Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1992, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1992.
Bridge
19
íslandsmótið í einmenningskeppni 1992:
Akureyri eign-
aðist sinn fyrsta
íslandsmeistara
Það var ungur Akureyringur,
Magnús Magnússon, sem kom, sá og
sigraði á íslandsmótinu í einmenn-
ingskeppni sem haldið var í húsa-
kynnum Bridgesambands íslands
um síðustu helgi.
Keppni um þennan titil haföi legið
niðri í nokkur ár en töluverður áhugi
virtist fyrir þessu keppnisformi þvi
112 keppendur mættu til leiks. Það
skyggði hins vegar á góða keppni að
þótt spiiuð væru sömu spil í öllum
riðlum var skorin eingöngu bundin
við hvem riðil fyrir sig og því réð
heppni meiru en góðu hófi gegndi.
Væntanlega verður því breytt í fram-
tíðinni.
Það einkenndi hins vegar keppnina
að hinir gamalgrónu bridgemeistar-
ar blönduðu sér ekki í toppbarátt-
una, utan einn, Guðmundur Sv. Her-
mannsson. Guðmundur var allan
tímann í efstu sætunum en varð að
lokum að játa sig sigraðan af ungu
kynslóðinni. Ekki skorti hins vegar
mannval meðai þátttakenda því ekki
færri en fjórir heimsmeistarar og
eitthvað af Norðurlandameisturam
voru mættir.
Akureyringar voru að vonum stolt-
ir yfir árangri Magnúsar og á fyrsta
spilakvöldi eftir mótið var honum
færður blómvöndur. Magnús var
hógvær í viðtali við undirritaðan en
taldi hins vegar að góðir lokasamn-
ingar, frekar en annað, hefðu fært
sér sigurinn.
Við skulum skoða eitt spil frá mót-
inu en þar átti Magnús í höggi við
einn heimsmeistara og einn fyrrver-
andi Norðurlandameistara og stóð
upp með „guiitopp".
N/A-V
♦ A8754
V 6543
♦ K8
+ KD
+ KG3
V K1087
♦ 1097
+ 432
* D962
V DG92
♦ D
+ G875
* 10
V A
♦ AG65432
+ A1096
Magnús Magnússon
Magnús sat í suður með óþekktan
makker en vestur var Jón Baldurs-
son heimsmeistari og austur Hjördís
Eyþórsdóttir, fyrrverandi Norður-
landameistari.
Umsjón
Stefán Guðjohnsen
Sagnir gengu þannig:
Norður Austur Suöur Vestur
pass pass 1 tígull 1 spaði
lgrand 2spaðar 31auf 3spaðar
pass pass 4tíglar dobl
pass pass pass
Jón spilaði út spaöaás og skipti síð-
an í hjarta. Tvisvar tromp setti Jón
inn aftur en spihð var unnið. Það
grátlega fyrir meistarana í a-v er hins
vegar það að þótt Magnús sé með
fjóra tapslagi þá getur vörnin ekki
nálgast þá, eins og spiliö liggur.
Magnús fékk því 510 og „gulltopp"
fyrir spihö. Algengasti samningur-
inn á spihð var hins vegar fimm tígl-
ar doblaðir í suður, einn niður.
Lokastaðan í mótinu var þessi:
1. Magnús Magnússon, 319 stig
2. Gissur Ingólfsson, 314 stig
3. Sveinn R. Eiríksson, 313 stig
4. Guðmundur Hermannss., 312 stig
5. Jón Þorvarðarson, 308 stig
6. Kjartan Ingvarsson, 308 stig
7. Anton Haraldsson, 307 stig
8. Guðmundur Sveinsson, 304 stig
9. Gylfi Baldursson, 304 stig
10. Sverrir Ármannsson, 302 stig
Stefán Guðjohnsen
Vorum að fá frábæra svefnsófa
úr leðri í 6 litum
Frábært verð!
69.950,-
ís-mat
h/f, Laufásvegi 17, sími 624510
WS4
áraumurinn
Veriu meo
gæli ordið að
veruleika !