Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1992, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1992, Blaðsíða 52
 * f LOKI Oft má satt kyrrt liggja! Veörið á sunnudag ogmánudag: Víða næturfrost Norðaustlæg átt og sums staðar strekkingur verður um landið norðvestanvert en hægari annars staðar. Vestanlands verður þurrt og víða léttskýjað en á Vestfjörð- um, Norðurlandi, Austurlandi og vestiu* með suðurströndinni verða skúrir eða slydduél. Svalt verður í veðri og víða næturfrost. Veðrið í dag er á bls. 61 í i TVOFALDUR1. vinningur E ■ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. Rftstjórn - Augíýsingar - Askrift - Dreifing: Sími 63 27 00 LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1992. Jóhannes Jónsson sá persónulegar upplýsingar um sig í tölvu innheimtudeildar RÚV: nAlgjör teiðindagaur segir talsmaður RUV 22 ára Reykvíkingur, Jóhannes Jónsson, segir farir sínar ekki slétt- ar eftir að hafa séð persónulega lýsingu á sér á tölvuskjali inn- heimtudeildar Rikisútvarpsins. Þar hafi starfsmaður skráð að hann væri „algjör leiðindagaur" effir samskipti við sig. Jóhannes sagði viö DV að vel gæti verið að upplýsingamar ættu við einhver rök að styðjast en segir sér hins vegar stórlega misboðið ef starfsmenn opinberrar stofnun- ar skrái persónuíegar skoðanir sín- ar um viðskiptavini í tölvuskrár viðkomandi „Það er misjafht hvað fer á milh manna, bæði það sem fólk segir við okkur, og svo verður einhverjum starfsmanni á að segja eitthvað, eins og gengur í svona rukkunar- standi En þetta er algjört innan- hússvinnuskjal sem fer alls ekki lengra,“ sagði talsmaður inn- heimtudeildar í samtali við ÐV í framt aö hafa séð téðar upplýsingar um Jóhannes er málið kom upp fyrir nokkrum dögum. Ekki náðist í yfirmann innheimtudeildar RÚV „Það hefur enginn annar aögang að þessum tölvumálum hér en starfsmenn. Það getur enginn kom- ist i upplýsingarnar nema sjá þetta aföivfijun eins og virðist hafa ver- ið í þessu tilfelli. En þetta fer alls ekki lengra enda kemst enginn inn á skíáina og þetta tölvuskjal hjá okkur nema starfsmenn hér,“ sagði talsmaðurinn sem staðfesti jafn- i gær. DV hefur fengið upplýst frá báð- um aðilum að samskipti Jóhannes- ar við starfsfólk deildarinnar í téð- um viðskiptum hafi ekki beint ver- ið honum tíl sóma. Það segir Jó- hannes hins vegar ekki vera kjarna málsíns: „Það getur vel verið að ég sé leið- indagaur. En er öllum sama ef per- sónulegar upplýsingar eru skráðar og þar meö breiddar út á meðal fiölda starfsfólks ríkisstofhunar? Eg trúi ekki að þetta sé löglegt. Jóhannes Jónsson var skráöur algjör leiöindagaur hjá innheimtu- deild RÚV. DV-mynd ÞÖK Þetta er allavega með eindæmum siðlaust. Spurningin er hvað stend- ur um aðra viðskiptavini inn- heimtudeildarinnar,1' sagði Jó- hannes. „Ég held að það séu engin sérstök lagaákvæði sem fialla um svona skráningar. Það eru hins vegar lög um skuldastöðu manna og annað slíkt. En þessi maður gæti reynt aö fara í meiðyrðamál ef hann telur aö þama sé um aö ræða ærumeið- andi upplýsingar um sig,“ sagði Jón Thors, ritari töl vunefndar, sem fiallar um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. -ÓTT Hæstirétturhafn- ar kröf u verjanda SteinsÁrmanns Hæstiréttm- staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að hafna bæri kröfu verjanda Steins Ármanns Stefánssonar í svokölluðu kókaínmáli um að nánast allar lög- regluskýrslur í máhnu verði dregnar til baka. Þetta