Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1992, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1992. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Tíminn rennur út Tíminn er að hlaupa frá þeim „landsfeðrum“, sem ætla sér að koma með aðgerðir til að rétta við atvinnu- lífið. Illa gengur að setja „þjóðarsátt“ á laggirnar. Á meðan er uppi mikill ágreiningur um grundvallarat- riði, ekki sízt innan Sjálfstæðisflokksins. Forsvarsmenn atvinnulífsins hafa yfirleitt hafnað þeirri stjómarstefnu, sem fylgt hefur verið til þessa i efnahags- og atvinnumálum. En þessa forystumenn greinir á innbyrðis. Þá vilja margir forystumenn í verka- lýðshreyfmgunni ekki taka opinberlega afstöðu til þess- ara mála fyrr en að loknu þingi Alþýðusambandsins. Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar er í uppnámi. Ekki er vitað, hversu mikið af því reynist brúklegt. Engin samstaða er um stóra þætti fjárlagafrumvarps- ins, svo sem virðisaukaskattinn, hvort hann verður í tveimur þrepum eða ekki. Enginn botn hefur yfirleitt fengizt í það, hvernig skattheimtu verði háttað eftir ára- mótin. Ráðherrar hafa uppi margs kyns yfirlýsingar um grundvallarbreytingar, til dæmis hugsanlegan hátekju- skatt og skatt á fjármagnstekjur þegar á næsta ári. Augljóst er, að tíminn er naumur til að ráða fram úr þessum málum. Mikið vantar á, að á þessari stundu megi búast við einhvers konar þjóðarsátt í tæka tíð. Finnist niðurstaða ekki á næstu vikum, verður ekkert eftir nema meira af hinu sama og fyrr: vaxandi atvinnu- leysi og gjaldþrot heimila og atvinnufyrirtækja. Síðan kæmi hefðbundin gengisfelling. Hinn djúpstæði ágreiningur, sem er milli landsfeðr- anna, sást skýrt á þingi Landssambands íslenzkra út- vegsmanna í gær og fyrradag. Þorsteinn Pálsson sjávar- útvegsráðherra réðist þar harkalega gegn því, sem hann kallaði „gjaIdþrotastefnu“. Það orð hefur einmitt verið notað, einkum af stjórnarandstöðunni, í gagnrýni á ríkj- andi stefnu ríkisstjórnarinnar, sem er eignuð Davíð Oddssyni forsætisráðherra og Jóni Baldvin Hannibals- syni utanríkisráðherra. „Til að gera sér grein fyrir umfangi slíkrar hagræð- ingar má líta á framleiðslu einstakra byggðarlaga. Ef leysa ætti þennan vanda með því að leggja niður sjávar- útveg í stærstu verstöðvunum og flytja annað, jafngilti það því, að allur sjávarútvegur í Vestmannaeyjum og Reykjavík legðist af,“ sagði Þorsteinn Pálsson meðal annars í ræðu sinni. Hann nefndi, að botnfiskveiðar og -vinnsla gæti þá lagzt niður í 37 byggðarlögum, sem hann tilgreindi. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra var fljótur að vísa á bug ummælum sjávarútvesráðherra. Jón Baldvin lagði einmitt áherzlu á, að mörg fyrirtæki í sjávarútvegi þyrftu að verða gjaldþrota. í DV í gær gerði hann gys að ræðu sjávarútvegsráðherra og sagði: „Það hvarflaði að mér, hvort dómsmálaráðherra heföi brugðið sér norður í gervi sjávarútvegsráðherra með aftökuhsta úr dómsmálaráðuneytinu í farteskinu.