Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1992, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1992, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 24. OKTÖBER 1992. 19 Bent A. Koch, ritstjóri og íslandsyinur: Yara við þjóðarat- kvæðagreiðslum „Það er erfitt að túlka niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslna, hverju menn neita og hverju menn játa i hverju landi fyrir sig. Ég vara við þjóðaratkvæða- greiðslum sem lýðræðislegu verkfæri," segir Bent A. Koch, ritstjóri dag- blaðsins Fyens Stiftstidende í Danmörku. DV-mynd Brynjar Gauti „Þjóðaratkvæðagreiðslur eru mjög vafasamt lýðræðislegt verkfæri. Ég vara yfirleitt við þeim, líka á íslandi. Það er vegna þess að maður veit aldr- ei nákvæmlega um hvað fólk er aö greiða atkvæði. Á írlandi var mest fjaðrafok í kringum fóstureyðingar- löggjöfma, í Frakklandi tóku menn afstöðu til Mitterrands forseta og í Danmörku var mikil óánægja með stjómmálamennina. Atkvæða- greiðslan þar var því leið fólks til að mótmæla vinnubrögðum stjórn- málamanna," segir Bent A. Koch, ritstjóri danska dagblaðsins Fyens Stiftstidende. Bent var hér á landi á dögunum og tókum viö hann tah, bæöi til að forvitnast imi erindi hans hér og eins til að heyra skoðun hans á Evrópu- málunum eftir aö Danir höfnuðu Maastricht-samkomulaginu í sumar. „Mikill meirihluti þingsins var fylgjandi Maastricht-samkomulag- inu, auk helstu sambanda atvinnu- rekenda og launþega og dagblaða. Það er því mjög umhugsunarvert að valdastofnanir þjóðfélagsins skuli ekki vera í takt við fólkið í landinu. Fólk sagði nei. En spurningin er eftir sem áður hverju fólk var að neita. Ég get alveg hugsaö mér að þjóðarat- kvæðagreiðsla á íslandi gæti snúist upp í atkvæðagreiðslu meö eða á móti ríkisstjórninni. Það er erfitt að túlka niðurstöðumar, hveiju menn neita og hveiju menn játa í hverju landi fyrir sig.“ 27 heimsóknir til íslands Bent A. Koch á langan feril aö baki blaða- og fréttamennsku. Hann var blaðamaður og síðan ritstjóri á Kristeligt Dagblad í Kaupmanna- höfn. Síðar varð hann yfirmaður Ritzau-fréttastofunnar og starfaði þar í 11 ár. Síðastliðin 10 ár hefur hann hins vegar verið aðalritstjóri og útgáfustjóri Fyens Stiftstidende sem kemur út í Oðinsvéum. Fyrir- tækið gefur líka út vikuleg tímarit og rekur sjónvarpsstöð, er alls með 500 starfsmenn. Bent A. Koch var í mörgt ár for- maður Pubhcistklubbens í Dan- mörku. Sá klúbbur kom í kring sjón- varpþætti þar sem Vigdís forseti og Margrét drottning ræddu saman undir stjóm Bents. Vakti þátturinn mikla athygh á sínum tíma og var sendur út í fjölda landa. Bent er mik- ih íslandsvinur og á marga vini á íslandi. Hann var hér í 27. heimsókn sinni. Bent var spurður um stööu Dana í EB eftir að þeir höfnuðu Maastricht- samkomulaginu í þjóðaratkvæða- greiðslu 2. júní síðastliðinn. „Danir munu fara í sérsamninga um tiltekin atriði í samkomulaginu. Þegar þeim er lokið held ég að verði önnur þjóðaratkvæðagreiðsla næsta sumar um aö Danir samþykki Maa- stricht-samkomulagið, auk sérsamn- inga, viðbóta og undanþágá sem meðal annars munu snúast um vam- arsamvinnu, réttarsamvinnu, sam- eiginlegan ríkisborgararétt og sam- eiginlega Evrópumynt. Þaö er mikil- vægt að Danir komi sér saman um hveiju þeir vilja breyta við Maa- stricht-samkomulagið." Bent segir mikhvægt að hafa í huga að 2. júní hafi Danir ekki hafnað því að vera með í Evrópubandalaginu. „Neitun Dana var uppreisn fólks gegn hinu póhtíska úrvah (elite). Það er umhugsunarvert að í nær öhum EB-löndunum finnst fólki að hið póli- tíska úrval fari of geyst. Menn neyð- ast th að taka miö af þeim viðhorfum. Þama komum við'að höfuðvanda- máh 1 mínum augum: að lýðræði krefst nærveru. Þaö má ekki verða of langt á mhh fólksins og þeirra sem taka