Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1992, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1992. I skotgröfum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Erlend bóksjá Arabíu- Isabelle Isabelle Eberhardt átti það sameiginlegt með Arabíu-Lawr- ence að vera Evrópubúi sem heillaðist gjörsamlega af eyði- mörk Arabíu. Hér er stuttu en ævintýralegu lífshlaupi þessarar rússneskætt- uðu skáldkonu ítarlega lýst. Hún ólst upp í Evrópu á síöari hluta síðustu aldar en varð snemma hugfangin af arabaheiminum sem þá var einkum skipt upp á milh Frakka og Breta. Hún hélt út í eyöimörkina og skrifaði um reynslu sína greinar og sögur. Isabelle hagaði sér gjarnan á mjög óhefðbundinn hátt: drakk ótæpilega, ánetjaðist hassi og átti mök við fjölda karlmanna, ferð- aðist stundum með leynd í karl- mannsklæðum, kvæntist loks arabískum hðþjálfa, tók trú íslam og gekk í leynireglu Sufi-manna. Eins og þessi æviatriði bera með sér var Isabehe óvenjuleg kona sem lést einungis 27 ára að aldri í náttúruhamfórum á útkjálka í eyðimörkinni. ISABELLE. Höfundur: Anette Kobak. Penguin Books, 1992. Mannfólk í Ramagarði Arthur C. Clarke, einn kunn- asti höfundur visindaskáldsagna á öldinni, samdi fyrir nokkrum árum forvitnilega bók um mann- laust geimfar sem nálgaðist jörð- ina og viðbrögð jarðarbúa viö þessum óvænta og torkennilega gesti. Síðan hefur hann samið tvær framhaldsbækur í sam- vinnu við Gentry Lee. Þessarar þriðju sögu um Rama hefur verið beðið af aðdáendum Clarkes með nokkurri eftirvænt- ingu því síðustu sögunni lauk þegar Rama stefndi á brott með nokkra jarðarbúa innanborðs. Nýja sagan tekur við þar sem sú fyrri hætti og lýsir fór Rama út úr sólkerfinu og til baka aftur. Garden of Rama veldur óneit- anlega nokkrum vonbrigðum. Hér fer ahtof htið fyrir þeim efni- stökum og hugmyndaauðgi sem einkennir fyrri sögur Clarkes. Kannski mætti orða það svo að hér sé of htið af Clarke og of mik- ið af Lee. THE GARDEN RAMA. Höfundar: Arthur C. Clarke & Gentry Lee. Bantam Books, 1992. Skotgrafahern- aður fyrri heims- styrjaldarinnar hlýtur aö teljast th eins af meiri- háttar glæpum mannkynssög- unnar. Úrræöa- lausir stjórn- málamenn og herforingjar Þýskalands, Bretlands og Frakklands slátruðu þá blóma ungra manna þjóða sinna í mannfórnum sem ekki áttu sinn líka. Þeir sem sluppu lifandi úr þessu víti voru yfirleitt ilhlega meiddir fyr- ir lífstíð, ekki síður andlega en líkam- lega. Lífsreynslan í skotgröfunum var einfaldlega svo óhugnanleg að tilfinninga- og taugakerfi flestra hlaut að bila um lengri eða skemmri tíma við svo ómanneskjulegt álag. Andleg endurhæfing Þeir hermenn Breta, sem þoldu ekki álagið og „fóru á taugum", voru sendir á sérstök sjúkrahús eða hæh til geðlækna sem reyndu að lappa upp á sálarlífið svo hægt væri að senda þá aftur á vígvöhinn. Einna kunnast slíkra hæla var stríðs- sjúkrahúsið í Craiglockhart í Skot- landi. Þangað voru tíl dæmis Sieg- fried Sassoon og Wilfred Owen send- ir tU