Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1992, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1992, Side 12
12 FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1992. Spumingin Hvaö verður í matinn hjá þér á aöfangadagskvöld? Sveinbjörg Sveinbjömsdóttir nemi: Sveppasúpa, hamborgarhryggur og súkkulaðimús. Ásgeir Sigurðsson fyrrverandi skip- stjóri: Það verða kótilettur og ís á eftir. Ég vil ekki að ijúpa sé borðuð á jólunum, hana á að láta í friði. Jón Ólafsson forstjóri: Ætii það verði ekki ijúpur. Sigrún Hjörleifsdóttir húsmóðir: Rjúpur, en ég er ekki búin að ákveöa forrétt né aðalrétt. Sigríður Auðunsdóttir verslunar- maður: Trúlega kalkúnn. Hildur Viggósdóttir kennari: Það verða rjúpur og sérríbúðingur á eft- ir, ailtaf það sama. Lesendur Að vera maður - h vað er það? Steinunn Eyjólfsdóttir skrifar: Að vera maður - hvað er það? Gef- ur það rétt til að misþyrma öðrum tegundum? Fjölmiðlar birta myndir og frásagnir af dýraniðslu eins og um skemmtiatriði sé að ræða. Nefna má fáein dæmi af handahófi. Blaðafrá- sögn í léttum tón frá sl. sumri: Ein- hver böm höfðu safnað fullri krukku af hungangsflugum. Ekki fylgdi sög- unni hvað krakkaormamir gerðu við þessa veiði sína. í sjónvarpinu var greint frá því með myndskreytingu ekki alls fyrir löngu hvemig sjávar- kvikindi nokkurt murkaði lífið úr fiski. Þetta tók ekki nema sólarhring! í tvígang nú á fáum dögum hafa menn verið í viðtah í fjölmiðlum sem festa á mynd og stunda það að láta stærri dýr „borða“ hin minni. - Fyr- ir utan smekkleysuna að birta mynd- ir af lifandi sauðfé með kjötauglýs- ingum eins og sjónvarpið „okkar" gerir á hveiju hausti. Enginn sem umgengist hefur skepnur myndi láta sér detta í hug að auglýsa þannig. Dýravinir em að gefast upp á að tala fyrir daufum eyrum. Allt hefur verið reynt; að vitna í lagagreinar sem kveða skýlaust á um að aflífá eigi dýr fljótt og þjáningalaust og höfðað til sómatilfinningar manns- skepnunnar. En ekkert dugar. Ég er bara rithöfundur en hvorki lögmaður né náttúrufræðingur en ég er reið og mér er alveg sama þó að alþjóð viti það. Ég hvet alla dýravini til að vera það líka. Það er víst ekki nóg að við fáum allar þjáningar mannkynsins inn í stofu til okkar - við verðum líka að fá að vita hvemig hægt er að kvelja dýr. Mörgum finnst að það minnsta sem dýraníðingar gætu gert væri að þegja og skamm- ast sín í stað þess að hreykja sér í fjölmiðlum. Mann langar til að þurrka geðveikisglottið af ásjónu þeirra með vel blautri gólftusku. Vinsæl afsökun fyrir því að kvelja lífið úr dýrum er að svona gangi þetta úti í náttúrunni. Þetta em hæpin rök. Menn „borðuðu" líka hver ann- an úti í náttúrunni. - Því er það ekki gert nú í allri dýrtíðinni! Þjóðsögur segja að tröllin hafi þótt mannakjöt hinn besti jólamatur. Þjóðtrúin segir líka að hefndin hitti alltaf níðinginn að lokum. - Vel að merkja; það er alveg óþarfi að vera að flytja inn í landið illyrmi til að-fleygja smádýr- um fyrir. Við höfum tófuna og lömb- in. Ég hef aldrei verið svo ólánsöm að sjá dýrbitið lamb en þeir sem séð hafa segja það alveg ógleymanlegt. Að vísu myndi slíkt „sport“ krefjast nokkurs landrýmis en hvað væri það á