ákvarðanir. En það er engu að síður þessi sívaxandi gjá sem Danir voru hræddir við, þeim finnst vera of langt th Brussel." Öll Norðurlönd með í EB Bent telur mikilvægt að Norður- löndin öh, ekki bara Danmörk, séu með í Evrópubandalaginu á einn eða annan hátt, svo þau geti haft áhrif og tekið ábyrgð. „Ég skh þó vel hina sérstöku stöðu íslendinga og ég held að það sé skiln- ingur fyrir því innan EB að íslend- ingar geri einhveija sérsamninga. Samsetning atvinnulífs á íslandi er það sérstök að þeir verða að ná ein- hveijum sérsamningum. Hins vegar þætti mér mjög miður ef Danir, Finnar og Svíar yrðu með í EB en ísland og Noregur ekki. Ef öll Norð- urlöndin era með geta þau haft áhrif sem ein blokk, ekki síst þar sem suð- ræn ríki vega mjög þungt í samstarf- inu í EB í dag.“ Sögueyja á atómöld Áhugi Bents á íslandi á rætur að rekja langt aftur í tímann. „Þegar ég var ungur blaðamaður bað ritstjóri minn á Kristehgt Dag- blad í Kaupmannahöfn mig um að fara th íslands og skrifa greinar það- an. Áhugi hans á íslandi hafði aftur kviknað við kynni af séra Friðriki Friðrikssyni sem var í Danmörku á stríðsárunum. Persónuleiki séra Friðriks hafði geysisterk áhrif á aha sem hittu hann og svo var einnig um ritstjóra rninn." Bent kom fyrst th íslands á miðjum sjötta áratugnum og í kjölfarið birtist röð greina eftir hann undir nafninu Sögueyja á atómöld. Hann segir land og þjóð hafa markað djúp spor í vit- und sína. „Um þetta leyti var aftur að færast líf í handritamálið. Ég ákvað að stofna nefnd í Damnörku sem skyldi vinna að því að íslendingar fengju handritin sín aftur. Starf þetta kom mér síðan í náin tengsl við marga íslenska stjórnmálmenn og fræði- menn.“ Starf Bents í handritamálinu fékk farsælan endi, íslendingar fengu handritin sín aftur. v „Ríkisstjórnir landanna buðu mér hingað th að vera viðstaddur afhend- ingu handritanna. Það er ein af ógleymanlegum stundum lífs míns þegar ég stóð á hafnarbakkanum í Reykjavík í aprh 1971.“ Bent segir að árin á eftir hafi hann fengið sérstakt hlutverk sem fólst í því að vera óopinber tengihður mhli ríkisstjórna landanna. Þá vann Bent meðal annars að fjársöfnun fyrir Skálholtsskóla og var einnig formað- ur nefndar sem undirbjó byggingu Norræna hússins. Danskan lykill að Norðurlöndum Ástæðu fyrir veru Bents A. Koch hér á landi í þetta skipti má rekja th meira en 25 ára formennsku hans í sérstökum samstarfssjóði íslands og Danmerkur, Fondet for dansk- islandsk samarbejde. Vöxtum af eignum sjóðsins, um 3 mihjónum króna, er veitt í styrkjaformi th ís- lendinga sem vhja mennta sig í dönsku í Danmörku. Þá era skóla- ferðalög grannskólanema th Dan- merkur og íslands einnig styrkt af sjóðnum. „Sjóðnum ber sérstök skylda th að styrkja útbreiðslu dönsku á íslandi. Stjóm sjóðsins er nú öll stödd hér á landi í fyrsta skipti í þeim tilgangi að hitta dönskukennara og heyra um stöðu dönskunnar í íslensku skóla- og þjóðlífi." - Nú hafa heyrst raddir um að danska eigi ekki að vera skyldufag í skólum hér á landi. „íslendingum á að vera fullfijálst að velja hvort þeir vhja læra dönsku eða ekki. En vhji þeir læra dönsku vhl nefndin gjarnan styðja við bakið á þeim. Ég hef á tilfinningunni að staöa dönskunnar á íslandi sé erfið þar sem mörgum finnist danska vera erfitt tungumál og þar sem fólk ferð- ast í auknum mæh th Bandaríkj- anna, Bretlands, Kandada og Þýska- lands. íslendingar verða sjálfir að ákveða hvaða mál þeir vilja læra en ef styrkja á sjálfsmynd íslendinga gagnvart Evrópu verður einnig að styrkja norræna sjálfsmynd þeirra. íslendingar verða að hafa lykh að Norðurlöndunum. Sá lykih getur verið sænska eða norska en af sögu- legum ástæöum læra nemendur dönsku." -hlh MERKISMENN HF

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.