Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1992, Blaðsíða 34
42
LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1992.
Fréttir
Könnunin Ungt fólk ’92:
Hassneysla minnkar
í framhaldsskólum
Hlutfall nemenda sem prófað höfðu hass
- samkvæmt könnunum 1974, 1984 og 1992 -
30,5 30,3
|16 ára
E318 ára
□ 20 ára
21,3
í Rvfk 1974 Allt landiö 1984 Allt landið 1992
„Það hefur greinilega dregið úr
hassneyslu í framhaldsskólunum en
hins vegar eru vísbendingar um að
hassneyslan sé að færast niður til
yngri krakka þó það sé erfitt að segja
hversu mikið,“ segir Þórólfur Þór-
hndsson, forstöðumaður rannsókna-
stofnunar uppeldis- og menntamála.
Þetta kemur fram í mjög viðamikilli
könnun sem stofnunin hefur gert og
hlotið hefur nafnið Ungt fólk ’92.
HlutfaU tvítugra framhaldsskóla-
nema í Reykjavík, sem höfðu prófað
að reykja hass árið 1974 og 1984, var
um 30%. Þegar sami aldurshópur var
skoðaður árið 1992 fyrir landið í heild
er hlutfaUið hins vegar komið niður
í um 21%. Hlutfall 18 ára framhalds-
skólanema hefur að sama skapi
lækkað úr um 25% árið 1974 í um 16%
1992. Hins vegar hefur hlutfall 16 ára
skólanema, sem hafa prófað hass,
aðeins aukist frá fyrri könnunum.
Að sögn Þórólfs hefur sá hópur sem
nú er í framhaldsskólunum alltaf
komið mjög vel út í könnunum, eða
frá því að unglingarnir voru 15-16
ára. Ein tilgáta sem uppi er til að
skýra þetta er að þessi hópur hefur
fengið mikla fræðslu um skaðsemi
bæði reykinga og fíkniefnaneyslu og
einnig er þetta sá hópur sem elst upp
í mikilh heilsubylgju. Það er því óvíst
hvort þessi þróun heldur áfram þeg-
ar yngri árgangar koma i framhalds-
skólana.
í könnuninni kemur fram að mikil
neikvæð fylgni er á milh þess að
stunda íþróttir og að reykja hass. Um
8% 15-16 ára ungUnga sem stunda
engar íþróttir hafa prófað hass en
einungis 3% þeirra sem stunda
íþróttir 4 sinnum í viku eða oftar.
Þá hafa einungis 2% þeirra sem ekki
reykja prófað hass en 27,5% þeirra
sem reykja daglega.
Að sögn Þórólfs virðast reykingar
unglinga aftur vera að aukast en þær
hafa farið jafnt og þétt minnkandi frá
árinu 1974. „Það verða aUtaf sveiflur
með vissu milhbfli en það fer ekki á
mifli mála að við fáum hærri tölur
núna en áður. Ein tflgáta er að
heflsufarslegi lífsstílUnn hefur runn-
ið saman við annars konar lífsstíl.
Það eru ekki lengur eins skýrar línur
þar á milU. Önnur tflgáta er að skól-
ar, íþróttahreyfingin og æskulýðsfé-
lög hafi sofnað á verðinum og það
hafi dregið úr áróðri en það er eitt
af því sem við verðum að kanna í
framhaldi af þessu," segir Þórólfur.
-ból
Skátar munu minnast afmælisins með ýmsum uppákomum, að því er fram
kom á fundi sem haldinn var með fréttamönnum. F.v. Eiður Guðnason,
umhverfisráðherra og fyrrverandi formaður SSR, Danfríður Skarphéðins-
dóttir, formaður afmælisnefndar Bandalags íslenskra skáta, Hrönn Péturs-
dóttir skátaforingi og Gunnar Eyjólfsson skátahöfðingi. DV-mynd BG
Skátastarf á íslandi í 80 ár:
Afmælisins minnst með
margvíslegum hætti
Skátahreyfingin á íslandi hefur
starfað í 80 ár um þessar mundir.
Verður afmælisins minnst sunnu-
daginn 1. nóvember meö margvísleg-
um hætti.
