Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1992, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1992, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1992. 17 Bridge Sveit Suðurlandsvideós, bikarmeistari í bridge árið 1992. Frá vinstri eru Jón Baldursson, Sverrir Ármannsson, Matthías Þorvaldsson, Björn Ey- steinsson, Aðalsteinn Jörgensen og Guðlaug Jónsdóttir, fyrirliði án spila- mennsku sem heldur á farandbikarnum. Bikarkeppni BSÍ 1992: Fimmti bikar- meistaratitill Jóns Úrslit bikarkeppni Bridgesam- bands íslands voru spiluð í miðjum þessum mánuði og sveit Suður- landsvideós vann þá yfirburðasigur á sveit Eiríks Hjaltasonar. Þeir sem skipa sveit Suður- landsvideós eru Aðalsteinn Jörgen- sen, Jón Baldursson, Matthías Þor- valdsson, Sverrir Armannsson og Björn Eysteinsson. Þeir voru allir í sveit Landsbréfa sem vann íslands- meistaratitilinn í vor, að viðbættum Magnúsi Ólafssyni og hafa þeir félag- arnir þar með unnið tvær stærstu sveitakeppnir spilaársins. Jón Baldursson var með sigri sín- um í bikarkeppninni að bæta fimmta titlinum í safnið en það hefur enginn bridgespilari leikið eftir honum. Síð- asta laugardag birtist röng mynd með texta um umfjöllun úrslitaleiks- ins í bikarkeppninni, en hér birtist mynd af bikarmeisturum ársins 1992 þegar þeir tóku á móti verðlaunum sínum. -ÍS Minningarmót Einars Þorfinnssonar Hið árlega Minningarmót Einars Þorfinnssonar var spilað laugardaginn 17. október í Gagnfræðaskólanum á Selfossi. Keppnisstjóri var eins og síðustu ár hinn röggsami Hermann Lárusson og í ár var honum til aðstoð- ar dúfa í samlitum jakkafótum sem flaug um spilasalinn og hafði hún góða yfirsýn yfir gang mála. Þeir aðilar sem gera Bridgefélagi Selfoss kleift að halda þetta mót eru Búnaðarbankinn, íslandsbanki, Landsbankinn og Bæjarsjóður Selfoss. Spilaður var barómeter eins og venja er í þessu móti með þátttöku 38 para. Þetta er í tólfta sinn sem þetta mót er haldið og var það vel skipað sterkum pörum að venju. Eftir ellefu tíma spilamennsku stóðu uppi sem sigurvegarar þeir Eirík- ur Hjaltason og Ragnar Hermannsson með 242 stig yfir meðalskor. Verð- laun voru veitt fyrir 5 efstu sætin, samtals krónur 180 þúsund. Röð efstu para varð þessi: 1. Eiríkur Hjaltason-Ragnar Hermannsson 242 2. Matthías Þorvaldsson-Sigurður Sverrisson 213 3. Aðalsteinn Jörgensen-Bjöm Eysteinsson 166 4. Hjördís Eyþórsdóttir-Ásmundur Pálsson 162 5. Hjalti Eliasson-Páll Hjaltason 158 6. Jón Baldursson-Sverrir Armannsson 152 7. Sveinn Þorvaldsson-Gísli Steingnmsson 126 8. Ólafur Lárusson-Páll Valdimarsson 107 Höskuldarmótið Nú er lokið fjórum kvöldum af 5 í aðaltvímenningi B. Selfoss, Höskuldar- mótinu. Spilaður er tölvugefinn barómeter og spiluð eru 7 spil milli para. Mótsstjóri og reiknimeistari er Þröstur Ámason. Tuttugu og tvö pör taka þátt í mótinu og er það með því besta sem gerist hjá félaginu. Staðan er þessi á toppnum í keppninni: 1. Sigfús Þórðarson-Gunnar Þórðarson 232 2. Vilhjálmur Þór Pálsson-Guðjón Einarsson 200 3. Þórður Sigurðsson-Runólfur Jónsson 135 4. Helgi G. Helgason-Krislján Már Gimnarsson 114 Næsta mót hjá félaginu er hraðsveitakeppni og hefst hún fimmtudaginn 29. október. Sveitaforingjar eru beðnir að skrá sig hjá Ólafi formanni á spilakvöldum eða í síma 21319. Bæjarkeppnin við Hafnarfjörð verður spiluö laugardaginn 7. nóvember og í ár verður spilað í Hafnarfirði. Bæjarkeppnin