Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1993, Síða 8
8
FÖSTUDAGUK 15. JANÚAR 1993.
Útlönd
Hættiíflokki
jafnaðarmanna
vegna kynferð-
Mariko Mitsui, borgarráðsmaö-
ur fyrir Jafhaðarmannaflokkinn
í Tokyo, heiur sagt af sér og sagt
sig úr flokknum vegna kynferðis-
legrar áreitni af hálfu flokks-
manna. Hún sagði að karlmenn í
flokknum heiðu káfaö á lærum
sínum og iendum og sagt að karl-
ar væru konum æðri.
Mariko hefur um árabil barist
fyrir jafnrétti kynjanna í Japan.
Hún sagði við afeögnina að engin
von væri. tii að jafnaöarmenn
tækju í alvöru upp baráttu fyrir
jafnrétti. Þvi sæi hún enga
ástæðu til að starfa meö þeim
iengur.
Lockerbie-
tilræðið
skipulagtí
Bandaríkjunum
Fyrrum sækruliðaforingi frá
Líbanon segir í viðtali að liðs-
menn Palestínumannsins Ahmed
Jibril hafi staöið fyrir sprenging-
unni í Pan Am þotunni yfir Loc-
kerbie i Skotlandi árið 1989. For-
ingjnn segir aö tilræðið hafi verið
skipulagt í Bandaríkjunum og að
hvorki Líbíumenn né Sýrlend-
ingar hafi komið þar nærri.
Foringinn, sem þekktur er und-
ir nafninu Tunyab, segir að maö-
ur að nafni Khaiid Jaafar hafði
imniö verkiö og að hann hafi far-
ist meö þotunni. Hann tilheyrði
'flokki islamskra bókstafstrúar-
manna vestra.
Norskur hval-
fangari mótmæl-
irhvalveiðum
Ivan Nötnes, fyrrum hvaiveiði-
maður í Norður-Noregi, hefur
fengið nokkra mektarmenn til aö
skrifa undir bréf til norksu ríkis-
stjórnarinnar þar sem hvaiveiö-
um er mótnæli.
Meðal þeirra sem skrifa undir
er skipakóngurinn Knut Kloster,
sem kunnur er fyrir áhuga á nátt-
úruvemdamálum. Hann kostaði
ferð vfldngaskipsins Gaiu vestur
um haf síöasta sumar.
Ivan segir að ráðherrar í stjóm-
inni geti ekkert ákveöiö af viti
um hvaiveiöar því þeir þekki
ekkert til málsins.
ÚflynjanYlfa
dæmdtildauða
Yfirvöld í Vermalandi í Svíþjóð
hafa fyrirskipað að úlfynjan Ylfa
skuli tekin af lifi við fyrsta tæki-
fáeri. Ylfa hefur farið hamfórum
í skógum Vermalands það sem
af er vetri og drepiö bæði hunda
og kindur.
Náttúrvemdarsamtök hafa
mótmælt dauðadómnum og segja
að Ylfa sé mjög óvenjuleg úlfynja
og verðskuldi því 3íf. Hún er und-
arlega hænd að mönnum og
hræðist þá ekki. Því er hald
sumra að hún hafi alist upp í
mannheimi. Yfla hefur ekki sést
eför að domurinn var kveðinn
upp.
Kennari í fang-
eisifyrirklám
Larry Lane Bateman, kennari
viö virtan eínkaskóla í New
Hampshire i Bandaríkjunum,
hefur veriö dæmdur í fimm ára
fangelsi fyrir að láta nemendum
í té klámmyndir og að fá þessa
sömu nemendur tfl að ieika í
klámmyndum.
NTB, TT og Reuter
;f éf l
Poul Schlliter fer til Danadrottningar í dag og segir af sér:
Ryk undir gólfteppi
varð honum að falli
- laug að þinginu og biðst lausnar frekar en að vera hrakinn úr embætti
Poul Schluter forsætisráðherra var hress i bragði þegar hann boðaði afsögn sína í gær. Hann á þó vart afturkvæmt
í dönsk stjórnmál eftir að hafa leitt fimm rikisstjórnir á rúmum tiu árum. Hann hefur lengst af verið í minnihluta
en tekist að sigla milli skers og báru og halda velli. símamynd Reuter
„Ég skil ekki þessa niðurstöðu
hæstaréttardómarans. Ég kannast
ekki viö annað en aö hafa greint satt
og rétt frá en samt er þessi niður-
staða ekki heppileg ef ég á að sitja
áfram,“ sagði Poul Schlúter, forsæt-
isráðherra Dana, þegar hann til-
kynnti fréttamönnum að í dag gengi
hann á fund Margrétar II drottningar
og bæðist lausnar.
Orðin, sem urðu Schlúter að falh,
sagði hann í frægri þingræðu 25.
apríl árið 1989. Þá var svokallað tam-
ílamál komiö í hámæli og forsætis-
ráðherrann sagði þingmönnum „að
engu ryki hefði verið sópað undir
gólfteppið" í málinu.
