Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1992, Page 21
20
FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1992.
FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1992.
29
íþróttir______________________________________
Kærumál í kvennakörfubolta:
„Ferðin var
hryllingur"
Ægir Már Kárason, DV, Suðurnesjum;
Grindavík hefur kært báða leiki sína gegn Tindastóli í 1. deild kvenna
í körfuknattleik, sem fram fóru á Sauöárkróki um síðustu helgi, á þeim
forsendum að heimadómarar hafi dæmt báða leikina. Tindastóll vann
fyrri leikinn með tveimur stigum og þann síðari með flmm stigum.
„í fyrri leiknum kom annar dómarinn til okkar og sagði að þetta væri
bara rugl, þeir réðu ekki við leikinn, væru vanir að dæma í 1. deild karla
og hefðu ekki vitað að það væri orðinri svona mikill hasar í kvenna-
körfunni," sagði Stefanía Jónsdóttir, fyrirliði Grindavíkurliðsins, við
DV.
Níu tímar í rútu í brjáluðu veðri
„Annar dómarinn átti að koma frá Dalvík en hinn frá Akureyri. Við
vorum níu tíma norður í bijáluðu veðri og það þurfti að draga okkur sex
sinnum á leiðinni. Ef KKÍ hefði haft samband við okkur og sagt okkur
frá því að dómarinn frá Dalvík kæmist ekki hefðum við snúið við á stund-
inni. Að láta tvo heimadómara dæma og annan þeirra starfsmann íþrótta-
hússins er út í hött og til háborinnar skammar og þessi ferð var hreinn
hryllingur.
Borgum í dómarasjóð til að leysa svona vandamál
Eftir fyrri leikinn spurðum við formann Tindastóls hverjir myndu dæma
þann síðari. Hann sagði að það kæmu dómarar frá Dalvík og Akureyri en
við hefðum farið beint heim ef viö hefðum vitað að tveir heimamenn myndu
dæma aftur. Við eigum nóga peninga, það er ekki vandamálið, en við borg-
um í dómarasjóö til að leysa svona vandamál en ekki til þess að dómaram-
ir geti keypt sér galla og úlpur,“ sagði Stefanía.
Vissi ekki að báðir kæmu frá Sauðárkróki
„Ég fékk hringingu frá Sauðárkróki á laugardaginn og þá hafði annar dómar-
inn hringt og tilkynnt að hann gæti ekki mætt vegna ófærðar. Þá var spurn-
ing um að fresta báðum leikjunum og senda stelpumar, sem höfðu ferðast
með rútu alla leið norður, heim eða setja dómara frá Sauðárkróki á leik-
inn. Ég tók þessa ákvörðun en ég vissi ekki að hinn dómarinn kæmi hka
frá Sauðárkróki," sagði Pétur Sigurðsson, framkvæmdastjóri KKÍ, þegar
DV spurði hann um máhð.
Var orðinn áhyggjuf ullur
sagöi Valdimar Grímsson eftir sigur Vals gegn Haukum að Hlíðarenda, 27-26
Valsmenn unnu Hauka, 27-26, í
hörkuleik í 1. deildinni í handboltan-
um á Hlíðarenda í gærkvöldi. Þrátt
fyrir eins marks mun var sigur Vals-
manna öruggari en tölumar gefa til
kynna. Eftir jafnan fyrri hálfleik
náðu Valsmenn fljótlega yfirhönd-
inni í seinni hálfleik og náðu mest
fjögurra marka forustu. Tíminn
dugði Hafnfirðingum ekki til að jafna
í leikslok en tæpt var það.
Fyrri hálfleikur var sveiflukennd-
ur og skiptust liðin á að hafa forústu.
Jafnt var í leikhléi og frairi í seinni
hálfleik en þá var komið að Geirs
þætti Sveinssonar. Hann skoraði 4
mörk í röð af línunni fyrir Val og
lagði grunninn að öruggri forustu
sem Valsmenn héldu til leiksloka.
í annars jöfnu Valsliði voru Geir
og Jón Kristjánsson atkvæðamestir
auk þess sem Axel Stefánsson stóð
sig vel í markinu. Haukarnir léku
ágætlega en klúðruðu nokkrum
sóknum klaufalega. Páll Olafsson og
Halidór Ingólfsson voru einna skást-
ir, svo og Sigurjón Sigurðsson þegar
hann loksins hrökk í gang í seinni
hálfleik.
