Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1992, Blaðsíða 14
14 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÚNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RViK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 PrentunrÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. 77/ varnar genginu Hagfræðingar á vegum aðila vinnumarkaðarins hafa reiknað út líkleg áhrif gengisfellingar, allt frá um 5 pró- sent gengisfellingu krónunnar upp í jafnvel 20 prósent. Gefið var, að niðurstöðurnar sýndu, að verðbólgan færi af stað og höfuðstóll erlendra lána stórhækkaði. For- svarsmenn Vinnuveitendasambands og Alþýðusam- bands eru ekki meðmæltir gengisfellingu, heldur skuli leitað annarra leiða. Þó eru uppi sterkar kröfur um gengisfellingu, meðal annars frá forystu útvegsmanna. Nýafstaðið fiskiþing „útilokar ekki, að óhjákvæmilegt verði að lækka gengi krónunnar“. Fiskiþing leggur eins og aðrir mesta áherzlu á lækkun kostnaðar sjávarútvegsins. Það sé vænlegasta leiðin til þess, að atvinnulífið hfi af þann vanda, sem við er að glíma, og til þess að tryggja, að atvinnuástand geti orð- ið sæmilegt, eins og þar segir. Hins vegar sé ljóst, að um svo geigvænlegar fjárhæðir sé að ræða, að tvísýnt sé, að niðurfelling skatta og lækkun þjónustugjalda nægi, að sögn fiskiþings. Þess vegna kunni að vera nauð- synlegt að leita fleiri leiða. Mönnum er yfirleitt ljóst, að gengi krónunnar verður ekki varið, nema öflugar aðgerðir komi til. Um þær er nú leitað samstarfs. Bæta þarf samkeppnisstöðu at- vinnuveganna, og það verður því aðeins gert, að launa- og verðlagsbreytingar innanlands verði minni en í við- skiptalöndum okkar nú og á næsta ári. Skráð gengi krónunnar yrði þannig varið með þvi að raungengið lækkaði, sem sé samkeppnisstaðan batnaði með lækkun kostnaðar hér á landi. Fast meðalgengi krónunnar hefur verið meginfor- senda stöðugleikans í verðlagsmálum, sem hér hefur ríkt að undanfömu. En hið skráða gengi stenzt ekki öllu lengur að því er tekur til stöðunnar í sjávarútvegi, sem á næsta ári verður rekinn með 8 prósent tapi sam- kvæmt Þjóðhagsstofnun. Fall pundsins kemur einnig illa við okkur, og það hvetur til gengislækkunar. Enginn vafi er, að það stefnir í, að skráð gengi krónunnar verði fellt innan tíðar, náist ekki fljótlega samkomulag um aðgerðir til að draga úr kostnaði atvinnulífsins. Þetta er rætt opinskátt. Steingrímur Hermannsson sagði í umræðum fyrir skömmu, að „leiðrétta“ yrði gengið, sem væri vægast sagt afar veikt. Skrá ætti gengið „rétf ‘ til stuðnings atvinnu og atvinnuvegum. Talsmenn ríkis- stjórnarinnar hafa andmælt þessu. Sá er háttur ráðherra í öllum löndum að hafna öllu tali um hugsanlega gengisfelhngu fram í rauðan dauð- ann. Annað finnst þeim ekki ábyrgt í ljósi þeirra gífur- legu hagsmuna, sem um ræðir. Þetta gerist einnig hér eins og til dæmis um þessar mundir. Ríkisstjórnin virð- ist ætla sér að varðveita gengið, en stefna stjórnarinnar í efnahags- og atvinnumálum er á fallanda fæti. Æskileg- ast væri að sjálfsögðu, að samstaða næðist í þjóðfélaginu um að komast hjá gengisfelhngu, verðbólgu og skulda- aukningu af hennar völdum. Umræður um breiða samstöðu hér á landi til að rétta við atvinnulífið taka að miklu leyti mið af samkomu- lagi, sem nýlega varð í Svíþjóð milli stjómar og stjórnar- andstöðu um að skera niður útgöld ríkisins og létta álögum af atvinnurekstri. Þetta