Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1992, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1992, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1992. Útlönd Hundamiri Bandungmega fara að vara sig Yfirvöld í indónesísku fjalla- borginni Bandung hafa áhyggjur af hundaæðisfaraldri og áforma þvi aö drepa rúmlega 29 þúsund hunda á næstu fimm mánuðum að sögn blaðsins Suara Karya 1 morgun. Blaðið hafði það efiir dýraiækn- inum Totong Garniwa að fimm- tán manns heföu verið bitnir það sem af er þessu ári af dýrum með hundaæði, aðallega hundum í Bandung. Borgin er einn helsti ferðamannastaður Indónesíu. Að sögn blaðsins á að drepa hundana fyrir marsmánuö á næsta ári og verða bæði skráðir hundar og flætóngshundar drepnir. örskum kjama> ofaiefHreld Kjarnakljúfi i búlgarska kjam- orkuverinu í Koloduj hefur verið lokað eftir að skammhlaup olli smáeldsvoða í stöðinni. Mikiö hefur verið um óhöpp í verinu. Að sögn erabættismanna sluppu engin geislavirk efhi út í andrúmsioftið. Óhappiö varö í nýjasta þúsund megavatta kjarnaofhinum. Kjarnorkuveriö er sovéskrar gerðar og sér Búlg- örum fyrir um 40 prósent rafork- unnar sem þeir nota, Talsmaður versins sagði í gær að viðgerðir væru hafnar en ekki væri hægt að segja til um hvenær þeim yrði lokið og kjamakljúfur- inn aftur tengdur orkuneti lands- ins. Búlgarar hafa fengiö rúmar 700 tnilljónir króna frá Evrópu- bandalaginu til að gera við kjarn- orkuverið. Mestióþokkinn ádauðadeildinni tekinnaflífi Fangi sem fangaverðir í Hunts- ville í Texas kölluöu „mesta óþokkann á dauöadeiidinni“ var tekinn af lifi snemma í gærmorg- un. James Demouchette, sem var dæmdur fyrir að drepa tvo menn, lést skömmu eftir miðnætti að staðartíma eftir að banvænum eiturskammti hafði verið spraut- að í æðar hans. Demouchette haíði orö á sér fyrir ofbeldi i fangelsinu. Hann dvaldi á dauðadeildinni i sextán ár og á þeim tima drap hann ann- an fanga og lagði til aö mhmsta kosti þriggja annarra, svo og til fjögurra fangavarða. Demouchette er tíundi maður- inn sem tetónn hefur verið af lífi í Texas það sem af er árinu og nú biða 364 karlmenn og fjórar konur sömu örlaga á dauðadeild- um i fangelsum fylkisins. Franska hrað- lestinTGVþjón- Frönsku ríkisjárnbrautimar, SNCF, skýrðu frá því i gær að hraðlestin TGV myndi hefia áætl- unarferðir milli Parísar og borg- arinnar Lille í norðurhluta lands- ins í maimánuði á næsta ári. Þá er áætlað að þjónusta höfuðborg- ir landa þar fyrir norðan ákom- andiárum. Forstjóri SNCF sagði að lestin myndi fara 220 kílómetra leiðina milli Parísar og Lálle á 80 mínút- um í maí og á aöeins klukkutíma frá september 1993. Það tekur venjulega lest meira en tvær klukkustundir að fara sömu leið. Seuter Serbar berjast af aukinnl hörku eftir brottvísun úr Sameinuðu þjóðunum: Drápu fólk á sjúkra- húsi og í súpueldhúsi - níu sjúkiingar létu Mð og þrír hungraðir 1 matarleit fórust í eldhúsinu Serbar gerðu í gærkvöldi sprengjuárásir á sjúkrahús og súpu- eldhús skömmu áður en cúlsherjar- þing Sameinuðu þjóðanna sam- þykkti að vísa Serbíu og Svartíjalla- landi, sem sameiginlega mynda hina nýju Júgóslavíu, úr samtökunum. Brottvísunin virðist því hafa þau áhrif ein að voðaverkin verða verri en áður. Stórskotaliði var beint gegn sjúkrahúsinu í Bihac í norðaustur- hluta Bosníu og létust níu sjúklingar í árásinni. Á sama tíma var skotíð af skriðdrekum á súpueldhús Rauða krossins í Sarajevo og létu þrír lífið í árásinni. Margir særðust í báðum árásun- um. Útvarpið í Zagreb sagði að í það minnsta