Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1993, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1993, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1993. Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Stórt mál í höfn Þvarginu um Evrópska efnahagssvæðið er vonandi lokið. Var mál að linnti. í lýðræðisþjóðfélagi hefur minnihlutinn rétt á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og það hefiir hann sannarlega fengið að gera. En það er líka tilgangur lýðræðisins að meirihlutinn ráði og sá réttur verður ekki af meirihlutanum tekinn. Sú hefur og orðið niðurstaðan á Alþingi þar sem drjúg- ur meirihluti þingmanna styður aðild íslands að EES. Góð og gild rök lágu til þess að þessu stóra máh yrði vísað til þjóðaratkvæðagreiðslu. Þeirri kröfu var hafnað á Alþingi og þýðingarlaust að gera það frekar að umtals- efni. Samningurinn er að verða að veruleika og þjónar litlum tilgangi að vekja þá deilu upp að nýju. Ekki nema þá að nýr meirihluti myndist á Alþingi eftir næstu kosn- ingar, sem vill segja EES-samningnum upp, en þá munu andstæðingar samningsins væntanlega vera sjálfum sér samkvæmir og bera þá afstöðu sína undir atkvæði þjóð- arinnar. Þegar umræðurnar um EES-málið eru riijaðar upp og dregnar saman er ljóst að meginandstaðan stafar af ótta við að íslendingar tengist of náið erlendum þjóðum sem fái meira vald í innanríkismálum okkar en góðu hófi gegnix’. Þar er einkum bent á möguleika útlendinga til að kaupa upp íslenskt land, kaup og yfirráð yfir hér- lendum fyrirtækjum, erlent dómsvald og veiðar er- lendra skipa í íslenskri fiskveiðilögsögu. Auk þess hefur verið varað við frjálsum innflutningi fólks frá öðrum löndum. Allt eru þetta eðlileg viðvörunarorð en engu að síður alltof mikið gert úr þeim. Áhrif og ásókn erlendis frá er bundin mörgum fyrirvörum en að svo miklu leyti sem áhrif útlendinga eru möguleg skerða þau ekki sjálfsfor- ræði íslendinga nema sem fylgir því að eiga samstarf við aðra. í samningum þarf tvo til og enginn gerir samn- ing til að öðlast rétt hjá öðrum eða annars staðar nema hann láti eitthvað af hendi sjálfur. íslendingar hafa með þessu EES-samkomulagi vissu- lega fallist á að útlendingar geti fjárfest, flutt inn og sest að á íslandi, en hvers vegna skyldi það vera hættu- legt fyrir okkur? Var ekki sömu rökum haldið fram þegar við gengum í NATO og EFTA? Þá var varað við fullveldisafsali og skaðlegum áhrifum útlendinga með nákvæmlega sama hætti og nú. Sá ótti reyndist ástæðu- laus eins og reynslan sannar. íslendingar verða vitaskuld að tengjast öðrum þjóð- um og hafa alla burði til að standa þar jáfnvígir án þess að glata tilveru sinni og þjóðemi. Ef einhveijir erlendir aðilar hafa áhuga á að fjárfesta á íslandi skerðir það ekki hár á höföi fullveldisins en yrði þvert á móti blóð- gjöf fýrir bágborið atvinnulíf. Það eru sömuleiðis sterk- ar líkur á að kjör og kaup á vinnumarkaði muni í fram- tíðinni vaxa til samræmis við það sem þekkist í sam- keppnis- og samstarfslöndum. Að minnsta kosti ef við viljum vera samkeppnisfærir um vinnuafl. Á sama tíma opnast nýjar dyr fyrir íslendinga til náms og starfa annars staðar, tollmúrar falla niður á afurðum okkar og tengsl okkar við Evrópu styrkjast í formi umsvifa, samskipta, tekna, frjálsræðis og ferða- laga. í raun og veru má halda því fram að það gjald, sem við greiðum fyrir að ganga að mörkuðum og möguleik- um Evrópusamstarfsins, sé hlægilega lágt. Árangur okkar í samningum við EB er ótrúlega góður, úr því að við á annað borð vildum ganga þessa braut. Stórt mál er í höfn. Næst er að vinna úr því. Ellert B. Schram „Þeir Bush og Jeltsín njóta þess báðir að gera stóra hluti í utanríkismálum ... “ - Frá undirritun samnings um fækkun kjarnavopna. Simamynd Reuter Marklítið plagg Hugsunarháttur kalda stríðsins lifir enn góðu lífi meðal þeirra sem telja sáttmála þeirra Bush og Jelts- íns um kjamorkuafvopnun eitt merkasta mál síðasta árs. Ef Sovét- ríkin væru enn viö lýði sætti þessi sáttmáli undrum og stjórmerkjum. En Sovétríkin eru hðin undir lok, og kalda stríðinu er lokið, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Margir sakna þess. í þá daga var aht í fóstum skorðum, engin þjóð- emishyggja eða ólga, menn vissu alveg að hverju þeir gengu. En sáttmálinn, sem þeir Bush og Jeltsín gerðu, hefði verið óhugs- andi á þeim tíma. í honum felst í raun og vem að leifar Sovétríkj- anna afsala sér jafnrétti á við Bandaríkin í vígbúnaði. Þeir Bush og Jeltsín njóta þess báðir aö gera