Nú tæpum þremur árum síðar er
búið aö fletta teppinu upp og í ljós
komiö að þar var ryk. Málið snýst
um hvort Schlúter vissi þegar hann
flutti ræðuna að embættismenn í
dómsmálaráðuneytinu hefðu með
atfylgi dómsmálaráðherrans, Eriks
Ninn-Hansen, komið í veg fyrir að
ættingjar innflytjenda af ættflokki
tamíla frá Sri Lanka gætu komið til
Danmerkur þrátt fyrir að dönsk lög
kvæðu skýrt á um þennan rétt.
Mogens Hornslet hæstaréttardóm-
ara var falið að rannsaka málið og
hann komst að þeirri niðurstöðu að
Schlúter hefði vitað um brot ráðherr-
ans í meira en mánuð áður en hann
flutti „gólfteppisræðuna" og neitaði
allri vitneskju.
Skýrsla dómarans var birt i gær.
Hún tekur yfir sex þúsund blaðsíður
enda er um að ræða eitt umtalaðasta
stjórnmálahneyksh í síðari tíma
sögu Damnerkur.
Schlúter neyðist nú til að segja af
sér vegna þess að hann nýtur ekki
lengur stuðnings miðjuflokka á þing-
inu sem undanfarin misseri hafa
varið stjórn hans og Vinstri flokksins
falli. Ritzau
Bandaríkin senda hundruð hermanna til Kúveits:
Loftvarnaf laugar íraka
komnar í viðbragðsstöðu
Bandaríkin sendu mörg hundruð hermenn til Kú-
veits í gær til að sýna stjórnvöldum í írak að þau
komist ekki upp með neitt múður.
„Við erum að fara í æfingabúðir en veröum tilbún-
ir þegar við verðum beðnir um aö gera annaö,“ sagði
Wesley Clark, yfirmaður herfylkisins.
Bill Clinton, verðandi forseti Bandaríkjanna, var
ómyrkur í máh í gær þegar hann andmælti frétt
þess efnis að hann ætlaði aö rétta Saddam Hussein
Iraksforseta sáttahönd. „Ég hef alls ekki í hyggju að
koma á eðlilegum samskiptum við hann.“
Tareq Aziz, aðstoðarforsætisráðherra íraks, sagði
aö árásimar á miðvikudag hefðu verið „svívirðileg-
ar“. Brent Scowcroft, öryggismálaráðgjafi Banda-
ríkjaforseta, sagði að aöeins helmingur átta skot-
marka hefði eyðilagst.
Aziz ítrekaði að írakar hefðu gefið eftir í tveimur
veigamestu deilumálunum en sagði að stjórn sín við-
urkenndi ekki loftferðabannsvæðin í noröur- og suð-
urhluta íraks sem eiga að vernda Kúrda og síta fyr-
ir árásum stjómarhersins. írakar munu því hætta
að fara yfir landamærin inn í Kúveit til að ná þar í
hergögn frá því í Persaflóastríðinu og flugvélum SÞ
verður leyft að fljúga yfir írösku landi.
íraska sjónvarpið sýndi myndir af reiðum mann-
fjölda með hkkistur og með byssur á lofti í borginni
Basra í sunnanverðu landinu. Talsmaður hersins
sagði aö ratsjár loftvamailauganna hefðu ekki verið
í gangi þegar loftárásimar vom gerðar. „En núna
eru loftvamabyssumar í viðbragðsstööu og tilbúnar
að mæta hvaðq árás sem er,“ bætti hann við. Reuter
Saddam Hussein íraksforseti hefur hvatt tii þess að ráðist
verði á allar erlendar hervélar í íraskri lotthelgi. Teikning Lurie
Damnörk:
Arftakann
skortir per-
sónutöfra
Ólíklegt þykir aö stjórn
danskra íhaldsmanna haldi velli
þegar Paul Schlúter er farinn frá.
Arftakinn, Henning Dyremose
íjármálaráðherra, nýtur virðing-
ar fyrir dugnað og vönduð vinnu-
brögð en hann skotir persónu-
töfrana sem hafa fleytt Schlúter
lengst. Dyremose þarf að sýna
sömu lipurðina og Schlúter hefur
sýnt á löngum ferli.
Víst er þó að Schlúter vonast
til að Dyremose geti sest í sæti
hans. Uffe Elieman Jensen utan-
ríkisráðherra er hugmyndinni
ekki fráhverfur en stjóm íhalds-
manna og Vinstri flokksins er í
minnihluta á þingi og varin van-
trausti, m.a. af Radikale Venstre.
Þar á bæ hafa menn hug á að
söðla um.
Allt er þvi í óvissu í dönskum
stjómmálum þessa stundina.
Jafnaðarmenn hafa hug á kosn-
ingum og gera sér vonir um auk-
ið fylgi. Fari svo gæti Poul Nymp
Rasmussen orðið næsti forsætis-
ráðherra. Jafnaðarmenn hafa
verið utan stjómar í rúman ára-
tug og hafa því fullan hug á að
komastívaldastóla. Ritzau