„Við áttum annað stigið skilið í
þessum leik,“ sagði þjálfari Hauka,
Jóhann Ingi Gunnarsson, í leikslok
við DV og bætti við: „Ég er ekki van-
ur að segja það en Stefán og Rögn-
valdur hafa verið okkur afar óhag-
stæðir dómarar i allan vetur, sér-
staklega í síðustu leikjum. Eg veit
ekki af hverju það er. Þéir eiga að
teljast bestu dómarar landsins."
„Sem betur fer hafðist þetta í lokin.
Ég var orðinn áhyggjufullur því við
erum svo gjarnir á að missa niður
þriggja til fjögurra marka forustu.
Þetta gerist leik eftir leik og við verð-
um að setjast niður og skoða hvað
er að gerast nákvæmlega," sagði
Valdimar Grimsson, leikmaður Vals,
eftirleikinn. -bjb
Valsstúlkur komust í annað sætið
Það var fyrst og fremst sterk liðs-
heild Valsstúlkna sem lagði grunn-
inn að stórum sigri þeirra gegn
Stjörnunni er liðin mættust í 1. deild
kvenna í handknattleik í gærkvöldi.
Lokatölur urðu 18-24 eftir jafna
stöðu í leikhléi, 10-10.
Með sigrinum vippuðu Valsstúlkur
sér í annað sætið og eru nú með 18
stig en Víkingur á toppnum með 21.
Mörk Stjömunnar: Una 5/1, Nína
3/1, Ingibjörg 3, Margrét 2, Ragnheiður
2/1, Guðný 1 og Sigrún 1.
Mörk Vals: Hanna Katrín 10/3, Krist-
ín 5, Irina 3, Guðrún 3, Ama 2 og Sig-
urbjörg 1. Amheiöur varði 12 skot í
marki Vals, þar af 3 vítaköst.
• Brynhildur Þorgeirsddóttir
tryggði Gróttu annað stigið gegn ÍBV
í leik liðanna í Eyjum í gærkvöldi.
Lokatölur urðu 19-19 eftir 7-9 í leik-
hléi.
Lokamínútur leiksins voru hníf-
jafnar og spennandi. Sara Ólafsdóttir
kom ÍBV yfir, 19-18, þegar 50 sekúnd-
ur vom eftir en Brynhildur jafnaði
fyrir Gróttu þegar 30 sekúndur voru
eftir.
Mörk ÍBV: Judith 7/2, Andrea 6,
Ragna Jenný 3/2, Katrín 2 og Sara 1.
Mörk Gróttu: Laufey 12/7, Þuríður
4, Sigríður 1, Elísabet 1 og Brynhildur
1. Fanney Rúnarsdóttir varði 15 skot
í marki Gróttu, þar af 3 vítaskot.
• Víkingur vann Hauka stórt,
17-26, í Hafnarfirði eftir 6-15 í leik-
hléi.
Mörk Hauka: Ragnheiður 5/1, Harpa
5/1, Heiörún 4 og Rúna Lísa 3.
Mörk Víkings: Halla María 5, Inga
Lára 5/3, Valdís 4, Svava 4, Heiörún
4, Matthildur 2, íris 1 og Elísabet 1.
• Ármann vann Gróttu, 19-21, í 2.
deildkarlaígærkvöldi. -SK/-BÓ/-HS
Sandgrasvöllur Breiðabliks
1. janúar hefst nýtt leigutímabil á sandgras-
vellinum. Pantið strax vegna mikillar að-
sóknar. Pantanir í síma 641990 eftir kl.
13.00 á daginn.
Knattspyrnuúrslit í gærkvöldi
Evrópukeppni meistaraliða
A-riðill
CSKA Moskva - G. Rangers....0-1
Marseille - Club Brugge.......3-0
Staðan: Marseille 3, Rangers 3,
Club Bmgge 2 og CSKA Moskva 0.