“ „Ég hef ekki séð þessa tímamótaræðu sjávarútvegsráðherra, einungis heyrt brot af henni í sjónvarpi,“ sagði utanrík- isráðherra ennfremur. Klofningurinn í ríkisstjórninni er þannig deginum ljósari. Það kæmi því mjög á óvart, ef þessum „lands- feðrum“ tækist að koma sér niður á sameiginlegar tillög- ur, sem einhverju skiptu í þrengingum líðandi stundar. Þetta er sorgleg staðreynd. Líklegast er, að málum verði fleytt áfram, og gengisfelling yrði þá eitt óyndisúrræðið, sem gripið yrði til. Haukur Helgason Jeltsín vann þessa lotu, sú næsta er framundan Vikan hefur verið viðburðarík í Moskvu. Á sunnudag söfnuðust saman á fjöldafund í miðborginni nýstalíniskar leifar kommúnista- ílokksins og rússneskir þjóðemis- sinnar, rauöbrúna fylkingin, sem svo er kölluð þar eystra vegna fas- istiskra tilhneiginga í þjóðrembu- hópunum. Yfir samkomunni blöktu jöfnum höndum rauðir fán- ar með mynd Leníns og gunnfánar keisarahersins með tvíhöfða emin- um, skjaldarmerki Romanoff-keis- áraættarinnar. Fundarmenn strengdu þess heit að endurmynda Sovétrikin og stofnuöu í því skyni Þjóðbjargarfylkingu. Á þriðjudag tóku vopnaðir menn úr einkáher Rúslans Khasbúlatofs þingforseta sér stöðu við byggingu blaðsins Isvestia tií að framfylgja ætiun forsetans um að taka blaðið af starfsmönnum þess og gera það aö einkamálgagni sínu. Khasbúlat- of hefur stefnt mark risst að því síð- asta misseri að bregöa fæti fyrir Borís Jeltsín Rússlandsforseta á öllum sviðum og takmarka völd hans. Á miðvikudag gaf Jeltsín svo út tvær tilskipanir. Með annarri var Þjóðbjargarfylkingin bönnuð þar sem hún stefndi opinskátt að því að steypa stjóm ríkisins með að- gerðum sem gengju í berhögg við stjómskipunina. Með hinni tilskip- uninni var Þingvörðurinn, 5000 manna einkaher Khasbúlatofs, bannaður vegna þess að þar væri um að ræða ólöglegt lið undir vopn- um. Var innanríkisráðherra falið að leysa Þingvörðinn upp og sveit úr lögregluliði Moskvu vísaði þing- vörðum burt frá byggingu Isvestia. Khasbúlatof á Jeltsín frama sinn að þakka og saman stóðu þeir við þinghúsið í Moskvu í ágúst í fyrra þegar Rússlandsforseti bauö valda- ránsmönnum birginn. Rússlandsþing, sem nú situr, var kjörið í mars 1990, „fyrir tveim árum eöa heilum mannsaldri", eins og rússneskur höfundur kemst að orði. Jeltsín náði forsetakjöri með minnsta mun. Til fyrsta varafor- seta skyldi koma maöur af öðm þjóðemi en rússnesku og Jeltsín valdi Khasbúlatof. Eftir að Jeltsín varð þjóðkjörinn Rússlandsforseti færðist varamaðurinn svo upp í þingforsetastarfið. Khasbúlatof er Tétséni frá sjálf- stjómarsvæöi í norðurhlíðum Kákasusfjalla og hafa landsmenn orð á sér fyrir að fara lítt að lögum en neyta aflsmunar þar sem færi gefst. Fyrir kjörið á Rússlandsþing var hann hagfræðiprófessor. Rússlandsþing var kjörið meðan valdakerfi Kommúnistáflokks Sov- étríkjanna var enn við lýði og kosn- ingamar snemst víðast um hvers konar kommúnisti yrði kjörinn. Reiknað hefur verið út að 86% þeirra sem kosningu hlutu hafi verið flokksmenn. Þingið skiptist í 252 manna Æðsta ráð, sem situr að staðaldri, og á annað þúsund manna Þjóðfulltrúa- þing sem kemur sjaldan saman en velur menn í Æðsta ráðið. Eftir upplausn Sovétríkjanna er komm- únistaflokkurinn úr sögunni og engin skýr flokkaskipting hefur komið í staðinn á þingi. í Æösta ráðinu hafa myndast 14 lauslegar fylkingar þingmanna. Reynslan sýnir að um 20% þing- manna styðja Jeltsín og stjóm hans að staðaldri, um 35% em jafnhörð