Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1992, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1992, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1992. 39 Á Bíóbarnum biandast saman blaðamenn, rithöfundar, leikarar og listamenn og menn hika ekki við að standa í biðröð til að komast inn í fjörið. * lljp 1 ? ■'•-mi ligi ! W Jfeí'lL . *§■! Ungt námsfólk hefur uppgötvað Hressó sem skemmtilegan samastað um helgar og þar hefur myndast biðraðamenning. Mannlífið er margbreytilegt á pöbbunum: En sækjast sér um líkir Þeir sem telja sig til þotuliðs fara gjarnan á Café Romance í Lækjargötu. Ágætis krárstemning myndast um helgar og fólk á öllum aldri virðist sækja frekar á pöbba en ballstaði. DV-myndir GVA Það eru yfir þijátíu pöbbar í Reykjavík. Ekki hafa þeir allir náð vinsældum og sumir skipta ört um eigendur. Aðrir staðir hafa frá fyrstu tið verið vel sóttir og biðrað- ir myndast fyrir utan þá um helg- ar. Mjög erfitt er að átta sig á hvað það er sem gerir staðina vinsæla. Hrifningin getur varað í stuttan tíma og staðurinn getur tæmst á mjög skömmum tíma. Gestirnir færa sig þá yfir á nýjan skemmti- stað. Sumir pöbbar hafa þó haldið vinsældum sínum alla tíð. Fyrir nokkrum árum fóru íslend- ingar á ballstaði. Þá mynduðust langar biðraðir fyrir utan skemmtistaði bæjarins. Eftir bjór- komuna árið 1989 hefur orðið tölu- verð breyting á skemmtanahegðun landans. Fólk fer nú meira á pöbba heldur en ballstaði. Þessi þróun hefur verið að gerast og sumar krárnar hafa breyst í hálfgildings skemmtistaði með hljómsveitum og ýmsum uppákomum. Ekki er heldur laust við að ákveðnir þjóðfélagshópar eigi sína eftirlætispöbba. Margar krár hafa fengið á sig stimpil þessara hópa. Þeir sem DV ræddi við voru með það á hreinu hvaða hópar tilheyrðu hverri krá. Þannig sækjast sér um líkir. Ekkert er í raun athugavert viö það en ekki er þó hægt að al- hæfa í þessum efnum. Kynslóðin meö börnin Staðhæfa má að kynslóðin á aldr- inum 30 til 40 ára sé almennt lítið á skemmtistöðunum. Undantekn- ingar eru þó einhleypingar á þess- um aldri. Fólk milli tvítugs og þrít- ugs sækir staðina vitaskuld mest og er fjölmennast á öllum stöðum. Fólk á aldrinum fjörutíu til fimm- tíu sækir krárnar orðið talsvert, sérstaklega Kringlukrána og aðra úthverfapöbba. Vitaskuld er það einnig á öðrum stöðum í bænum. „Fólk á fertugsaldri fer sjaldan út að skemmta sér en munstrið er að fara fyrst út að borða og síðan á pöbb. Gjarnan er farið í hópum. Oft er líka hist í heimahúsi fyrst og síðan farið á pöbb,“ sagði einn viðmælandi DV. Fólk, sem DV ræddi við, virtist eiga sínar uppáhaldskrár í bænum þegar það fer út að skemmta sér. Iðnaðarmenn, bankafólk og hinn svokallaði meðaljón í þjóðfélaginu fer gjarnan á Kringlukrána og í Naustkjallarann. Þeir sem telja sig til þotuliðs, þykjast frægari og bet- ur settir en aðrir, hittast á Cafe Romance í Lækjargötu. Misskildu skáldin, hsta- og losta- menn, og menntaskólahð með sigg á endanum eftir kaffihúsahangs mætir mikið á Tuttugu og tvo. Listamenn, leikarar, rithöfundar og fjölmiðlafólk sækja Bíóbarinn. Þar rembast margir gestir á sama hátt og uppagengið á „fínu“ krán- um, bara með öðrum formerkjum. Bíóbarinn höfðar einnig til gesta Tuttugu og tveggja, en svohtið ráp er þar á milli. Yngstu upparnir og íþróttafólk fer á Glaumbar og LA- Café. Yngra fólk, tíl að mynda menntaskólatýpur og „in-hð“, fylhr yfirleitt Gauk á Stöng. Áuppleið Hressó er vinsæh bar en þangað sækir ungt námsfólk. Glænýr stað- ur, nefndur Barrokk, er á uppleið hjá þotuhðinu. Tónhstaráhangend- ur og karaoke-söngvarar heim- sækja Tvo vini en staðurinn þar á efri hæðinni, L.A. Café, er vinsæl- astur hjá uppábúnum áhyggjulaus- um ungmennum, eftir þvi sem sagt er. Aðrir staðir hafa nokkuð bland- aða hópa á gestahstanum sem breytast frá einni helgi til annarr- ar. Þó er talað um að Ölver sé vin- sæh hjá sjómönnum og breiöum bökum og Fógetinn hjá fólki á miðj- um aldri, týpum sem oft sáust í Klúbbnum fyrr á árum. Þar er ein- ig töluvert af útlendingum. Á Púls- inum er mjög breythegur gestal- isti, aht eftir því hvaða hljómsveitir eru í boði. Þar sitja oft plötusnúðar og dagskrárgerðarfólk útvarps- stöðvanna, auk tónlistaráhuga- manna. Þeir sem hafa gaman af mannlíf- inu og margbreytheika þess ættu að fara á pöbbarölt einhverja helg- ina og kíkja á lífið. Það getur verið hin besta skemmtun. -ELA/hlh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.