Skátahreyfingin hóf formlega starf
hér á landi er Skátafélag Reykjavík-
ur var stofnað í Rjósinu svonefnda,
sem er eitt af húsum Menntaskólans
í Reykjavík. Var stofnfundurinn
haldinn 2. nóvember 1912. Fyrsti
formaður hins nýstofnaða skátafé-
lags var Sigurjón Pétursson á Ála-
fossi.
Skátastörfin hafa einkum beinst að
þrem þáttum sem eru: þjálfun í fund-
arstörfum og störfum í smærri hóp-
um, kennsla í að bjarga sér á eigin
spýtur og loks áhersla á samstarf
skáta á alþjóðavettvangi.
Einn er sá þáttur starfsins ótalinn,
sem ekki má gleymast, en það er
hjálparsveit skáta. Oft hefur reynt á
hana en hún starfaði m.a. á vegum
Loftvamanefndar Reykjavíkur á
stríðsárunum og stofnaði Blóðgjafar-
sveit skáta í Reykjavík sem starfaði
áður en Blóöbankinn var stofnaður.
Sem fyrr sagði verður afmælisins
minnst í Laugardalshöll 1. nóvember
næstkomandi. Þar verða m.a. skáta-
tívolí og vönduð kvöldvaka, þar sem
flutt verða mörg verk frá skáta-
skemmtunum fyrri ára, auk nýrri
atriða.
Bamasáttmáli Sameinuöu þjóðanna:
Loks f ullgiltur af yf irvöldum
íslensk yfirvöld tilkynntu í gær að
þau hefðu fullgflt Bamasáttmála
Sameinuðu þjóðanna um réttindi
bama. Yfirvöld em nú skuldbundin
tfl að framfylgja samningnum sem
þau undirrituðu 20. nóvember 1989.
Samkvæmt sáttmálanum er það
hlutverk yfirvalda að sjá til þess að
sáttmálinn verði kynntur. Samtökin
Bamahefll, sem ýtt hafa á um fufl-
gildinguna, hafa hins vegar riðið á
vaðið og kynna sáttmálann á ráð-
stefnu sem haldin er um helgina.
-IBS
Endurheimti stolinn bikar:
Fannst í heima-
húsi hjá unglings-
strákum
„Ég varð bæði hissa og ánægður
þegar ég frétti að bikarinn væri fund-
inn. Ég hélt að hann hefði jafnvel
farið með einhverju eiturlyfjaliði til
Þýskalands í bræðslu og þá hefði
hann aldrei fundist aftur,“ sagði
Gunnlaugur Rögnvaldsson, ritstjóri
tímaritsins 3T, í samtali við DV.
Gunnlaugur var hjá Rannsóknar-
lögreglu ríkisins að endurheimta
stóran og fallegan bikar sem stolið
var úr bíl hans á bflastæði við Laug-
ardalsvöllinn í september er knatt-
spyrnulandsleikur stóð yfir.
„Ég var að dreifa bæklingum á bíla
þarna í kring. Bikarinn var í bílnum
og ég skfldi hann eftir ólæstan um
20 metra frá staðnum sem ég var.
Þegar ég kom í bílinn var bikarinn
horfinn. Ég er þvi mjög ánægður meö
að þetta er komið til skfla núna. Bik-
arinn fannst í heimahúsi hjá ungl-
ingsstrákum sem tóku hann í ein-
hverju bríaríi. Mér skilst að þeir
hafi séð eftir þessu en ekki þorað að
koma fram sjálfir. Þetta komst svo
eftir krókaleiðum til RLR,“ sagði
Gunnlaugur.
Tímarit hans sér um tflnefningu á
akstursíþróttamanni ársins. Bikar-
inn var afhentur í fyrsta skipti á síð-
asta ári til minningar um rallöku-
manninn Jón S. Halldórsson. „Ég er
mest ánægður með að bikarinn skuli
vera kominn til baka vegna þess að
hann var gefinn af þessu tilefni,"
sagði Gunnlaugur.