var tahn eina færa leið- in til að halda uppi gengi sænsku krónunnar í þeim sviptingum, sem verið hafa að undanfömu. Við getum reynt leiðir „þjóðarsáttar“, en tíminn er naumur og gengislækkunarkröfurnar vaxandi. Haukur Helgason LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1992. Dómsmálaráðu- neyti, CIA og FBI í hár saman út aC írakshneyksli Hver eftir annan flaska banda- rískir forsetar á því hvemig þeir flækja Bandaríkin í mál landanna við Persaflóa. Jimmy Carter átti sér ekki viðreisnar von eftir að bandaríska sendiráðsfólkið í Te- heran var tekiö í gíslingu. Ronald Reagan fyrirgerði virðingu og áhrifum eftir að Íran-Contra hneykslið varð uppskátt. Og þegar verst gegnir fyrir George Bush í erfiðri kosningabaráttu berast böndin að honum og nánustu sam- starfsmönnum hans að hafa reynt að hindra rannsókn á ólöglegu fjár- streymi frá Bandaríkjunum til aö efla vígbúnað Saddams Husseins í frak og leitast við að afvegaleiða sakamálsrannsókn svo að maður yrði þar dæmdur fyrir ranga sök. Einmitt þegar Bush er um hálfum öömm tug prósenca á eftir Bili Chnton í skoðanakönnunum á fylgi við forsetaefni fyllast bandarískir fjölmiölar af fregnum af illvígum átökum milli æðstu manna ekki þýðingarminni stofnana en dóms- málaráðuneytisins, leyniþjón- ustunnar CLA og alríkislögregl- unnar FBI þar sem hver reynir að bjarga eigin skinni og ýta sök yfir á hinn. Um það er að tefla hver hafi leynt gögnum fyrir saksóknur- um og þingnefndum, gefið villandi eða rangar upplýsingar og þar fram eftir götuniun. Og við það vakna spumingar um yfir hvað hafi átt að hylma og hver hafi gefið fyrir- mæhn um aö virða réttar starfs- reglur að vettugi og jafnvel bijóta lög til að hindra að óþægilegur sannleikur yrði leiddur í ljós. Fréttaskýrendur eru famir að halda því blákalt fram að fmm- kvæði að slíku framferði löggæslu- stofnana hafi ekki getað komið frá öðram en æðstu stjómvöldum. Upphaf málsins er að 4. ágúst 1989 lögðu menn frá FBI hald á skjöl útibús ítalska ríkisbankans, Banca Nazionale del Lavoro í Atl- anta í Georgíu. Varð það gert að ábendingu tveggja starfsmanna bankans. Við athugun á skjölum bankans kom í ljós að hann hafði annast stórfeUt fjárstreymi til stjómvalda í írak, alls yfir fjóra miUjarða doUara í beinum lánum og lánsábyrgðum. Á yfirborðinu vom lánin veitt tíl að fjármagna sölu á bandarískum komvömm til íraks og var því mikUl hluti þeirra með útflutningsábyrgð ríkissjóðs Bandaríkjanna. í febrúar í fyrra var mál höfðað gegn útibússtjóra ítalska bankans í Atanta, Christopher P. Drogoul. Hann var ákærður fyrir að hafa svikið fé af aðalbankanum í Róm. í sumar ákvaö sakbomingurinn að játa sekt sína en það hefði þýtt að rannsókn málsins næði ekki lengra og dómari fjallaði um það án kvið- dóms. En við yfirferð gagna máls- ins vöknuðu gmnsemdir hjá alrík- isdómaranum sem fékk það til meðferðar. Hann komst að þeirri niðurstöðu að óhugsandi væri að menn í ítalska aðalbankanum eða bandaríska bankaeftirlitið hefðu ekki komist á snoðir um svona stórfeUd viðskipti. Þar á ofan kom á daginn að emb- ættismenn, bæði í dómsmálaráðu- neytinu í Washington og Hvíta hús- inu, höfðu haft afskipti af rannsókn málsins. Dómsmálaráðuneytið bannaði tíl dæmis saksóknuram í Atlanta að senda menn til Ítalíu að kanna vitneskju yfirstjómar BNL. í júlí fór meirihluti dómsmála- nefndar fuUtrúadeUdar Banda- ríkjaþings fram á að