Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1992, Síða 36
U1
~vl
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku
frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn-
hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað leyndar er gætt. Við tökum við frétta-
í DV, greiðast 3.000 krónur. skotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 63 27 00
Frjálst,óháð dagblað
MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1992.
Lentuíhvalnum:
Það söng og
hvein í öllu
„Við vorum að fiska þegar Óli
Bjarni sá hnúfubakinn koma upp að
bátnum. Þegar hann varð var við
okkur stakk hann sér undir bátinn
og á færin og allt fór á fulla ferð og
báturinn líka. Ég skar á eitt færið,
en hann sleit hin tvö. Það söng og
hvein í öllu og þetta gerðist allt mjög
snöggt. Þetta var ægilegt ferlíki,"
sagði Óh Hjálmar Ólason, en hann
var ásamt syni sínum, Óla Bjama
Ólasyni, á trillunni Óla Bjarnasyni
EA á veiðum sex sjómílur norð-
norðaustur af Kolbeinsey á mánudag
í blíðskaparveðri þegar þetta gerðist.
„Það var óhemja af hnúfubökum
þama, þetta er orðin plága. Þeir eru
í loðnunni og veiða skipulega. Þeir
fara í kringum torfumar og senda
upp loftbólur. Fiskurinn var hættur
að taka hjá okkur þegar þetta gerð-
ist. Við færðum okkur bara austar
og vomm með þijú tonn af ufsa í
gær.“
„Það er óhemja af höfmngi hér.
Þegar hann kemur hverfur ahur
fiskur, hann étur það mikið. Fiski-
fræðingar halda því fram að hann
éti ekki þorsk en það er ekki rétt, ég
veit það. Þeir eru mörg hundmð
saman og það fer mikið fyrir þeim.
Það er sjón að sjá þegar þeir stökkva
og skeh á sjóinn með látum, þetta eru
oft magalendingar," sagði Óh Hjálm-
ar Ólason. -sme
Eldsneytisgjaldið:
Endurgreiða
30 miiyónir
Ríkissjóður mun endurgreiða
bandarískum flugfélögum allt að 30
milljónir krónur á næstunni.
Með lagasetningu árið 1988 var ol-
íufélögum gert að innheimta og
greiða eldsneytisgjald þrátt fyrir að
í gildi hafi verið milhríkjasamningur
við Bandaríkin sem ekki heimilaði
slíka gjaldtöku.
Halldór Blöndal mun leggja fram
frumvarp á Alþingi sem heimilcU'
undanþágufrágjaldinu. -kaa
Verkfallhjáísal?
„Við ræðum kjaramáhn í dag á
tveimur fundum. Meðal annars þaö
hvað hægt er að gera til að knýja
stjómendur álversins að samninga-
borðinu," segir Sigurður T. Sigurðs-
son, formaður Hlífar í Hafnarfirði.
„Yrðu menn nokkuð hissa á því þó
svo færi, ég yrði það ekki,“ sagði Sig-
urður aðspurður hvort verkfallsboð-
unværiánæstaleiti. -Ari
LOKI
Bíllinn hefurauðvitaöátt
stefnumót á hótelinu!
Yfirdrátturinn
eykst um milljarð
V /
Um áramót verður yfirdráttur
Reykjavíkurborgar í Landsbank-
anum rúmlega 2,3 milljarðar króna
eða 940 milljónum krónum hærri
en stefnt var að í fjárhagsáætlun
fyrir yfirstandandi ár. Þetta kom
fram á borgarráðsfundi í gær.
Á fundinum kom einnig fram að
tekjur þessa árs vora ofáætlaðar
um rúmlega 522 railljónir króna og
að rekstrargjöld voru vanáætluð
um 500 mihjónir króna. Meirihluta
þessa mismunar verður mætt með
yfirdrætti í Landsbankanum. Sam-
kvæmt tjárhagsáætlun ársins var
gert ráð fyrir að yfirdrátturinn yrði
um 1,4 mihjarður í lok þessa árs,
en hann mun verða rúmir 2,3 mihj-
arðar króna.