tuttugu menn hefðu særst alvarlega í Bihac. íslamar ráða bæn- um. í súpueldhúsinu særðust tuttugu og átta menn að því er blaðamenn á staðnum sögðu. Á allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna reyndust fulltrúar 127 þjóða vera samþyktór brottvísun Júgó- slavíu úr samtökunum. FuUtrúar sex þjóða greiddu atkvæði gegn ákvörð- uninni og 26 tóku ekki afstöðu; Ser- bar og Svartfellingar vonuðust eftir að fá sætí gömlu Júgóslavíu hjá Sam- einuðu þjóðunum. Þegar sýnt þótti að það tækist ektó reyndi Milan Panic, forsætisráð- herra Serbíu, að fá ákvörðun um máhð frestað en tókst ektó. Höfnunin var byggð á upplýsingum um voða- verk Serba í stríðinu og urðu árásir gærdagsins ektó til að fækka ávirð- ingunum. Þjóðimar sem studdu Serba og Svartfellinga nú eru allar frá Afríku. Fulltrúar þeirra sögðu að Sameinuðu þjóðimar væm komnar út fyrir verksvið sitt og þegar væri búið að bijóta stofnsáttmálann með hemað- araðgerðum í nafni samtakanna. Reuter Matarskortur er mjög farinn að hrjá íbúa í Sarajevo sem og víðar i Bosníu. Fólk reynir að leita sér matar í rusla- gámum en fátt er að hafa upp úr krafinsu. Serbar virðast ætla að herða aðgerðir sínar nú þegar allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur vísað þeim og Svartfellingum úr samtökunum. Simamynd Reuter Helmut Kohl róar efasemdarmenn um E vrópusameiningu: Góðir föðurlandsvinir tapa ekki sérkennum sínum Danir ætla að fara fram á viðamiklar viðbætur við Maastricht-samninginn Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, hefur fullvissaö „góða föðurlands- vini“ um að þeir muni ektó tapa þjóðareinkennum sínum þegar póli- tískur og efnahagslegur samruni Evrópubandalagsríkjanna verður orðinn að veruleika. „Við verðum áfram breskir, við verðum áfram franstór og við mun- um umfram allt enn eiga rætur í heimalöndum okkar,“ sagöi Kohl í viðtali við þýsku sjónvarpsstöðina ZDF í gærkvöldi þegar hann var að lýsa hugmyndum sínum um samein- aða Evrópu. ' Kanslarinn lét þessi orð faUa eftir fund með Francois Mitterrand Frakklandsforseta í Paris um vax- andi öngþveiti inn£m Evrópubanda- lagsins í kjölfar ólgu á gjaldeyris- mörkuðum og nauman sigur stuðn- ingsmanna samrunaferlisins í þjóð- aratkvæðagreiðslunni í Frakklandi. Kohl sagði að þýsk og frönsk stjómvöld, sem eru leiðandi í barátt- unni fyrir sameinaðri Evrópu, mundu gegna lytólhlutverki á leið- Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, og Francois Mitterrand Frakklandsfor- seti heilsast við upphaf fundar sins um öngþveitið í Evrópubandalaginu i Paris i gær. Símamynd Reuter togafundi EB í London þann 16. okt- óber. Hann sagði að þeir Mitterrand hefðu orðið sammála um að halda þyrfti áfram aö vinna að staðfestingu Maastricht-samningsins um samein- ingu Evrópu. Efasemdarmenn í Bret- landi eru þó til vandræða, svo og Danir sem höfnuðu Maastricht- samningnum í þjóðaratkvæða- greiðslu í júní. „Við viljum að Maastricht-samn- ingurinn verði staðfestur. Það má ekki stöðva þá vinnu. Og við viljum læra af reynslu undanfarinna vikna,“ sagði Kohl. Nokkrum Mukkustundum áður en fundur þeirra Kohls og Mitterrands hófst tilkynnti Paul Schlúter, forsæt- isráðherra Danmerkur, að Danir myndu leita eftir að fá verulegar við- bætur við Maastricht-samninginn og að ný þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram á næsta ári. Þjóðveijar ætla að leggja samning- inn fyrir þing sitt til staðfestingar 8. október næstkomandi. Þeir ætla að ljúkamálinufyrirárslok. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.