Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1992, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1992.
15
Þjóðminjar á Bitruháls
Höfundur segir að Mjólkursamsalan í Reykjavík eigi sér enga fraijitið
í núverandi umgerð.
Þjóðminjasafn íslands við Suðm--
götu í Reykjavík á við vanda að
stríða. Húsnæði þess er hjallur og
dýrt að gera það visthæft fyrir þá
arfleifð okkar sem safnið snýst um.
Raunar er það varla hægt þar sem
húsið var ekki hugsað fyrir nú-
tímaþarfir þjóðminjasafns, með
sölum eða útbyggingum fyrir
plássfreka muni og víðáttu utan
dyra fyrir tól og tæki sem eiga þar
sitt rétta athvarf og fyrir þróun
safnsins sem þarf væntanlega að
miðast við það að fortíðin lengist
sífellt með tilheyrandi afleiðingum
fyrir þjóðminjasafn.
Síðan kemur til þetta undarlega
ástand, að þjóðin er staurblönk og
hefur engin efni á því í allra nálæg-
ustu framtíð að byggja yfir heilt
þjóðminjasafn sem standi undir því
heiti um fyrirsjáanlega framtíð.
Fortíðarvandinn
Ef einhver vandi hér á landi er
augljós fortíðarvandi þá er hann
hér. Við eigum ekki aðeins á hættu
að glata minjunum um fortíð okkar
ýmist undir regn eða ryk, ryð og
fúa, heldur að týna ómetanlegiun
gögnum um sjálfan fortíðarvand-
ann. Við þessu verður auðvitað að
bregðast sé þess nokkur kostur.
Það sannast stundum máltækið,
að fátt er svo með öllu illt að ekki
boði nokkuð gott. Smátt og smátt
hefur það verið að renna upp fyrir
okkur að offjárfesting úr fortíðinni
er ekki alvond og reynist jafnvel
stundum eins konar framsýni eða
hrein hundaheppni. Þannig eru til
að mynda yfirgefnar stórbyggingar
kjöt- og mjólkurvinnslu að breytast
annars vegar í mikla hstaakademíu
og hins vegar í alvöru þjóðskjala-
safn. En þessi starfsemi var á sama
yonarvehnum og Þjóðminjasafn
íslands nú.
KjaUarinn
Herbert Guðmundsson
féiagsmálastjóri
Verslunarráðs íslands
Áður hefur Listasafn íslands
gengið í endumýjun lífdaga sinna
upp úr brunarústum fiskverk-
smiðju upphaflega og síðar frægs
skemmtistaðar. Það hefur sem sagt
sannast að nýta má fortíðarvand-
ann með ýmsum hætti ef vilji er
fyrir hendi, jafnvel til þess að varð-
veita hann sjálfan.
Ofangreind dæmi eru að vísu
þeim annmörkum háð að ekki er
hægt að tala beinhnis um fram-
leiðniaukningu sem skortir mest
þessi árin. Þar á móti kemur að
nýttir eru fjármunir sem hvort eð
er var búið að festa án arðsemi,
beint eða óbeint. Og sams konar
tækifæri eru víða til og bíða þess
að þau verði gripin.
Bitruháls við Árbæ
Ofijárfestingin eða stórfehd bind-
ing peninga í mannvirkjum, hús-
um, tækjum og tólum svona upp á
von og óvon, hefur lengi verið sér-
stök íþrótt hér á landi. Smnir segja
að þetta séu erfðaeinkenni veiði-
mannaþjóðfélags sem sé að breyt-
ast í menntað ríki í algeru óðagoti.
Og ekki bætir úr skák að öh fjár-
festingin í menntuxnnni sjálfri
virðist skha sér afar hægt einmitt
í þessu efni. Það er sérstakt ólán
og vekur margar spumingar út af
fyrir sig.
En það er Þjóðminjasafnið, sem
nú á í vök að verjast. Og því á auð-
vitað að bjarga og því á vitanlega
að búa framtíð sem miða verður
við aðstæður langt, langt framyfir
aha þá vesöld sem er okkur lifandi
að drepa þessi misserin. Enda er
það enginn vandi. Forsjón fortíðar-
innar og ofijárfestingarinnar bend-
ir á gríðarlegt, nýbyggt en óþarft
mjólkurmusteri á Bitruhálsi í
Reykjavík með stærðarinnar lóð,
nær albúið kjörsvæði fyrir Þjóð-
minjasafn íslands.
