Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1992, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1992, Blaðsíða 27
26 LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1992. ---------------------------------------------------------------------------i ■ ' ' liasSagSí! : ■ -' - ■ ■( 8ÉÍ Hinn eini sanni töffari f slands: Mun aldrei eld - ast úr poppinu segir Rúnar Júlíusson sem hefur vaknað til lífsins á nýjan leik í poppheiminum if Rúnar Júlíusson segir að nýtt tímabil sé hafið í lífi sinu ekki síður skemmtilegt en Hljómatímabilið var á sínum tima. „Það var búið að biðja okkur í mörg ár að koma saman en áhugi var ekki fyrir hendi. í sumar voru 25 ár frá því fyrsta stóra Hljómaplat- an kom út. Þá fannst mér taekifærið komið til að endurvekja hljómsveit- ina. Ég hafði samband viö félaga mína og þegar í ljós kom að þeir voru sammála ákváðum við að slá til. Auk þess fannst okkur að ef við ætluðum að koma saman á ný væri þetta síð- asta tækifærið. Þetta tókst," segir Rúnar Júlíusson, stórpoppari og einn elsti bítill landsins, í viðtali við helg- arblaðið. Um þessar mundir halda Hljómar tónleika á Hótel íslandi og rifja þar upp þá stemningu sem var allsráð- andi í danshúsum landsins á sjöunda áratugnum. Lög Hljóma hafa elst vel og þykja perlur í dægurlagaheimin- um í dag. Það eru þó ekki bara lögin sem eru síung, svo er einnig um aðal- rokkara hljómsveitarinnar, Rúnar, sem er orðinn 47 ára gamall og þriggja bama afi. Hann hefur haldið sér í ótrúlega góðu formi og hefur jafngaman af að þjóta um með bass- ann nú og hann gerði í Glaumbæ í gamla daga. Margir tala um Rúnar sem eina original töffara landsins. Á sviði í tæp þrjátíu ár Rúnar er reyndar ekki óvanur sviðinu, hefur nær aldrei farið af því þótt Hljómar hafi lagt upp laupana árið 1969. Gunnar Þórðarson er einn- ig í æfingu en lengra er síðan Engil- bert Jensen og Erlingur Björnsson hafa stigið á svið. „Ég hef tekið eftir að bæði gamlir aðdáendur og þeir sem aldrei hafa séð okkur koma til að sjá Hljóma. Ég veit um nokkra aðdáendur sem hafa komið tvisvar," segir Rúnar. Hann segist vera mjög ánægður með þær viðtökur sem hljómsveitin hefur fengið. Rúnar segist vera í ágætis þjálfun og eigi því auðvelt með að taka „sveiflur". „Það er engin sérstök formúla sem ég nota til að halda mér í góðu formi nema kannski að hafa reglu á óreglunni. Annars eru sögur af stöðugu sukki poppara oft orðum auknar. Gott líkamlegt form og óregla fer nefnilega ekki saman,“ segir Rúnar. „Það er þó engu að síður ljúft líf í kringum poppheiminn. En ég hef aldrei farið í meðferð.“ Á sínum yngri árum var Rúnar mikil knattspyrnuhetja og hann leik- ur ennþá fótbolta. „Það er partur af því að halda sér í formi. Ég hef gam- an af hvers kyns líkamsrækt." - En finnst þér erfitt að eldast? „Nei, alls ekki. Mér finnst það ein- mitt mjög skemmtilegt. Ég er að vísu ekki jafh mikill strákur í mér og áður fyrr en hef engu að síður mjög gaman af tónlist og jafnvel enn meira en í gamia daga.