Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1992, Blaðsíða 16
16
MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1992.
LífsstOl
Verd á grænmeti:
Influttar gulrætur væru
meira en helmingi ódýr-
ari en þær íslensku
Verð á gulrótum
f
— kílóverð
Innfluttar
Islenskar
Undanfarin sex ór hefur fengist
hér á landi ferskt pasta. Pastað er
úr sérstöku mjöli, ekki hveiti, sem
flutt er inn frá Bretlandi. Það er
aðeins einn aðili hér á landi sem
framleiöir ferskt pasta og það er
Jón Pétursson bakari hjá Pasta sf.
í Garðabænum.
„Þetta er ferskt pasta. Ég laga
það, set þaö í box og síðan í kæli.
Innflutt pasta er þurrkaö. Þetta er
eins og að vera meö ferska ávexti
í staöinn fyrir þurrkaða. Ferska
pastað þarf einnig styttri suðutíma,
cina til þijár minútur. I»að þarf
heldur ekki
blööin heldur er þau tilbúin beint
á kjötið," sagði Jón.
Ferska pastað er selt undir vöru-
í öllum helstu matvöruversl-
unum á höfuðborgarsvæðinu,
Keflavik og Akureyri. Hægt er að
fá pastaö sem spaghetti, núölur
(bæði hvítar og kryddaðar), og la-
sagnablöð.
Pasta er rajög hollt, aöeins 305
kaloríur í 100 g. Ferska pastað verð-
ur að geymast í kæh en Jón sagði
að óhætt væri að frysta það.
Jón Pétursaon bakari er einl framleiöandi fersks pasta hér á landl-
. DV-mynd GVA
grænmetisneysla dregur úr lí kum á krabbameini
„Við höfum reynt að beijast fyrir
því að það væri ekki toliur á græn-
meti og að verð á grænmeti væri
lægra og sérstaklega að íslenska
grænmetið væri stutt aö einhveiju
leyti þannig að verðið á því gæti orð-
ið lægra,“ sagði Laufey Steingríms-
dóttir hjá Manneldisráði íslands er
leitað var álits hennar á háu verði á
íslensku grænmeti.
„Við höfum ekki beitt okkur í þessu
eins og viö ættum aö gera en þetta
er mikið mál og grænmeti er héma
alltof dýrt. Margir eru ekki vanir að
borða grænmeti og finnst það jafnvel
hálfgerður óþarfi og þá veröur það
afgangs. Þar sem matur er yfirleitt
dýr þá sparar fólk þetta við sig,“
sagði Laufey.
Laufey sagði að starfsmenn Mann-
eldisráös vildu hvetja fólk til að
borða grænmeti með heitum mat, t.d.
að hafa tómatbát til hliðar eða tvær
sneiðar af gúrku eða vera með mikið
grænmeti og væri þá notað til við-
miðunar að rúmlega helmingur af
matnum á diskinum væri grænmeti
og kartöflur eða grænmeti og hrís-
gijón.
„Það mikilvægasta er að máltíðin
verður öll léttari viö þetta og fitu-
minni. Fólk getur borðað miklu
meira af mat án þess að fitna og auk
þess eru vítamín og steinefni í græn-
metinu, eins og C-vítamín. Grænmet-
isneysla hefúr t.d. verið tengd minni
líkum á krabbameini, ekki síst
neysla mjög hollra grænmetisteg-
unda eins og spergilkáls, blómkáls
og gulróta. Það mætti því segja að
það væri forvamarstarf að lækka
verð á grænmeti," sagði Laufey.
Laufey sagði að ekki væri bara
mikilvægt að beijast fyrir afnámi
tolla á erlendu grænmeti heldur ætti
fyrst og fremst að beijast fyrir því
að kostaaður við framleiðslu á græn-
meti á íslandi yrði lægri þannig að
framleiðslan yrði ódýrari.
-GHK
Tóbaksauglýsing á fríhafnarpokum
Athygli neytendasíðunnar var
vakin á því að enn væru tóbaksaug-
lýsingar á fríhafnarpokum þó að
bannað væri með öflu að auglýsa
tóbak hér á landi. Hér er um aö ræða
Camel auglýsingu á gulum fríhafnar-
pokum.
„Það eru ýmis lög sem gilda í land-
inu sem ekki gilda á transitsvæðinu.
Viö höfúm sparað á tíu árum um 40
mifljónir í pokakaupum með þessu.
Það eru t.d. mörg ákvæöi tollalaga,
laga um virðisaukaskatt, áfengis-
laga, laga um tóbaksvamir og út-
lendingaeftiriit sem gilda ekki á
svæðinu. Það má t.d. nefna að bjór
var seldur í fríhöfinnni þegar það var
algjört bjórbann í landinu," sagði
Guðmundur Karl Jónsson, forstjóri
fríhafhar Flugstöðvar Leifs Eiríks-
sonar á Keflavíkurflugvelii er hann
var spurður um tóbaksauglýsingar á
fríhafnarpokum. Sagði Guðmundur
Karl að fríhöfnin væri undanþegin
merkingum um skaða tóbaks á því
tóbaki sem þar væri selt.
