Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1992, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1992, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1992. Svipmyndin Af hveijum er svipmyndin? kastaöist út um framgluggann. Þá meiddist hann illa á hné. Slysiö batt enda á dvöl hans í Afríku. Hann hélt nú heim til að komast í meðferð hjá sérfræðingi. Um tíma leit illa út með bata. Læknar tölduðu að hugsanlega þyrfti að taka fótlegginn af um hnéð. En eftir nokkrar aðgerðir tókst að bjarga fótleggnum. Um ár leið þar til hann náði sér það vel að hann gat gengið með staf. Hann var orðinn bitur en gafst þó ekki upp á því að ganga þótt hann kæmist ekki lengra en tvo kílómetra í einu. Hver er þessi fallega? Sá sem svipmyndin er af hefur mjög góða framkomu. Hann á marga vini og fáa óvini. Hann segir sögur á rólegan hátt og hlustar á aðra þegar þeir segja frá. Ef til vill voru það þessir eigin- leikar sem sú sem varð eiginkona hans féll fyrir. Þau hittust 3. apríl 1970. „Hver er hún, þessi laglega?" sagöi hann þegar hann sá hana í fyrsta sinn. Henni fannst hann skemmtileg- ur. Og hann gerði allt sem hann gat til að hafa jákvæð áhrif á hana. En hann fór stundum óvenjulega að. Stúlkan, sem hann hafði hitt, hét Norma. Hún hafði mikinn áhuga á óperum. Og í eitt af fyrstu skiptun- um, sem þau fóru út saman, fóru þau að sjá Söngsnillingana í Numberg. Sýningin stóð í fimm tíma. Honum fannst kvöldið vel heppnað. Þau giftu sig strax um haustiö 1970. Áriö eftir fæddist dóttirin El- ísabet. Og nokkrum árum síðar eignuöust þau soninn James. I upphafi hjónabandsins hjálpaði sá sem svipmyndin er af mikið til á heimilinu um helgar. Hann lagaði mat fyrir börnin og baðaði þau meðan þau voru enn lítil. Nú hefur hann ekki mikinn tíma fyrir flölskylduna. Það hefur komið í hlut Normu að sjá um flest á heim- ilinu. Dægradvöl hans er lestur. Hann safnar bókum og er afar stoltur af bókasafninu sínu. Hann er frægur fyrir að ganga í gráum fótum. Og gefi saumar sig er gott að geta leitað til eiginkon- unnar. Norma er kennari í heimil- isiðnaði og rak eigin saumastofu áöur en hún kynntist þeim sem svipmyndin er af. Það er ekki langt síðan að hann vann óvæntan sigur í kosningum. Hver er hann? Lausnin er á bls. 56 Foreldrar þess sem svipmyndin er af voru hstamenn. Faðirinn hét Tom og móðirin Gwen. Tom var loftfimleikamaður, trúð- ur og söngvari. Suma söngvana samdi hann sjálfur. Gwen var dansmær. Fjölleikahúslistafólkið þótti standa sig svo vel að því var boðið að sýna erlendis. Meðan yfir stóð ferðalag um Suð- ur-Ameríku var gerð bylting á ein- um dvalarstaðnum. Byltingar- forsprakkamir héldu að Tom gæti hjálpað þeim. Því olh dálítill mis- skilningur. Tom var neyddur til að gerast foringi lítils hóps byltingar- sinnanna. Hann tók við stjórn hans og gekk fyrir út úr borginni. Þar leysti hann hðið upp. Honum tókst að fá vegabréfið sitt aftur og hvarf síðan af sjónarsviðinu í skyndi. Eftir að hafa verið mörg ár á svið- inu varð Tom að hætta að koma fram. Þá fór hann að reka htla verksmiðju í bflskúmum sínum. Hann gerði blómapotta og litlar myndastyttur úr steinsteypu. Ekki hafði hann miklar tekjur af starf- seminni. Stóð sig vel í skóla Tom og Gwen eignuðust þrjú böm. Sá sem svipmyndin er af var yngstur systkinanna. ÖU kynntust bömin því að þurfa að vinna þegar