B-riöill
IFK Gautaborg - Porto.......1-0
PSV Eindhoven - AC Milan....1-2
staðan: AC Milan 4, Gautaborg 2,
PSV 1 og Porto 1.
UEFA-Keppnin
Galatasaray - AS Roma......3-2
(Roma vann samanlagt 5-4)
Enska deildakeppnin - 4. umf.
Blackbum Rovers - Watford..6-1
Enska bikarkeppnin - 2. umf.
Plymouth - Peterbro........3-2
VS Rugby - Marlow..........0-0
. -SK
Eins og greint var frá hér í DV á dögunutn
slasaðist Birgir Sigurðsson, landsliðstnaður
í handknattleik', illa á dögunum í leik með
Víkingum gegn HK. Óttast var að krossbönd
í hné heföu slitnað og sú var reynar raunín
og meira til því liðþófi, reyndist vera rif-
inn.
„Ég reikna meö að fara í uppskurð eftir
helgina. Læknar segja mér að það taki um
6 mánuði aö jafna sig og síöan fari nokkur
tími í aö þjálfa fótinn upp en vonandi verö
ég orðinn góður fyrir næsta haust og get
þá farið að sþila á ný,“ sagði Birgir í sam-
tali við DV i gær.
Þetta er mikið áfall fyrir Víkinga og ís-
lenska landsliðið en Ijóst er að Birgir verður
ekki með landsliðinu í heimsmeistara-
keppninni í Svíþjóð í mars á næsta ári.
Góðu fréttirnar í herbúðum Víkinga eru
hins vegar þær að Bjarki Sigurðsson, horna-
maðurinn öflugi, er óðum að ná sér eftír að
hafa slitið krossbönd í lmé í júlí í sum-
„Bjarki kemur inn í hópinn í kvöld þegar
viö heimsækjum Þórsara. Hann hefur verið
skipaöur íýrirliöi í stað Birgis en ég á samt
ekM von á að hann spili mikið í þeim þrem-
ur leikjum sem viö eigum að leika á þessu
ári. Það er hins vegar mjög ánægjulegt aö
Bjarki er aö braggast og hann verður kom-
inn á fullt með okkur eftir áramótin," sagði
Gunnar Gunnarsson, þjálfari og leikmaður
Víkings, við DV í gær.
„Mimum leika
um fallsæti“
- ÍBV tapaði naumlega gegn FH
„Við vissum að IBV-liðið er á upp-
leið og því áttum við von á jöfnum
leik. Það var visst einbeitingarleysi
í okkar liði enda kemur viss órói í
mannskapinn eftir landsliðsferðir en
þar áttum við nokkra menn. Vöm
og markvarsla hefur verið heldur á
niðurleið hjá okkur og það verður
gert í að laga það. Þetta voru dýrmæt
stig og við stefnum ótrauðir á að
halda toppsætinu í deildinni," sagði
Guðmundur Karlsson, liðsstjóri FH,
eftir sigur sinna manna gegn ÍBV í
Kaplakrika, 29-27.
Fyrri hálfleikurinn einkenndist af
slökum varnarleik. FH-ingar náðu
þó að sýna oft ágæt tilþrif í sókninni
og sérstaMega voru þeir skæðir í
hraðaupphlaupunum. Undir lok
hálfleiksins voru FH-ingar komnir
með vænlega stöðu en Eyjamenn
FH (17) 29
ÍBV (14) 27
0-1, 4-4, 7-5, 12-9, 14-10, 17-12,
(17-14), 17-17, 19-19, 21-23, 22-25,
26-26, 28-27, 29-27.
Mörk FH: Sigurður 5, Guðjón
5/1, Kristján 4, Hálfdán 4, Svafar
3, Gunnar ,Pétur 3, Trúfan 2/2.
Varin skot: Bergsveinn 10.
Mörk ÍBV: Björgvin 7, Svavar 6,
Sigurður 4, Magnús 3, Belánýi 3/3,
Erlingur 2, Guðfinnur 1, Sigbjöm
1.
Varin skot: Sigmar Þröstur 4,
Hlynur 7.
Dómarar: Gunnlaugur Hjálm-
arsson og Einar Sveinsson,
dæmdu illa.
Áhorfendur: 300.