stóra hluti í utanríkismálum og hvaö Jeltsín varðar hefur hann sýnt að hann er enn í aðstöðu til að tala við Bush sem jafningi. En völd Jeltsíns hafa verið svo skert á síðustu mánuðum að ekki er í rauninni ljós hver það er sem held- ur vaidataumunum í Moskvu. Afturhaldsöflin vinna stöðugt á og meðal þeirra og rússneskra þjóðemissina er mikil óánægja með sáttmálann. Jeltsín hefur varla starfhæfan meirihluta á þingi en án meirihluta þar er sáttmáhnn dauður og ómerkur. Start I og II Start fi sáttmáhnn, sem undirrit- aður var, þýðir að kjamavopnum verður fækkað um tvo þriðju á næstu tíu áram. Allt gott er um þaö að segja, annað en að það er ófram- kvæmaniegt. Rússar hafa ekki nein tök á því að eyða öhum þessum kjamavopnum hjálparlaust og enn stendur á loforðum Bandaríkja- manna um aðstoð th þess. En fleira kemrn- tíl. Start II er framhald af Start I samningunum, en þeir samningar hafa enn ekki verið staðfestir á þingi Úkraínu, Kjallariim Gunnar Eyþórsson fréttamaður Kazakhstans eða Hvíta-Rússlands. Ahs óvíst er hvort Start n verður samþykktur á rússneska þinginu. Undirritunin gerir Bush forseta kleift að láta af völdum með þennan sýndarsigur sem sitt „sveins- stykki" á forsetastóh. Það kann að vera honum huggun gegn ósigrin- um fyrir Clinton. En þessari gífur- legu afvopnun fylgir lika sú hætta að eitthvað af þessum vopnum komist í hendur þriöja aðila, jafn- vel herskárra ríkja í þriðja heimin- um. Úkraína Það var Rússland sem gerði sátt- málann fyrir hönd allra kjamorku- velda Samveldisins, en það er ekki gefið mál að hin ríkin stanch við sinn hlut. Umsamið var að Úkra- ína, Kazakhstan og Hvíta-Rússland afhendi sín kjamavopn Rússlandi, þau þrjú undirriti síðan sáttmál- ann um bann við útbreiðslu kjamavopna og verði kjamorku- vopnalaus lönd. Þetta á eftir að samþykkja á þjóð- þingum þessara ríkja og ahs óvíst að þetta gangi eftir. Úkraína sér- staklega er treg til samstarfs. Með þvi aö samþykkja að afhenda öh sín kjamavopn th Rússlands afsal- ar hún sér þeirri sterku samnings- aðstöðu sem Úkraínumenn hafa gagnvart Rússlandi. Án kjama- vopna yrði Úkraína ekki í aðstöðu th að ná hagstæðum samningum um fjölda ágreiningsmála við Rússa og því draga þeir máhð á langinn. Úkraína ein gæti komið í veg fyrir að Start tvö komist th framkvæmda, en þaö sama gæti rússneska þingið gert. Margir Rússar harma nú hrun risaveldis síns sem Sovétríkin vom og þykir sáttmálinn auðmýkjandi. Pravda, málgagn íhaldsafla og þjóðemissinna, segir að sáttmálinn sé aht of hagstæður Bandaríkjun- um. Það er langt í land að hann skih nokkrum raunhæfum árangri og Start fi er engan veginn þau tímamót í kjamorkuvígbúnaði sem af er látið. Gunnar Eyþórsson „Margir Rússar harma nú hrun risa- veldis síns sem Sovétríkin voru og þyk- ir sáttmálinn auðmýkjandi. Pravda, málgagn íhaldsafla og þjóðernissinna, segir að sáttmáhnn sé allt of hagstæður Bandaríkjunum." Skoðanir armarra Hverffái sitt „Við mér blasir umfram annað í þessum heimi að lýðurinn í lýðræðsiríkjum Vesturlanda firrist leiðtoga sína. Hann er óleiðitamur, leiður á flokka- skipuninni og foringjunum.... Ég hef sagt í gamni og alvöru, að nú séu skhyrði th þess að skrýtin sam- tök bjóði fram og fái menn á þing. Svínfellingar, Hundavinafélagiö?! Hver veit hvað. Stundum höfum við íslendingar verið að bisa við að koma því að hjá okkur sem afgangurinn af veröldinni er orðinn hundleiður á. Erum við ekki nokkuð seinir fyrir með sölu ríkiseigna sem sumir nefha því leiðinlega nafni einkavæðingu? Gísh Jónsson kennari í Mbl. 7. jan. Þeir tímar eru liðnir „Þegar borgarstjóri mælti fyrir fiárhagsáætlun borgarinnar, skehti hann skuldinni á afhám aðstöðu- gjalds og sá fagnandi framsóknarmenn í hveiju homi, sem vhdu gera Reykjavíkurborg aht th bölv- unar. Þaö er hvorki Reykvíkingum né öðmm lands- mönnum th góðs að einfalda málin með þessum hætti. Reykjavíkurborg getur aldrei vænst þess að byggja afkomu sína og sérstöðu á veltusköttum, sem ganga ekki í opnu hagkerfi. Það er thgangslaust að hlskast við Framsókn vegna þess máls. Hitt er ljóst að þeir tímar em hðnir að borgin geti stráð um sig peningum th þarfra verkefna og óþarfra. Versnandi fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar er auðvitað ekkert fagnaðarefni og forustumenn borgarinnar þurfa að ganga að sínum verkum með breyttu hugarfari og spha úr minnkandi fjármunum eins og önnur sveit- arfélög hafa löngum þurft að gera.“ Úr forystugrein Tímans 7. jan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.