“ Fyrstu íslensku bítlarnir Hljómar voru fyrsta íslenska bítla- hljómsveitin og sumir segja sú fyrsta á Norðurlöndum. Rúnar segir það vel vera mögulegt enda sé mikil ásókn í gömlu Hljómaplötumar í Skandinavíu um þessar mundir. „Sérstaklega Thorshamar sem var nokkurs konar útflutningsplata hjá okkur í kringum 1966 er við náðum plötusamningi við EMI og Colombia í Bandaríkjunum. Þær plötur eru verðmætir safngripir og boðið í þær stórar fjárhæðir." Fyrsta stóra Hljómaplatan var tek- in upp á tíu tímum en Rúnar segir þann tíma varla duga í upptöku á einu lagi í dag. Tæknin var þó öllu lakari í þá daga. Þess vegna má segja að lög eins og Bláu augun þín, Þú og ég og fleiri hafi verið gerð af ungum tónlistarsnillingum. - Voruð þið slíkir snilhngar? „Ef lögin endast svona vel hlýtur eitthvað að hafa verið varið í það sem við vomm að gera. Hitt deyr út og heyrist ekki meira. Við byrjuöum eins og sjálfir Bítlarnir að herma eft- ir öðrum hljómsveitum. Síðan þróað- ist okkar eigin stíll. Það vora reyndar ekki nema þrjú frumsamin lög á fyrstu plötunni okkar." - Urðu Hljómar til á stuttum tíma eða var aðdragandi að stofnun hlj ómsveitarinnar? Poppgoð ungu kynslóðarinnar „Þremur vikum eftir að ég eignað- ist bassagítar spiluðum við á fyrsta ballinu. Ég var sjálfmenntaður á bassann en Gunnar, Erlingur og Engilbert Jensen höfðu alhr spilað áður í danshljómsveitum. Ég kom síðastur inn í hljómsveitina en við Gunnar vorum kunningjar frá því við spiluðum saman fótbolta í ijórða flokki." Hljómar urðu til haustið 1963 og lifðu til ársins 1969 þegar meðlimir hljómsveitarinnar og Flowers sam- einuðust í stórhljómsveitinni Trú- broti í upphafi hippa- og blómatíma- bilsins. Nokkrar mannabreytingar urðu á Hljómum á fimm ára tímabili þeirra. Sennilega hefur þó mesta breytingin orðið þegar Hljómarnir náðu í Shady Owens sem þá var söngkona í Oðmönnum. Sú hljóm- sveit var hins vegar lögð niður þegar söngkonan yfirgaf hana. - Áttuð þið von á þessum gífurlegu vinsældum þegar þið ákváðuð að búa til bítlahljómsveit? „Nei, það reiknaði enginn með þeim. Hins vegar var mjög skemmti- legt að vera frægur á þessum tíma. Ég man aldrei eftir að það hafi reynst okkur erfitt þótt ungir værum. Hins vegar bitnaði frægðin talsvert á for- eldrum okkar þar sem stööugar símahringingar og ónæði var allan sólarhringinn.“ Átti að ganga menntaveginn Móðir Rúnars gat aldrei fellt sig við að sonurinn væri í poppgarginu. „Hún vhdi að ég gengi menntaveg- inn,“ segir Rúnar. Hið unga poppgoð hafði engan tíma til slíks. „Mamma brýndi stöðugt fyrir mér að læra eitt- hvað, það væri aldrei of seint. Hún hélt því reyndar áfram aht til síðasta dags,“ útskýrir hann. Faðir Rúnars var múrarameistari og móðir hans starfaði sem húsvörður í leikfimi- húsi bæjarins. Þau eru bæði látin. Rúnar var í miðjunni af þremur systkinum. Systir hans er níu árum eldri og bróðir sjö árum yngri. Foreldrar hans höfðu talsverð áhrif á framtíð hans. „Já, þau höfðu það,“ segir Rúnar. „Við þénuðum mjög vel á fyrstu áram Hljóma enda sphuðum við á hverju kvöldi. Foreldrar mínir lögðu hart að mér að fjárfesta, t.d. með því að hyggja hús svo að pening- amir færu nú ekki allir í tóma vit- leysu. Ég fór að ráðum þeirra og bý enn í því húsi. Það er mér reyndar mjög kært þar sem ég vann mikið við það sjálfur. Auk þess hef ég ein- ungis flutt einu sinni á ævinni - úr fööurhúsum og í húsið mitt,“ segir hann. Einu sinni kom það samt fyrir aö Rúnar var ákveðinn að selja ahar sínar eigur. „Þaö var í kringum 1970. Þá var ég ákveðinn í að flytja th Hinir einu sönnu bítlar Islands, Rúnar, Gunnar og Erl- ingur. Sannkölluð blómabörn. Rúnar og sambýliskona hans, María, í kringum 1970. LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1992. 