjþrum bæj- : um í Viðvíkursveit. Að sögn Jóns Friðrikssonar á Vatnsleysu hafa kaupendur hrossanna ytra sagt að þeir hafi aldrei séð jafn vel búið um hross í flutningi og í þessu færanlega hesthúsi sem er smiðað i samvinnu þeirra Vatns- leysu- og Hofstaöaselsmanna. . Jón á Vatnsleysu sagði að sér- smíðaði gámurinn auðveldaði út- flutninginn, menn gætu nú flutt út hross hvar og hvenær sem væri. „Eg er bara ánægður meó uppskeruna," sagöi Þröstur Sigurðsson sem var að taka upp kartöflur i Búðargilinu á Akureyri. Nokkrir Akureyringar hafa þar litla reiti til aö rækta í kartöflur. Þröstur er með „rauðar-íslensk- ar“ og kartöflunum „rigndi niður" í föturnar þegar hann gramsaði í moldinni. DV-mynd gk ALLIR GETA TEIKNAÐ, MÁLAÐ OG SKAPAÐ Barnahópar, unglingahópar, fullorðinshópar SKAPANDI LISTÞJÁLFUN Aukin sköpunargleði. Listræn tjáning á tilfinningum og hugsunum. LISTÞJÁLFUN Framhaldsnámskeið, Hópmeðferð Vinna með tilfinningar. Betri líðan. Upplýsingar i sima: 642064 LEIÐBEJNANDI: Unnur Óttarsdóttir, listþjálfi, útskrifuð frá Pratt Institute með Mastersgráðu í listþjálfun (art therapy). Andrúmsloft í þingf lokkn um er ekki skemmtilegt „Mér fmnst andrúmsloftið í þing- flokknum ekki skemmtilegt og ekki eins og nauðsynlegt er að það sé,“ sagði Matthías Bjarnason alþingis- maður um samkomulagið innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Eins og komið hefur fram hefur ekki verið eining meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins að undaníomu og á föstudag greiddu fjórir þing- menn flokksins atkvæði með stjóm- arandstöðunni sem varð til þess að ríkisstjómarflokkamir urðu undir. - Stefnir í harðan átakavetur í Sjálf- stæðisflokknum? „Ég get alveg eins búist við að þetta verði töluvert átakaþing. Ef svo fer þá er mikil nauðsyn á því að þeir sem stjóma landinu haldi sínum flokkum saman og hafi náið samstarf við flokkana þvi að ráðherrar era ráð- herrar af því að það em þingmenn sem styðja þá. Ef þeir ætla að hundsa þingmennina þá getur það orðið til þess að það verði gagnkvæmt. Þaö em sumir gramir út í flokksforyst- una. Ef hún gerir eitthvað vel þá standa menn með henni en menn ana ekki út í straumhart fljót fyrir hana.“ - Ert þú að segja að ráðherrarnir verði að taka sig á í þessum efnum? Þurfa að stórlaga umgengnishætti „Já, þeir þurfa að stórlaga um- gengnishætti sína við þingmenn. Það er órói í báðum stjórnarflokkunum og það er mikill órói í stjórnarand- stööunni. Það er til dæmis ekki góð auglýsing fyrir Alþýðubandalagið að geta ekki kosið sér, fyrir enn eftir dúk og disk, formann í níu manna þingflokki. Það stóð ekki á því í Sjálf- stæðisflokknum. Það var ágætt sam- komulág og samstarf um það. Geir Haarde, formaður þingflokksins, hefur staðið sig vel.“ - Það var ekki eins átakalaust að velja formann utanríkismálanefnd- ar? Matthias Bjarnsson, alþingismaður: Ef ráðherrarnir ætla að hundsa þingmennina þá getur það orðiö til þess að það verði gagnkvæmt. „Nei, ekki aldeilis." - Er svo komið að leiðir einstakra þingmanna og ráðherranna sé að skilja? „Ég sé það ekki, nei, en það kemur í Ijós. Þetta er eins og þegar hjón em að skilja, þau byrja ekki á að segja blaðamanni frá því.“ . Matthías'sagði að ekki hafi verið rætt innan þingflokksins að Geir Haarde myndi flytja tillögu um aö vísa „þjóðaraikvæðismálinu" til ut- anríkismálanefndar. Matthías sagð- ist hafa greitt atkvæði samkvæmt skilningi sínum á þingsköpum. - Nú er mér sagt aö þingmenn hafi brugöist illa við eftir að formaðurinn fór af þingflokksfundi fyrir réttri viku til að kynna á blaðamannafundi ákvarðanir sem þingflokkurinn hafði ekki samþykkt. „Ég var ekki á þeim fundi og það var ekki haft samband við mig, ekki neitt. Mér var ekki skýrt frá því hvaða ákvarðanir vom teknar, en mér hefur sagt þetta sem þú sagðir." - Þú hefur áður sagt að það vanti stefnu í atvinnumálum? Getum ekki haldið föstu gengi „Þar hefur ekkert gerst. Það vantar stefnu varðandi útflutningsatvinnu- vegina, til að þeim blæði ekki út. Þá á ég ekki bara við sjávarútveginn, heldur líka aðrar greinar útlfutn- ings. Ég get ekki ímyndað mér að þessi þjóð sem er 260 þúsund manns geti haldið genginu fostu þegar Bret- ar og Bandaríkjamenn ráða ekkert við það. Ég hélt ekki að íslenska krónan væri svo sterkur gjaldmiðill - að stórfefldur samdráttur í fisk- veiðum og fleira heföi engin árhrif. Ferðaþjónusta og veitingastarfsemi, þar sem búið er að fjárfesta fyrir milljarða, þolir þetta ekki. Það er ekki nóg að halda bara laununum nlðri, það þarf að gera meira,“ sagði Matthías Bjamason alþingismaður. NAMSKEIÐ I LISTÞJALFUN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.