við Kópavog verður trúlega spiluð fóstudaginn 29. nóvemb- er á Selfossi en það skýrist betur þegar nær dregur. Ábridgeheilræðakeppni BOLS: Láttu ekki and- stæðingana vita að þú sért í vanda! Það er bandaríski bridgemeistar- inn Matt Granovetter sem gefur bridgeheilræði dagsins, en sem kunnugt er vann hann nýlega No- vato-stjömu-einmenningskeppnina og hlaut að launum knippi af dollara- seðlum. Einmenningskeppnir hafa átt auknum vinsældum að fagna und- anfarið og til marks um það má geta þess að Bridgesamband íslands hefur að nýju hafið keppni um íslands- meistaratitil í einmenningskeppni en keppni um hann hefur legið niðri um nokkurra ára skeið. Keppnin hófst í gær og lýkur í dag en spilað er í húsnæði BSÍ við Sigtún. En víkjum aftur að bridgeheilræði Granovetters: „Þegar ég spurði Pam- elu konu mína hvaða heilræði ég gæti gefið í keppninni í ár minnti hún mig á heilræði sem Victor Mitchell hafði kennt okkur. Hann er þekktur sem sérfræðingur sérfræðinganna í New York og þegar hann er ekki á veðreiðabrautinni er hann að kenna góðum spilurum að bæta spila- mennsku sína. Einu sinni var hann að spila í tví- menningskeppni á móti Pamelu og gaf henni eftirfarandi ráð: Ef þú þarft að geta í íferð í hliðarlit skaltu ekki upplýsa stöðuna með því að hika á úrslitastundinni! Þegar ég er í vörn finnst mér best að eiga við góða sagnhafa sem hægja Umsjón Stefán Guðjohnsen á sér á úrslitastimdu í stað þess sem spilar alltaf nokkuð hratt. Heilræði Victors kom vel í ljós í þessari keppni. S/A-V ♦ G865 V ÁD1042 ♦ 87 + 65 ♦ 1032 V G5 ♦ ÁD95 + ÁD93 * D V K6 * 10642 * G108742 * ÁK974 V 9873 ♦ KG3 + K Flestir suðurspilaramir spiluðu spaðabút og fengu hálitarútspil. Þeg- ar tromp kom út tóku sagnhafar trompin og spiluðu síðan hjarta og svínuðu drottningunni. Austur drap á kónginn og flestir spiluðu síðan tígli til baka. í þessari stöðu tóku suðurspilaramir sér umhugsunar- frest og létu síðan flestir gosann. Alla vega tók vestur síðan hitt tígul- háspilið og síðan laufaás. Þrír unnir. Við borð Pamelu hafnaöi Victor í þremur spöðum. Victor drap tromp- útspilið, tók tvisvar tromp og svínaði hjartadrottningu. Þegar austur spil- aði tígli til baka lét hann umsvifa- laust kónginn. (Hann var áður búinn að ákveða að setja kónginn ef hjarta- svíningin misheppnaðist og austur spilaði tígh.) Vestur drap tígulkóng- inn með ásnum og dró þá ályktun að austur ætti tígulgosann þar eð sagnhafi lét umsvifalaust tígulkóng- inn þegar tíglinum var spilaö. Æstur í að hnekkja spilinu spilaði hann undan tíguldrottningunni og Victor fékk tvo yfirslagi og næstum topp fyrir spilið. Stefán Guðjohnsen GRUfiDiG ESFISHER Gæði á góðu verði Fullkomið heimilismyndbandstæki 29.900 Áður kr. 39.950 - verð nú stgr. stereo litsjónvarpstæki Nicam stereo myndbandstæki 40% afsláttur 25" s.gr 99.900 28" s,gr 109.900 33" s,g, 199.950 áður kr. 83.278 - verð nú 49.900 stgr. Opið laugardaga SJÖNVARPSMIÐSTÖÐIN HF Síðumúla 2 - sími 68-90-90 Fjölskyldutilboð: Þú færð einn og hálfan lítra af Pepsí og brauðstangir frítt með stórri fjölskyldupizzu. Hádegishlaðborð: Heitar pizzusneiðar og hrásalat eins og þú getur í þig látið fyrir aðeins 590 kr. alla virka daga frá kl. 12-13. Hausttilboð: Heit Hawaianpizza fyrirtvo ásamtskammti af brauðstöngum á aðeins 1.090 kr. Hótel Esju, sími 680809 Mjódd,sími682208

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.