móts við að geta gengið út á fögrum morgni og horft á tófuna drekka blóðið á meðan lambið gæfi upp önd- ina! Það hlyti að vera óskastund dýraníðingsins. Afturhvarf til gamalla stjórnarhátta Einar Vilhjálmsson skrifar: Þeir menn sem eru að semja við útlendinga um veiðiheimildir í ís- lenskri landhelgi ættu að gera sér ljóst að hún er hvorki meira né minna en hjarta þjóðarinnar sem dælir næringunni um þjóðarlíkam- ann og er eign allra íslendinga líkt og hjartað í brjósti hvers og eins. Mér líst mjög illa á að tengja aðrar þjóðir inn á þetta blóðrásarkerfi okk- ar og ekki til þess fallið að styrkja okkar veika sameiginlega hjarta sem stöðugt þarf góða meðferð. - Ekki skulum við vænta þess að útlending- ar hafi þar vit fyrir okkur. Nýlendu- sagan er ólygin. Það er og álit margra að allt tal um EES og EB sé aftur- hvarf til gamalla stjómarhátta þar sem ægivaldið situr á toppnum og heldur í spottana. Og þar bíður einn spotti eftir okkur að hanga í. Okkur er sagt að ef við viijum það ekki verði enginn fiskur etinn nema viö greiðum með hveijum bita er niður í evrópska maga fer. Ég spyr þá; hafa þessir herrar verið að eta fiskinn fyiir okkur? - Ég held nú síð- ur. Sannleikurinn er nefnilega sá að þeim finnst hann ákaflega góður og veröur mjög gott af honum. Þess vegna eta þeir hann og munu gera á meðan við viljum selja og höfum hag af. - Komi annað í ljós eru aðrir í biðstöðu handan við hornið sem bíða eftir fiskinum á sinn disk. Ég er ekki undrandi á því þótt slyngir stjómmálamenn þessara við- skiptaþjóða okkar vilji setja fótinn milli stafs og hurðar að forðabúri okkar og helst hafa þar sömu lykla- völd og við sjálfir. Mér finnst þeir menn sem ljá slíku eyra vera í svip- aðri stöðu og grísimir sem létu fag- urgala úlfsins blekkja sig til að opna hurðina með svo hörmulegum afleið- ingum sem sagan hermir. Hættan af f rjálsum fjármagnsflutningum Skortur á lánsfé og hærri vextir myndu valda enn frekari efnahags- samdrætti, segir bréfritari. DV áskilur sér rétt til ad stytta aðsend lesendabréf. Einar Björn Bjarnason skrifar: Eftir næstu áramót taka gildi lög þar sem allar hömlur á flutningi íjár- magns milli íslands og annarra landa verða afnumdar. Ein afleiðing þess- arar lagabreytingar kom fram í sam- tah sem maður, sem ég þekki, átti nýlega við útgerðarmann. - Þar kom m.a. fram aö hann væri vanur að láta skip sín sigla með aflann til Þýskalands og selja hann þar. Efitir áramót semdi hann við þýskan banka um viðskipti, þ.e. hann myndi leggja peningana inn í þann banka og draga að sama skapi úr viðskipt- um við þann íslenska. Hann sæi enga ástæðu til að koma með peningana heim fyrst fiskurinn væri seldur beint úr skipunum er- lendis. Einu peningamir sem kæmu heim væru laun mannanna og sá kostnaður sem hann hefði af útgerð- inni hérlendis. Færi stór hluti út- gerðarmanna að fordæmi þessa út- gerðarmanns er hætt við skjótum fjármagnsskorti hér á landi. Þetta kæmi fram í verulegum samdrætti innlána í bönkunum sem heföi í för með sér að þá færi að skorta fé til útlána sem heföi svo aftur í för með sér verulega vaxtahækkun til hvatn- ingar auknum spamaði. Þetta tvennt, skorturinn á lánsfé og hærri