Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1992, Side 14
14
FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1992.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00
SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613.
SlMBRÉF: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Stefnt í tvísýnu
„Það gefur auga leið, að svona getur þetta ekki geng-
ið lengi, án þess að efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar
sé stefnt í tvísýnu.“ Þetta sagði Þórður Friðjónsson, for-
stjóri Þjóðhagsstofnunar, um hina geigvænlegu skulda-
söfnun íslenzku þjóðarinnar í ræðu á fundi sambands
sveitarfélaga.
Menn munu vilja heyra annan boðskap, nú þegar
samdráttur hefur verið í efnahagsmálum síðan 1988.
Gott væri, ef staðan væri slík, að unnt væri að auka
erlendu skuldimar og láta féð standa undir hvers konar
framkvæmdum og atvinnubótum um þessar mundir.
Margir leggja slíkt til, jafnvel ýmsir þeir stjórnmála-
menn, sem vonast hafði verið til að sýndu ábyrgð. En
þetta er einfaldlega ekki hægt, án þess að við fórum að
tefla í tvísýnu með efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar.
í umræðunni um EES hefur einmitt komið fram, hversu
dýrmætt efnahagslegt sjálfstæði er þorra þjóðarinnar.
Lítum nánar á skuldastöðuna.
Við greiðum 27 milljarða á ári hverju í vexti og afborg-
anir af erlendum lánum, sem við höfum tekið. Þetta
mun samsvara árstekjum um 25 þúsund launþega í land-
inu. Þetta svarar til 27 nýtízku frystitogara.
Skuldir þjóðarinnar hafa síðasthðin tíu ár rúmlega
tvöfaldazt í erlendri mynt. Þær hafa á þessu tímabih
vaxið um 60 af hundraði að raungildi. Útflutningur okk-
ar, sem á að standa undir greiðslubyrðinni, hefur vaxið
mun minna á þessum tíma. Hlutfall erlendra skulda af
útflutningstekjum okkar hefur hækkað úr 119 prósent-
um árið 1982 í 155 prósent á næsta ári samkvæmt áætl-
un Þjóðhagsstofnunar. Greiðslubyrðin svonefnda hefur
því stóraukizt að undanförnu. Vextir og afborganir af
erlendum lánum námu 20,7 prósentum af tekjum okkar
af útflutningi árið 1982, en hlutfalhð verður komið upp
í 29,5 prósent á næsta ári.
Meira en fjórði hver, raunar næstum þriðji hver „fisk-
ur“, sem við flytjum út, fer því einfaldlega í hít er-
lendra skulda. Samt halda einhverjir, að nú gætum við
leyft okkur að taka enn meiri lán á þeim forsendum,
að betri tímar í þjóðarframleiðslu okkar komi „síðar“.
Skuldir okkar munu aukast á næsta ári. Það hefur
þegar verið ákveðið, þótt allir tah um að „takmarka
skuldaaukninguna“. Kjör okkar á næstu árum munu
að miklu fara eftir því, við hvað skuldaaukningin verð-
ur takmörkuð eða hvenær hún verður stöðvuð. Horfur
um þjóðarbúskapinn eru slæmar næstu tvö árin, en rök
má færa fyrir því, að eftir það séu sæmilegar vonir um
bata. Vemdun fiskstofnanna ætti að skha sér í auknum
afla. Aðhd að hinu evrópska efnahagssvæði ætti að
verða örvandi fyrir framleiðsluna. Orkubúskapurinn
virðist samkeppnisfær á alþjóðlegum markaði. Að öhu
samanlögðu eru vonir th að við getum lært eitthvað af
mistökum síðustu ára, í stjómun landsins og efnahags-
málanna. Því er ástæða th hóflegrar bjartsýni á fram-
haldið. En skuldasöfnuninni verður að linna mjög fljót-
lega, eigi ekki hla að fara. Við eigum að fara varlega í
að slá samanburði við hrakfarir Færeyinga upp í kæm-
leysi.