Sjö ökumenn hafa verið tilnefndir
til bikarsins í ár og verður hann af-
hentur á Hótel íslandi 14. nóvember.
-ÓTT
Gunnlaugur Rögnvaldsson með bikarinn. DV-mynd GVA
Sameinuðu þjóðirnar:
Óska eftir 13
íslendingum
mmm m m xt .
gæslustarfa
„Ríkisstjórnin hefur samþykkt
að fjármálaráöherra og utanrik-
isráðherra tflnefni hvor sinn full-
trúa til þess að svara erindi Sam-
einuðu þjóðanna. Þeir munu
kalla tfl liðs við sig fulltrúa Rauða
kross fslands. Ég á von á að ráöu-
neytin tilnefni menn ekki síðar
en á morgun,” sagði Bjarni Vest-
mann, upplýsingafufltrúi hjá ut-
anríkisráðuneytinu, við DV.
Sameinuðu þjóðirnar hafa sent
ríkisstjórninni ósk um tilnefndir
verði nokkrir islendingar til frið-
argæslustarfa. Annars vegar er
óskað eftir fimm mönnum, sem
gegnt hafi starfi í utanríkisþjón-
ustunni eða öðrum embættis-
mönnum með a.m.k. 6 ára starfs-
reynslu, til starfa i 6-12 mánuði
í hinum ýmsu lýðveldum fyrrver-
andi Júgóslavíu. Ekki er gert ráð
fyrir aö þessir menn beri vopn
eða stundi hermennsku, heldur
að þeir verði við einhvers konar
stjórnunarstörf. Einnig er óskað
eftir átta mömmm með háskóla-
raenntun til starfa við ýmsarfrið-
argæslusveitir. Þeir myndu
starfa við upplýsingamiðlum og
borgaraleg störf.
Auk ofangreinds erindis hefur
annað erindi borist til utanríkis-
ráðuneytisins um að íslendingar
verði tilnefndir til að fylgjast með
kosningum í ríkjum í Afríku og
Asíu. Fyrh' ári var stofnuð sér-
stök kosningaeftirlitsnefnd hjá
SÞ. Er þetta erindi liður í að
manna það kosningaeftirflt Síð-
ara erindiö hefur ekki verið tekiö
tíl formlegrar afgreiðslu af
síjórnvöldum hér. -JSS
Mikil rjúpna-
veiði á Mel>
rakkasléttu
Gylfi Kristjánsson, DV, Aknreyri:
„Við vorum í fjallgarðinum hér
sunnan við Raufarhöfn og það
virðist alls ekki vera minna um
rjúpu en undanfarin ár,“ segir
Friðrik Bjarnason á Raufarhöfn
um góða rjúpnaveíði á Melrakka-
sléttu undanfarna daga.
Friðrik sagði að veiðin hefði
ekki verið mikil framan af veiði-
tímabilinu en um síðustu helgi
brá til hins betra. Friðrik sagði
að sá sem skaut flestar rjúpur
hefði náð 65 einn dag, annar var
með 53, einn með 48 og flestir ef
ekki allir með yfir 20 rjúpur yfir
daginn.
Sömu sögu er ekki að segja af
rjúpnaveiðimönnum annars
staðar á Norðurlandi. DV hefur
rætt við fjölmargar rjúpnaskytt-
ur sem gengið hafa til rjúpna
árum og jafnvel áratugum saman
og þeir segja Utlar veiðisögur
þessa dagana. Menn hafa gengið
um veiðisvæði sem jafnan hafa
„gefið vel“ en sáralitiö séð og
fengið enn minna. Þetta á t.d. við
um Bárðardal, Öxnadalsheiði og
fleiri þekkt svæði nyrðra.
Fyrsta síldin
til Djúpavogs
Már Karlsson, DV, Djúpavogi:
Fyrsta síldin barst tfl Djúpa-
vogs í fyrradag. Það var MS
Steinunn SF 10 frá Hornafiröi
sem landaði uxn 50 tonnum áf sfld
sem veiddist á Papagrunni. Síldin
var feit en töluvert blönduð. Um
60 prósent af afianum fóru í salt
hjá Söltunarstöð Búlandstinds.