Og ekki nóg með það, því Árbær,
minjasafn Reykjavikur, er í næsta
nágrenni og rakið að bora stórkost-
leg jarðgöng þarna á milli næst
þegar vel árar eða öh menntunin
fer að skha sér, sem vonandi verð-
ur þá hvort tveggja í senn.
Mjólk er góð
Einokunardreifing á mjólk er á
líkbörunum og Mjólkursamsalan í
Reykjavík á sér enga framtíð í nú-
verandi umgerð. Starfsemi hennar
á sér næstum ahar rætur annars
staðar þar sem mjólkin verður th
og ekkert er th vanbúnaðar að yfir-
taka hlutverkið. Þar er í alvöru
talaö um að leggja niður stórt, ný-
legt mjólkurver í Borgamesi, og á
Selfossi og raunar víða þar sem
mjólk er framleidd í einhveijum
mæh er einnig fyrir hendi öll sú
aðstaða sem th þarf. Margir aðhar
í vörudreifingu em án efa að
minnsta kosti jafnokar MS, sem
hefur að baki áratuga fortíð einka-
sölu.
Musteri MS á Bitruhálsi blasir
því viö sem alvarlegur fortíðar-
vandi og um leið aht að því ómetan-
legur happafengur. Fyrir Þjóð-
minjasafn íslands og samtímis
mjólkurverin í sínu eðhlega um-
hverfi og á réttu róh - fijálsan
mjólkuriðnað. Og ekki má gleyma
því að þama gefst einstakt tæki-
færi th þess að græða meira á for-
vitni úrlendinga um fortíð okkar
og veruleika. Eða er einhver feim-
inn?
Herbert Guðmundsson
„Musteri MS á Bitruhálsi blasir því við
sem alvarlegur fortíðarvandi og um
leið allt að því ómetanlegur happafeng-
11V» u
Hvað nú, Evrópa?
Sú spurning er sett fram hvort Bandaríkin væru efnahagslegt stórveldi
án hins almáttuga dollara sem gildir fyrst og fremst stranda á milli f
landi sínu, Bandarikjunum.
Aldrei gengur th lengdar að fara
á bak við fólk. Það em gömul og
ný sannindi og breytast ekki þótt
málstaðurinn sé tahnn góður af
einhveijum. Thgangurinn helgar
ekki meðalið. Þetta em höfundar
Maastricht-samkomulagsins að
reyna þessa dagana. ÖUum er ljóst
að Evrópuríki verða að standa
saman og eiga mikla samvinnu á
efnahagssviðinu vhji þau standast
Bandaríkjunum og Japan snúning.
Þetta þýðir samt ekki það að Evr-
ópa geti bara gengið út úr logunum
eins og fughnn Fönix og gleymt
öhu í nútíö og fortíð. í öhum ákaf-
anum geta Evrópubúar heldur ekki
gleymt því að þeir em hluti verald-
arinnar. Hreppapóhtík í veraldar-
sögimni hefur ekki ahtaf leitt th
góðs. Sé horft í eigin barm geta
sjálfsagt margir sagt með réttu að
hreppapóhtíkin og „landbysidiot-
ismi“ sé með því fegursta í ís-
lenskri póhtík en gjalda ber varhug
við að yfirfæra slíka fagurfræði á
heimsmáhn.
Sameinum Evrópu
Ótal tilraunir hafa verið gerðar
th þess að sameina Evrópu. Róm-
verjar vora lengi iðnir við kolann
sem og Karlamagnús og í kjölfar
víkinganna komu afkomendur
hans og þeirra, evrópsku konungs-
ættimar, og streðuðu lengi. Napó-
leon kom frá Korsíku og ætlaði að
sameina Evrópu, sem og Vilhjálm-
ur n. Þýskalandskeisari og svo
Hitler. Viktoría drottning var líka
eitthvað að dunda við þetta en hafði
reyndar htinn tíma fyrir Evrópu
vegna anna við að sameina heim-
inn. Aht þetta streð og léttvæg nið-
urstaðan hefur leitt th þess að ráð-
herraráðið í Brassel hefur htið lát-
ið fara fyrir sér þegar sameina á
Kjallarinn
Guðlaugur Tryggvi
Karlsson
hagfræðingur
Evrópu. Þeim mun furðulegra
finnst fólkinu í ríkjum þeirra sífeht
að vakna upp við ný og ný lög og
thskipanir sem það hefur aldrei
heyrt á minnst eða talaö um. Fólki
finnst að farið sé á bak við þaö og
þess vegna hafnar það máhnu í
atkvæðagreiðslu.