William Barr dómsmálaráðherra skipaöi óháðan setudómara tíl að rannsaka málið. Hann neitaði. Marvin H. Shoop, dómari í Atl- anta, hélt sinni athugun áfram. Hann bað saksóknara að sýna fram á að Drogoul einn væri sekur og engin leyniþjónusta tengdist mál- inu. Dómsmálaráðimeytið ritaði CIA og bað um bréf í þá vem. Það bréf er enn með leyndarstimpli en Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson ráðuneytið bað um annað bréf sem unnt væri að senda dómaranum og birta síðan. En við það fengu menn hjá CIA eftirþanka. Allt í einu þóttust þeir hafa fundið ný gögn sem segöu aUt aðra sögu en þeir höfðu tjáð í fyrra bréfi. Henry Gonzales, formaður bankamálanefndar FulltrúadeUd- ar, skýrði frá meginefni nýrrar skýrslu CIA á deUdarfundi 14. sept- ember í haust. Þar er upplýst að írakar báðu snemma um staðfest- ingu yfirmanna BNL í Róm á lána- samningum, fengu samþykki þeirra og undirritanir fóra síðan fram í Róm. Með þessu var málatUbúnaður dómsmálaráðuneytisins gegn Drogoul falhnn um sjálfan sig og ráðuneytið því uppvíst að því að klína á hann sök sem varðað gat áralöngu fangelsi, ábyrgðin var ekki hans heldur yfirboöaranna. Maðurinn tók aftur játningu sína og Shoob dómari úrskurðaði sig frá máhnu. í fimmtán síðna hvassyrt- um úrskurði segir hann: „Ljóst er aö á æðstu stöðum í dómsmála- ráðuneyti Bandaríkjanna, utanrík- isráöuneytinu, landbúnaöarráðu- neytinu og hjá leyniþjónustustofn- unum vom teknar ákvaröanir um að móta þennan málarekstur og að legið hefur verið á vitneskju gagn- vart saksóknurum á staðnum.. .til að stýra saksókninni." í fyrstu viku þessa mánaðar kom upp hálfopinbert rifrildi milh yfir- manna í CIA og dómsmálaráðu- neytinu. Leyniþjónustumenn kváðust hafa óskað að breyta fyrra bréfi sínu til ráðuneytisins í ljósi frekari gagnaöflunar en ráðuneyt- ismenn hafi fengið sig til að gera þetta ekki. Ráðuneytismenn þræta fyrir slíkt. Á laugardag í fyrri viku kunn- gerði yfirmaður alríkislögreglunn- ar, FBI, að hann hefði fyrirskipað rannsókn á meðferð dómsmála- ráðuneytisins á skjölum frá CIA sem mál BNL vörðuðu. Mánudag- inn á eftir létu menn í ráðuneytinu berast til fréttamanna að þar væri hafin sakamálarannsókn á hendur Sessions fyrir misnotkun á opin- bem fé og fleiri sakargiftir. Formenn þingnefnda hafa enn krafist að Barr dómsmálaráðherra skipi óháðan setudómara en hann þverskahast. Em því horfur á að annaðhvort dómsmálanefnd eða leyniþjónustunefnd öldungadehd- ar hefji þingrannsókn á málavöxt- um. Spumingamar, sem vaknað hafa, að sögn Jims Hoaglands hjá Was- hington Post eru meðal annars þessar: Var bankaeftirlitinu skipað frá og með 1987 að láta fjárstreymið frá BNL th íraks afskiptalaust af , ,þj óðaröryggisástæðum", það er vegna aðildar CLA? Var ítahustjórn fengin til að láta nota BNL th að koma bandarísku fjármagni til ír- aks meðan stjórnir Reagans og Bush unnu aö því að efla hemaðar- mátt Saddams Husseins gegn íran? Svo mikið er víst að minnst af bandaríska korninu fór til íraks, skipsfarmamir vom seldir til Austur-Evrópulanda og Arabaríkja og vopn keypt fyrir andvirðið. Reikninginn greiða svo bandarísk- ir skattborgarar að mestu, vegna ríkisábyrgðarinnar. Magnúst T. Ólafsson Robert Gates, yfirmaður CIA, þóttist ekkert vita um hvers vegna undir- menn sínir hefðu gerst tvísaga þegar þingnefndarformaður krafði hann sagna. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.