Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1993, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1993, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 1993. 11 Utlönd Leikarinn Guilherme de Padua hefur játað að hafa stungið mótleikkonu sína tólf sinnum með skærum. Simamynd Reuter Játning í brasilíska „sápuóperumoröinu“: Leikkonan var með brókarsótt - sagöimorðinginníjátningufyrirrétti Rannsókn á svokölluðu „sápuó- perumorði“ í Brasilíu er lokið með játningu aðalsakborningsins. Guil- herme de Padua, aðalleikari í sápuó- perunni Af lífi og sál, játaði fyrir rétti að hafa stungið mótleikkonu sína, Danileu Perez, tólf sinnum með skærum þann 28. desember. Morðinginn sagði að sér hefði verið nauðugur einn kostur því leikkonan hefði verið með brókarsótt og sótt það óþægilega fast að komast í bólið með honum. Þar með er botn fenginn í mál sem í þijár vikur hefur verið uppspretta ótrúlegustu sagna meðal almennings í Brasihu. Morðinginn sagði að kona sín þunguð hefði hvergi komið nærri þótt hún hefði áður játað á sig verkn- aðinn. Hún sagðist hafa banað leikkon- unni með skrúflámi en lögreglan tel- ur sannað að skæri hafi verið notuð við verkiö. Nú sagðist hún hafa verið í verslunarmiðstöð í sjö klukkutíma daginn sem morðið var framið en ekkert keypt. Því var lengi trúað að leikkonunni hefði verið fómað við trúarathöfii djöfladýrkenda. Leikarinn og kona hans áttu að vera þar fremst í flokki og sagt var að þau hefðu heitið hvort öðm ævarandi trúnaði með því að láta tattóvera nöfn sín á kynfæri hvors annars. Sápuóperan Af lífi og sál naut óhemjuvinsælda allt þar til hin raun- verulega harmsaga skyggði á hana. Móðir hinnar myrtu var höfundur handritsísápunni. Reuter qífarskóli ÖLAFS GAUKS SÍÐASTA INNRITUNARVIKA Innritun virka daga kl. 14-17 í síma 27015 Skírteinaafhending laugard. 23. jan. kl. 14-17 í skólan- um, Stórholti 16. Kennsla hefst 25. janúar. Vandaóur og spameytinn 5 dyrajeppi Verð frá 1.678.000 kr. Aflmikil 16 ventla vél með beinni innspýtingu, 96 hö. Vökvastýri - vandaður búnaður Gormafjöðrun á öllum hjólum, aksturseiginleikar í sérflokki. Grindarbyggður - auðvelt að hækka bílinn upp. Eyðsla frá 8 lítrum á 100 km. $ SUZUKI **----------- SUZUKI BÍUUt HF SKEIFUNNI 17 . SlMI 685100 ÍSLANDSBANKA Sparileiðir íslandsbanka fœra þérgóða ávöxtun á bundnum og óbundnum reikningum Sparileib 3 gafS, 3 % raunávöxtun á árinu 1992 sem var hœsta raunávöxtun mebal óbundinna reikninga í bönkum og sparisjóöum. ÍSLANDSBANKI - í takt við nýja tíma! Sparíleib 4 er bundinn reikningur sem gaf 6,3% raunávöxtun áriö 1992. Ávaxtaðu sparífé þitt á árangursríkan hátt. íslandsbanki býður fjórar mismunandi Sparileiðir sem taka mið afþörfum hvers og eins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.