á móti forsetanum og stjóminni. Afstaða afgangsins af þingheimi er reikul, enda hefur sá hópur fengið nafngiftina „foræðið“. Megin- markmiö flestra virðist aö tolla í sessi út kjörtímabilið til 1995. Khasbúlatof hefur notað sér sundurlausan þingheim og óljós þingsköp til að berja í gegn það sem honum sýnist og eyða öðrum mál- um. Þar að auki sýnir hann vald sitt og upphefð eftir föngum, ekki aðeins með þvi að breyta Þingverð- inum í 5000 manna einkaher sem ekki var aðeins látinn taka að sér varðgæslu viö þinghúsið heldur einnig aðrar þýðingarmiklar opin- berar byggingar, svo sem helstu ríkisbanka. Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson Þingforsetinn settist að í glæsi- íbúð Brezhnevs, fyrmm aðalritara kommúnistaflokksins. Hann gerði mikinn hluta af starfsliði mið- stjórnarskrifstofu flokksins að starfsfólki sínu. Á ferðalögum um landið hefur Khasbúlatof til um- ráða einkaþotu en aðrir þingmenn koma saman á eftir í annarri flug- vél. Fyrsti stórárekstur Khasbúlatofs og Jeltsíns varð þegar þingforset- inn reyndi aö gera Isvestía að einkamálgagni sínu. Fyrir valda- ránstilraunina í fyrra var blaðið að nafninu til málgagn forsætis- nefndar Æðsta ráðs Sovétríkjanna en hafði í raun aflað sér sjálfstæöis fyrir atbeina starfsliðsins. Eftir valdaránið lét sama starfslið skrá það óháð blað hjá viðeigandi ráðu- neyti Rússlands. Vegna vandaðrar blaðamennsku varð Isvestia brátt virtasta dagblað Rússlands. í vor tók Khasbúlatof að seilast til yfirráða yfir blaðinu með skír- skotun til fyrri tengsla þess við for- sætisnefnd löggjafarsamkomu Sov- étríkjanna sem nú var úr sögunni. Jafnframt fékk hann einn af liðs- mönnum sínum til að leggja fram tillögu sem falið hefði í sér nýja ritskoðun á fjölmiðla og gekk því í berhögg við nýsett lög um fjöl- miðlafrelsi. Sú ráðagerð rann út í sandinn en atlögunni að Isvestia var haldið áfram og gekk meirihluti Æðsta ráðsins undir forustu Khasbúlatofs þar bæði í berhögg við tilskipun frá Jeltsín og úrskurð Hæstaréttar Rússlands um óbreytt fyrirkomu- lag á útgáfu blaðsins. Þingvörður- inn átti svo bersýnilega aö útkljá málið með því að leggja blaðið und- ir þingforsetann með valdi. Þá greip Rússlandsforseti í taumana. Áður hafði Khasbúlatof fengið þingið til að synja með 114 atkvæð- um gegn 59 ósk Jeltsíns um aö sam- komu Þjóðfulltrúaþingsins yrði frestað frá 1. desember fram í mars svo að unnt væri að leggja fyrir það frumvarp að stjómarskrá Rúss- lands en ríkið býr við bráðabirgða- stjórnarskrá. Þetta gerðist eftir að Rússlandsforseti hafði synjað kröf- um í Æðsta ráðinu um að skipta um ríkisstjóm eða aö minnsta kosti gera á henni verulegar breytingar. Um leið og Þjóðfulltrúaþingið kemur saman rennur út vald Jelt- síns til að stjóma með tilskipunum. Þingið hefur einnig stjómskipulegt vald til að samþykkja vantraust á ríkisstjóm hans. Til úrslita getur því dregið í valdabaráttunni í Moskvu að mánuði liðnum. Magnús T. Ólafsson Rúslan Khasbúlatof stýrir fundi forsætisnefndar Æðsta ráðsins til undir- búnings fundi Þjóðfulltrúaþingsins 1. desember. Þar hyggjast íhalds- menn steypa stjórninni sem Jeltsfn Rússlandsforseti skipaði. Símamynd Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.