meðferðar hjá dr. Rivers, einum helsta sérfræðingi í taugasjúkdóm- um á þeim tíma. Sassoon hafði þá þegar hlotið nokk- urt umtal sem ungt ljóðskáld. Owen öðlaðist fyrst slíka viöurkenningu eftir dauðann, en hann er nú talinn langfremst þeirra bresku skálda sem ortu um óhugnað fyrra heimsstríðs- ins. Þeir voru reyndar komnir til Craig- lockhart af ólíkum ástæðum. Owen tU að ná sér eftir alvarlegt taugaáfaU í skotgröfunum en Sassoon fyrir að hafa sent frá sér skriflega áskorun til stjórnmálamannanna um að hætta tilgangslausu blóðbaðinu. Hann vonaðist reyndar tU að sér yrði stefnt fyrir herrétt fyrir áskorunina, en vinir hans - þar á meðal annar verðandi rithöfundur, Robert Graves - komu því svo fyrir að hann var í staðinn sendur til andlegrar endur- hæfingar í Craiglockhart. Söguleg skáldsaga Regeneration er söguleg skáldsaga um veru Sassoons og Owens í Craig- lockhart og tilraunir dr. Rivers tíl að koma lagi á geðheUsu þeirra og annarra stríðshijáðra ungra manna sem sendir voru til hans. Það er vafalaust djarft teflt að skrifa skáldverk um jafn þekkta ein- stakhnga og Sassoon og Owen en höfundurinn kemst afar vel frá því verki. Sagan, sem fiallar í raun- sæisstíl um andlegar ógnir og ólíkar leiðir einstakhnganna tU að ná taum- haldi á þeim, er öguð, læsileg og æsingcdaus. Sumir héldu frá Craiglockhart tU að lifa. Sassoon lést til dæmis ekki fyrr en 1967. En Owen var sendur út í stríðið á ný og drepinn rétt áður en vopnahléð var samiö árið 1918. REGENERATION. Höfundur: Pat Barker. Penguin Books, 1992. ItwkWyMd** jB omiia mi IU S T fN W l N T L E Ferðalag um Víetnam Tvennt kemur einkum fram í hugann þegar minnst er á Víet- nam. Armars vegar sú langa og hörmulega styijöld sem háð var í landinu fram á miðjan áttunda áratuginn. Hins vegar bátafólkið svokallaða: flóttamennimir sem flúðu tU annarra landa á hverju því sem flotið gat og eru margir hveijir enn í flóttamannabúðum. Höfundur þessarar bókar, sem er sagnfræðingur aö mennt, dvaldi í þijá mánuði í Víetnam síðari hluta ársins 1989. Hann fór viða um suðurhluta landsins og hélt svo upp eftir langri strönd- inni aha leið norður tU Hanoi. Þótt Wintle hafi aUan tímann verið undir effirhti opinberra leiðsögumanna, sem skipulögðu ferðaáætlun hans, dregur hann upp forvitnUega mynd af hvers- dagslegu lífi í Víetnam hátt í tveimur áratugum efhr að styij- öldinni lauk, meðal annars með viðtölum við marga Víetnama, og reyndar útlendinga hka, sem hann rekur ítarlega. ROMANCING VIETNAM. Höfundur: Justin Wintle. Penguin Books, 1992. Ævintýri Hoffmanns Nú á tímum eru ævintýri E.T.A. Hoffmanns senrúlega kunnust vegna óperunnar sem Offenbach byggði á sögum þessa þýska róm- antíska rithöfundar sem eitt sinn var eitt víðlesnasta sagnaskáld Þýskalands. Bretinn Ritchie Robertson hef- ur vahð í þessa bók, og þýtt sjálf- ur á ensku, fimm þekktustu æv- intýri Hoffmanns. Þau eru dæmi- gerð fyrir sagnagerð hans þar sem yfirnáttúrulegir og ógnvekj- andi atburðir gerast oft í