Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1992, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1992.
9
Björn Leósson hefur fengiö mikil
viðbrögð eftir viðtal við hann í síð-
asta helgarblaði DV.
DV-mynd Brynjar Gauti
Bjöm Leósson:
Geysileg
viðbrögð
„Það hefur fjöldi manns hringt í
mig, um 20 manns, sem er í svipaðri
aðstöðu og ég var, á bandarískan föð-
ur en hefur aldrei hitt hann. Þá hefur
fólk einnig talað við mig á fórnum
vegi. Það hafa allir einhverja sögu
að segja 1 þessu sambandi. Það er
greinilegt að viðtahð um síðustu
helgi hefur ýtt við fólki og það er ég
mjög ánægður með,“ segir Björn
Leósson
Viðtal birtist við Björn í DV um
siðustu helgi þar sem hann lýsti leit
að bandarískum fóður sínum í sum-
ar. Björn hafði aldrei hitt fóöur sinn
sem var starfsmaður Varnarliösins á
Keflavíkurflugvelli fyrir rúmum 30
árum. Hann hélt til Bandaríkjanna í
sumar í von um að langþráður
draumur rættist. Það gerðist og áttu
þeir feðgar ánægjulega fundi.
„Það var kona um fimmtugt fyrir
norðan sem sagði mér aö maðurinn
hennar væri í svipaðri aðstöðu. Þau
eru á leið til Flórída og ætla til Wash-
ington til að þreifa fyrir sér í skjala-
söfnum. Þá hafa tvær stúlkur af Suð-
umesjum hringt í mig en önnur
þeirra er á leið til Baltimore og ætlar
að leita að föður sínum. Þá veit ég
um einhveija sem ætla að hafa sam-
band við sendiráðið í Washington og
fá það til að hjálpa sér að leita í tölvu-
skrám bókasafns bandaríska þings-
ins.“
Björn segir að þar sem dýrt sé að
fara vestur væri skynsamlegt að
reyna að koma skipulagi á hlutina,
einn færi fyrir fleiri í stað þess að
hver væri að fara fyrir sig.
„Það væri sniðugt ef þessir ein-
stakhngar hittust og réðu ráðum sín-
um, stofnuðu jafnvel félag. Það er til
dæmis ekki gahð ef einn gæti leitað
fyrir fleiri og þannig gæti ferðakostn-
aður þess minnkað eitthvað."
-hlh
OPIÐ HÚS
Við bjóðum öllum íbúum á orkuveitusvxði Rafinagnsveitunnar í
s
að Suðurlandsbraut 34 kl. 10:00 til 17:00 I DAG. t
Í
Þar gefst tækifæri til að svala forvitninni um ýmsa þætti í starfsemi
Rafmagnsveitunnar, t.d. um rafkerfi, þjónustutæki, rafmagnsnotkun
og ekki síst um kostnað. Hvað kostar til tLemis að baka, þvo og
þurrka? Kynnt verður mismunandi rafmagnsnotkun
"vísitölufjölskyldu", "eyðslufjölskyldu" og eldri borgara. Einnig er til
sýnis rafmagnsbíll og að sjálfsögðu eru í boði veitingar: gosdrykkir og
RR kökur.
RAFMAGNSVEITA
REYKJAVÍKUR
-léttir þér lífið
ALLT sem þu
VILDIR VITA UM
RAFMAGNIÐ EN...
TILB0Ð s TILBOÐ - TiLBOÐ
Allar spólur
2 lítrar
100 grömm
SVARJISVANURINN
Söluturn
myndbandaleiga
ísbúð
Laugavegi 118
sími 29622 og 16040
"——^———"—^"*"mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmtmmm