Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1992, Blaðsíða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1992.
Frjálst.óháÖ dagblað
Otgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00
SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613.
SlMBRÉF: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Hringlandi
Alþingi var sett í gær aö nýju eftir stutt hlé ogfjárlaga-
frumvarp var lagt fram. Helsta verkefni þingsins veröur
aö afgreiða fíárlög og taka afstööu til Evrópska efnahags-
svæðisins. Bæði eiga þessi stóru mál eftir aö reynast
ríkisstjórninni þung í skauti. Gera má ráð fyrir að sam-
komulagið um EES hafi meirihluta í þinginu en kröfur
hafa farið vaxandi um þjóðaratkvæðagreiðslu og ríkis-
stjómin mun ekki standa sterk að vígi meðan hún neit-
ar þjóðinni að segja áht sitt á þessum afar mikilvægu
samningum. Hér í blaðinu hefur verið mælt með Evr-
ópska efnahagssvæðinu en jafnframt tahð eðhlegt að
þjóðin hefði um það síðasta orðið.
Þessu hefur ríkisstjórnin hafnað og í því felst þver-
sögn vegna þess að stjómarflokkamir hafa lagt áherslu
á að EES skipti sköpum fyrir næstu framtíð þjóðarinnar
og það er til styrktar mádinu að ríkisstjórnin hafi þjóð-
ina á bak við sig í svo stóm máh. Meðan ríkisstjómin
þverskahast við kröfum um þjóðaratkvæði hggur hún
undir þeim grun að þora ekki að vísa EES-samkomulag-
inu til dóms þjóðarinnar. Varla getur það tahst traust-
vekjandi eða sannfærandi um ágæti málsins.
Hitt stóra máhð em fjárlögin. í því frumvarpi, sem
lagt var fram í gær, em margir lausir endar. Niður-
skurður í einstökum ráðuneytum er ótilgreindur að
mestu. Það er kreist og togað hér og þar en árangur frá
yfirstandandi hárlagaári er því miður ekki til þess fah-
inn að vekja trú á almennum yfirlýsingum um niður-
skurð. Satt að segja virðist ríkisstjómin hafa mikið tU
gefið það upp á bátinn að draga saman í ríkisrekstri en
í stað þess fer mest púðrið í vangaveltur um breytingar
á virðisaukaskatti sem þó á ekki að gefa mikiö í aðra
hönd.
Fyrirkomulag á virðisaukaskatti er enn óljóst sam-
kvæmt frumvarpinu sem þýðir að ríkisstjómin á enn
eftir að taka ákvörðun um skattlagningu sem hugsan-
lega getur gengið í gUdi eftir rúma þrjá mánuði. Fyrst
var talað um að fækka undanþágum og taka upp tvö
virðisaukaskattsþrep. Síðan var hætt við þau áform en
fleygt fram hugmynd um að leggja niður endurgreiðslur
á virðisaukaskatti á vöm og þjónustu sem ekki er virðis-
aukaskattskyld. Næst er svo það að frétta að fjármála-
ráðherra og utanríkisráðherra hafa dustað rykið af fyrri
tiUögunni og segja hana enn til skoðunar!
Ekki em þetta traustvekjandi vinnubrögð og raunar
ótrúlegur hringlandi.
í báðum tUvikum hafa komið fram sterk mótmæh
og þung rök gegn þessum áformum báðum. Þingflokkar
stjómarflokkanna höfnuðu fyrri leiðinni og augljóst er
að runnið hafa tvær grímur á ráðherrana við afar mál-
efnalegum röksemdum gegn þeirri síðari.
Það er út af fyrir sig rétt að í stefnuyfirlýsingum
stjómarinnar hefur verið minnst á þær fyrirætlanir að
taka upp tvö skattþrep og undanþágur orka oftast tví-
mæhs. En þá ber að hafa í huga að tvö skattþrep á virð-
isaukanum hafa verið rædd á þeirri forsendu að efra
þrepið lækkaði verulega og í neðra þrepið fæm flestar
nauðsynjavörur. Hvomgt hefur verið lagt til. Matar-
skatturinn frægi er enn í efra þrepinu og á að vera
áfram. Lækkunin er óveruleg eða úr 24,5% í 22%.