39 Bandaríkjanna. María stoppaði mig af,“ segir hann. Sambýliskona Rún- ars er María Baldursdóttir söngkona og eiga þau tvo syni sem báðir era tónlistarmenn. Nýtt tímabili hafið „Það var gífurlega mikið að gera hjá mér á Hljómaáranum. Við sph- uðum stöðugt á skólaböhum og öðr- um dansleikjum, ég sphaði fótbolta með meistaraflokki og loks stóö ég í húsbyggingum. Auðvitað skemmti ég mér líka,“ segir hann og brosir. „Ég skh ekki hvernig sólarhringur- inn gat enst mér,“ heldur hann áfram ,og bætir við: „Þetta var mjög skemmthegt tímabh í lífi mínu. Mér finnst reyndar að annað slíkt tímabh eigi sér stað núna. Bæði vegna sam- starfs míns við Bubba Morthens, sameiningar Hljóma á ný og hljóm- plötu sem ég er að leggja síðustu hönd á. Þetta tímabh núna er ekki síður skemmthegt og mér finnst ég vera að vakna th lífsins á nýjan leik.“ Rúnar Júlíusson hefur aldrei frá því hann keypti sér fyrsta bassann lagt tónhstina á hihuna. Hann hefur aha tíð verið á kafi í útgáfumálum eða með sínar eigin hljómsveitir á þvælingi, jafnt hér á landi sem er- lendis. Bandaríkin hafa ahtaf heihað popparann og hann hefur verið svo heppinn að fá að spha á dansleiRjum og þorrablótum íslendingafélaga um aha Ameríku. Fyrirtæki Rúnars, Geimsteinn, hefur gefið út um sjötíu hljómplötur frá því það var sett á laggimar árið 1976. Auk Geimsteins á hann hluta í veitingahúsi í Keflavík sem heitir Edenborg. ísviðsljósiðáný Segja má aö frægðarljómi Rúnars Júl. hafi legið niðri á tímabhi en stjama hans skaust upp á himininn aftur þegar þeir Bubbi Morthens ákváðu aö slá saman strengi og slógu í gegn með Mýrdalssandi og fleiri lögum. „Það var viss aðdragandi að samstarfi okkar Bubba. Við höfðum hist nokkuð oft á sl. tveim th þremur árum og komumst að því að við höfð- um sama smekk á tónhst. Um þetta leyti var ég að undirbúa sólóplötu og Bubbi ætlaöi að aðstoða mig við hana. Þróunin varð hins vegar sú að við gerðum þessa plötu saman. Mér fannst hún koma vel út enda varð th hljómsveit upp úr því samstarfi. Við ferðuðumst um aht landið og gerðum það gott. Þetta var ákaflega skemmti- legur tími.“ - Verðuráframhaldáþvísamstarfi? „Það er hugsanlegt á næsta ári.“ Rúnar er um þessar mundir að leggja lokahönd á hljómplötu sem hann hefur unnið með bandarískum tónhstarmanni og kann hann sér- stæða sögu í kringum samstarf þeirra. „Árið 1967 kynntist ég manni sem heitir Larry Otis. Hann var í strand|æslunni á Keflavíkurflug- vehi, auk þess sem hann var gítar- leikari. Á þeim tíma þvældist hann mikið með okkur í Hljómum. Við settum hann oft í dulargervi og smygluöum út af vehinum en í þá daga fengu hermenn htið sem ekkert að fara utan girðingar. Við Larry urðum góðir vinir og skrifuðumst á í mörg ár eftir að hann lauk her- skyldu hér á landi. Ég sendi honum mínar plötur og hann sendi mér hug- myndir sínar. Larry spilaði meöal annars frá 1971 th 1973 með Tinu Turner. Árið 1974 gufaði hann hins vegar upp og ég heyrði ekkert meira í honum. Síðan vhdi það th sl. vor, er ég var með hljómsveit mína að spha í Los Angeles, Seattle og San Francisco, að Larry var að flytja og fann