Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1992, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1992, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1992. Fréttir Rafmagnsverð í Hafnarfirði: 14% hævra en í Reykjavík - Hafnfirðingareinirábátiíraforkumálimi „Á almennum taxta er munurinn þessi, 14 prósent. Viö höfum alla- jafna veriö með hærra verö en Raf- magnsveita Reykjavíkur. Lengst af keyptum við rafmagnið á 7% hærra veröi en þeir en gerum það reyndar ekki lengur. Það má segja að það væri eðlilegt að við lækkuðum verðið en hins vegar erum við ný- lega búnir að fjárfesta svo geysilega mikið. Það bar upp á sama tímann að við þurftum að stækka og end- urnýja aðveitustöð okkar mikið, byggja nýja aðflutningslínu og taka við rafmagninu frá Hamranesi í stað Elhðaárdals. Þetta kom ansi illa við okkur,“ segir Jónas Guð- laugsson, rafveitustjóri í Hafnar- firði, en í ljós hefur komið að raf- magn á almennum taxta er 14% dýrara hjá Rafveitu Hafnarfjarðar en hjá Rafmagnsveitu Reykjavík- ur. Kílóvattstundin kostar 5,21 krónu hjá Rafmagnsveitu Reykja- víkur en 5,94 hjá Rafveitu Hafnar- íjarðar. Jónas sagðist ekki geta svarað því af hveiju Hafnarfjörður væri ekki í samfloti við hin bæjarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Undir orku- veitusvæði Rafmagnsveitu Reykj- víkur eru Reykjavík, Kópavogur, Seltjamcunes, Mosfellsbær, og Garðabær og Kjaiameshreppur að hiuta. Notendur Rafveitu Hafnar- fjarðar eru um 17 þúsund, ailur Hafnarfjörður og hluti Garðabæj- ar. -Ari Saltfiskur: Höfum enga skýrslu stöðvað - segirSigurðurHaraldsson „Við höfum enga skýrslu stöðvað enda höfum við ekkert að fela í sam- bandi við sprautusaltaðan saltfisk. Við skiptum okkur ekki af skýrslum sem aðrir eru að kaupa. Ef þeim ekki líkar niðurstaðan af því sem þeir em að kaupa verða þeir að eiga það við þá sem þeir keyptu verkið af,“ sagði Sigurður Haraldsson, skrifstofu- stjóri Sölusambands íslenskra fisk- framleiðenda, um skýrslu þá um muninn á sprautu- og pækilsöltuðum fiski sem unnin var af Rannsókna- stofnun fiskiðnaöarins. Jón Ásbjörnsson fiskútflytjandi sakaði forráðamenn SÍF um að hafa kippt í spotta og látið stöðva birtingu skýrslunnar og endurtaka rann- sóknina sem hafi verið sprautusölt- uðum fiski í óhag. Þröstur Ólafsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, sagðist ekki hafa séð þessa skýrslu og vildi þvi ekki tjá sig um niöurstöður þær sem þar komafram. -S.dór Norðurárdalshreppur: Landeigandi tók sexmennvið ólöglegarrjúpna- veiðar Rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavik hefur til meðferðar mál sex manna sem staðnir voru að því að veiða rjúpur í óleyfi í landi Sveina- tungu í Norðurárdalshreppi í síðustu viku. Landeigandi kom að mönnunum sem voru á tveimur jeppum. Hann telur veiðimennina hafa ekið utan vegar og framhjá skiltum sem á stóð að meðferö skotvopna væri bönnuð. Landeigandinn segir skógrækt fara fram á landinu og því bagalegt aö umræddir veiöimenn hafl veriö þar ájeppumsínum. -ÓTT Glæsilegt úrval baðskápa frá Rossignol. Nýborg c§d Skútuvogi 4, sími 812470 Innihald kortsins í lauslegri þýðingu: GEISLADISKARNIR ERU ÓDÝRASTIR ÍJAPIS Einnig viljum vtö benda á að vtö hjá JAPIS erum retöubúin að afgretöa þig á engilsaxnesku og þér er velkomtö að gretöa diskana með skoskum pundum, hjá okkur er ekkert hámark og engin tollskoðun. JAPIS m BRAUTARHOLTl KRIHGLUNNI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.