vextir, mundi valda enn frekari efnahagssamdrætti en nú er orðinn. Því til viðbótar myndi ríkið fyrir bragðið eiga erfiðara með að fjármagna hallarekstur sinn hér og það heföi í för með sér auknar er- lendar lántökur og enn aukna skuldabyrði landsmanna. - Þetta þyrfti samt ekki að vera svo alvar- legt ef efnahagsástandið væri ekki eins slæmt og það er. Fijálsir fjár- magnsflutningar geta sem sé orðið náðarhöggið á veikt íslenskt efha- hagslíf með meðfylgjandi fjöldaat- vinnuleysi um allt land. sferíðsárunum N.K. skrifar: Skammsýni hefur löngum fylgt ríkisstjónnun þessa lands. Betur stæðum við nú að vígi ef okkur heföi auðnast að samþykkja ýms- ar framkvæmdir sem okkur; stóðu til boða á stríðsámnum en stjómvöld höfnuðu af hræðslu við vinstri öflhi sem þá voru sterk öfl í landinu. Efcki vissi fólk almennt að okk- ur heföi staðið til boða bygging sjó- og flughafnar á Suöurlandi eins og fram kemur í nýrri bók Péturs Thorsteinssonar. Þettai heföi verið mikill búhnykkur fyr- ir okkur og stæðum við mun bet- ur að vígi nú með höfn þarna sem heföi tid. sparaö siglingu fyrir Alltafhækka Það hlýtur að vera verðugt rannsóknarefni fjölmiðla að olíu- félögin skuli hafa hækkað verð á bensíni og oliu - ekki að einhverj- um tíma liönum - nei, um leið og gengisskráningu var breytt. Og nú hafa þessar vörur lækkað á heimsmarkaðinum. En þá eru ekki viðhöfö sömti skjótu við- brögðin og veröinu fírað niður. Ekki aldeilis. Nú er sagt að beðiö verði átekta til að sjá hvort lækk- unin verði viðvarandi! Hér hlýtur aö vera um vafasama viöskipta- hætti að ræða. Björn S. Stefánsson skrifar: Komið hefur fram að Sambands sveitarfélaga á Suður- nesjum vill stofna uppbyggingar- sjóö til aö bæta atvinnuástandiö með fé frá Byggðastofnun, sveit- arfélögunum og ríkissjóði. Slík úrræði yrðu líklega kæru- efni yrði ísland aðfli að EES- samningnum. Þar gilda sam- keppnisreglur evrópska samfé- lagsins. Þær heimfla að visu að variö sé opinberu fé til að efla atvinnulíf en ekki nema ástandið í viðkomandi byggðarlagi sé af- leitt. Þótt mörgum hér þyki ástandiö á Suðurnesjum afleitt telst það ekki svo á mælikvarða evrópska samfélagsins. - Tfl þess er atvinnuleysi ekki nægilega mikið ogalmennar tekjur of háar. Sigurleifur Guðjónsson skrifar: Eg er öskureiður eldri maður. Ég'fór til að endurnýja ökuskír- teini mitt og varö að gangast und- ir það ok aö fá skírteinið end- umýjað einungis til tveggja ára - og þurfa svo að greiða kr. 3.500 fyrir vikið (sundurliðað þannig: 900 kr. vegna vottorðs, 1.100 kr. fyrir mynd og 1.500 kr. fyrir þjón- ustu lögregluembættisins). Þetta finnst mér mikið óréttlæti ef miðaö er við aöra sem ekki sæta svona kvööum. Á meðan menn eru heiflr heilsu, með ágæta sjón og heym, svo og sam- svarandi dómgreind, ættu allir að sifla við sama borð hvaö end- urnýjun skírteinis áhrærir eða þá greiða mun lægra gjald fyrir styttri endumýjun. Þætkiriiirhurfu um (Meistarataktar) og sunnu- dögiun þar sem leikinn var góð tónlist eru meö öllu horfnir úr dagskránni hjá Sól. Þetta er mið- ur, þar sem þeir vom baðn mailist til að jæssir þættir verði teknir upp að nýju í dagskránm.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.