Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1992, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1992, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 3l.'0KTÓBER Í992. Höfðingjar fljúgast á Stöku sinnum er Tjörvi læknir sóttur til að setja niður deilur manna og sætta fólk. Hann reyndi meðal annars að sætta ísraelsmenn og Palestínumenn, Martein Lúter og páfann, stríðsmenn á Balkan- skaga, Hallgerði og Bergþóru og tvær eiginkonur Willys Brandt. Yfirleitt hefur hann ekki árangur sem erfiði en sáttatilraunir hans mælast þó vel fyrir. Eitt sinn í haust fór Tjörvi til Vestfjarða í þeim erindum aö sætta tvo höfðingja í bæjarpólitík. Menn- irnir sátu saman að sumbli eina kvöldstund en urðu ósáttir þegar líða tók á nóttina. Þeir tóku þá að slást að gömlum og gegnum ís- lenskum sið. Annar sparkaði í hinn og hlaust þá af skurður mikill sem læknar urðu að sauma saman. Fjölmiölum þóttu þetta mikil tíð- indi og skýrðu frá atburöinum í smáatriðum og lögðust svo lágt að telja sporaijöldann sem í sárið fór. Einhverjir reyndu aö tíunda deilu- efnið en það var öllum gleymt. Sá saumaði kvaðst þó ekki ætla að sækja þetta mál fyrir dómstólum. „Vonandi ætlar hann sér að hefna atburðarins grimmilega við annað tækifæri," sagði Tjörvi viö konu sína. „Það er tilgangslítið aö kæra mál sem þessi til yfirvalda. Best er að sækja og verja í opinber- um hnefarétti og ráða þá hnúa, hnefa, odd og egg sem lögmenn." Tjörvi kemur á vettvang Þegar Tjörvi kom á vettvang dreif að honum fjölda fréttamanna sem vildi fá skoðun hans á málinu. „íslenskir embættismenn hafa alltaf leyst deilumál sín á þennan hátt,“ sagði Tjörvi á fundinum, sem haldinn var á brunarústum kirkju nokkurrar. „Þeir Oddur Sigurðsson lögmað- ur, Jón Vídalín biskup og Jóhann Gottdrup, sem alhr voru valdam- iklir höfðingjar á íslandi í upphafi 18du aldar, leystu öll sín mál á þennan hátt. Þeir hnakkrifust drukknir, ældu hver á annan, slæmdu hver til annars með korð- um og hnefum. Þessir menn létu ekki deigan síga þó að lítilmenni reyndu að ganga á milli og bera klæðiávopnin. Á þessum tíma bjó íslensk alþýða við mikla örbirgð, farsóttir og eymd. Þessi langpínda þjóð horfði útundan sér á biskup, presta, lög- menn og aöra embættismenn rífast og slást eins og ótínda pörupiita á mannamótum. Allur ljómi andlegs og veraldlegs valds er troðinn í svaö drykkjuláta og ábyrgðarleysis en alltaf héldu þessir höfðingjar fullri virðingu og óskertum völd- um. Oddur Sigurðsson var persónu- gervingur þeirra hrokafullu bændahöfðingja sem stjómuðu landinu um aldir og stóðu í vegi fyrir öllu því sem dregið gat úr völdum þeirra eða áhrifum. í aug- um þessara stórbokka voru múga- menn eins og hver annar búfénað- ur án mannréttinda. Þeir héldu landslýð niðri með öllum tiltækum ráðum og fundu til meiri sam- kenndar með danskri höfðingja- stétt og yfirmönnum en lítilsigld- um löndum sínum. Þeir vom hafn- ir yfir venjuleg lög og gátu því þjón- að lund sinni á allan hátt. Einhveijir danskir embættis- menn reyndu að ávíta þessa menn enda skildu þeir þann menningar- lega þjóðararf sem hggur að baki slagsmálum höföingja. Alþýðu manna kemur í raun ekkert við hvað höfðingjar þessa lands aðhaf- ast drukknir. Það em forréttindi „Þeir sem taka að sér að stjórna því fólki, sem hér býr, vinna mikið og þarft fórnarstarf. Þessum mönnum þarf að umbuna á einhvern hátt. Það væri megnasta vanþakklæti og skilningsleysi að gera þá kröfu til þeirra að þeir lúti landslögum. Þess vegna tel ég til dæmis sjálfsagt að ráðamenn fái að keyra ölvaðir, hafa uppi drykkjulæti í veislum og móttökum, bílstjórar þeirra megi aka eins hratt og þá lystir, þeir eiga að geta tekið ótakmörkuð lán hjá Alþingi og þeir eiga að vera undan- þegnir tollgæslu og öllu opinberu eftirliti," segir Tjörvi eftir að tveir höfðingjar i bæjarpólitik á Vestfjörðum höfðu slegist á fylliríi. þeirra að mega lemja hver annan í hausinn, sparka hver í annan og láta sauma sig í bak og fyrir án þess að hthsigldir múgamenn séu að telja þau spor. Lög landsins eiga ekki að ná yfir höfðingja og valds- menn. ísland er í raun óbyggilegt land og þeir sem taka að sér að stjórna því fólki sem hér býr vinna mikið og þarft fómarstarf. Þessum mönnum þarf að umbuna á ein- hvem hátt. Það væri megnasta vanþakklæti og skhningsleysi aö gera þá kröfu th þeirra að þeir lúti landslögum. Þess vegna tel ég th dæmis sjálfsagt að ráðamenn fái að keyra ölvaðir, hafa uppi drykkjulæti í veislum og móttök- um, bhstjórar þeirra megi aka eins hratt og þá lystir, þeir eiga að geta tekið ótakmörkuð lán hjá Alþingi og þeir eiga að vera undanþegnir tohgæslu og öllu opinberu eftirhti.