Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1993, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUK 18. JANÚAK 1993. Fréttir Nýstárleg sorpeyð- ingarstöð í Eyjum - orka brennslunnar nýtt til húshitunar Ómar Garðaræan, DV, Eyjum: Á fóstudag var vígð ný sorpeyðing- arstöð í Vestmaxmaeyjum og leysir hún af hólmi mjög ófullkomna sorp- brennslugryfju sem aldrei fékk starfsleyfi. Nýja stöðin er í 630 fer- metra húsnasði á nýja hrauninu og var heildarkostnaður við hana um 130 milljónir króna. Sjálf sorp- brennslan er norsk, framleidd af Norsk Hydro, en aðrir þættir verks- ins voru að mestu í höndum inn- lendra aðila. Auróra Friðriksdóttir, tormaður heil- brigðis-, umhvertis- og náttúru- vemdarnefndar Vestmannaeyja, og Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri viö vígsluna. Hin nýja sorpeyðingarstöð Vestmannaeyinga er í 630 fermetra húsnæði í nýja hrauninu. DV-myndir ÓG Stöðinni er ætlað að eyða öllu því lega 1000 gráða hita og að sögn Guð- upp um 200 hús í bænum. Það er um brennanlega sorpi sem fellur tU í jóns Hjörleifssonar bæjarstjóra er 10-12% af heildarorkuþörf bæjarins Eyjum á ári, eða á fjórða þúsimd gert ráð fyrir orkan, sem fæst við en þetta er fyrsta skipti sem sorp er tonnum. Sorpið er brennt við tæp- brennslu sorpsins, nægi til að hita notaðtilorkuframleiðsluhérálandi. Tjón á Njálsgötu 54 í fyrrinótt: Eldur kviknaði í mannlausu íbúðarhúsi Talsverðarskemmdirurðuafvöld- talinn hafa verið í húsinu þegar eld- er kjallari, hæð og ris. Þar sem ekki við eldinn í kjallaranum. Enginn um bruna í íbúðarhúsinu að Njáls- urinn kviknaði. var ljóst hvort fólk væri innandyra reyndist vera í húsinu. Rífa þurfti götu 54 skömmu eftir miðnætti að- Þegar slökkvilið kom á vettvang voru reykkafarar sendir bæði inn í upp kjallaragólf og miliiveggi til að faranótt sunnudagsins. Enginn er sást eldur inni í kjallaraíbúð. Húsið risið og á hæðina og ráðist til atlögu komastaðeldinum. -ÓTT gúmmíbjörgunarbát á reki norð- vestur af Skotlandi í gærmorgun. Vitlaust veður var á þessum slóð- um, vestan 10-11 vindstig. Af þeim sökum var ekki hægt að eiga neitt við gúmmíbátiim eða ná honum um borð en táliö var víst að hann væri mannlaus. Skaftafell náði sambandi við Hornaöarðarradió sera kom boð- um tti Slysavarnafélagsins og Landhelgisgæslunnar i Reykja- vík vegna bátsins. Þaðan var boð- um komið tti Skotlands þar sem málið var kannað nánar, Nokkru síðar komu upplýsingar frá Skot- landi um að franskt fiskiskip heföi misst út gúmmíbát á þess- um slóðum í óveðrinu í gær. Því var taliö fullljóst að báturínn sem skipveijamir á Skaftafelli fundu væri þaðan kominn og ekki talin ástæða til að aðhafast frekar. Skaftafell er í siglingum á milli DanmerkurogGrænlands. -ÓTT Reykjanesbrautin: flugstöðinni Jeppi skemmdist á toppi og framenda þegar hann vait á Reykjanesbraut fyrir ofan Kefia- vik á sunnudagsmorgun. Öku- maðurinn, sem var einn í bílnum, missti stjórn á honum í hálku með þeim afleiðingum aö hann fór ut fyrir veg og valt. Ökumað- urinn varð ekki fyrir meiðslum. í Kúagerði missti ökumaður einnig stjórn á biíreið siniú í hálku um helgina og hafnaði hún utan vegar. Þar uröu heldur eng- in meiðsl en bfllinn skemmdist eitthvaö. Færö á Suðumesjum hefur ver- ið frekar þung um helgina. Reykjanesbrautm hefur þó verið rudd en innanbæjar, tti dæmis í Keflavik, hefur færö verið í þyngralagi. -ÖTT í dag mælir Dagfari Að græða á gjaldþroti Dagfari hefur fylgst af athygli með ttiraunum nokkurra góðra manna til að bjarga SH verktökum frá gjaldþroti. Einkum á þaö við Pétur Blöndal en þar hafa líka komið við sögu starfsmenn fyrirtækisins og Sparisjóður Hafnarfjarðar og má segja að maður hafi gengið undir manns hönd í þeirri viöleitni að skera SH verktaka niöur úr snör- unni. Þegar