þau voru ung. Sá sem hér er lýst stóð sig vel í skóla. En hann hafði ekki efni á því að hefja háskólanám. Steypu- gerð föðurins hætti að standa undir sér. Ungi maðurinn fékk þá vinnu í annarri steypugerð og næstu tvö árin hrærði hann steypu og vann við styttugerö. Þar kom að Tom og Gwen veikt- ust. Sá sem hér er lýst var yngstur og hafði lægstu launin en hann varð að hætta að vinna til að sjá um foreldrana. Árið 1960 lést Tom. Gwen komst hins vegar til heilsu á ný. En sá sem hér er lýst fékk ekki annað starf. Steypugerðin, sem hann hafði áður unnið í, hafði verið lögð niður. Níu mánuðir hðu þar th hann fékk aft- ur vinnu. Þá fór hann til starfa í banka. Sá sem hér er lýst hafði þá aldrei komið út fyrir landsteinana. Nú fékk hann tækifæri til að ferðast. Standard Bank of West Africa hafði útibú í Kanó í Nígeríu. Þar hóf hann störf í desember 1966. Eftir að hafa verið hálft ár í Afr- íku lenti hann í slæmu umferðar- slysi. Góður vinur hans var undir sbni. Sá sem svipmyndin er af Matgæðingnr vikunnar Bouillebaisse a la Marseillaise - franskur fiskréttur „Ég hef alla tíð haft mjög mikinn áhuga á eldamennsku og það varð til þess að ég hóf nám í matargerð- arlist," segir Kristín Ósk Gestsdótt- ir eða Kiddý kokkur, eins og hún er kölluö, í samtali við DV. Kiddý er matgæðingur vikunnar og ákvað að bjóða lesendum upp á fiskrétt sem líkist súpu. „Þetta er einfaldur og mjög góður réttur. Hann er fljót- lagaður því það tekur í mesta lagi hálfa klukkustund að búa réttinn til,“ segir Kiddý. „Ég er sérstaklega hrifin af franskri og ítalskri matargerð. Fiskur er í uppáhaldi enda höfum við svo gott hráefni," segir Kiddý. Hún starfar sem kokkur á leikskól- anum Kvamaborg og kann mjög vel við að elda ofan í bömin. „Mað- ur þarf aö hugsa svohtið öðmvísi en á veitingahúsunum, sérstaklega um næringargildi matarins og hafa hann fjölbreyttan. Annars borða böm allt finnst mér. Þeim finnst lifur góð og eins ahur fiskur," segir Kiddý. Kiddý hefur starfað á Lækjar- brekku þar sem hún var nemi, síð- an hjá Úlfari Eysteinssyni og á Hohday Inn. „Ég sakna svolítið stressins sem var á veitingahúsun- um en leikskólastarfiö hentar vel þegar maður er sjálfur með böm. Það er ágætt að vera einungis á Kristín Ósk Gestsdóttir. DV-mynd Þök dagvöktum." Þá er það fiskrétturinn hennar Kiddýar sem er gamall franskur réttur, ættaður frá S-Frakklandi þar sem hann var borðaður með skeið eins og súpa. Það sem þarf 6 humarhalar 1 dl krækhngur 1,25 kg blandaður fiskur 60 g saxaður laukur 25 g saxaður púrrulaukur 125 g tómatkjöt, gróflega skorið 2-3 hvítlauksgeirar (marðir) gróft skorin steinselja 'A tsk. saffran 1 dl olifuoha 1 lárviðarlauf '/«tsk. fennel 'h dl kræklingasoð snittubrauð Aðferð Skerið fiskinn í grófa bita. Hafið humarhalana í skehnni en skerið þá eftir endilöngu. Látið aht á pönnu nema fiskinn. Bætið fisksoði út í þar til það hylur grænmetið. Kryddið með salti og pipar. Sjóðið í ca 7 mín., bætið þá fiskinum út í og sjóðið í aörar 7 mínútur. Þá er snittubrauðsneiðum, sem búið er að smyrja með örhthh hvít- lauksolíu, raðað á botninn á djúpu fati og öhu heht yfir. Rétturinn er borðaður án meðlætis enda er hann fullkomin máltíð. Kiddý ætlar að skora á Guðnýju Einarsdóttur klinikdömu að vera næsti matgæðingur. „Hún er algjör sælkeri og lifir fyrir góðan mat. Og frábær