Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1993, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1993, Side 14
14 MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 1993. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsíngar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Schliiter hættir Dregið hefur til tíðinda í dönskum stjómmálum. Poul Schliiter forsætisráðherra hefur sagt af sér í kjölfar skýrslu rannsóknardómara, sem komst að þeirri niður- stöðu að Schliiter hefði gert tilraun til að blekkja þingið og gefið því rangar upplýsingar. Schliiter hefur að vísu mótmáelt þessari niðurstöðu en dregur sig engu að síður í hlé af því hann telur ásakanirnir svo alvarlega að hann geti ekki gegnt embætti forsætisráðherra. Poul Schliiter hefur verið forsætísráðherra Dana í tíu ár. Það er langur tími í pólitík og langur valdaferill Schliiters er því merkilegri að hann er formaður íhalds- flokksins sem nýtur ekki fylgis nema fimmtungs dönsku þjóðarinnar og ríkisstjómir Schliiters hafa jafnan verið minnihlutastjómir. Stjómkænska Schliiters og lagni við að ná málamiðl- unum, reynsla hans og persónutöfrar hafa hins vegar fleytt honum yfir allar torfærur og komið honum í þá sterku stöðu að Danir hafa varla getað hugsað sér stjóm án forystu Schliiters. Aðrir stjómmálamenn hverfa í skuggann. Auðvitað hafa aðgerðir ríkisstjóma Pouls Schliiter ekki alltaf verið vinsælar. Sérstaklega hafði hann mót- byr á fyrstu árunum þegar hann var að vinda ofan af velferðarkerfinu og óráðsíunni í Danmörku. Efnahagur Dana var einnig í rúst þegar Schliiter tók við en með seiglu og þrautseigju hefur Schliiter tekist að rétta dönsku skútuna við. Efnahagur Dana er nú allt annar og betri, ríkisfiármál í jafnvægi og uppsveifla í atvinnu- lífi. í tíð Pouls Schluter gengu Danir í Evrópubandalag- ið einir norrænna þjóða og þeir hafa fyrir vikið haft vissa forystu á Norðurlöndum þar sem bæði Schluter og EUeman Jensen hafa verið áberandi. Það er pínlegt og raunar úr fókus að Schluter skuh þurfa að hætta vegna tamílamálsins vegna þess að það er í rauninni lítið mál og ómerkilegt miðað við aðrar ákvarðanir og aðgerðir forsætisráðherrans. Schluter er sakaður um að hafa gefið þinginu rangar upplýsingar um hlut sinn í því máli sem heyrði undir annan ráð- herra og ráðuneytí. Það er fótaskortur sem hefur orðið honum að falli. Það leiðir hugann að því hvort slíkir hlutir geti gerst hér á landi. Hversu oft hafa ráðherrar ekki verið staðn- ir að því að segja rangt til, eða farið með hvíta lygi? Hversu oft hafa ummæh íslenskra ráðherra ekki orkað tvímæhs og tilefhi gefist til rannsókna á staðreyndum? Hvað sem um Schluter má segja og hvað sem hður viðurkenningu á ágæti hans, stendur forsætisráðherr- ann frammi fyrir niðurstöðu rannsóknardómara, sem áfelhst ráðherrann og sakar hann um að fara með rangt mál. Mál þetta snýst um póhtískt siðferði en ekki refsi- verðan verknað eða afglöp í starfi. í Danmörku er það nóg. Honum er ekki stætt lengur. Hér á landi mundu stjómmálamenn seint samþykkja rannsókn á málflutningi sínum. íslenskir stjómmála- menn em ekki siðavandir og raunar er aðhald almenn- ings eða sjálfstæðra rannsókna htið sem ekkert. Em þó tilefhin ærin og auðvitað á að gera kröfur um sið- ferði, heiðarleika og tiltrú til þeirra manna, sem em kjömir forystumenn þjóðar. Fah Poul Schluter er leiðinlegt en lærdómsríkt. Þar fer góður maður fyrir htið en það má Schluter eiga að hann tekur sjálfan sig nógu alvarlega til að játa að hann getur ekki setið undir ásökunum um óheiðarleika. Það mættu fleiri gera. Ehert B. Schram Greinarhöffundur telur ólíklegt aö samdráttur samhliða tilraunum til aö ná niður veröbólgu hvetji stjornmála- menn kosna tíl 4 ára til stórra aðgerða gegn verðbólgunni. Mikilvægi stöðugleikans Hagfræðingar virðast nokkuð al- mennt þeirrar skoðunar að stöðug- leiki í verðlagi sé markmið númer eitt. I vaxandi mæli setja seðla- bankar heims sér það meginmark að halda verðbólgu niðri og í smn- um löndum er það beinlínis hlut- verk seðlabankans. Þannig á seðla- banki Þýskalands að vinna að stöð- ugleika í verðlagi samkvæmt lög- um og setur sér það mark að verð- bólgan verði innan við 2%. Samá mark hafa sett sér seðlabankar Nýja Sjálands, Kanada og Japan, svo að dæmi séu nefnd. Hið stöðuga verðlag á síðan að vera sá frjósami jarðvegur sem þróttmikið atvinnu- líf sprettur upp af. Nú um stundir er hins vegar vax- andi umræða í Bretlandi um gildi