Forstjóri Þjóðhagsstofnunar telur, þrátt fyrir sam-
dráttarskeiðið, sem nú stendur, að óskynsamlegt sé að
setja markið lægra en svo, að okkur heppnist að stöðva
skuldasöfnunina erlendis á árinu 1994. Hagstjómin
hljóti á næstu misserum að miðast við þetta markmið.
Eha séum við að stefna í tvísýnu.
Haukur Helgason
„Landsfundarályktun Sjálfstæöisflokksins frá árinu 1991 tekur auðvitað af allan vafa um það hverju Sjálfstæö-
isflokkurinn lofaði..." segir Finnur m.a. - Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins 1991.
Skattahækkunarskriða
Sjálfstæðisflokksins
Þeir sem eru sæmilega komnir
til vits og ára og ekki eru orðnir
þaö ellihrumir að minnið sé farið
að gefa sig muna það enn einna
skýrast frá síðustu alþingiskosn-
ingum að Sjálfstæðisflokkurinn hét
þjóðinni skattalækkun kæmist
hann til valda.
Kosningaloforð Sjálfstæðis-
flokksins hljóma nú þannig af vör-
um forsætisráðherra að það hafi
verið lofað að stöðva skattahækk-
unarskriðu fyrri ríkisstjómar eða
a.m.k. að hækka ekki skatta og
þegar hann stendur varnarlaus og
uppvís að því að brjóta aöalkosn-
ingaloforð eigin flokks þá fullyrðir
hann aö ekki sé um að ræða skatta-
hækkanir þó aö skattar séu hækk-
aðir. - Þetta er nú aldeilis trúverð-
ugur málflutningur!
Loforð Sjálfstæðisflokksins
Landsfundarályktun Sjálfstæðis-
flokksins frá árinu 1991 tekur auð-
vitað af allan vafa um það hveiju
Sjálfstæðisflokkurinn lofaði í
skattamálum fynr síðustu kosn-
ingar. Aulaleg undanbrögð forsæt-
isráðherrans frá þeirri stefnu em
eins og hvert annað yfirklór.
í landsfundarályktuninni segir:
„Sjálfstæðisflokkurinn viil iækka
skatta. Leita þarf leiöa til aö lækka
núverandi skattahlutfall niður í
35%. Skattbyrði heimilanna er með
þeim hætti að ekki verður við un-
að. Svo mikil er skattbyrðin oröin
að alþýðufjölskyldan hefur vart
fyrir brýnustu nauðsynjum. Skatt-
hlutfóll þurfa að lækka. Skattþrep-
um þarf að fækka".
Svikin loforð
Hvemig em nú efndimar hjá for-
sætisráðherranum, manninum
sem mest talar um hversu duglegur
hann sjálfur sé að standa við kosn-
ingaloforð sín? í tengslum við ný-
kynntar aðgeröir ríkisstjómarinn-
ar í efnahagsmálum er tekjuskatt-
ur einstaklinga hækkaður um 1,5%
Kjallariim
Finnur Ingólfsson
alþingismaður Framsóknar-
flokksins í Reykjavík
eða um 2.850 milljónir. Sjálfstæðis-
flokkurinn lofaði hins vegar að
lækka tekjuskatt einstaklinganna
um 9.100 milljónir.
Skattprósenta tekjuskattsins er
því komin í 41,29% en Sjálfstæðis-
flokkurinn lofaði að lækka hana
niður í 35%. Því til viðbótar er 5%
hátekjuskattur lagður á upp á 300
milljónir. Skattþrepum í viröis-
aukaskatti er fjölgað í stað þess að
fækka þeim eins og lofað var. Við
það aukast álögur á almenning um
1.800 milljónir.