kokkur." -ELA Hinhliðin Vildi rök- ræða við Freud - segir Einar Gylfi Jónsson, forstjóri Unglingaheimilis ríkisins Sérstakur unghngadagur var á fimmtudag þar sem vakin var at- hygh á ýmsum málefnum þessa aldurshóps. Einar Gylfi Jónsson, sálfræöingur og forstöðumaður Unghngaheimhis ríkisins, hefur unnið gagnlegt forvamastarf á undanfömum árum ásamt Arnari Jenssyni. Starf þeirra hefur verið að halda fundi með foreldrum ungl- inga um aht land. Einnig hafa þeir haldið sameiginlega fundi með for- eldrum og unghngum. Þessir fund- ir hafa tekist mjög vel. Einar Gylfi hefur einnig mjög mikið að gera á Unglingaheimilinu en mikil aukn- ing hefur orðið á að unghngar leiti eftir ráðgjöf. Vistun unghnga er einnig meiri en undanfarin ár. Það er Einar Gylfi sem sýnir hina hhð- ina að þessu sinni: Fullt nafn: Einar Gylfi Jónsson. Fæðingardagur og ár: 1. september 1950. Maki: Ingibjörg Pétursdóttir. Böm: Ég á sex böm á aldrinum 4ra th 23ja ára. Bifreið: Lada Samara, árgerð 1989. Starf: Sálfræðingur og forstjóri Unglingaheimilis ríkisins. Laun: Um 200 þúsund, brúttó. Áhugamál: Bókmenntir, skák, fjöl- skyldan og unghngar. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Ég fékk einu sinni fjórar réttar en það gerði 10 þúsund krónur. Hvað fmnst þér skemmtilegast að gera? Það er ótal margt. Mér finnst gaman í vinnunni, einnig að vera með fjölskyldu minni, lesa góða Einar Gylfi Jónsson. bók, tefla skák svo fátt eitt sé nefnt. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Skúra. Uppáhaldsmatur: Appelsínukjúkl- ingaréttur sem konan min gerir er alveg einstaklega góður. Enginn slær henni við í því. Uppáhaldsdrykkur: Te. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Sigrún Hvhd Hrafnsdóttir, Rúnar Kristinsson, KR, og Serge Bubka. Uppáhaldstimarit: Uppeldi - blaö Foreldrasamtakanna. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan maka? Kath- leen Tumer. Ertu hlynntur eða andvígur rikis- stjórninni? Ég hef áhyggjur af áherslum hennar, sérstaklega nið- urskuröi á velferðarkerfi, en geri mér þó grein fyrir að hún er að vinna erfitt starf. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Ég myndi vilja rökræöa við Sigmund Freud um ráðgátu sálar- lífsins. Uppáhaldsleikari: Dustin Hoffman. Uppáhaldsleikkona: Kathleen Tumer. Uppáhaldssöngvari: Freddy Merc- ury. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Svav- ar Gestsson, Ámi Sigfússon og Jó- hanna Sigurðardóttir. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Snati í Smáfólki. Uppáhaldssjónvarpsefni: íþróttir. Ertu hlynntur eða andvígur veru varnarliðsins hér á landi? Andvíg- ur. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Rás 2. Uppáhaldsútvarpsmaður: Sigurður G. Tómasson. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Nokkuð jafnt. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Sig- mundur Emir Rúnarsson. Uppáhaldsskemmtistaður: Kjallar- inn á nýárskvöld en það er eina kvöldið sem ég fer þangað. Uppáhaldsmatsölustaður: Margir em góðir en ég nefni Holtið. Uppáhaldsfélag í íþróttum: ÍBV. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtíðinni? Að vera skárri í dag en ég var í gær. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég fór meö fjölskylduna til Portúgal í þijár vikur. Það var stórkostlegt. -ELA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.