Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1992, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1992, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1992. Skák Einn mestu skákmanna sögunn- ar, Alexander Aljekín, hefði orðið hundrað ára á morgun, 1. nóvem- ber. Honum til heiðurs nefnir Al- þjóða skáksambandið árið 1992 ár Aljekíns og í Moskvu er nýhafið opið stórmeistaramót til minningar um Aijekín sem var af rússneskum aðalsættum. Aljekín var heimsmeistari á ár- unum 1927-1935 er hann beið ósig- ur í einvígi við Euwe. Hann endur- heimti titilinn 1937 og var heims- meistari fram yfir seinni heims- styijöld, til dauðadags. Aljekín lést í Lissabon 1946 og átti þá vart til hnífs og skeiðar. Hermt er að í kjöltu hans hafi legið vasatafl. Skákin var líf hans og yndi alla tíð, allt þar til yfir lauk. Aljekín var grfðarlega sigursæll mótaskákmaður. Á árunum 1927 til 1934 tefldi hann á 33 stórmótum og varð einn efstur eða jafn öðrum tuttugu sinnum. Ef hann hefði hætt að tefla á þessum tímapunkti hefði hann trúlega verið álitinn mesti skákmaður allra tíma. En hann hélt ótrauður áfram og því má halda fram að með því hafi hann að vissu leyti „eyðilegt goð- sögnina" svo notaö sé vinsælt orða- lag. Aljekín varð heimsmeistari er hann bar sigurorð af Capablanca í . Aljekín að tafli við finnska skákmeistarann Eero E. Böök í Margate 1938. Hundrað ára afmæli Aljekíns löngu og ströngu einvígi í Buenos Aires 1927. Sigur Aljekíns kom þá mjög á óvart því að Capablanca var álitinn ósigrandi. Capa tefldi létt og tært eins og eftir hljómfalli Moz- arts en Aljekín tefldi af meiri sköp- unarkrafti, eins og Beethoven væri kominn til skjalanna. Aljekín var frægur fyrir djúp- hugsaðar leikfléttur og undi sér best í flóknum og viðsjárverðum stöðum. Hann var einnig langt á undan sinni samtíð hvað byrjana- undirbúning snerti og raunar eng- inn eftirbátur Capa í endatafli. Garrí Kasparov er gjarnan líkt við Aljekín sem er sá heimsmeist- aranna sem kemst næst því að vera honum til fyrirmyndar - með dá- litlu Tai og Fischer ívafí. Frægustu skákir Aljekíns eru hreinasta augnayndi. Skákin við Retí þykir mér gott dæmi um dýptina í leik- fléttum Aljekíns en einkenni þeirra er að kjami fléttunnar kemur ekki í ljós fyrr með síðasta leik. Baden Baden 1925 Hvítt: Richard Reti Vængtafl 1. g3 e5 2. Rf3 e4 3. Rd4 d5 Aljekín þarf nú sjálfur að glíma við Aljekínsvörn með skiptum ht- um (1. e4 RfB) þar sem hvítur á leik til góða. 4. d3 exd3 5. Dxd3 Rf6 6. Bg2 Bb4+ „Nú á dögum hefði ég hugað meira að öryggi svörtu reitanna í stöðu minni og því hefði ég sneitt Verzlunarskóli íslands ÍÞRÓTTATÍMAR 100 m2 íþróttasalur er til leigu í Ví eftir klukkan 17 á daginn. Hentugur fyrir 14-16 manna starfsmanna- hópa í almenna leikfimi undir leiðsögn kennara. Aðgangur að þrektækjum, gufubaði og nuddpotti fylgir. Upplýsingar í síma 688400. STANGVEIÐIMENN ÚTBOÐ Tilboð óskast í veiðirétt í Blöndu sem leigð verður í þrennu lagi á næsta sumri. Gert er ráð fyrir að veiði- leyfi verði seld frá hádegi til hádegis. 1. Neðsta svæði Blöndu er frá ósum að Ennisflúðum. 4 stangir. 2. Miðsvæðið (Langidalur) nær frá Breiðavalslæk að Æsustöðum ásamt Auðólfsstaðaá. 4 stangir. 3. Efsta svæðið er Blöndudalur ofan Ártúna. 2 stangir. Tilboð sendist til Halldórs B. Maríassonar, Finns- tungu, 541 Blönduós, fyrir föstudaginn 13. nóv. næstk., sem veitir allar upplýsingar í síma 95-27117. Áskilinn réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Stjórn Veiðifélags Blöndu og Svartár hjá uppskiptum á biskupum," skrifar Aljekín síðar í skýringum við skákina. 7. Bd2 Bxd2+ 8. Rxd2 0-0 9. c4! Ra6 10. cxd5 Rb4 11. Dc4 Rbxd5 12. R2b3 c6 13. 