Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1993, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1993, Side 17
FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1993. FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1993. Iþróttir Iþróttir Rögnvaldur íStjörnuna Rögnvaldur Rögnvaldsson, fyrrum leikmaður meö Breiða- bliki í knattspymunni, er geng- inn til liðs við 2. deildar lið Stjörn- unnar. Hann er 27 ára gamall sóknarmaöur, hefur leikið 31 leik með Breiðabliki í 1. deild og skor- að 4 mörk. Hann fór til Hauka á miðju síðasta sumri og lék með þeim í 3. deildinni út tímabilið. -VS Landsliðskona íLeiftur Helgi lónsson, DV, Ólafefixði María Magnúsdóttir, fyrrum iandsliðskona á skíðum, hefur ákveðið að keppa fyrir I.eiftur í vetur en hún hefur d valið á Ólafs- firði að undanförnu ásamt Klem- ens Jónssyni, unnusta sínum, og stundað vinnu þar. María sagði sig úr skíðalandsliðinu í fyrra og hafði ráðgert að taka sér fri frá æíingum og keppni í vetur. Steffánvekur athyglivestanhaffs Stefán Þór Stefánsson, ungur piltur sem lék um skeið með ÍR í 2. deildinni í knattspyrnu, hefur vakið nokkra athygli í leikjum meö háskólaliði Methodist í Bandaríkjunum. Fyrir skömmu var nokkuð fjaliaö um það í myndum og máli þegar Stefán lék með andlitsgrímu eftir að hafa nefbrotnað, og skoraði tvö mörk í 3-0 sigri Methodist á Greens- boro. Talað var um sæta hefnd þvi Stefán nefbrotnaöí einmitt í ieik gegn sama liði skömmu áður. -VS Úrval-Útsýn kynnirHM-ferð Úrval-Útsýn gengst fyrir hóp- ferð á heimsmeistarakeppnina í handknattleik sem frem fer í Sví- þjóð 9.-20. mars. Ferðaskrifstofan býöur upp á tvo valmöguleika. Annars vegar að fylgjast með allri úrslitakeppninni og hins vegar að fylgjast með milliriðlum og úrslitunum, Kynningarfundur verður haldinn mánudaginn 18. janúar klukkan 20 á skrifstofu .Úrvais-Útsýnar að Álfabakka 16. Góðurárangur hjá skotmönnum Um síðustu helgi kepptu skammbyssuskotmenn á móti í Lúxemborg og var keppt í þremur mótum í loftskammbyssu. Ólafur P. Jakobsson varð í 9. sæti með 567 stig sem er aðeins þremur stigum frá ólympiulágmörkum fyrir leikana 1996. Hannes Tóm- asson varð 20. með 556 stig, -GH Afturelding vann Tveir leikir voru i 2. deíld karla í handboltanum í gærkvöldi. Aft- ureiding sigraði HKN, 24-23, og Grótta lagði Fjölni aö velli, 23-19. -GH FH-ingar og Valsmenn gefa ekkert eftir: Engin eftirgjöf Körfuknattleikur: Joe Wright með annan stórleikinn Skotlandsferðin vó þungt í lokin - sagði liðsstjóri Skallagríms eftir sigur á Snæfelli „Það var barátta í þessu eins og alltaf þegar þessi lið eigast við. Ég tel að Skotlandsferðin hjá okkur fyrir áramótin hafi vegið þungt í lokin og til að mynda lék Gunnar Þorsteins- son alla leikina þar úti og það skilaði sér svo sannarlega hjá honum í þess- um leik,“ sagði Hans Egilsson, liðs- stjóri Skallagríms, eftir mikilvægan sigur Borgnesinga á Snæfelli í Borg- amesi í gær og spennan í B-riðli er orðin mögnuð. Eftir að gestimir höfðu skorað fyrstu 4 stigin í leiknum gerði Skalla- grímur næstu 10 stigin og leiddi mestallan fyrri hálfleik meö þetta 3-5 stigum. Þegar 12 sekúndur voru eftir komst Snæfell yfir en Birgir Mikaels- son átti lokaorðið á lokasekúndunni. Henning Henningsson skoraði fyrstu 7 stigin í síðari hálfleik fyrir Skailagrím en Snæfell náði að jafna metin eftir 6 mínútna leik. Um miðj- an hálfleikinn vom Borgnesingar komnir með 11 stiga forskot en eftir að Alaxender Ermolinskij fór út af meö 5 villur söxuöu Snæfellingar á niður í 4 stig en síðan ekki söguna meir. Bilið breikkaði aö nýju og heimamenn tryggðu sér sanngjarnan og öuggan sigur. Gunnar Þorsteinsson