„Ég hef skynjað 1 hvað hefur
stefnt á þessu ári. Sérstaklega eftir
að é'gsá hvernig ársreikningúr fyr-
ir siðasta ár kom út. Ég hef borið
ugg í brjósti um að það stefndi í
þetta núna á þessu ári. Mér þykir
það alvarlegt að staðaþessa efnaða
s veitarfélags hafi versnað svo á síö-
ustu árum. Þetta sannar fyrir mér
að það hafi margt verið geymt
óleyst í pípunum þegar Davið
Oddsson yfirgaf stólinn. Það var
fortíðarvandi falinn í þeím píp-
um,“ sagði Sigrún Magnúsdóttir,
borgarfulltrúi Framsóknartlokks-
íns.
„Það er Ijóst að Reykjavíkurborg
hefur haldiö fullum dampi og rúm-
lega það 1 framkvæmdum á þessu
ári. Það er nokkuö sem við erum
ánægö með þar sem það hjálpar
upp á atvinnuhfið hér í borginni,"
sagði Júhus Hafstein, borgarfull-
trúi Sjálfstæðisflokks.
Helsta ástæða þess að tekjur hafa
reynst þetta mikið lægri en gert var
ráð fyrir er að vegna samdráttar
hefur minna verið greitt af að-
stöðugjöldum en búist var við. Eins
hafa gjöldm reynst hærri vegna
atvinnuástandsins í borginni.
-sme
Stúlku, sem var að bregða sér á salerni i kjallara gistiheimilisins á Snorrabraut 52, brá heldur illa þegar bifreið
braut rúður í nálægu herbergi í gærkvöldi. Ökumaður bílsins var að beygja frá Snorrabraut upp Bergþórugötu
er hann missti stjórn á bílnum. Billinn lenti fyrst á Ijósastaur, þá á afturhorni kyrrstæðs bíls og endaði „inni i
kjallara" á gistiheimilinu. Á myndinni virða gestir fyrir sér framhorn bílsins þar sem það teygir sig inn i kjallara-
herbergið. Engin slys urðu á fólki. -ÓTT
Kirkjugarðar Reykjavíkur:
Formaðurinn
erhættur
Helgi Ehasson lét af formennsku í
stjórn Kirkjugarða Reykjavíkur á
framhaldsaðalfundi í gærkvöldi.
Höskuldur Jónsson varaformaður
tók við formennskunni.
Helgi sagði í samtali við DV að
ástæða þess að hann hætti væri sú
að hann hefði flutt á milli safnaða
og því ekki haft umboð til stjórnar-
setunnar og það hefði verið andstætt
lögum að hann sæti lengur.
Samþykkt var ályktun sem send
verður Verðlagsstofnun. Helgi sagði
vegna þess máls augljóst að þjónusta
Kirkjugarðannamundihækka. -sme
20sígarettukart-
onáArnarhóli
Tveir menn sáust vera að reyna að
brjótast inn á Glaumbar við
Tryggvagötu á fjórða tímanum í nótt.
Starfsmaður Securitas kom að þeim
og flúðu þeir er þeir sáu th varðar-
ins. Þjófamir flúðu sem fætur toguðu
og skhdu verkfæri eftir á vettvangi.
Kallað var á lögregluna en þjófarn-
ir fundust ekki. Þó sást til manna-
ferða við Arnarhól skömmu síöar en
þegar að var komið fundust um 20
karton af sígarettum á hólnum. Þeg-
ar DV fór í prentun í morgun lá ekki
fyrir hvaðan kartonin eru en að sögn
lögreglu var líklegt tahð að eigand-
inn eða eigendur fyndust bráðlega.
-OTT
Veðriö á morgun:
Léttskýjað
vestanlands
Á morgun verður norðaustan-
gola eða kaldi um sunnan- og
vestanvert landið en annars stað-
ar skýjað. DáhtU súld á Austur-
landi. Hitinn verður 3-11 stig.
Veðrið í dag er á bls. 44
QFenner
Reimar og reimskífur
Vtoulsen
Suðurtandsbraut 10. S. 680499.