Hernaðar- og myntbandalag
Efnisleg rök era einnig fyrir
hendi þegar andúðin á Maastricht
brýst upp á yfirborðið. Danski for-
sætisráðherrann sagði í sjónvarp-
inu um daginn að Danir hefðu enga
löngun th þess að beijast í evrópsk-
um her og myntbandalagið væri
bara draumsýn. Á móti spyija aðr-
ir, hefðu Bandaríkin orðið th án
bandarísks hers og væra Banda-
ríkin efnahagslegt stórveldi án hins
almáttuga dollara, sem ghdir auð-
vitað fyrst og fremst stranda á milli
í landi sínu, Bandaríkjunum? Stað-
reyndin er sú að hugsjónir
franskra krata, hversu göfugar
sem þær eru, þurfa ekki endhega
að vera af tómum rauðum rósum
sprottnar. Með Rómarsamningn-
um fékk franskur landbúnaður frí-
sph gegn því að heimha þýskum
iðnaði álíka frelsi. Útkoman varð
taumlaus fjáraustur í franskan
landbúnað og þýskur iðnaður hef-
ur auðvitað lagt undir sig veröld-
Baulað eftir töðumeis
Þessi hamingjuríka útkoma
breytir engu um það að þýsku her-
irnir völtuðu í þrígang yfir Frakka
á sjötíu árum og Frakkar urðu óðir
af bræði út í Bandaríkjamenn eftir
stríðið sem jusu fé í Þjóðveija með
Marshahaðstoð, NATO-styrkjum
og ahs konar tilleggjum th þess að
skreyta vesturgluggann gagnvart
Rússum í kalda stríðinu. Nú kyngja
auðvitað margir stoltinu, þegar gef-
ið er á garðann af nægtarborði
Evrópubandalagsins, en auðvitað
era því takmörk sett með hve mik-
ilh sjálfsvirðingu menn geta baulað
eftir töðumeis frá Brassel, þegar
öryggi afkomenda þeirra á að vera
veðsett vitfirrtri þjóðemishyggju
Evrópubúa, sem hefur brotist út,
brýst út og mun bijótast út án þess
að nokkuð verði við ráðið. Hörm-
ungamar í Júgóslavíu og atburðir
síðustu daga í Evrópu era sorgleg
dæmi þess.
Vestrænar þjóðir hafa byggt upp
vamarsamtök sem náð hafa góðum
árangri. í samvinnu við Banda-
ríkjamenn hefur heimsfriöurinn
verið tryggður. Það væri óðs
manns æði að kasta þessum ár-
angri frá sér vegna einhverrar
minnimáttarkenndar einstakra
ríkja í Evrópu. Og dohari Evrópu
getur alveg eins gert sig í mynt-
bandalagi og einhverri útfærslu á
snáknum eins og hnébeygju fyrir
ímyndaðri mynt, sem enginn hefur
tilfinningu fyrir.
Fólkið og veröldin
De Gauhe krafðist þess á sínum
tíma að hver þjóð hefði neitunar-
vald í ráðherraráði Evrópubanda-
lagsins. Með einingarlögunum frá
1987 hefur smám saman verið farið
í kringum þetta og í reynd hefur
því svo verið haldið að þjóðunum
sem tahð er að þær vhji heyra í
framkvæmd hvers máls. Reynslan
af atkvæðagreiðslunum um Maa-
stricht-samkomulagið ætti aö
kenna ráðherraráðinu að fjalla
meira um mál innan um það fólk
sem máhð varðar. Síðan ættu ráð-
herramir að gera sér grein fyrir
því að þeir era ekki einir í veröld-
inni. Þeir sem láta sig slíkt dreyma
vakna nefnhega upp einn góðan
veðurdag við vondan draum. Þrátt
fyrir aha sína innri erfiðleika ætti
Evrópubandalagið líka að gefa sér
tíma th að taka á raunhæfum
vandamálum og snúa vöm í sókn
með þjóðum veraldar í aukningu
heimsviðskipta og heimsvelferðar.
Guðlaugur Tryggvi Karlsson
ma.
„Öllum er ljóst að Evrópuríki verða að
standa saman og eiga mikla samvinnu
á efnahagssviðinu vilji þau standast
Bandaríkjunum og Japan snúning.“