Bensíngjald er hækkað um 350
milljónir til viðbótar við þá hækk-
un sem fyrirhuguð er í fjárlaga-
frumvarpinu. Bamabætur em
lækkaðar um 500 milljónir króna
sem er bein skattahækkun á bam-
margar fjölskyldur. Vaxtabætur
eru lækkaðar um 500 milljónir
króna sem er bein skattahækkun á
unga fólkið sem hefur verið að
eignast húsnæði á undanfornum
ámm.
Skattur ofan á skatt
Þessum skattaálögum er nú bætt
við 1000 millj. kr. lyfjaskatta á
sjúkhnga, 700 mihj. kr. skatta á þá
sem sækja þurfa læknisþjónustu
sérfræðinga, 370 millj. kr. skatta á
þá sem sækja þurfa þjónustu
heilsugæslulækna, 260 mihj. kr.
skatta á elh- og örorkulífeyrisþega
og 280 mihj. kr. skatta á sjómenn.
En þessir skattar vom lagðir á fyrr
á þessu ári.
Þó svo aö túlkun forsætisráð-
herra á skattalækkunarloforðum
Sjálfstæðisflokksins væri tekin ghd
þá stenst hún ekki vegna þess að
farin er af stað fyrir tilverknað
skattalækkunarflokkanna, Sjálf-
stæðisflokksins og Alþýðuflokks-
ins, stærri og umfangsmeiri skatta-
hækkunarskriða heldur en við höf-
um nokkm sinni fyrr kynnst.
Skattahækkunarskriða sem mun
hrífa með sér og leggja undir sig
margar alþýöufjölskyldur í þessu
landi sem vom þó að mati Sjálf-
stæðisflokksins fyrir kosningar
nógu skattpíndar fyrir.
Finnur Ingólfsson
„Kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins
hljóma nú þannig af vörum forsætis-
ráðherra að það hafi verið lofað að
stöðva skattahækkunarskriðu fyrri
ríkisstjórnar..
Skoðaiiir annarra
Stutt í kynþáttahatrið
„Stundum má greina ótta og jafnvel óvhd í garð
úúendinga hér á landi og þá einkum í garð þeirra
sem lengst em að komnir. Til allrar hamingju höfum
við samt ekki átt við mikil kynþáttavandamál að
stríða. Hingað hefur leitað fólk hvaöanæva að og
m.a. átt sinn þátt í að bjarga verðmætmn í sjávarút-
vegi þegar ekki fengust íslendingar til starfa.
Margt af því fólki er nú oröiö góðir og gegnir íslend-
ingar. Menn skulu þess þó minnugir, að oft reynist
stutt í kynþátahatrið þegar að kreppir. Það er því
brýnt að aht hugsandi fólk bregðist hart við og for-
dæmi hvers konar kyhnþáttafordóma hvort sem
þeir birtast hér á landi eða erlendis. Alhr íslending-
ar hljóta að harma og fordæma uppgang nýnasism-
ans 1 Þýskalandi og þau hryðjuverk sem hann hefur
staðiö fyrir.“ Forystugrein Alþýðbbl. 2. des.
Kjölfestan horfin
„Erfitt er að gera sér fuha grein fyrir áhrifum geng-
isfellingarinnar á verðlag.. .Verst er að nú hefur
verið gefið fordæmi, gengisfellingarleiðin er enn th
og enginn veit hvenær gengið fehur næst. í greinar-
gerö með ráðstöfunum ríkisstjómarinnar segir, að
gengisvog verði óbreytt, en hhðsjón verði höfð af
útflutningsvog við daglega ákvörðun gengis. Þetta
má skhja þannig, að notuð verði sú vog sem gefur
lægra gengi. Ný gengisfehing á næsta ári myndi ekki
koma jafnmikið á óvart og þessi. Fast gengi hefur
veriö helsta forsenda stööugleikans undanfarin ár
og öh áætlanagerö verður erfiðari þegar þessi kjöl-
festa er horfin."
Vísbending, vikurit um viðskipti og efnahagsmál