Maður leiksins: Björgvin Rún-
arsson, ÍBV.
skoruöu þrjú síðustu mörMn í fyrri
hálfleik og þrjú fyrstu í þeim síðari
og hleyptu þar með spennu í leikinn
að nýju. FH-ingar voru værukærir
lengi framan af síðari hálfleik og það
nýttu Eyjamenn sér vel. Hafnfirðing-
arnir vöknuðu upp við vondan
draum 10 mínútum fyrir leikslok, þá
þremur mörkum undir og tryggðu
sér sigur á lokakaflanum en segja
má að Eyjamenn hafi verið Maufar
að ná ekki að minnsta kosti öðru stig-
inu.
„Við vorum ekki nógu skynsamir
á þessum lokamínútum, „panikin"
var of mikil og við köstuðum þessum
frá okkur. Við erum komnir í erfiða
stöðu og okkar hlutsMpti verður að
spila um fallsæti,“ sagði Sigurður
Gunnarsson, þjálfari og leikmaður
ÍBV, við DV eftir leiMnn. -GH
Valur (13) 27
Haukar (13) 26
0-1, 4-2, 6-3, 6-8, 9-9, 9-11,10-12,
13-12, (13-13), 13-14, 15-15, 20-17,
23-22, 27-24, 27-26.
Mörk Vals: Valdimar 7/3, Geir 6,
Jón 5/3, Dagur 4, Ólafur 2, Óskar
1, Júlíus 1, Sveinn 1.
Varin skot: Guðmundur 5, Axel
12/2.
Mörk Hauka: Páll 5, Sigurjón 5/2,
Baumruk 4/1, Halldór 3, Jón 3,
Pétur 3, Óskar 2, Aron 1.
Varin skot: Leifur 8, Magnús 4/1.
Dómarar: Stefán Amaldsson og
Rögnvaldur Erlingsson dæmdu
erfiðan leik ágætlega.
Áhorfendur: 300.
Maður leiksins: Geir Sveinsson,
Val.
íþróttir
Fjárhagsstaða 1. deildar félaganna í knattspymu:
Flest félögin
stórskuldug
- Valur og Víkingur í áberandi mestum vanda
Langflestar knattspyrnudeildir
félaga, sem léku í 1. deild á síðasta
keppnistímabili knattspyrnu-
manna, eru stórskuldugar og eiga
við miMnn fjárhagsvanda að
stríöa. Sjö félög af tíu skulda mikla
peninga en hjá þremur félögum er
fjárhagsleg staða viðunandi.
Reykjavíkurfélögin Valur og Vík-
ingur standa áberandi verst.
Skuldir Valsmanna eru um 28
milljónir króna í dag og knatt-
spymudeild Víkings skuldar 19
milljónir.
• Þrátt fyrir gríðarlega erfiða
stöðu hefur Valsmönnum teMst að
grynnka verulega á skuldunum,
eða um 10 milljónir frá því 1991.
• Nýlega var skipt um stjórn hjá
knattspymudeild VíMngs. Nýju
stjómarinnar bíður erfitt verkefni,
aö takast á við skuldir upp á 19
milljónir króna. Upphaf erfiðleika
Víkings má rekja allt til ársins 1983
og hefur Víkingum lítið gengið að
lækka skuldir sínar síðasta áratug-
inn.
• Síðasta keppnistímabil var KA
erfitt eins og fleiri félögum. Skuld-
imar eru 6 milljónir og útíitið allt
annað en bjart. Liðið leikur í 2.
deild á næsta tímabili.
• Þórsurum hefur teMst að
lækka skuldir sínar undanfarið en
betur má ef duga skal. Knatt-
spymudeild Þórs skuldar nú 5
milljónir.
• Breiðablik, sem leikur í 2. deild
næsta sumar, á einnig í erfiðleik-
um, skuldar í dag um 3,5 milljónir.
• Framarar skulda um 3 milljón-
ir og versnaði hagur knattspyrnu-
deildar nokkuð sl. sumar. Þar veg-
ur þyngst fækkun áhorfenda á
leikjum liðsins.
• FH berst einnig í bökkum og
knattspyrnudeild félagsins vantar
um 2,5 mifijónir til að ná saman
endum.