lágrar verðbólgu. Þar halda sumir hagfræðingar uppi umræðu um að vandamál dagsins sé ekki verð- bólga heldur samdráttur og dálítil verðbólga geti virkað sem hvati á efnahagslífið. Breska ríkisstjórain virðist í augnablikinu hailast að þessari skoðun. Reyndar halda sumir hagfræð- ingar í Bandaríkjunum því fram að lok kalda stríðsins, friðurinn, sé meginorsök samdráttar í efnahags- lífi landanna og í stað þess að taka mið af þessum breyttu aðstæðum, sem friðurinn veldur í efnahagslíf- inu, samdrættinum, séu ríkis- stjórnir almennt að beijast við verðbólgu sem sé vandamál liðins tíma. Verðbólga - vöxtur Þjóðverjar glíma við nær 5% verðbólgu nú og mun meiri vöxt í peningamagni í umferð en verið hefur og áætlanir gerðu ráð fyrir. Þessu veldur margt, einkum sam- einingin, sem hefur orðið kostnað- arsöm, og innflytjendastraumur. Margir segja þó að þessar pen- ingalegu stærðir séu ekki nægUega nákvæmar til þess aö lýsa ástand- KjáUaiiim Guðmundur G. Þórarinsson varaformaður Verkfræðinga félags íslands inu. Verðbólgan stafi að hluta af þvi að verðlag í A-Þýskalandi hafi hækkað eftir tíma verðlagshafta og aukið peningamagn í innferð sé villandi vegna aukningar þýskra marka í A-Þýskalandi nú og þess að háir vextir kalli á að Þjóðveijar velji fremur að eiga peninga en aðrar eignir. Því þurfi aðrar stærðir á slíkum tímum til að lýsa ástandinu og benda sumir á nafnvöxt þjóðar- framleiðslu, þ.e. summu verðbólgu og raunvaxta. En hvað sem öðru líður virðist samhengi milli verð- bólgu og hagvaxtar. Athuganir í Kanada og OECD benda skýrt til þess en samband verðbólgu og at- vinnustigs virðist óljósara. Könnun gerð í Kanada á 62 lönd- um í 25 ár bendir til að lækkun verðbólgu um 1% auki hagvöxt um 1/10%. Lækkun verðbólgu um 3% í 10 ár yki hagvöxt um 3%. Fórnarkostnaður Flestum ríkisstjómum í iðnríkj- unum hefur tekist að lækka verð- bólgu. Hún er nú víða um 3%. En samdráttur ríkir í efnahagslifi þjóðanna og setja margir þessar stærðir í samhengi. Lægri verð- bólga eða öllu heldur lækkun verð- bólgu setur í vanda fyrirtæki sem síður eru samkeppnishæf. Því má reikna með samdratti meðan verð- bólgu er náð niður. Sumir slá því fram að hagvöxtur gæti minnkað um 1% við að ná verðbólgu niður um 1% samanber The Economist. Samkvæmt áður- nefndri könnun tæki þá 10 ár að ná hagvextinum upp í það sem hann var áður. Ólíklegt er að svona reikningur hvetji stjómmálamenn, sem kosnir eru til 4 ára, til stórra aðgerða gegn verðbólgu. Árangur á Nýja Sjá- landi, þar sem seðlabanki er hvað sjálfstæðastur, er hins vegar mjög jákvæður og hvetur til trausts á stöðugleikamarkniið. Guðmundur G. Þórarinsson „Flestum ríkisstjómum í iönríkjunum hefur tekist að lækka verðbólgu. Hún er nú víða um 3%. En samdráttur ríkir í efnahagslifi þjóðanna og setja margir þessar stærðir í samhengi.“ Skoðanir annaiia Ráðskast með matardiskinn „Við teljum ekki síst alvarlegt að með ákvörðun- um sínum mismima sljómvöld samkeppnisvörum gróflega. Þannig á að lækka nauta-, kjúklinga-, svína- og hrossakjöt, en lambakjötið á áfram að búa við sömu styrki og óbreytt verð. Stjómvöld ætla enn að reyna að ráðskast með það hvað lendir á matardisk- um okkar. Blessaö lambið skal ofan í okkur, með illu ef ekki næst árangur á annan hátt.“ Jóhannes Gunnarsson, form. Neytendasamtakanna, í Mbl. 15. jan. Vítahringur verðtrygginga „Sjálfvirkni sem stafar af verðtryggingum hvers konar fylgir engum skynsamlegum lögmálum. Hækkun á einu sviði leiðir af sér hækkun á óskyld- um sviðum án þess að neitt hafi gerst sem réttlætir hækkunina. Vítahringur verðtrygginganna hefur áreiðanlega í ríkari mæh en nokkuð annað mglað fólk í riminu í efnahagsmálum. Hitt er svo annað mál, að að til þess að hægt sé að afnema verðtrygging- ar verður að ríkja trúnaður á miili stjómvalda, verkalýðshreyfingar og lánastofnana, um að ailt sé gert sem unnt er til að halda verðbólgu niðri.“ Úr forystugrein Timans 15. jan. Það styrkir sjálfstæði okkar „Við erum mjög háöir EB viðskiptalega, reyndar einnig menningarlega... Ef við ætlum að einangra okkur frá öðrum þjóðum bíður okkar fátækt og margfalt meira atvinnuleysi en okkur grunar. Það styrkir sjálfstæði okkar og fullveldi þjóðarinnar aö gera samninga af fullri reisn. Evrópska efnahags- svæðið er okkur vissulega mikils virði, en fari allir nánustu vinir okkar í Evrópubandalagið vandast máhð.“ Karl Steinar Guönason alþm. í Pressunni 14. jan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.