Ríkisstjómin á að einbeita sér að því að skera niður
útgjöld í stað þess að mæna á einhverjar matarholur í
skattkerfinu; matarholur sem em raunar afar rýrar og
hafa hingað th verið undanþegnar vegna þess að stjórn-
völd hafa falhst á að ýmiss konar starfsemi í þjóðfélag-
inu stendur ekki undir íþyngjandi skattlagningu.
Ehert B. Schram
„Þaö er ekki síst saltfiskvinnslan sem hagnast á EES,“ segir höfundur.
EES gjörbreytir
stöðu sjávarútvegs
Fyrir skömmu lét Sigurður Har-
aldsson, framkvæmdastjóri SÍF,
svo um mælt í viðtali að samning-
urinn um evrópska efnahagssvæð-
ið yrði „mikil vítamínsprauta fyrir
saltfiskiðnaðinn á íslandi". For-
stjóri Þjóðhagsstofnunar, Þórður
Friðjónsson, hefur lýst svipuðum
skoðunum, og telur að strax á
næsta ári muni aðildin að EES
skila 1,5 til 2% hærra verði fyrir
sjávarafurðir inn í landið. Þetta
þýðir að íslensk fyrirtæki munu fá
allt að 1500 milljónum króna meiri
tekjur fyrir sjávarafurðir á næsta
ári, án þess að eyða í þær meira
hráefni.
Þessar upplýsingar staöfesta það
svart á hvítu að forsvarsmenn mik-
ilvægustu atvinnugreina á íslandi
jafnt sem hæfustu sérfræðingar
okkar á sviði efnahagsmála eru
sammála um mikilvægi Evrópska
efnahagssvæðisins fyrir velferð ís-
lensku þjóðarinnar.
í framhaldinu hafa svo öll helstu
samtök í sjávarútvegi lagt mikla
áherslu á þýðingu samningsins fyr-
ir greinina, og hafa meðal annars
í samvinnu viö aðra burðarása úr
atvinnulífinu birt stórar auglýsing-
ar í dagblöðunum, þar sem kostum
samningsins fyrir atvinnulífið er
lýst.
Þaö segir hins vegar sitt um mál-
flutning stjómarandstöðunnar að
þvert ofan í yfirlýsingar forystu-
manna í sjávarútvegi hafa nokkrir
oddvitar hennar haldið því fram
að samningurinn um EES sé létt-
vægur fyrir íslenskan sjávarútveg.
Saltfiskurinn - gjör-
breytt staða
Það er ekki síst saltfiskvinnslan
sem hagnast á EES. í dag á hún í
erfiðri samkeppni og hefur verið
að tapa mörkuðum, til dæmis í
Portúgal. Helstu keppinautamir
em Norðmenn og Færeyingar sem
hafa flutt saltfisk tollfijálsan inn á
Evrópu meðan íslendingar hafa
þurft að greiða 13% toll af flöttum
saltfiski og 20% toll af saltfiskflök-
um. Markaður fyrir söltu flökin
eykst hratt og þau skila mun betri
hagnaði en hefðbundni fiskurinn.
En vegna tollanna hafa íslendingar
ekki getað selt þau í nægilegum
mæh.
Við eigum hins vegar í sam-
keppni við fleiri en Norðmenn og
Færeyinga. Danir hafa til dæmis
keypt fisk, meðal annars af íslend-
ingum, saltað heima og síðan selt
tollfxjálst til Evrópu. Kanadamenn
hafa líka keppt við íslendinga en
þurft að borga háa tolla eins og
við. í harðnandi samkeppni við
þessar þjóðir höfum við átt undir
högg að sækja vegna hárra tolla.
Tollfríðindin sem samningurinn
um EES býður upp á mun gjör-
breyta þessari stöðu. Saltfiskflökin
Kjallarinn
Össur Skarphéðinsson
formaöur þingflokks
Alþýöuflokks
af einhverri alvöm keppt við aðra
framleiðendur á hinum mikilvæga
ferskflakamarkaði í Evrópu.
