Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1993, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1993, Blaðsíða 30
Afmæli MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 19! Höskuldur Egilsson Höskuldur Egilsson verslunar- maður, Gljúfraborg, Breiðdalsvík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Höskuldur fæddist í Reykjavík, ólst þar upp og lauk skyldunámi frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Árið 1962 gerðist Höskuldur sjó- maður, fyrst á Gullfossi en svo á hinum ýmsu togurum og síldarbát- um og var að mestu til sjós til ársins 1984. Höskuldur hefur síðan þá unniö við hin ýmsu störf. Hann var um tíma umboðsmaður Esso á Breið- dalsvík en hefur jafnframt verið verkamaður og var lengi bílstjóri. í dag starfar hann hjá Kaupfélagi Stöðfirðinga á Breiðdalsvík. Ári eftir að Höskuldur kvæntist flutti hann ásamt konu sinni að Gljúfraborg í Breiðdal þar sem hann býrídag. Höskuldur var í stjórn Verkalýðs- og sjómannafélags Breiðdælinga í nokkur ár, var um tíma stjórnar- maður Rauða kross deildarinnar á Breiðdalsvík og einn af stofnfélög- um Ldonsklúbbsins Svans þar. Hann hefur bæði gegnt formennsku og öðrum trúnaðarstörfum innan klúbbsins. Höskuldur syngur í kirkjukór Heydala- og Stöðvarfjarðarkirkja og einnig í Amís-djasskómum og er jafnframt í stjórn Jassklúbbs Egil- staða. Fjölskylda Höskuldur kvæntist 15.6.1967 Soffiu Rögnvaldsdóttur, f. 14.4.1947, gæðastjóra hjá Gunnarstindi hf. á Breiðdalsvík. Hún er dóttir Rögn- valds Erlingssonar, fyrmm b., og Þórhildar Jónasdóttur sem starfar á sjúkrahúsi. Þau búa á Egilsstöðum. Höskuldur og Soffia eiga fimm börn. Þau em: Stefán, f. 12.9.1967, sjómaður, búsettur í Kópavogi; Arn- leif Steinunn, f. 1.2.1970, sjómaður, búsett í Kópavogi; Rögnvaldur Þor- berg, f. 19.4.1973, nemi í Vélskóla íslands, búsettur í Kópavogi; Þór- hildur, f. 5.4.1975, nemi í Mennta- skólanum á Egilsstööum, býr í for- eldrahúsum; og Ragnheiður Ama, f. 1.2.1978, nemi í Alþýðuskólanum á Eiðum, býr í foreldrahúsum. Systkini Höskulds eru: Öm, f. 15.11.1937, fulltrúi hjá Almanna- vömum ríkisins, kvæntur Lonni Egilsson, fædd Hansen, búsett í Reykjavík og eiga þau tvö böm; Ragnheiður, f. 20.7.1946, læknafull- trúi á Landspítalanum, gift Lámsi Svanssyni, búsett í Reykjavík og eiga þrjá syni; og Margrét Þórdís, f. 1.10.1955, læknaritari á Lækna- setrinu, gift Óskari Smára Haralds- syni, búsett í Reykjavik og eiga tvo syni. Höskuldur Egilsson. Foreldrar Höskuldar vom Egill Gestsson, f. 6.4.1916, d. 1.11.1987, try ggmgamiðlari og Amleif Stein- unn Höskuldsdóttir, f. 5.3.1915, d. 7.12.1986, húsmóðir. Þau búa í Reykjavík. Höskuldur tekur á móti gestum á heimili sínu eftir kl. 20.30 laugardag- inn 23. janúar næstkomandi. Ingibjörg Bryndís Ámadóttir Ingibjörg Bryndís Ámadóttir, gjaldkeri við íslandsbanka, til heim- ilis að Víkurási 4, Reykjavík, er fer- tugídag. Starfsferill Ingibjörg fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Hún lauk gagnfræða- prófi frá Gagnfræðaskóla Akur- eyrar 1970 og stundaði síðan ýmis störf, lengst af hjá Landsbankanum, eða í tæp tíu ár. Ingibjörg flutti suð- ur til Reykjavíkur 1988 og er nú gjaldkeri hjá íslandsbanka í Þara- bakkaíMjódd. Fjölskylda Ingibjörg gifdst 18.1.1985 Óðni Traustasyni, f. 21.10.1953, vélstjóra ffá Fáskrúðsfiröi. Hann er sonur Trausta Gestssonar, f. 11.12.1930, og Pálinu Vestmann Ottósdóttur, f. 29.10.1930, d. 26.6.1989, húsmóður. Ingibjörg og Óðinn slitu samvistir. Dóttir Ingibjargar frá því fyrir hjónaband er Kolbrún Inga, f. 2.6. 