0-0 He8 14. Hfdl Bg4 15. Hd2 Dc8 16. Rc5 Bh3! Umsjón Jón L. Árnason Biskup hvíts er lykihinn að þrýst- ingi hans á drottningarvæng og Aljekín leitar því eftir uppskiptum. Eins og næstu leikir leiða í ljós er honum jafntefli ekki á móti skapi enda er staða hvíts hðlegri. Með leiknum býður Aljekín mót- herja sínum einnig upp á „eitrað peð“ eins og þau gerast best. Eftir 17. Bxh3? Dxh318. Rxb7? hefði teflst 18. - Rg4 19. Rf3 R5e3! 20. fxe3 Rxe3 21. Dxf7+! Kh8! 22. Rh4 Hf8 vinnur svartur vegna máthótunarinnar á fl. 17. Bf3 Bg4 18. Bg2 Bh3 19. Bf3 Bg4 20. Bhl „Loksins,“ skrifar Aljekín. En hvítur kaupir það dýru verði að tefla til vinnings. Biskupinn stend- ur lakar í horninu eins og brátt verður ljóst. 20. - h5! 21. b4 a6 22. Hcl h4 23. a4 hxg3 24. hxg3 Dc7 25. b5? Með framrás h-peðsins tókst Alj- ekín.að veikja kóngsstöðu Retís og hahn uggir ekki að sér. Eftir 25. e4 Rb6 26. Db3 Rbd7! er staðan í jafn- vægi. 25. - axb5 26. axb5 81 I + if i i 1 m A A a a A s ABCDE FGH 26. - He3! Upphafið að ævintýralegri at- burðarás. Hrókinn má ekki taka því að eftir 27. fxe3 Dxg3+ 28. Bg2 Rxe3 hótar svartur máti á g2 og drottningunni. í stöðunni hótar svartur 27. - Hxg3+! Besti leikur hvits er 27. Bf3 þótt ekki nægi til að halda jafnvæginu, að sögn Alj- ekíns. 27. Rf3? cxb5 28. Dxb5 Rc3! 29. Dxb7 Dxb7 30. Rxb7 Rxe2+ 31. Kh2 Frá 27. leik hvíts hefur hann ekki átt annarra kosta völ. Ef 31. Kfl Rxg3 + ! 32. fxg3 Bxf3 33. Bxf3 Hxf3+ 34. Kg2 Haa3 35. Hd8+ Kh7 36. Hhl+ Kg6 37. Hh3 Hfb3! og vinnur. Svartur hótar riddaranum og máti í 2. leik - dæmigert afbrigði Aljekíns. En hvað nú? Eftir 31. - Rxcl 32. fxe3 er ekkert að hafa úr stöðunni annað en jafntefli. 31. - Re4!! Bætir enn olíu á eldinn! Nú yrði svarið viö 32. fxe3 Rxd2 og hótar hvoru tveggja í senn, 33. - Rxcl og 33. - Rxf3 - hvítur kemst ekki hjá því aö tapa liði. Retí finnur bestu vörnina. 32. Hc4 Rxf2! Ef hins vegar 32. - Rxd2 33. Rxd3 Hd3 á hvítur svarið 34. Rc5 og held- ur jafntefli því að hrókurinn á a8 er í uppnámi. 33. Bg2 Be6! 34. Hcc2 Um aðra'leiki er ekki að ræða en nú kemur þvinguð leikjaröð sem leiðir til vinnings á svart í níunda leik! 34. - Rg4+ 35. Kh3 Ekki 35. Khl vegna 35. - Hal +. 35. - Re5+ 36. Kh2 Hxf3! 37. Hxe2 Rg4+ 38. Kh3 Re3+ 39. Kh2 Rxc2 40. Bxf3 Rd4 - Og Retí gafst upp, áður en Aljek- ín gæfist tóm til að ljúka fléttunni. Eftir 41. Hf2 Rxf3+ 42. Hxf3 Bd5! er hrókur og riddari hvíts í upp- námi og annar hlýtur að falla. Þetta er svo sannarlega mögnuð skák enda taldi Aljekín hana meöal sinna allra glæsilegustu móta- skáka. Ég læt aðra skáka Aljekíns fljóta með sem sýnir vel hve snjall hann var að skapa sér færi úr litlum efnivið. Staðan eftir sautján leiki í skákinni lætur ekki mikið yfir sér en tíu leikjum síðar er svartur mát! Við stjórnvölinn situr þó eng- inn annar en dr. Emanuel Lasker, heimsmeistari í 27 ár. Hann var að vísu kominn af léttasta skeiði þegar skákin var tefld, var 65 ára en Alj- ekín 42 ára. Zurich 1934 Hvítt: Alexander Aljekín Svart: Emanuel Lasker Drottningarbragð. 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 Rf6 4. Rf3 Be7 5. Bg5 Rbd7 6. e3 0-6 7. Hcl c6 8. Bd3 dxc4 9. Bxc4 Rd5 10. Bxe7 Dxe7 11. Re4 R5f6 12. Rg3 e5 13. 0-0 exd4 14. Rf5 Dd8 15. R3xd4 Re5 16. Bb3 Bxf5 17. Rxf5 Db6 „Teórían" mælir nú með 17. - g6 18. Rd4 De7 meö jöfnu tafli. Eftir leikinn í skákinni virðist svo sem ekki mikið að svörtu stöðunni en takið nú eftir hvernig Aljekín fer aö prjóna. 18. Dd6! R5d7? Euwe mælir með 18. - Hae8!? (ef 18. - Rg6 19. Rh6+! og hvítur fær betra) 19. Re7 + Kh8 20. Dxe5 Rg8! og endurheimtir manninn. 19. Hfdl Had8 20. Dg3! g6 21. Dg5! Óþægilegur leikur. Hvítur hótar m.a. 22. Hd6. 21. - Kh8 22. Rd6 Kg7 23. e4! Rg8 24. Hd3! f6 Ekki gengur heldur 24. - h6 25. RÍ5+ Kh7 26. Rxh6 f6 (26. -Rxh6 27. Hh3 og vinnur) 27. Rf5! fxg5 28. Hh3+ og mát í næsta leik en 24. - Rdf6 var skásti möguleikinn. 1 11 * 1 ÍfA® 1 1 p A A m A A A A A S * ABCDEFGH 25. Rf5+ Kh8 26. Dxg6!! - Og Lasker gaf - 26. - hxg6 27. Hh3+ Rh6 28. Hxh6 er mát. -JLÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.