Þrátt fyrir að allar tóbaksauglýsing-
ar séu bannaðar hér á landi má sjá
slíkt á fríhafnarplastpokum sem far-
þegar fá á leið úr landi.
DV-mynd BG
„Þaö má eflaust gagnrýna þetta en
engu síður er það ljóst að þaö eru
mörg lög sem gilda ekki héma. Um
leið og farþegamir em komnir upp
í vélamar geta þeir lesið Atlantica
og það era a.m.k. tíu tóbaksauglýs-
ingar í því blaði,“ sagði Guömundur
Karl.
Guðmundur Karl sagði að á plast-
pokum, sem farþegar fengju þegar
þeir kæmu inn í landið, væra sæl-
gætisauglýsingar en það hefði ekki
dugað svo aö tóbaksauglýsingar
væru á þeim pokum sem farþegar
fengju á leið úr landi. Ekki væri um
það að ræöa að farþegar bæra tó-
baksauglýsinguna með sér inn í
landið.
„Við erum með pokanotkun upp á
yfir milljón poka á ári og þetth eru
vandaðri og stærri pokar en almennt
gerist því að viö þurfum að koma
meiri þyngslum í þetta en hver poki
kostar um fjórar krónur í dag,“ sagði
Guðmundur Karl að lokum.
-GHK
Gulrætur og annað grænmeti er bráðhollt en 42. grein búvörulaganna frá 1985 kemur i veg fyrir að Islendingar
geti keypt ódýrt erlent grænmeti á meðan nóg er af þvi islenska en innlenda framleiðslan er mun dýrari.
flutt inn erlent grænmeti reyna þau
að fá að dreifa grænmeti fyrir bænd-
ur hér á landi.
Tveir viðmælendur DV bentu á að
nú mætti t.d. ekki flytja inn blaðlauk
en samt væri hann ekki á markaðn-
um og væru veitingastaðir m.a. í erf-
iöleikum. Það vildi brenna við að það
væri ekki nógu mikill kraftur í ís-
lenskum framleiðendum til að koma
vörunni á markað. Ef þeir væru á
annað borð að rækta grænmeti
þyrftu þeir að standa betur aö mark-
aðssetningu vörunnar.
Hátt verð stjórnar eftirspurn
Innílytjendumir, sem DV talaði
við, vildu einnig halda því fram að
þó að aðeins einn kassi væri til af
íslenskri framleiðslu af vörunni þá
væri lokað á innflutning. Með því að
hafa verðið hátt væri svo hægt að
láta þennan eina kassa anna eftir-
spura þar sem há verðlagning drægi
úr eftirspum eftir vörunni.
Mikið hefur verið rætt um hvað
íslendingar borða lítið af grænmeti
miðaö við aðrar þjóðir en grænmeti
er bráðhollt og æskilegt að fólk neyti
grænmetis dagsdaglega. Þykir því
skjóta nokkuð skökku við að 30 pró-
senta tollur er á öflu erlendu græn-
meti og ef hann væri niðurfelldur
væri erlent grænmeti jafnvel enn
ódýrara. Ekki er ótrúiegt að slíkt
myndi auka mjög eftirspum eftir
grænmeti og þar með neyslu land-
ands á þessu hollustufæði.
Verð í súluritinu er byggt á meðal-
verði gulróta í síðustu viku og verði
þeirra í einum stórmarkaði nú á höf-
uðborgarsvæðinu og upplýsingum
innflytjenda um hugsanlegt verð er-
lendra gulróta ef þær væru fluttar
inn.
-GHK
Forvarnarstarf að
lækka verð á grænmeti
Ef leyft væri að flytja inn gulrætur
þessa dagana kostaði kílóið á milli
80 og 115 krónur kílíóið. Meðalverð
á íslenskum gulrótum var í síðustu
viku 256 krónur og eru neytendur
því að borga rúmlega þrefalt meira
fyrir innlenda framleiðslu af gulrót-
um.
Eins og greint var frá á neytenda-
síðunni í síðustu viku er það 42. grein
búvörulaganna frá 1985 sem bannar
innflutning á erlendu grænmeti ef
Neytendur
innlend framleiðsla fullnægir eftir-
spum. Vegna þessarar reglu borga
neytendur mun hærra verö fyrir
grænmetið en ef erlend framleiðsla
væri á markaönum. Má t.d. nefna að
hvítkál mundi kosta 60 til 75 krónur
kílóið.
Enginn blaðlaukur
DV leitaði áhts nokkurra innflytj-
enda á lögunum en þar sem málið
þykir mjög viðkvæmt í þeim herbúð-
um vildi enginn tjá sig hreint út um
það. Ástæðan er sú að á þeim tíma
sem innflutningsfyrirtækin geta ekki