Með þessu hefur EB neytt íslend-
inga til að flytja fiskinn út óunn-
inn, og með honum bæði atvinnuna
og vinnsluvirðið sem fæst við flök-
unina. Samningurinn um EES
breytir þessu í einu vetfangi. Um
leið og hann tekur gildi sviptast
burt tollamir á fersku flökunum
og við verðum samkeppnisfærir
með íslensk flök á neytendamörk-
uðum Evrópu.
Það mun í senn skila auknum
tekjum inn í landið, en jafnframt
mun atvinnan, sem til þessa hefur
verið flutt í formi óunnins fiskjar
til Evrópu, verða eför á íslandi.
Fyrir okkur gæti þetta skipt millj-
örðum á ári, auk nýrra atvinnu-
tækifæra.
„Þessar upplýsingar staðfesta það
svart á hvítu að forsvarsmenn mikil-
vægstu atvinnugreina á Islandi jafnt
sem hæfustu sérfræðingar okkar á
sviði efnahagsmála eru sammála um
mikilvægi Evrópska efnahagssvæðis-
ins fyrir velferð íslensku þjóðarinnar.“
munu þá í einu vetfangi veröa al-
gerlega tollfijáls, og sama gildir um
flatta saltfiskinn sem er unninn úr
þorski. Norömenn munu aö sönnu
áfram njóta tollfijálsra innflutn-
ingskvóta á þurrkaðan saltfisk, en
samkeppnisstaða okkar gagnvart
þeim, og einnig Færeyingum og
Dönum, gjörbreytist eigi aö síöur
til hins betra. Og hvað Kanada-
menn varðar mun samningurinn
um EES færa okkur verulegt for-
skot.
Samningurinn um EES jafngildir
því að framlegð á hvert hráefnis-
kíló gæti verið 7-8 krónum meiri.
Það er hins vegar óvíst að tollfrels-
ið myndi allt skila sér til framleið-
andanna á íslandi.
Fersku flökin
Samningurinn er ekki síður mik-
ilvægur fyrir möguleika íslendinga
til að selja fersk flök - og raunar
ferskar unnar fiskafurðir - á hin-
um sterkríku neytendamörkuðum
Evrópu. En þar eins og víðar hefur
neyslumynstur breyst þannig, að
neytendur kjósa nú miklu fremur
fersk flök en fryst. Þeir borga mun
hærra verð fyrir ferskleikann,
þannig að verðið á ferskfiskflökun-
um er miklu hærra.
Evrópubandalagið hefur hins
vegar komið í veg fyrir að íslend-
ingar gætu notfært sér aukna
tekjumöguleika af sölu á ferskum
flökum með því að setja á þau mjög
háan toll, eða 18%. Þetta hefur vita-
skuld girt fyrir að íslendingar gætu
Tilbúnir réttir
Tollar af tilbúnum, samsettum
réttum munu jafnframt stiglækka
úr 10% niður í 3%. Til þessa hefur
veriö ipjög erfitt að ná fótfestu fyr-
ir slíka vöru í Evrópu vegna afar
harðrar samkeppni. Sérfræðingar
í markaðsmálum telja þó, að þessi
tollalækkun muni skipta sköpum
fyrir sölu tilbúinna fiskrétta.
Reynslan mun væntanlega leiöa
það í Ijós.
Hins ber að geta, að framleiðsla
og markaðssetning á slíkum rétt-
um er afar áhættusöm. Líftími rétt-
anna er stuttur og nýir ryðja þeim
gömlu fljótt úr hillum stórmarkað-
anna. Það eru einkum stórir hring-
ir, líkt og Findus, sem hafa náð
varanlegum árangri á þessu sviði.
Þeir hafa það sem okkur skortir:
sterkt dreifikerfi. Við höfum það
sem þá vantar: vandað hráefni.
Tollfríðindin, sem bjóðast með
EES, setja okkur hins vegar það
verkefni að ná þessum stórfyrir-
tækjum hingað til lands til sam-
starfs við Islendinga um fram-
leiðslu og dreifingu í Evrópu á til-
búnum, samsettum réttum úr sjáv-
arfangi. Þar er óunninn akur, sem
við gætum plægt í samvinnu við
slík fyrirtæki.
Með EES felast því sóknarfæri á
ótal sviðum í fiskvinnslu. Við eig-
um ekki að láta þau úr greipum
ganga. össurSkarphéðinsson