afar raunsæislegu umhverfi. Hér er aö finna frægustu sögur Hoffmanns - það er Der goldne Topf eða The Golden Pot sem nafn ritsins vísar til og The Sand- man (Der Sandmann) um ógn- vættinn sem leitar í augu bam- anna en einnig Princess Bramb- Ula (Prinzessin BrambUla), Mast- er Flea (Meister Floh) og My Co- usin’s Comer Window (Des Vett- ers Eckfenster). Robertson ritar einnig formála þar sem verkin em sett í samtímasamhengi höf- undarins. THE GOLDEN POT AND OTHER TALES. Höfundur: E.T.A. Hoffmann. Oxford University Press, 1992. MetsölukQjur Bretland Skáldsögur: 1. Stephen Fry: THE LIAR. S. Catherlne Cookcon: THE RAG NYMPH. 3. Stephen Klng: NEEDFUL THINGS. 4. Etlzabeth Jane Howard: MARKtNG TtME. 5. Dirk Bogarde: JBRICHO. 6. Joanna Trollope: THE RECTOR S WIFE. 7. Fredertck Forsyth: THE OECEIVER. B. Ruth Rendell: KISSING THE GUNNER’S DAUGHTEfl. 9. Martln Amls: TtME'S ARROW. 10. Sera Paretsky: GUARDIAN ANGEL. Rit almenns edlis: 1. Peter Mayle: A YEAR IN PROVENCE. 2. Ranutph FlennBe: THE FEATHER MEN. 3. Peter Mayle: TOUJOURS PROVENCE. 4. Mark Tully: NO FULL STOPS IN INDIA. 5. John Pilger: DtSTANT VOICES. 6. BIH Bryson: NEITHER HERE NOR THERE. T. Hannah Hauxwell: HANNAH: THE COMPLETE STORY. 8. Laurie Lee: A MOMENT OF WAR. 9. Naney Friday: WOMEN ON TOP. 10. N. Blundoll t 3. Blackhall: FALL OF THÉ HOUSE OF WtNDSOR. (Byggt a The Sunday Tlmes) Bandaríkin Skáldsögur: 1. Alexandra Rlpley: SCARLETT. 2. John Grisham: THE FiRM. 3. Oanielle Steet: NO GREATER LOVE. 4. John Grisham: A TIME TO KILL. 5. Anne Tyter: SAINT MAYBE. 6. Kathleen E. Woodlwfss: FOREVER IN YOUR EMBRACE. 7. Ullan Jackson Braun: THE CAT WHO MOVEO A MOUNTAIN. 8. Jane Smlley; A THOUSAND ACRES. 9. Ken Fottett NIGHT OVER WATER. 10. Catherine Coulter: THE HELLION BRIDE. 11. Fannle Flagg: DAISY FAY AND THE MIRACLE MAN. 12. Fannle Flagg: FRIED GREEN TOMATOES AT THE WHISTLE STOP CAFE. 13. Tom Ctancy: THE SUM OF ALL FEARS. 14. Robert Jordan: THE DRAGON REBORN. 15. Jayne Ann KrenU: FAMILY MAN. Rit almenns eölis: 1. Ross Perof: UNITED WE $TAND. 2. D.L Ðarlett & J.B. Steele: AMERICA: WHAT WENT WRONG? 3. B. Clinton & A. Gore: PUTTINQ PEOPLE RRST. 4. Susan Paludl: BACKLASH. $. James B. Stewart: DEN OF THIEVES. 6. Martln L Gross: THE QOVERNMENT RACKET. 7. Camille Paglia: SEX, ART AND AMERICAN CULTURE. 8. Deborah Tannen: YOU JUST DON'T UNDERSTAND. 9. M. Scott Peck: THE ROAD LESS TRAVELLED. 10, Peter Mayle: A YEAR IN PROVENCE. (Öyggt á New York Times Book Revlew) Danmörk Skáldsögur: 1. Betty Mahmoody; FOR MIT BARNS SKYLD. 2. Mary Wealey: ET FORNUFTIGT LIV. 3. Flemming Jartíkov; TYRKERNES GADE. 4. Francaaco Alberonf: FORELSKELSE OG KÆRLIGHED. 5. Herbjerg Waaamo: DINAS BOG. 8. Betty Mehmoody; IKKE UDEN MIN DATTER. 7. Henrl Nathanaen: MENOEL PHtLIPSEN OG S0N. 8. Thomaa Harrle: ONDSKABENS 0JNE. 9. A. de Salnt Exupery: DEN LILLE PRINS. 10. Dean R. Koontz: KOLO ILD. (Byggt á Pottttken Sondag) Umsjón: Elías Snæland Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.