Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1992, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1992, Síða 24
32 FIMMTUDAGÚR 10. ÐESEMBER 1992. Meiming „Maður er langa ævi að hrapa" „Minn hlátur er sorg. Við skrum og viö skál / í skotsiifri bruðla ég hjarta míns auði“ segir í Einræðum Starkaðar eftir Einar Benediktsson og það er engin tilvUjun að Friðrika Benónýsdóttir, höfundur nýút- kominnar bókar um ævi Ástu Sigurðardóttur, rithöf- imdar og myndlistarkonu, skuh hafa vaiið að opna bókina á þessari tilvitnun. Þessi orð lýsa lífi Ástu í hhotskum. Lífl konu sem var falleg, greind og skap- andi en fómaði stórum hluta sinnar stuttu ævi á alt- ari Bakkusar. Þeir sem lesið hafa smásögur Ástu Sigurðardóttur komast tæplega hjá því að meðtaka angistina og sárs- aukann sem skín í gegnum textann. Örvæntinguna sem fylgir því að hafa orðið undir í samfélaginu og eiga sér engrar viðreisnar vón. En eflaust em flestir hættir að tengja sögukonuna Ástu við rithöfundinn Ástu sem í nokkmm sagna sinna lýsir atburðum úr eigin lífi á persónulegan og opinskáan hátt. Fyrirlitn- ingin sem rithöfundurinn uppskar við birtingu fyrstu smásögunnar, Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns, tilheyrir hðinni tíð. Nú horfa menn fyrst og síðast á hstrænt ghdi sagnanna, sem eðhlegt er, og nafn Ástu sjálfrar er sveipað goðsagnarljóma bóhemsins sem lifði hröðu og spennandi lífl. í ævisögunni er öhum shkum rómantískum hugleið- Bókmenntir Sigríður Albertsdóttir ingum hins vegar velt úr sessi. Líf skáldkonunnar var, þegar til lengdar lét, hvorki eftirsóknarvert né spennandi. Það var uppfullt af brostnum vonum konu sem glataði sjálfri sér í áfengisvímunni, missti frá sér sex börn og dó alein og ahslaus, langt fyrir aldur fram. Friðrika getur þess í inngangi að bókin sé ekki axmáh. „í henni eru ekki tíunduð æviár Ástu Sigurðar- dóttur hvert fyrir sig. Þetta er fyrst og fremst persónu- lýsing. Mynd af hstamanninum sem konu. Konu sem vakti athygli samtímamanna og eftirkomenda með verkum sínum og lífl.“ (Bls. 9). Friðrika einbeitir sér fyrst og fremst að Reykjavík- urárum Ástu. Hún lýsir tilflnningum hennar þegar hún kom fyrst til stórborgarinnar úr fásinninu í sveit- inni, nagandi kvíðanum og eftirvæntingunni. Einnig óróleikanum í sáhnni sem gerði það að verkum að Ásta laðaðist að stórborgarglaumnum eins og fluga að ljósi. Var hrókur ahs fagnaðar, skörp, falleg og ögrandi. En smátt og smátt hahaði undan fæti. Tog- streitan á mhh móðurinnar og listamnannsins jókst og Friðrika lýsir því á mjög sannfærandi hátt hvernig fylgifiskar drykkjunnar, beiskja, reiði og nagandi sam- viskukvöl, tóku völdin og skehtu Ástu kyhiflatri. Hvemig útgönguleiðimar lokuðust ein af annarri uns eina haldreipið var líkn vímunnar sem var þó um leið hennar versti óvinur: - „Áfengi fer illa í hana, hún veit það. Hún verður ýmist döpur eða æst og á erfitt með að stjóma fram- komu sinni. En hún þarfnast styrksins sem áfengið veitir. Kjarksins og kæruleysisins. Öðravísi getur hún ekki tekist á við heiminn." (Bls. 116). Hún er nöturleg lýsingin af einni „pennafærustu konu á íslandi" (137) sem sóaði lífi sínu og gríðarlegum hæfileikum því brennivínslaus gat hún ekki lifað. Þaö er greinhegt að Friðriku Benónýs stendur ekki á sama um líf þessarar manneskju sem hún skrifar um af hlýju og samúð þótt hér sé ekkert undan dregið. Hún lýsir drykkjunni og hrokanum, sem jókst stig af stigi eftir að fyrsta sagan birtist í Lífi og hst, á opinskáan og óvæginn hátt. Hvemig Ásta réttiætti fyllerhn á kostnað þeirrar blekkingar að nú mætti hún aht. Væri hstamaöur og þar með „undanþegin þessum þröngu smáborgaralegu reglum sem alltaf var verið að reyna að troða upp á hana hér áður.