“ Haldið áfram að slást! Tjörva hljóp kapp í kinn við þessa löngu ræðu. Hann kvaddi blaða- snápana og fór. Þeir sátu eftir gneypir enda skildu þeir nú loks að þeir vora ekki næghega þjóð- hohir. Að þessu mæltu fór hann th fundar við áflogaseggina tvo. Þeir voru að vonum niðurlútir og höfðu kiknað undan blaða- og útvarps- fréttum um máhö. Annar var með miklar umbúðir um höfuðið eftir sparkiö. „Látið þetta ekki á ykkur fá,“ sagði Tjörvi. „Haldið áfram að slást á fyhiríum eins og götustrákar. Það er gamah og gegn íslenskur siður sem ekki má falla í gleymsku og dá. Þegar embættismenn hætta aö berja frá sér á mannamótum er hægt að leggja þessa þjóð endan- lega niður.“ Höfðingjarnir htu hvor á annan ogbrostu. „Það er alltaf hressandi að fá þig til fundar, Tjörvi minn,“ sögðu þeir. „Má bjóða þér th veislu í kvöld. Kannski munum við slást th að hleypa einhveiju fjöri í mann- skapinn. En aldrei framar munum við láta þetta pakk segja okkur fyr- ir verkum. Við erum af öðrum meiði en alþýða þessa lands. Við eigum heima í evrópskum veislu- sölum með höfðingjum. Það er ekki lifandi á þessu skeri en fyrir góð laun erum við thbúnir að fórna okkur um stund th að stjórna þess- um mannlega búfénaði sem landið byggir. En aldrei munum við lúta landslögum eða láta alþýðu manna segja okkur fyrir verkum." Til sölu Dodge Challenger blæjubill, árg. 1971. Vél 440 cu. in. „six pack“, sjálf- skiptur, vökvastýri, rafdrifin blæja, litað gler o.fl. Bíllinn er i mjög góðu ástandi og original að öllu leyti. Verð kr. 1.200 þús. Mögulegt er að taka ódýrari bíl upp i hluta kaupverðs. Uppl. í sima 621403 eða 641988. íslandsmótið í handknattleik, ^Éstödi deildin VALUR*FH Stórleikur í dag. , Hlíðarendi kl. 16.30. íslandsmótið, 1. deild. Trygging hf. óskar eftir tilboðum í neðanskráðar bifreiðar sem hafa skemmst í umferðaróhöppum: VW Golf 1992 Toyota Corolla 1988 MMC Lancerst. 1988 Lada Samara 1987 Fiat Uno 1987 Subaru 1800 st. 4x4 1985 Lada st. 1 500 1985 Daihatsu Charade 1984 Daihatsu Charade 1982 Ford Fairmont 1980 Ford F 250 Super Cab XLT dísil 1985 Bifreiðarnar verða til sýnis mánudaginn 2. nóvember 1992 í Skip- holti 35 (kjallara), frá kl. 9-15. Tilboðum óskast skilað fyrir kl. 16 sama dag til bifreiðadeildar Tryggingar hf„ Laugavegi 178, 105 Reykjavík, sími 621110. Styrkur til handritarannsókna í Kaupmannahöfn í framhaldi af lyktum handritamálsins ákváðu dönskstjórn- völd að veita íslenskum fræðimanni styrk til handritarann- sókna við stofnun Árna Magnússonar (Det Arnmagnæ- anske Institut) í Kaupmannahöfn. Styrkurinn veitist til allt að tólf mánaða dvalar og nemur nú um 16.300 dönskum krónum á mánuði, auk ferðakostnaðar. Styrkur Árna Magnússonar (Det Arnamagnæanske Legat) Með sameiningu eftirtalinna sjóða, Det Arnamagnæanske Legat (frá 1760), Konrad Gíslasons Fond (frá 1891) og Bogi Th. Melsteds Historikerfond (frá 1926) hefur verið stofnaður einn sjóður, Det Arnamagnæanske Legat. Verk- efni hins nýja sjóðs er að veita íslenskum ríkisborgurum styrki til rannsókna í Árnasafni eða í öðrum söfnum í Kaup- mannahöfn. Styrkir verða veittir námsmönnum og kandid- ötum, sem hafa sýnt svo mikla þekkingu á sviði norrænn- ar eða íslenskrar tungu, sögu eða bókmennta, að vænta megi að þeir muni inna af hendi verk í þessum greinum, sem þættu skara fram úr. Umsóknarfrestur um ofangreinda styrki er til 25. nóvember nk„ en umsóknir ber að stíla til Árnanefndar (Den Arna- magnæanske Kommission) í Kaupmannahöfn. Nánari upp- lýsingar um styrkina og tilhögun umsókna fást í mennta- málaráðuneytinu, Stofnun Árna Magnússonar á íslandi og skrifstofu heimspekideildar Háskóla islands. Menntamálaráðuneytið, 28. október 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.