var nú í byrj- unarliði Skallagríms í fyrsta sinn í vetur og stóö sig mjög vel en annars var liösheildin mjög jöfn hjá liðinu. í liði Snæfells var Bárður Eyþórsson yfirburöamaður. -EP-Borgarnesi/GH Spilar enginn þessara leikmanna með Víkingi i sumar? Frá vinstri: Aöal- steinn Aðalsteinsson sem genginn er í Völsung, Atli Helgason er sterklega orðaður við Val, Helgi Sigurðsson er á leið I Fram, samkvæmt öruggum heimildum DV, og Helgi Bjarnason er orðaður við Fylki. DV-mynd GS - landsliðsmenn FH og Vals fara ekki á Lotto Cup Enn er allt við það sama í hat- rammri deilu FH og Vals annars veg- ar og mótanefndar HSÍ hins vegar vegna deilna um neitun á frestun á leikjum Vals og FH í 1. deildinni í fyrrakvöld í tengslum viö Evrópu- leiki félaganna. Forráðamenn félag- anna neita enn alfarið aö gefa lands- liðsmenn sína lausa á alþjóðlegt mót, Lotto Cup, sem fram fer í Noregi um næstu helgi. í gærkvöldi var haldinn formanna- fundur hjá HSÍ þar sem formenn allra handknattleiksdeilda í 1. deild hittust og ræddu meðal annars um framangreint mál. Valsmenn og FH- ingar afhentu formanni landsliðs- nefndar bréf eftir fundinn þar sem sagði að leikmenn félaganna myndu ekki fara með landsliðinu til Noregs. Fundarmenn samþykktu samhljóða áskorun til Vals og FH að endurskoða afstöðu sína. Formenn handknatt- leiksdeilda FH og Vals ákváðu að fenginni þessari áskorun að fara aft- ur með málið fyrir stjórnir sínar án nokkurra skuldbindinga um breytta ákvörðun og þannig stendur málið. Þorbergur Aðalsteinsson á stærst- an þáttinn í því að íslenska landslið- inu var boðið á Lotto Cup. Notfærði hann sér kunningsskap og aðrar fær- ar leiðir til þess að tryggja landslið- inu þátttökurétt á mótinu. Það verö- ur því varla gaman fyrir hann aö mæta meö b-landslið íslands á mótiö. -SK Martin Schwalb átti mjög góðan leik með Wallau Massenheim gegn FH i Þyskalandi og skoraði 7 mörk. Hvað gerir hann í Kaplakrika? FH og Valur leika síðari leiki sína á Evrópumótunum: Ekkert útilokað Þaö veröur á brattann aö sækja fyrir lið FH og Vals þegar þau leika gegn Wallau Massenheim og Tusem Essen í síðari leikjum sínum á Evrópumótunum í handknattleik. FH-ingar þurfa að vinna upp sex marka tap gegn Wallau en Vals- menn 9 marka tap gegn Essen. Þýskum félagsliðum hefur oft vegnaö illa á úti- völlum og fái íslensku liðin góðan stuðn- ing er ekki útilokað að slá þýsku liðin úr keppni. Eigum möguleika „Ég tel möguleika okkar á að vinna þennan mun upp alveg fyrir hendi. Til þess þurfum við að sýna jafn góðan leik og í fyrri hálfleiknum gegn Stjörnunni og þá þurfum við að fá öflugan stuðning frá áhorfendum," sagði Kristján Arason, þjálfari og leikmaður FH-inga. „Ég tel að við mætum þeim á góðum tímapunkti. Þeir hafa verið heldur á nið- urleið og 9 marka tap gegn Grosswall- stadt í fyrrakvöld sýnir að liðið getur dottið niður á lágt plan. Við þurfum að ná upp jafnsterkri 6:0 vörn og gegn Ystad og það verður okkar sterkasta vopn ásamt hraðaupphlaupunum.“ Komum Essen á óvart „Það er alveg ljóst að við verðum að taka sénsa í leiknum gegn Essen. Við ætlum að koma þeim á óvart og verðum að gera það ætli okkur að takast að slá þá út úr keppni. Við verðum að ná að keyra upp hraðann strax í byrjun og náum við 3-5 marka forskoti í fyrri hálfleik er ég sann- færður um að okkur tekst að vinna þennan mun upp,“ sagði Valdimar Grímsson. „Ég tel okkur vera með betra lið þrátt fyrir 9 marka tap í fyrri leiknum. Okkar takmark er að vinna leikinn og fara áfram og ég tel þetta verkefni mjög skemmtilegt. Stuðningur áhorfenda er mikilvægur og ég vona að þeir mæti og styðji við bakið á okkur.