• KR er eina félagið sem stendur
alveg á sléttu þessa dagana.
• Skagamenn em með 400 þús-
und krónur í hagnað eftir síðasta
sumar. Hefur ÍA sjaldan átt við tap-
rekstur að stríða.
• Ljósið í myrkrinu logar í Eyj-
um. Staðan hjá ÍBV í dag er jákvæð
sem nemur 2,5 miUjónum. Á síö-
asta tímabiU tapaði ÍBV þó 1,5 mfilj-
ónum króna.
Tímabært að
hægja á ferðinni
Hjá þeim sjö knattspymudeildum,
sem beijast við taprekstur, er
heildarupphæð skuldanna samtals
67 miUjónir. Rekstur þessara deilda
hefur verið sérlega erfiður og
ástæðumar em margar. Greiðslur
til þjálfara og leikmanna eru
gengnar langt úr hófi fram. Einn
heimildarmaður DV hjá einu 1.
deUdar félaganna sagði: „Menn
verða að fara að koma sér niður á
jörðina. Það er engu líkara en hjá
sumum félögunum haldi menn að
þeir séu staddir á ítaUu. Þetta geng-
ur ekM lengur og ef menn taka sér
ekM tak endar þetta með gjaldþroti
margra knattspyrnudeUda."
Endurspeglar stöðuna
í öðrum íþróttagreinum
íþróttahreyfingin í heUd á við gíf-
urlegan fjárhagsvanda að etja.
Menn innan hreyfmgarinnar, sem
DV hefur rætt við, fullyrða að stað-
an hjá umræddum knattspyrnu-
deildum endurspegli þröngan fjár-
hag margra annarra íþróttagreina.
SkUningsleysi stjórnvalda ber oft á
góma og ekki er fast að orði kveðið
þegar fullyrt er að framlag rUúsins
tíl íþrótta sé í engu samræmi viö
þann miMa fjölda sem íþróttir
stundar innan fjölmennustu fé-
lagasamtaka landsins.
Uppeldis- og forvarna-
þátturinn gleymist
Stjórnmálamönnum hefur gjarnan
orðið tíðrætt um mikið uppeldis-
starf íþróttafélaganna og sífellt er
talað um að betra sé áð unga fólk-
ið, framtíð þjóðarinnar, stundi
heUsusamlegar íþróttir en láti ekki
glepjast af vímuefnum og ööru böli
á uppeldisárunum. Þrátt fyrir þetta
hefur „örlæti“ þeirra sem með fjár-
veitingavaldið fara sífellt hrakaö
undanfarin ár og stööugt og án af-
láts virðist stefnt að því að íþrótta-
hreyfingin á íslandi búi við sult og
seyru. Nöturleg fjárhagsleg staða
knattspymudeildanria, sem birt er
í DV í dag, er aðeins lítið dæmi um
þá mUclu erfiðleika sem til staðar
eru. Og með óbreyttu hugarfari
þeirra sem í aðstöðu eru tU að snúa
blaðinu við, og alltaf mæta fyrstir
í Leifsstöðina til að hampa íþrótta-
hetjum, eru því miöur enn dekkri
dagar framundan.
-SK
Fjárhagsstaða 1. deildar félaganna í knattspyrnu 1992
RobertstilUMFG
ÚrvalsdeUdarlið Grindavíkur
hefur fengið til liðs við sig nýjan
erlendan leikmann og er honum
ætlað að fyUa skarð það sem Dan
Krebs skUdi eftír sig.
Leikmaðurinn, sem hér um ræðir,
heitir Jonathan Roberts. Hann er
tveir metrar á hæð, svartur á hör-
und. HeimUdir Grindvíkinga segja
að hér sé um mjög sterkan leik-
mann að ræða. Roberts þessi lék
áður í Kólumbíu og í bandarísku
háskólafiði við mjög góðan orðstír.
Þar var hann stigahæstur 1 sínu liði
í Pensylvaníu og tók einnig flest frá-.
köst. Jonathan Roberts er væntan-
legur til Grindvíkinga milli jóla og
nýárs og var Axel Nikulásson
Grindvíkingum innan handar í leit
að nýjum erlendum leUonanni.
-SK/-ÆMK Suðurnesjum