“ (Bls. 104). Hvemig hún eitraði ekki einungis sitt eigið líf heldur annarra þegar fram hðu stundir. En bókin er enginn áfelhsdómur heldur sönn og sterk lýsing á óbhöum mannlegum örlögum sem svo ótal margir aðrir hafa orðið að lúta. Minn hlátur er sorg er saga sögö af inn- sæi, næmi og sterkri samkennd með þeim sem minna mega sín rétt eins og sögur Ástu Sigurðardóttur sjálfr- ar. Minn hlátur er sorg Friörika Benónýs. löunn 1992. Sviðsljós Saltfiskur er herramannsmatur eins og allir vita og undir það taka sjálfsagt viðskiptavinir í Samkaupum í Njarðvik. Verslunin bauð fólki að smakka girnilega saltfiskrétti á dögunum en á þeim bar ábyrgð matreiðslu- maður veitingastaðarins við Bláa lórtið, Bjarni Ólason. DV-mynd Ægir Már Kárason, Suðurnesjum Saltfiskréttir í Samkaupum Sigurður Þorsteinsson ásamt Friðriki Erlingssyni. Viðburða- rík ævi á sjó í þætti hjá Hemma Gunn um daginn kom fram Sigurður Þorsteinsson skipstjóri. í þættinum sagði hann frá ýmsum ótrúlegum ævintýrum sín- um. Nú er komin út ævisaga þessa manns sem ævintýraþráin og athafna- löngunin hafa borið svo vítt um heim. Bókin er skrifuð af nokkm hispurs- leysi og atburðarásin er hröð. Menn sveiflast heimshorna á mhh frá ein- um kafla til annars. Sjórinn hefur átt hug Sigurðar. Tveggja ára gamah þekkti hann mörg skip og varla talandi gat hann nefnt þau með nafni. Hann kynntist sjómennskunni á þeim tíma þegar margir settu tignar- heitið „pokamaður" aftan við nafn sitt í símaskránni. Ungur á hann umfangsmikil súkkulaðiviðskipti við ameríska herinn og framtakssemin kemur snemma fram. Bókin fjahar um Sigurð sjálfan og viðburðaríka ævi hans en getið er margra manna sem við sögu koma. Þar kemur Jón Gunnarsson, fyrram starfsmaður Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, harl niður. Einhvem tíma var sagt að félagsleg könnun á vegum Háskólans hefði leitt í ljós þá óvæntu staðreynd að sjómenn væm meira að heiman en aðrir menn. Sigurður Þorsteinsson hefur verið mikið aö heiman þótt fjölskylda hans hafi verið með honum á stundum. Sjálfur segir Sigurður: „Börnin fæddust nokkum veginn í takt við að Hekla kom ahtaf í land á vorin í hreinsun og þá var ég auðvitað í frh einhveija daga. Og næstu ár á eftir, þegar ég kom í land, í mars, níu mánuðum síðar, var ahtaf komið nýtt barn.“ Það er því skiljanlegt að þessi maður leggur fertugur á hafið í hnattsigl- ingu með fjölskylduna til þess að kynnast henni betur. Ferðin verður miklu lengri en ætlað var. Það þarf frelsi í sálinni til.að geta kastað frá sér vel launuðu starfi, stóru og vel búnu einbýhshúsi og því öryggi sem samfélagið býður upp á... “ og haida til hafs með endalausa víðáttuna framundan. Svo vítt rekur Sigurð um hafið að lesandann mun undra. Frá heim- skautaísnum til frumskóga Amazonfljótsins, frá Síberíu til austurhluta Þýskalands og miklu víðar. Bókmeimtir Guðm. G. Þórarinsson Á einum stað segir hann frá unglingi sem lent hafði í slarki og niður- stöðu sinni að unglingaheimih á sjó sé lausn sem mörgum mundi hjálpa. Félagar hans hrjóta undir tónleikum Vínarsinfóníunnar og Sigurður upplifir það að fá boð um tvo dohara og fimmtíu á tímann fyrir að standa með mótmælaspjald fyrir utan Long John Shver í Flórída og mótmæla hvalveiðum. En skipstjóranum, sem ratar kortlaus um reginhöf í myrkrum og stórsjóum, bregst ratvísin í fjölskyldumálum sínum. Ef til vih eirðarleysi sjómannsins meðal margra annarra áhrifavalda. Aukinn blóðþrýstingur, hjartaáfah, hjartaaðgerð. Og hann segir: „Því miður virðist þaö vera sameiginleg reynsla margra sjómanna að þegar þeir koma alkomnir í land flnnst þeim þeir vera fyrir.“ Síðasti kafh bókarinnar heitir: „Hvert nú?“ Þaö er spuming sem marg- ir verða að svara. Sigurður horfir fram á veginn og er bjartsýnn í bókarlok. Eitt er að sigla eftir sól og stjömum um heimsins höf, annað að þræða veg lífemishstarinnar, þeirrar hstar sem mikhvægust er ahra hsta. Lifssigling skipstjórans Siguröar Þorsteinssonar. Vaka/Helgafell, Friðrik Erlingsson skráöi. 186 blaðsíður, 32 myndasíöur. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.