Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1992, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1992, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 7. ÖKTÓBER 1992. Meiming Edda Jónsdóttir sýnir í Nýhöfn: Vörður í akrýl og á þrykkimyndum Edda Jónsdóttir listmálari opnar sýningu á verkum sínum í listasaln- um Nýhöfn í Hafnarstræti 18 á morg- un. Aðspurð kvaðst Edda sýna myndir sem hefðu verið á sýningu sem hún hélt í Hollandi fyrr á þessu ári og eru allar gerðar á síðustu tveimur árum. „Myndimar á sýningunni sýna vörður í ýmsum formum og er hluti af myndunum unninn í Ustamiðstöð- inni í Sveaborg í fyrra en þar dvaldi ég í þijá mánuði. Vöröumar hef ég verið að mála og þrykkja síðastUðin íjögur ár og er sjálfsagt ekki hætt því enn. Fyrir mér táknar varðan sam- hengi í lífinu. Það er hún sem vísar veginn.“ Edda Jónsdóttir hefur verið virkur myndhstarmaður í mörg ár og hélt fyrstu einkasýningu sína 1979 í Gall- erí Suðurgötu 7, Einkasýningar hennar em síöan orðnar margar. Hefur hún haldiö sýningar hér heima, í Danmörku, Englandi, Finn- landi og Frakklandi. Auk þess hefm- Edda tekiö þátt í flöldamörgum sam- sýningum heima og erlendis. Edda Jónsdóttir er einn þeirra mörgu Ustamanna sem hafa komið sér vel fyrir á gamla Álafosssvæðinu í MosfeUsbæ og er þar með vinnu- stofu. Hún tók við húsnæðinu um síöustu áramót en þar var áður saumastofa. Sagðist hún vera afar ánægð þama. Þar væri ró og friður Edda Jónsdóttir er hér á vinnustofu sinni í einni af gömlu Álafossbyggingunum i Mosfelisbæ. og stutt í náttúruna en visst öryggis- leysi fylgir því að hafa vinnustofu þama því að enn væri ekkert fastá- kveðið rnn framtíð húsanna og svæð- ísms. DV-mynd GVA -HK Ingvar E. Sigurðsson, Kristbjörg Kjeld og Baltasar Kormákur í hlut- verkum sfnum í Stræti. DV-mynd GVA Stræti í Þjóðleikhúsinu: Leiðsögn drykkjusvola og gleðimanns um strasti fátækra ÞjóðleUchúsið framsýnir annað kvöld verðlaunaleikritið Stræti eftir Jim Carthwright. Gerist leikritiö nótt eina í stræti fátækrahverfis og er sögusvið leikritsins strætið. Það er drykkjsvolinn og gleðimaöurinn Scullery sem leiðir okkur um strætið og kynnir okkur fyrir íbúum þess. Leikritið þykir mjög vel skrifað, beinskeytt en ljóðrænt. Málfarið er götumál dagsins í dag. Það lýsir á hreinskilin hátt hinum harða heimi fátækra borgarbúa. Dregur fram per- sónur sem em fyndnar, daprar, auð- mýktar en umfram allt mannlegar sem þrátt fyrir atvinnuleysi og öm- urlegar aðstæður em fullar af lífs- þrótti og von. Höfundurinn, Jim Cartwright, er enskur og er Stræti hans fyrsta leik- rit, samið 1986. Stræti fékk fem verð- laun í Bretlandi árið sem það var frumsýnt og hefur síðan verið sýnt viða um lönd og fengið góðar viðtök- ur. Stræti var tekið upp fyrir sjón- varp og var sú gerð valin besta sjón- varpsmyndin á Monte Carlo sjón- varpshátíðinni. Önnur leikrit eftir Cartwright em Bed, To, Eight Miles High og síðasta verk hans, The Rise and Fall of Little Voice, sem breska þjóðleikhúsiö frumsýndi í sumar. Guðjón P. Pedersen leikstýrir verk- inu, aðstoðarmaður hans er Hafliði Amgrímsson og leikmynd gerði Gretar Reynisson, en þessir þrír fengu menningarverðlaun DV fyrr á árinu fyrir uppsetijingu sína á Rómeó og Júlíu. Leikarar em Ingvar E. Sigurðsson, Kristbjörg Kjeld, Ró- bert Amfinnsson, Edda Heiðrún Backman, Baltasar Kormákur, Þór H. Tulinius og Halldóra Bjömsdóttir. Meðal þeirra bóka sem munu vekja hvað mesta forvitni á vænt- anlegri bókavertíð er íslenskir auðmenn sem Almenna bókafé- lagið gefúr út Þar er fjallað um þá einstaklinga sem náö hafa góð- um árangrí í störfum sínum og efnast um leið. Höfundar bókar- innar eru Pálmi Jonasson og Jon- as Sigurgeirsson og segja þeir bókina 'ætiaöa að vera jákvæða og. öfundarlausa lýsingu á at- hafnaferli fiöimargra einstakl- inga og er efiii bókarinnar fengið eftir viðtölum við marga aðila, samvinnu við þá einstaklinga sem fjallað er um, auk þess sem efni er fengtð úr áður útgefnum bókum, blöðum