“ Bæði félögin verða með forsölu. FH- ingar í Kaplakrika frá klukkan 16-22 í dag og 10-16 á laugardag í Kaplakrika. Forsala Vals verður í Valsheimilinu og í Hummelbúðinni. -GH Joe Wright, nýi leikmaðurinn i liði Breiðabliks, átti stórieik í gærkvöldi gegn Haukum og skoraði 52 stig. Hann hefur skorað 107 í tveimur fyrstu leikjum sínum með UBK. DV-mynd GS Nýi leikmaðurinn hjá Breiðabliki, Joe Wright, heldur áfram að gera góða hluti þótt ekki hafi hann enn unnið leik með liöi sínu í úrvalsdeildinni. í gærkvöldi unnu Haukar Blika í Hafnarfirði með 104 stigum gegn 97 og skoraði Wright 52 stig í leiknum eða liðlega helming stiga Breiðabliks. Joe Wright var sérstaklega í stuði í fyrri hálfleik en þá skoraði hann 33 stig og Blikar höfðu yfirhöndina í leikhléi, 48-54. Haukar mættu mjög grimmir til leiks í síð- ari hálfleik og Wright hafði þá hægar um sig. Haukarnir voru einfaldlega of sterkir fyrir Blikana í síöari hálfleik og léku oft skínandi vel. Blikar komu þó á óvart og höfðu til að mynda yfirhöndina, 83-76, þegar nokkuð var liðið á síðari hálfleikinn. í liði Hauka kom Bragi Magnússon sérstak- lega á óvart en hann átti mjög góðan leik. John Rhodes átti ekki góðan leik, hefur oftast leikið betur og hitti afleitlega úr vítaskot- um. Lið Breiðabliks virðist vera að eflast þessa dagana þótt varla dugi það til að liðið haldi sæti sínu í úrvalsdeildinni. Er reyndar hægt að fuilyrða að liðiö falli i 1. deild og í reynd virðist liðið eiga þar heima. Joe Wright hefur haft mikil áhrif á leik liðsins og er mikill yfir- burðamaður í liðinu. Aðrir leikmenn liðsins standa honum langt að baki. -SK/-RR - dugði þó Blikum ékki Samvinna Hafnarfjarðar og Garðabæjar: Risaskemma á bæjarmörkum - verið að kanna byggingu 9 þús. fermetra skemmu Hafnarfjarðabær og Garðabær hafa í samvinnu við FH og Stjöm- una verið að kanna möguleika á að reisa í sameiningu skemmu sem myndi hýsa knattspyrnuvöll í fúliri stærð. Þetta yrði mannvirki upp á 9 þúsund fermetra þar sem grunn- flöturinn yrði 110x80 metrar og hæðin nálægt 20 metrum og gert fyrir áhorfendarými fyrir um 2 þúsund manns. Áætlaður kostnað- ur við byggingu slíkrar skemmu er um 250 milljónir króna og hefur verið rætt um staðsetningu hennar í hrauninu fyrir ofan æfingagras- völhnn í Kaplakrika en þar hggja einmitt landamörk bæjarfélag- anna. í fyrstu er ráðgert að undirlagið verði möl og í framtíðinni gæti komið til greina að leggja gervigras og myndi mannvirkið geta nýst knattspymumönnum, svo og fijálsíþróttafólki, auk þess sem hægt væri að nýta húsið á margvís- legan hátt. Nokkuð er síðan nefnd var skip- uð frá fulltrúum beggja kaupstað- anna til að kanna ítarlega hvort grundvöllur væri fyrir byggingu sem þessari. Samkvæmt heimild- um DV er mikill vilji hjá báöum aðilum að hrinda þessu í fram- kvæmd en ekki hefur enn verið tekin endanleg afstaða hvort svo verði eða hvenær. Hugmynd þessi varð fyrst til hjá FH-ingum. Þeir telja gervigrasvöll utanhúss ekki leysa vandann sem fylgir því aö þurfa að stunda og æfa íþrótt sína í vetrarveðrum. Þeir segja að vindurinn og kuldinn geri knattspyrnumönnum hérlend- is lífið leitt og með tilkomu innan- hússknattspymuvallar í fullri stærð myndi algjör bylting eiga sér stað. -GH Helgi Sig. í Fram? - Atli Helgason, fyrirliði Víkings, í Val? Samkvæmt mjög áreiðanlegum heimildum DV hefur Víkingurinn Helgi Sigurðsson ákveðið að leika með Fram og hyggst skipta um félag á næstu dögum. Helgi er aðeins 18 ára gamall og án efa einn efnilegasti leikmaðurinn hérlendis um þessar mundir. Hann lék mjög vel með Víkingum á síðasta tímabih og skoraði 10 mörk. Helgi hefur ekki enn skrifað undir félagaskiptin