gömul bréf frá mér. Hann fékk samviskubit yfir hversu langt var um hðið frá því við höfðum heyrt hvor frá öðrum og hringdi í mig. Tengadóttir mín, sem svaraði síman- um, gaf honum númerið mitt í San Francisco. Thvhjun réð að ég var þennan eina dag í borginni. Við ræddum lengi saman í síma, ákváð- um að hittast og koma með það sem við áttum af lögum. Þannig varð þessi plata th sem ég er að vinna núna,“ segir Rúnar. Hann gerði aha texta plötunnar, sem eru á íslensku, en Larry mun gera enska texta enda verður platan einnig gefin út í Bandaríkjunum. Grunnar plötunnar voru unnir í Kalifomíu en Rúnar vinnur um þess- ar mundir við lokafrágang í hljóðver- inu Grjótnámunni. ífótsporföðurins Yngri sonur Rúnars, sem er 21 árs, er um þessar mundir á tónleikaferða- lagi um Bandaríkin að kynna plötu hljómsveitar sinnar, Deep Jimi and The Zep Creams, en hún hefur gert plötusamning við stórt bandaríSkt útgáfufyrirtæki, Atlantic. Strákarnir í Deep Jimi era allir ungir Keflvík- ingar svo bítlabærinn er ekki dauður úr öllum æðum. „Ég er búinn að fylgjast með þessum strákum í gegn- um árin enda hafa þeir verið í stúdíó- inu mínu frá því þeir fermdust," seg- ir Rúnar stoltur og bætir við að son- ur hans sé raunar að gera mjög svip- aða hluti og hann sjálfur gerði á þess- um aldri. Aht frá því Hljómamir urðu th og fram undir áttunda áratuginn var mikh gróska í lifandi tónhstarflutn- ingi. Margir þeirra tónlistarmanna, sem komu fram á sjónarsviöið á þeim tíma, hafa horfið í fjöldann en aðrir halda sig enn við tónhstina. Þeir era oft nefndir ehipopparar í jákvæðri merkingu. „Það er mjög misjafnt hvað fólk hefur mikið úthald í tónhstinni. Mörgum finnst þetta erfitt líf. Auk þess era tekjur ótryggar og það hefur sjálfsagt mest að segja,“ segir Rúnar. Þeiryngrigóðir Elhpoppararnir hafa ekki mikið samband sín á milli. „Helst þegar við erum að vinna við eitthvað. Öðravísi ekki. Við fórum ekki í heimsóknir hver th annars," segir Rúnar. Hins vegar segir hann það koma fyrir að ungir strákar, sem era að byija tón- Oli M. Isaksson forstj. í Rvk Rúnar Júlíusson hljómlistarmaður Ólöf Ólafsdóttir Þuríður húsm. á Eyrarb. 1 Bergsteinsdóttir Bergsteinn Jóhannes Jóhannesson Bergsteinsson h Jóhanna Bergmann húsfr. í Fuglavík Helga Guðmundsd. frá Miðhúsum Sigurður Sigurðss. bókb. i Tjarnarkoti Magnús Bergmann hreppstj. Fuglavik Neríður Hafliðad. húsfr. í Hópi Jón Bergmann b. í Hópi Bergsteinn Jónsson b. á Þinghóli Ragnh. Bergsteinsd. frá Árgilsstöðum Jón Magnússon b. í Tungu Guðrún Guðmundsd. húsfr. á Þinghóli Þorsteinn Gíslason málari og kaupm. Úrfrændgarði Rúnars Júlíussonar Eggert Ólafsson b. Hávarsstöðum Ölafur Jónsson b. á Kópareykjum Þuriður Þorsteinsd. húsfr. Kópareykjum ] Halldóra Jónsdóttir húsfr. Hávarsst. Ingiríður Einarsd. I húsfr. i Skáney Halldóra Einarsd. húsfr. á Kirkjubóli Einar Ólafsson b. Kirkjubóli Jón Hannesson b. I Skáney Þorsteinn Gíslas. útvb. Meiðastöðum Halldóra Hannesd. húsfr. Augastöðum I Sigriður Jónsdóttir húsfr. Hofsxstöðum Hannes Sigurðss. b. á Hofstöðum hstarferh sinn, leiti th þeirra eldri og ræði við þá. „Ég fer oft í Edenborg th að hlusta á tónhst yngri mann- anna og ræði við þá, t.d. Sáhna, Sól- ina, Todmobhe, KK og Ný Dönsk. Stundum tek ég lagið með þeim og hef mjög gaman af. Ég ber mikla