og tímaritum þar sem fiallað er um viðkomandi. Til að fá umfiöliun i Isienskum auðmönnum verður sá einstakl- ingur að eiga aö minnsta kosti tvö hundrað milljónir. Samkvæmt könnun þeirra félaga eru á annað hundraö einstaklingar sem eiga slíka fiármuni. opnunarmynd á kvikmyndahá- tíðinni Sainte-Thérese í Montreal 1 Kanada þann 26. september síð- astiiðinn. Viðstaddir vora meöai annars borgarstjóri Montreal. tveir ráðherrar og þekktir kvik- myndaleikarar. Þegar hátíöinni lauk kom i ljós að S vo á jörðu sem á himni hafði fengið önnur aðal- verðlaunin, Grand prix du Jury (verðiaun dómnefndar). Þetta er mikil viðurkenning og eru þriðju verðlaunin sem Svo á jörðu fær eftir þátttöku í tveimur hátíðiun en hún fékk tvenn verðiaun á kvikmyndahátíðinni í Marseiile. Þeirri hátíð lauk sama dag og myndin var sýnd í Montreal og tók franski leikarinn Pierre Vaneck sem leikur Dr. Charcot viö verðlaununum fyrir hönd Kristínar Jóhannesdóttur. :: Meðal jólabóka í ár er ævisaga Sveinbjöms Beinteinssonar alls- heijargoða, skálds, bónda og kvæðamanns. í bókinni, sem er unnin af Berglindi Gunnarsdótt- ur rithöfundi, segir Sveinbjöm frá æsku sinni og umhverfi, rifiar upp mörg atvik ævi sinnar, þjónaband og kynni af samtíöar- fólki, meðal annars kunnings- skap við skáld og listamenn í Reykjavík þegar hann kom þang- að sem ungur maður. Hörpuút- gáí'an gefúr út bókina. Næsta frumsýning á vegum Leikfélags Reykjavíkur veröur Heima lyá ömmu eftir banda- riska leikskáldið Neil Simon og veröur það frumsýnt á stóra sviði Borgarleikhússins 18. október. Heima hjá ömmu gerist í Yon- kers, smábæ norðan við New York, árið 1942 á heimili ömmu. leikritið á^gamansaman hátt lífinu á heimilinu og sam- bandi gömlu konunnar viö böm sín sem finnst hún vera hinn mesti pílsvargur. Sjö leikarar komafram ísýningunni. Margrét Ólafsdóttir leikur ömrou gömlu, böm hennar fjögur leika Sigurð- ur Karlsson. Haraid G. Haralds- son, Elva Hanna María Karlsdóttír og son- arsynina leika Gunnar Helgason og Ivar Örn Sverrisson. Lciksfjóri er Halhnar Sigurðsson. Sódóma Reykjavlk sýnd í flórum kvikmyndasölum: BreiðholtspiKur f lækist í uppgjör tveggja glæpagengja sýnd var fyrir tæpum tveimur árum í Regnboganum og síðar í sjónvarpi, vakti mikla athygli. Óskar skrifar einnig handritið. Um kvikmyndun- ina sér Sigurður Sverrir Pálsson, Valdís Óskarsdóttir klippir og Sigur- jón Kjartansson semur tónlistina sem þegar er komin út á geisladiski. Jón Ölafsson er framleiðandi mynd- arinnar. Aðalhlutverkin leika Bjöm Jör- undur Friðbjömsson, sem sjálfsagt er þekktastur fyrir að vera bassaleik- ari og söngvari hljómsveitarinnar Nýdanskrar, Sóley Elíasdóttir, Egg- ert Þorleifsson, Helgi Bjömsson, Þröstur Guðbjartsson og Stefán Sig- urjónsson. Áætlaður heildarkostnaður við gerð myndarinnar er áætlaður 60 milljónir, þar af er styrkur frá Kvik- myndasjóði íslands upp á 15 milljón- ir króna. Eins og áður segir verður myndin sýnd í fiórum sölum í Reykjavík en fljótiega verður hún einnig tekin til sýningar úti á lands- byggöinni. -HK Björn Jörundur Friöbjörnsson leikur eitt aðaihlutverkiö i myndinni Sódóma Reykjavik. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar Sódóma Reykjavík er Óskar Jónasson. Hann sést hér á myndinni ásamt kvikmyndatöku- manni sínum, Sigurði Sverri Páls- syni. Nýjasta íslenska kvikmyndin, Sódóma Reykjavík, verður frumsýnd í fiórum sölum þriggja kvikmynda- húsa á morgun. Hefur verið beðið eftir þessari kvikmynd með nokkurri eftirvæntingu en eins og nafnið bendir til gerist myndin í Reykjavík og fiallar hún á spennandi og gaman- saman hátt um ungan Breiðholtspilt sem lendir milli steins og sleggju og flækist inn í uppgjör tveggja glæpa- gengja, sem meðal aimars fást við sprúttsölu, þegar hann kemur systrn- sinni til bjargar. Leiksfióri myndarinar er Óskar Jónasson og er þetta fyrsta kvik- myndin í fullri lengd sem hann leik- stýrir en stuttmynd hans SSL 25, sem

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.