Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1992, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1992, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1992. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Sterkari Evrópa Úrslitin í þjóðaratkvæðagreiðslunni í Frakklandi um Maastrichtsamkomulagið hafa verið rangtúlkuð. And- stæðingar Evrópusameiningarinnar hafa túlkað úrslitin sem sigur fyrir sig. Þegar Danir höfnuðu Maastricht- samkomulaginu var sama uppi á teningnum. Hér á landi hafa andstæðingar EES-málsins tahð frönsku kosning- arnar vísbendingu um að Evrópubúar séu orðnir frá- hverfir Evrópusamstarfi og setja samasemmerki milli Maastricht og EES. Naumur meirihluti í Frakklandi með Maastricht er talinn bera vott um að Frakkar og Evrópubúar séu búnir að fá nóg af Evrópubandalaginu. Þessar fullyrðingar eru byggðar á misskilningi í besta falli og fólsun í versta falli. Ekki fer á milli mála að þær þjóðir, sem nú mynda Evrópubandalagið, eru allar með tölu eindregnir stuðningsmenn náinnar samvinnu Evr- ópu. Það hefur hvað eftir annað komið fram í kosningum í þessum löndum. Það hggur og fyrir að bandalag Evr- ópuríkjanna tólf hefur fært mörgum þeirra miklar framfarir og aukna velmegun. Ekki síst hafa smæstu þjóðirnar og þær vanþróuðustu notið góðs af þátttöku sinni í EB. Það sem gerðist í Frakklandi og raunar í Danmörku einnig var að almenningur vih fara hægar í sakimar og fólki stafar ógn af samþjöppuðu og ólýðræðislegu valdi í miðstöðvum EB í Brussel. Almenningur vill setja bremsu á yfirlætið, skrifræðið og yfirvaldið í kontómm Evrópubandalagsins þar sem hinir háu herrar em sí- fellt að fjarlægjast tengsl við hið daglega líf. Kontórar EB eru bákn og kommissararnir em burgeisar. Fólkið er ekki að hafna samvinnunni heldur sjálfvirku stjóm- kerfi sem enginn virðist hafa tök á að stjórna eða ráð th að stöðva. Þetta er vandi Evrópubandalagsins, stærð þess og styrkur. En þessi vandi má ekki verða th að eyðileggja Evrópuhugsjónina. Ekkert hefur betra gerst í Evrópu í margar aldir en einmitt sú viðleitni að fella niður landa- mæri og eyða þjóðrembingi. Við sjáum og heyrum að það er gmnnt í öfgamar, þjóðrembuna og fyrirhtning- una á „annars konar“ þjóðemi. Slíkir hópar höföu mik- U áhrif í kosningunum í Frakklandi og þeir vaða nú uppi í Þýskalandi og Bretlandi. Samvinna Evrópuríkj- anna á sem flestum sviðum efnahags, stjómmála og félagsmála er eina marktæka svarið, eina vonin sem Evrópumenn hafa gegn uppivöðslu öfgahópa til vinstri og hægri. Þjóðaratkvæðagreiðslur í Danmörku og Frakklandi hafa dregið fram öfgamar en þær hafa líka undirstrikaö þann meirihluta sem fylgjandi er Evrópusamvinnunni. Þjóðaratkvæðagreiðslur í þessum löndum undirstrika hins vegar þá nauðsyn aö þróunin í Evrópumálunum verði í takt við lýðræðið og í tengslum við það. Evr- ópska hraðlestin má ekki fara svo hratt að hún fari út af sporinu. Það eru skilaboðin. Þau skhaboð styrkja Evrópu ef eitthvað er. Skilaboðin em þessi: Höldum áfram að binda þjóðim- ar sterkari samstarfsböndum, opnum markaði, opnum landamæri, aukum frelsi til athafna og atvinnu. Bindum ekki einstaklingana í álfunni í átthagafjötra. En gleym- um ekki tilganginum og týnum ekki markmiðunum í ómanneskjulegu skrifstofuferlíki og ópersónulegu yfir- valdi. Tökum eitt skref í einu. Það er þetta sem Danir og Frakkar em að segja. Evrópa er sterkari en eha eftir þessar atkvæðagreiðsl- ur vegna þess að fólkið vhl vera með í ráðum og hefur sýnt að það er fullfært um það. Ellert B. Schram -y ; m y r - : wvV■■ ySP/ gSf Höfundur segir tvöföldun eigin fjár atvinnulifsins á næstu fimm árum raunhæft markmiö. Bgiðfé tvöfald- ist á fimm árum Á þeim erfiöleikatímum sem ís- lenskt atvinnulíf gengur nú í gegn- um hljóta aö vakna spumingar um hvað þurfi að koma til þannig aö nýtt uppgangsskeið geti hafist. Nú er tími mikillar hagræðingar og uppstokkunar í atvinnulífinu. Þau fyrirtæki, sem komast yfir erfið- leikana, munu án efa verða með sterkari innviði og betur imdir bú- in að standast harðari samkeppni. Líklega er samkeppni í íslensku atvinnulífi komin á nýtt stig. Stöð- ugleikinn í verðlaginu hefur leitt til þess að stjómendur fyrirtækja fara mjög gagnrýnið yfir adla kostn- aðarþættí í rekstrinum og reyna að lækka verð hvar sem kostur er. Innri