þetta er skrifað er enn óflóst um örlög fyrirtækisins en þaö er þá aðallega vegna þess að bjargvættimir koma sér ekki sam- an um björgunaraðgeröir enda liggur fyrir að þeir vflja allir fá eitt- hvað fyrir snúö sinn. Þetta mál hefur i rauninni gengið út á þaö að bjarga fyrirtækinu frá gjaldþroti gegn því að græða á því. Starfsmenn fyrirtækisins hafa vflj- að fá vinnuna sína aftur og hafa jafiivel verið tilbúnir tti að vinna kauplaust ef það mætti verða. Enda er það rétt hjá þeim að það er betra að starfa launalaust heldur en að starfa alls ekki neitt. Sparisjóður Hafnarflarðar hefur ekki vtijað leysa úr flárhagsvanda SH verk- taka nema fá eitthvað í staðinn og hefur það þá helst beinst að Pétri Blöndal að hann leyfi sparisjóðn- nm að njóta góðs af þeim gróða sem hann ætiar að hafa upp úr krafs- inu. Pétur er hins vegar harður á sínu. Hann segir að ef ekkert gerist muni fyrirtækið fara á hausinn og Spari- sjóðurinn tapa sínu. Það sé betra fyrir Sparisjóðinn að tapa sínu heldur en að tapa fyrirtækinu úr viðskiptum. Þetta er hljómar skyn- samlega því Sparisjóðurinn hefur í rauninni fjármagnað tapið á fyrir- tækinu og Pétur er að bjóöa Spari- sjóðnum að tapa því sem hann hef- ur tapað upp á það að tapa ekki öðru en því sem hann mun tapa hvort sem er. Sparisjóðurinn er hins vegar að blakkmeila Pétur eins og hann seg- ir sjálfur og Pétur kann tila við að vera blakkmetiaður þegar hann er að blakkmetia aðra. Blakkmeti Pét- urs er fólgið í því aö hann vill kaupa fyrirtækið ef núverandi eig- endur gefa honum hlutabréfin sín. Hann vill jafiiframt að Sparisjóður- inn felli niður skuldimar og hann ætiar sér að ná inn nýjum hluthöf- um og segist græða á þessu trans- aktionum að minnsta kosti tuttugu milljónir sjálfur. Það er hins vegar eftir öðru að Sparisjóðurinn vill ekki leyfa Pétri að græða á þessu gjaldþrota fyrir- tæki og vill heldur að fyrirtækið verði gjaldþrota. Sparisjóðurinn er sem sagt svo ósvífinn að vflja inn- heimta skuldir og að fyrirtækið standi í sktium þegar það er öllum Ijóst að rekstur SH verktaka getur ekki haldið áfram nema Sparisjóð- urinn standi undir rekstrinum. Pétur sagði starfsmönnunum frá þessum svörum Sparisjóðsins sem varð tti þess að starfsmennimir héldu mótmælafund í Sparisjóðn- um og niðurstaðan er sú að það er Sparisjóðurinn sem er að gera SH verktaka gjaldþrota. Ekki stjóm fyrirtækisms, þar sem Pétur Blöndal hefur átt sæti, ekki starfs- mennimir, ekki skuldir fyrirtækis- ins eða rekstur þess, heldur déskot- ans Sparisjóðurinn sem neitar að fjármagna tapið áfram og neitar Pétri Blöndal um þá fyrirgreiðslu sem hann þarf á að halda til að græða á gjaldþrotinu. Miðað við öll fyrirtækin, sem hafa orðið fallít að undanfomu og hin sem bráðum verða fallít, er það áleitin spuming hvort ekki eigi að sleppa Pétri Blöndal lausum og gera honum kleift að bjóða í gjald- þrota fyrirtæki og leyfa honum að græða á gjaldþrotunum? í það minnsta ef honum tekst að bjarga gjaldþrotunum með því að allir aðrir tapi á fyrirtækjunum og bankamir gefi eftir skuldir sem hvort sem er em tapaðar. Þá halda starfsmenn vinnu sinni jafnvel þótt þeir fái ekki laun fyrir að vinna. Er ekki takmarkið að draga úr at- vinnuleysi? Hvað er í veginum fyrir því að menn eins og Pétur Blöndal fái aö græða á slíkum björgunaraðgerð- um, ef það tekst að bjarga gjald- þrota fyrirtækjum frá gjaldþrot- um? Enda hefur Pétur sýnt fram á að bankamir græða á því að hann græði á gjaldþrotum því ef hann bjargar ekki gjaldþroti, tapa bank- amir enn meir en þeir tapa ef fyrir- tækið verður gjaldþrota. Það græða sem sagt allir á gjaldþrotum ef rétt er farið í málin! Bankamir geta sagt eins og happ- drættið. Gjaldþrot em vænlegust tti vinnings! Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.