þýöir að dómsmeðferð kókaínmálsins hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur næsta fimmtudag. Krafa verjanda Steins Ármanns um að lögregluskýrslur í máhnu yrðu dregnar til baka, byggöist m.a. á að með nýjum lögum um meðferð opinberra mála frá 1. júh hefðu for- sendur fyrir meöferð sakamála breyst. Þannig ætti dómari ekki að styðjast við lögregluskýrslur fyrr en hann hefði sjálfur yfirheyrt vitni. Héraðsdómur hafnaði kröfunni 10. október. Verjandinn kærði þann úr- skurð til Hæstaréttar sem staðfesti hann í gær með skírskotun til ná- kvæms úrskurðar héraðsdóms. Þar sagði m.a. að engin breyting hefði orðið 1. júlí um framlagningu dóms- skjala hjá ákæruvaldi sem gæfi til- efni til að fahast á kröfu verjandans. Hæstaréttur vék einnig að mót- mælum ríkissaksóknara á kæru veijandans. Ákæruvaldið taldi að ekki hefði verið heimht að kæra úr- skurðinn þar sem lögregluskýrsl- umar hefðu þegar verið lagöar fram fyrir héraösdómara. Hæstiréttur taldi þetta ekki koma í veg fyrir að kæra mætti úrskurðinn. -ÓTT Bolungarvík: | Einar Guðfinns- * sonhefurfengið \ greiðslustöðvun \ uppboö á fyrirtækinu átti að fara fram efdr viku Fyrirtækiö Einar Guðfinnsson hf. ínu. Það vekur alltaf eftirtekt I Öræfum þegar þessi „flugvél" fer í loftió. Þetta er svokallað fis sem er heimasmíðuð eins manns flugvél. Flugmaðurinn og eigandinn, Pétur Waldorf Karlsson, hefur i sumar og haust flogið mikið um Öræfin á vél sinni enda ekki amalegt að svifa um loftin blá þegar veðr- ið er gott og Öræfajökullinn biasir við í allri sinni tign. DV-mynd ERIS í Bolungarvík, ásamt dótturfyrirtæki þess, Hólum hf., hefur fengið greiðslustöðvun. Ætla stjómendur þess að leita eftir samningum við lánardrottna til að tryggja áfram- haldandi rekstur. Að sögn forráða- manna fyrirtækisins telja þeir góðar líkur á aö það takist. Ástæðan er ekki síst sú að í upp- hafi síðasta árs var framkvæmd mik- il uppstokkun á fyrirtækinu og hefur sú hagræðing, sem þá var hafist handa um, leitt th þess að í mihiupp- gjöri fyrir fyrstu 6 mánuði þessa árs var hagnaöur, fyrir afskriftir og fiár- magnsliði, meiri en aht síöasta ár. Þetta hefur tekist þrátt fyrir versn- andi ytri skilyrði, svo sem aflasam- drátt og minnkandi kvóta. Uppboð hafði verið ákveðið á eign- um Einars Guðfinnsson hf. fimmtu- daginn 29. október næstkomandi. Um var að ræða tvo togara, frystihús og skrifstofuhúsnæði. Kröfuhafar vom fiölmargir, þar á meðal ríkissjóður. Nú er ljóst að ekki verður af uppboð- Mjög mikh fundahöld hafa staðið yfir síðustu vikumar milh forráða- manna fyrirtækisins og skuldunaut- anna. Enda þótt engin loforð hafi fengist frá skuldunautum meta for- ráðamenn Einar Guðfinnssonar hf. stöðuna þannig að greiðslustöðvun sé reyndandi. Skuldir fyrirtækisins eru á annan mihjarð króna. Sá mikli aflasam- dráttur sem orðið hefur, erfiðleikar í rækjuiðnaði og loðnuveiðum síð- ustu ára hefur komið mjög iha við fyrirtækið. Og ekki bætir úr skák sá samdráttur sem verður á aflaheim- ildum þessa kvótaárs. Stjórnendur fyrirtækisins segja það alveg ljóst að rekstur fyrirtækisins geti ekki staðið undir skuldabyrði þess við núver- andi aðstæður. Einar Guðfinnsson hf. er opið al- menningshlutafélag og em hluthafar á mihi 60 og 70. Hjá því starfa 120 manns og er það lífæð atvinnulífsins í Bolungarvík. -S.dór I í í í í QFenner Reimar og reimskífur Powben SuAurtandsbraut 10. S. 080499.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.