tiltekt í fyrirtækjum er nauð- synleg en það er ekki gott fyrir at- vinnulífið í heild ef fyrirtækin fara ekki að horfa út fyrir dymar og sækja fram. Atvinnulífið of skuldsett Það verður að setja markmið fyr- ir atvinnulífið sem gefa sfjómend- um og starfsfólki íslenskra fyrir- tækja tilefni til riýrrar bjartsýni. Við höfum ýmsa jákvæða þætti sem benda má á. Stöðugt verðlag hefur gjörbreytt möguleikunum til þess að ná áranagri í rekstri. EES- samningurinn skapar ennfremur ný tækifæri. En helsti þröskuldur- inn í vegi fyrir því að ný bjartsýnis- alda megi fara yíir atvinnulífið er aö of mörg fyrirtæki em of skuld- sett. Samkvæmt nýrri úttekt Þjóð- hagsstofnunar virðist eiginfjár- hlutfall atvinnulífsins í heild vera um 17%. Þetta er of lágt. Skuldug fyrirtæki em ekki til stórræðanna og stjómendur þeirra horfa fyrst og fremst inn á við. Rekstraraf- koma íslensks atvinnulífs er held- ur ekki í lagi. Hagnaðiu- fyrir greiðslu tekju- og eignarskatta virðist einungis hafa verið Ij8% af veltu í fyrra. Ekki em horfur á betri afkomu á þessu ári eða hinu næsta. Eðlileg afkoma væri á bihnu 5%- 6% af veltu sem þá þýddi jafn- framt umtalsverða hækkun á tekjuskattsgreiðslum fyrirtækja. Hagnaðarstig íslensks atvinnu- lífs er óviðunandi og skuldsetning íslensks atvinnulífs er líka of þung. Fyrirtæki, sem þannig er háttað um, era ekki líkleg til þess að horfa út fyrir dymar og hvað þá út fyrir landsteinana. Þess vegna er eðlilegt að setja sem markmið fyrir at- KjaUaiiim Vilhjálmur Egilsson alþm. og framkvæmdastjóri Verslunarráðs íslands vinnulifiö að tvöfalda eigið fé þess á næstu fimm ámm. Tvöfalt eigiðfé - tvöfaldir möguleikar Við getum ímyndaö okkur hvem- ig íslenskt atvinnulíf væri betur sett með tvöfalt meira eigið fé en nú. Þá væra miklu meiri möguleik- ar til þess að fjárfesta. Það væru miklu betri möguleikar til þess að sækja fram á erlendum mörkuð- um. Markaðssetning á íslenskri framleiðslu erlendis er kostnaðar- söm. Það væm líka betri möguleik- ar til þess aö leggja fé í hvers kyns nýjungar. Islenskt atvinnulíf með tvöfalt meira eigið fé en nú væri líka mun tryggari vinnuveitandi. Laun væm hærri, starfsöryggi meira og stjómendur væru þá almennt aö leita eftir nýju fólki í vinnu en ekki að reyna aö fækka fólki eins og nú. Tvöfóldun eigin fjár atvinnulífs- ins á næstu fimm ámm er r^un- hæft markmið. Lítum t.d. á hluta- bréfaeign almennings. Hún er ótrú- lega lítíl eða um 3% af heildareign- um einstaklinga. í heúd eiga ein- staklingar 21 milljarð króna í hlutabréfum sem samsvarar aö- eins um 80 þúsund krónum á hvem íslending. Hlutabréfaeign almennings í ís- lenskum fyrirtækjum hlýtur að þurfa að aukast. Það verður meö einhveijum ráðum að fá fólk til þess að eyða fé sínu í uppbyggingu atvinnulífsins. Þess vegna verður að viöhalda og þróa skattalegar ráðstafanir sem hvetja fólk til hlutabréfakaupa. Sérstaklega þarf að verðlauna áhættu. Fjárfesting í atvinnulífinu er í eðh sínu áhættu- söm og margir veigra sér við því að fjárfesta í hlutabréfum vegna þess að þau geta hugsanlega lækk- að í verði. En æskhegt markmið varðandi framlag almennings til eigin fjár atvinnulífsins væri að einstaklingar ættu a.m.k. 40 mihj- arða í hlutabréfum eftir fimm ár. Ennfremur hafa lífeyrissjóðir landsmanna verið afar seinir til við að fjárfesta í hlutabréfum. Nú eiga lífeyrissjóðir innan við 2 mihjarða í hlutabréfum sem er innan við 2% af heUdareignum þeirra. Eðhlegt markmið væri 15%. Því þarf að hvetja lífeyrissjóðina sérstaklega til þess aö fjárfesta í hlutabréfum. Annars vegar þarf að styrkja inn- viði lífeyrissjóðakerfisins sjálfs og hins vegar þarf að þróa enn frekar umhverfi hlutabréfaviðskiptanna t.d. með eflingu Verðbréfaþings. Hagnaður hreyfiaflið Hagnaður í atvinnulífinu og sterk eiginíjárstaöa er líkleg til þess að hvetja stjórnendur og starfsfólk ís- lenskra fyrirtækja til mikUla af- reka. Sífellt skuldabasl í atvinnulíf- inu hlýtur hins vegar að draga þróttinn úr þjóðinni. Hagnaðar- vonin er hreyfiafl atvinnuhfsins og sterk eiginfjárstaða er getan til þess að koma nýjum uppgangi af stað. Vilhjálmur Egilsson „Það verður að setja markmið fyrir atvinnulífið sem gefa stjórnendum og starfsfólki íslenskra fyrirtækja tilefni til nýrrar bjartsýni.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.