virðingu fyrir þessum yngri tónhst- armönnum og finnst þessar hljóm- sveitir mjög góðar. Sem betur fer hefur lifandi tónhst verið að sækja í sig veðrið á undaníomum árum. Lánið okkar í Hljómum á sínum tíma var að það voru engin böll hald- in án hljómsveita, hvort sem var í skólum eða á dansstöðum. Hljómar vora að spha löngu fyrir tíð diskótek- aranna enda voram við á sviðinu aht kvöldið. Þá þekktust ekki þessar endalausu pásur. Við áttum á fjórða hundrað laga á efnisskrá okkar,“ segir popparinn. - Er þetta í raun ekki hundleiðinlegt líf th lengdar? „Nei, mér finnst það skemmthegt. Það á líka mjög vel við mig að vera eigin herra.“ í félagsskap með minningunum - Er öðravísi að standa á sviði með gömlu Hljómunum en t.d. Bubba Morthens? „ Já, það hrannast upp minningarn- ar þegar maður stendur með þeim Jensen, Erlingi og Gunnari á sviðinu. Ýmis atvik í thverunni skjóta upp kohinum í huganum þótt maður vilji kannski ekki nefna þau héma. Ég get þó nefnt allar ferðimar sem við fórum th London, þegar við hittum Paul McCartney og Jimi Hendrix. Við tókum upp plötu að deginum og fóram síðan í einkaklúbb að nóttunni þar sem við hittum marga fræga tón- listarmenn." Rúnari finnst unga fólkið í dag vera mjög ólíkt ungu kynslóðinni fyrir 25 áram. „Ungt fólk í dag hefur ekki einbeitingu og heldur ekki athyghnni lengur en sem nemur stuttri auglýs- ingu. Það lifir í miklum hraða og hefur svo ótal marga valkosti, sam- anber sjónvarps- og útvarpsstöðvar. Það þarf miklu meira th að halda athygli fólks í dag en áður, mikla útgeislun. Svo virðist þó vera sem tónhst og tíska sjöunda áratugarins falli ungu fólki í dag mjög í geð.“ Draumur um heimsfrægð Þótt líf Rúnars Júhussonar hafi nær eingöngu snúist mn tónhst und- anfarin þrjátíu ár hefur hann þó gef- ið sér tíma th annarra hluta. „Ég les mikið, sérstaklega um tónhst og tón- hstarfólk, hef gaman af að tefla, ferð- ast og er að eigin mati ágætur fjöl- skyldufaðir. Auk þess hef ég gaman af póhtík og er formaður tónhstar- skólanefndar Keflavíkur,“ segir hann. „Ég er ekki ríkur af veraldlegum eigum, þrátt fyrir mikla vinnu, en hef verið mjög heppinn með mitt heimafólk. Draumur minn er sá að geta búið hluta ársins í Kaliforníu enda er ég mikhl sóldýrkandi." Rúnar segist hafa átt sér marga drauma um ævina og flestir þeirra hafa ræst. „Ég á mér þó einn leyndan draum sem vonandi á eftir að ræt- ast. Að ég eigi þátt í að búa th lag sem kemst á toppinn í öðram löndum. Ekki það að mig langi í heimsfrægð heldur frekar að sanna mig,“ segir hann. „Ég stefni á það í framtíðinni.“ Á næstunni verður stór stund hjá Rúnari og félögum hans úr poppinu þegar Sinfóníuhljómsveit íslands flytur Trúbrots-verkið Lifim á tón- leikum. „Það er viss viðurkenning fyrir okkur og mikh upphefð. Ég hlakka mjög til að heyra verkið flutt á þennan hátt og ht á þetta sem stór- viðburð í minu lífi.“ - Svona í lokin, Rúnar, hvaða lög syngur slíkur stórpoppari fyrir barnabömin? „Ég syng gömlu barnalögin en bý oft th mín eigin ævintýri í kringum þau. Elsta barnabarniö er þó farið að biðja um Mýrdalssand og Fyrsta kossinn. Hann er fimm ára og nýfar- inn að uppgötva gamla manninn sem poppara," segir Rúnar Júhusson, hinn eini sanni töffari íslands. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.