Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1992, Side 19
19
JulioCesar
Æ, a JLém^ ÍKim
foiDroinaoi
Julio Cesar, brasilíski vamar-
maðurinn í liði Juventus á Ítalíu,
leikur ekki knattspymu naestu 4
mánuðina. Cesar varð fyrir því
óláni að fótbrotna í leik gegn
Napoli um síðustu helgi eftir að
hafa lent í samstuði við Svíann
Jonas Them h)á Napoh.
knattspyrnu, Rafael Martin
Vazquez, er á leiö til spánska liðs-
ins Real Madrid frá Marseihe í
Frakklandi. Vazquez, sem gekk
til liðs við Marseille fyrir þetta
tímabil frá italska félaginu Tor-
ino, lék með Real Madrid fyrir
tveimur ámm. Kaupvcrð
Madridarhðsins á honum er um
350 milljónir íslenskra króna.
-GH
LeedsogStuttgart
Mótaneíhd Knattspymusam-
bands Evrópu hefur ákveðið að
aukaleikur Leeds United og
Stuttgart í Evrópukeppni meist-
araliöa í knattspymu fari fram i
Barcelona á Spáni á fóstudaginn.
Forráðamenn Leeds voru ekki
ánægðir með þá ákvörðun UEFA
að leikurinn færi fram á hlutlaus-
um velli, vildu að leikurinn yröi
spilaður í Leeds en þeir hafa nú
sæst á að leikurinn verði háður
i Barcelona og forráðamenn
Stuttgart eru á sama máh. Liðið
sem sigrar í þessum leik mætir
Glasgow Rangers í 2. umferð.
-GH
Enginfrestun
áhandboStanum
Mótanefhd HSÍ ákvað á fundi
sínurn í gær að leikjunum í 1.
deild karla yrði ekki frestaö í
kvöld þó svo að ísienska knatt-
spymulandsliðið vœri að ieika á
sama tíma gegn Grikkjum í und-
ankeppni HM. Nokkur félög, þar
á meðal FH og Víkíngur, vftdu
fresta leik sínum en mótanefndin
var á öðru máh. Leikimir, sem
framfara í kvöld, eru þessir: Vík-
ingur-FH, StjamanHR, Haukar-
HK, Valur-Selfoss, ÍBV-Fram og
KA-Þór. Allir leikirnh- heíjast
klukkan 20 að undanskildmn lelk
Akureyrarhðanna sem hefst hálf-
tíma síðar.
-GH
Snæfeilfær
Valíheimsókn
Einn leikur er í Japisdeildinni
í körfuknattleik. Snæfell leikur
sinn fyrsta leik í deildinni þeg-
ar hðið fær Valsmenn í heimsókn
í Stykkishólm. Lcikurinn hefst
klukkan 20.
StórsigurSvía
Svíar unnu stórsigur á Búigör-
um, 6-0, í Evrópukeppni 21-árs
landshða I Halmstad í gærkvöldi.
í San Marino töpuðu heimamenn
fyrir Noregi, 0-3. A-landslið þess-
ara þjóða mætast í undankeppni
HM í kvöld.
-VS
Palace gerir
Guðna tilboð
- lánssamningur kemur til greina, segir Guðni Bergsson
Crystal Palace hefur gert ná-
grönnum sínum í Tottenham tiiboð
í íslenska landshðsmanninn Guðna
Bergsson sem ekkert hefur fengið
að spiia með Tottenham á þessu
keppnistímabili. Ólíklegt er að af
kaupum verði en hins vegar kemur
til greina að Palace fái Guðna að
láni um einhvern tíma - eða þá að
hann fari sem lánsmaður til ein-
hvers annars félags.
„Það er rétt, ég fékk boð frá
Palace fyrir nokkrum dögum, en
ég hef ekki áhuga á að vera seldur
þangað. Hins vegar gætu málin
þróast þannig að ég færi þangað
að láni í skemmri tíma, sem væri
betra en að hanga þar sem ég er.
Ég þarf að halda mér í leikæfingu
og komast í einhvers konar sviðs-
ljós til að eiga möguleika á að kom-
ast burt frá Tottenham. Eins og
fyrr er ég sannfærður um að meg-
inlandið henti mér best,“ sagði
Guðni í samtali við DV í gærkvöldi.
Líkt er á komið með Tottenham
og Palace en þessi kunnu Lundúna-
félög eru við botn úrvalsdeildar
ensku knattspyrnunnar. Totten-
ham er íjórða neðst með 10 stig en
Palace er stigi og sæti á eftir.
Samningur við Tottenham
rennur út í vor
Guðni hefur verið upp á kant við
stjórn Tottenham frá því í sumar
en hann vill komast burt frá félag-
inu þó samningur hans renni ekki
út fyrr en næsta vor. Hann hefur
leikið meö varaliðinu að undan-
fórnu en til að byrja með var hon-
ummeinaðaðleikameðþví. -VS
Guðni Bergsson i leik með Totten-
ham.
„Von á erfiðum leik“
- segir Alketas Panagoulias, þjálfari Grikkja
Alketas Panagoulias, þjálfari
gríska landshðsins í knattspymu,
stjómaði æfingu hðsins eins og her-
foringi á flóðlýstum Laugardalsvelli
í gærkvöldi. Léttleikinn og gaman-
semin var þó ekki langt undan en
við nánari kynni á þjáifaranum kom
í ljós að þar er á ferð hinn hressasti
náungi. Hann talar ensku reiprenn-
andi og til gamans má geta þess að
hann stundaði nám við sama háskóla
og Sigurður A. Magnússon í New
York á sjötta áratugnum en Sigurður
er túlkur gríska hðsins meðan það
dvelur hér á landi.
Panagoulias sagðist í viðtali við DV
eftir æfinguna í gærkvöldi alltaf vera
bjartsýnn fyrir leiki en viðurkenndi
þó að hann ætti von á mjög erfiðum
leik og hann bæri mikla virðingu
fyrir íslenska Uðinu, sem væri sýnd
veiði en ekki gefin.
„Ég er búinn að fara mörgum sinn-
um yfir myndbandsspólu frá leik
Ungverja og íslendinga í Búdapest
sl. vor en þar kom íslenska hðið mjög
á óvart með því að sigra en liðið sýndi
á köflum skynsamlegan og yfirveg-
aðan leik. Ég býst fastlega við mjög
erfiðum leik gegn íslendingum, það
verður ekkert gefið eftir af hálfu
beggja þjóða enda mikið í húfi. Við
erum hingað komnir til að sigra en
Panagoulias, þjálfari gríska lands-
iiðsins, á æfingu í gær.
DV-mynd Brynjar Gaufi
til að það gangi eftir verðum við sýna
mjög góðan leik,“ sagði Panagoulias
í samtalinu við DV. Hann bætti síðan
við að hann gerði sig ekki ánægðan
með jafntefli.
Það mátti greinilega heyra á máh
Panagouhas að hann var mjög inni í
íslenskri knattspymu og þar væru
nokkrir sterkir leikmenn sem lékju
með erlendum félagsliöum. Hann
sagði ennfremur að Asgeir EUasson,
þjálfari íslenska hðsins, væri nú þeg-
ar búinn að ná góðum árangri með
hðið og hann virtist hafa mikinn
metnað til að standa í stykkinu.
„Veðrið komið
mér á óvart“
Panagoulias var spurður um vallar-
aðstæður: „Mér sýnist leikvangur-
inn vera í ágætu ásigkomulagi og það
er ekki yfir honum að kvarta. Veðrið
hér er hka mun betra en við áttum
von á. Ég átti satt best að segja von
á kaldara loftslagi en það hefur kom-
ið okkur öllum á óvart," sagði Alket-
as Panagoulias við DV.
-JKS
Qdi í\ ÐV, Engiandi.'
Breska sjónvarpsstöðin BBC
skýrði frá því i gærkvöldi að
Brian Ciough, framkvæmdastjóri
Nottingham Forest, hefði hafnaö
boði íslenska landshösmannsins
Þorvalds Örlygssonar um aö
sleppa landsleik íslands og
Grikklands i kvöld.
Foresl mætir Stockport í síðari
leik liðanna i 2. umferð enska
deildabikarsins í knattspyrnu í
kvöld. Forest vann fyrri leikinn,
3-2, og þá skoraði Þorvaldur eitt
marka liösins og lagði annað upp.
Hann hefur átt íást sæti í liði
Forest að undanfómu. > ^
Ásgeir mættur til viðræðna
Ásgeir Sigurvinsson kom til lands-
ins í gær til viðræðna við forráða-
menn knattspymudeildar Fram en í
dag mun hann hefja viðræður við
forkólfa félagsins um þjáifarastarf
hjá meistaraflokki Uðsins.
„Við munum setjast niður með
Ásgeiri og ræða málin saman og ég
er bjartsýnn að það gangi saman með
okkur á allra næstu dögum," sagði
Halldór B. Jónsson, formaður knatt-
spymudeildar Fram, í samtaii við
DV í gær. Á myndinni er Halldór B.
Jónsson með Ásgeiri Sigurvinssyni á
Varmárvelh í gær.
-JKS
FH mætir Ystad
Islands- og bikarmeistarar FH-inga
í handknattleik drógust gegn sænsku
meisturunum í Ystad í Evrópukeppni
meistaraliða og Valsmenn gegn bik-
armeisturum Litháen, Maistas Kla-
ipeta, í Evrópukeppni bikarhafa en
dregið var til annarrar umferðar á
Evrópumótunum í handknattleik í
gær.
Ystad komst með naumindum í 2.
umferð. Eftir tvo leiki gegn finnska
hðinu BK-46 varstaða liða jöfn, hvort
með einn unninn leik en Ystad fór
áfram með því að skora fleiri mörk
á útivelii. Fyrri leikur FH og Ystad
fer fram hér á landi 7. eða 8. nóvemb-
er og viku síðar í Svíþjóð.
„Þetta er alveg örugglega mjög
sterkt hð sem við mætum. Ég á þó
eftir aö kynna mér þá betur. Ég er
þó ekki svartsýnn á að við getum
slegið þá út. Það er viss ókostur að
þurfa að leika fyrri leikinn heima en
ef Kaplakrikinn fyllist og við fáum
dyggftegan stuðning eigum við
möguleika á að fara með gott forskot
til Svíþjóðar," sagði Kristján Arason,
þjálfari FH, í samtah við DV í gær.
Fyrri leikur Valsmanna gegn
Maistas Klaipeta Litháen í Evrópu-
keppni bikarhafa fer fram ytra. Ma-
istas Uðið lék gegn finnska hðinu IF
Helsinki í 1. umferð. Fyrri leikinn,
sem fram fór í Litháen, vann Maist-
as, 34-18, en Finnarnir unnu síðari
leikinn með 5 marka mun.
„Þetta var ekkert óskaiið hjá okkur
en þetta hefði geta orðið verra. Við
vitum nánast ekkert um þetta hthá-
íska lið. Við eigum útileikinn fyrst
sem ég álít plús fyrir okkur en svo
gæti samt alveg farið að reynt yrði
að leika báða leikina hér heima,“
sagði Jakob Sigurðsson, fyrirhði
Vals, við DV.
-GH