og ekkert er öruggt fyrr en þaö hefur gerst. Heimildir DV herma einnig að fleiri leikmenn kunni að vera á fömm frá Víkingi. Atli Helgason, fyrirliði Víkinga á síð- asta keppnistímabili, er sterklega orðaður við Val og hefur átt í viðræö- um við Valsmenn. Þá er Helgi Bjarnason orðaður við Fylki. Sam- kvæmt heimildum DV fer það mikið eftirþvíhvortGuðmundurSteinsson . og Atli Einarsson verða áfram í Vík- ingi hvort Atli Helgason fer í Val eða ekki. Einn leikmanna Víkings sagði í samtah við DV í gærkvöldi: „Leik- menn eru að ræða framtíðina þessa dagana og það skýrist á næstu dögum hvað verður. Annaðhvort fer enginn leikmaður frá félaginu eða það fara allir.“ -SK/-GH NBA-deiIdin í nótt: Malone magnaður - skoraöi 38 fyrir Utah gegn Seattle Karl Malone tryggði Utah sigur fyrir Sacramento. á Seattle, 96-89, í stórleik NBA- Portland þurfti framlengingu deildarinnar í körfuknatöeik í nótt. gegn Miami en vann loks með 11 Hann skoraði 38 stig, þar af 27 í stigum. Terry Porter skoraði 32 síöari hálfleik og flmm í lokin. fyrii' Portland en Haroid Miner 20 Mark Eaton hjá Utah blokkaði sitt fyrir Miami. 3.000. skot í leiknum og aðeins SA Spurs vann sinn fimmta leik Kareem Abdul Jabbar hefur gert í röð og Dale Ellis gerði 26 stig í betur i sögu deildarinnar. Shawn Milwaukee. Frank Brickowski Kemp skoraði 15 stig fyrir SeatUe. skoraði 18 fyrir Milwaukee. Úrslit í nótt urðu þessi: Dominique Wflkins er kominn Utah - Seattle....... 96-89 aftur í gang með Atlanta og skoraöi Sacramento - Phoenix.104-114 26 stig gegn Detroit. Orlando Wo- Portland - Miami....104-93 olridge skoraði 23 fyrir Detroit. LA Clippers - LA Lakers.105-102 Clippers haiöi betur í nágranna- Atlanta - Detroit....108-91 slagnum viö Lakers. Danny Mann- Houston - Charlotte..114-102 ing skoraði 19 íVrir Clippers en Milwaukee - SA Spurs. 93-108 Sam Perkins 16 fyrir Lákers. Phoenix vann enn og Richard Robert Horry skoraði 26 stíg og Dumas of Dan Majerle skoruðu 23 Vernon Maxweli 25 fyrir Houston stig hvor en Wayman Tisdale 21 enDeliCmry21fyrirCharlotte.-VS Fylkismaður fagnarí Framheimilinu Þorsteinn Þorsteinsson, for- maður knattspyrnudeildar Fylk- is, veröur fertugur á laugardag- inn. Shkt er auðvitað ekki í frá- sögur færandi nema fyrir þær sakir að formaðurinn ætlar að bjóða til veislu í félagsheimili Framara í Safamýri. : FylMsmenii segjast ekki vera að leggja Fram undir sig en þeirra heimili hafi verið upptekið. Veisl- an stendur frá kl. 17-20. -SK Haukar (48) 104 UBK (54) 97 4-9, 24-24, 41-42, (48-54), 56-65, 83-76, 96-87,104-97. Stig Hauka: Rhodes 24, Bragi 23, Pétur 20, Jón Amar 17, Jón Örn 14, Tryggvi 2, Sigfús 2, Sveinn 2. Stig UBK: Wright 52, Hjörtur 16, Grissom 15, Brynjar 5, Egill 5, ívar 2, Björn 2. 3ja stiga körfur: Haukar 7, Breiöabiik 4. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Jón Bender, slakir. Áhorfendur: Um 150. Maður leiksins: Bragi Magnús- son. SkaUagr. (41) 83 Snæfell (40) 72 4-4, 14-10, 22-17, 29-26 (41-40), 48-47, 57-53, 68-57, 70-66, 76-66, 83-72. Stig Skallagríms: Ermolinskij 20, Henning 14, Gunnar 14, Birgir 14, Skúli 12, Elvar 7, Þóröur 2. Stig Snæfells: Bárður 22, Lopez 19, Kristinn 16, ívar 5, Henning 4, Rúnar 4, Sæþór 2. Fráköst: Skallgr. 33, Snæfell 26. 3ja stiga körfur: Skallgr. 4, Snæ- fell 4. Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Leifur Garðarsson, ágætir. Áhorfendur: 500. Maður leiksins: Gunnar Þor- steinsson, Skallagrími. GOLF - GOLF-GOLF Ein vika á Madeira á hót- eli við sjóinn. 350 ensk pund fyrir tvo. Hafið samband við Hörpu Hauksdóttur, sími 91-24595 eðafaxnr. 91-17175.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.