1971, sjúkraliði á Akureyri, en sam- býlismaður hennar er Baldur Ólaf- ur Baldursson skattaendurskoðandi og eiga þau eina dóttur, Hrafnhildi, f. 22.12.1989. Sonur Ingibjargar og Óðins er Ámi Brynjar, f. 5.12.1984. Bræður Ingibjargar eru Vilhjálm- ur Ingi Ámason, f. 12.10.1945, sjúkranuddari og formaður Neyt- endasamtakanna á Akureyri, og á hann tvo syni; Tryggvi Ámason, f. 27.9.1948, lagerstjóri hjá SUppstöð- inni Odda hf. á Akureyri, kvæntur Björgu Skarphéðinsdóttur hjúkran- arfræðingi frá Siglufirði og eiga þau þijúböm. Foreldrar Ingibjargar Bryndísar emÁmiIngólfsson,f.21.3.1918, mjólkurfræðingur á Akureyri, frá Skálpagerði í Eyjaíjarðarsveit, og Sólveig Vilþjálmsdóttir, f. 30.6.1914, frá Torfunesi í Köldukinn í Suður- Þingeyjarsýslu. Ætt Ámi er sonur Ingólfs, b. í Skálpa- gerði, Árnasonar og Ingibjargar Þorláksdóttur. Sólveig er dóttir Vil- hjálms, b. á Hafralæk, bróður Sigur- laugar, móöur Indriða Indriðason- ar, ættfræðings frá Fjalli. Vilhjálm- ur var sonur Friðlaugs, b. á Hafra- læk, bróður Friðjóns, fóður Guð- mundar, skálds á Sandi, föður Bjartmars, skálds og alþingis- manns, og Heiðreks skálds en bróð- Ingibjörg Bryndís Árnadóttir. ir Guðmundar var Sigurjón á Litlu- laugum, faðir Halldóm skólastjóra ogBraga, fyrrv. ráðherra. Systir Guðmundar var Áslaug, móðir Karls ísfelds skálds. Friðlaugur var sonrn- Jóns, b. á Hafralæk, bróður Péturs á Stómvöllum, fóður Bald- vins, skálds í Nesi, fóöur Stein- gríms, skálds í Nesi. Jón var sonur Jóns, b. á Hólmavaði, Magnússonar, á Hólmavaði og ættfóður Hólma- vaðsættarinnar, Jónssonar. Móðir Sólveigar var Lísibet Indriðadóttir frá Vestari-Krókum í Flateyjardal. Sviðsljós Valgerður R. Ragnarsdóttir, Sigrún Jónsdóttir, Hringbraut 50, Reykjavík. Lauískálum 15, Hellu. Margrét Þorgeirsdóttir, Engihlíð, Vopnafirði. ........ ..................... Haukur Ákason, 80 3f3 Sólbrekku 17, Húsavík. KjartanMagnússon, „ Flókagötu37, Reykjavík. W ara__________________________ Sigríður Arnlaugsdóttir, Öldugötu 25, Reykjavík. Kjartan Kjartansson, Dalseli 13, Reykjavík. Edda M. Halldórsdóttir, Svalbarða 8, Haftiarfirði. Tómas Sigurðsson, Vallholti 20, Ólafsvík. Kristín Hermannsdóttir, Skeiðháholti 1, Skeiðahreppi. Hólmsteinn Valdn Grænuhlíð, Torfab Hj úlmtýr Jónsson, fyrrv. síma- verkstjóri, Kirkjuvegilb, Keflavík. Hjálmtýrtekur ámótigestumá heimilisinufrá kl. 17áaftnælis- 4Uara Guðrún Björnsdóttir, Keilusíðu lb, Akureyri. Þorbjörg Ingvadóttir, Spítalavegí 9, Akureyri. Sesselja Svava Svavarsdóttir, Þórufelli 16, Reykjavík. Bj örn Birgir Stefánsson, Seljavegi 15, Reykjavík. Guðný Anna Tórshamar, Þrastargötu 9, Reykjavik. Ásta Friðjónsdóttir, Fýlshólum 3, Reykjavik. Dolly Parton fór í sund Dolly Parton var á meðal gesta sem sóttu samkundu til styrktar eyðnlsjúkl- ingum sem var haldin I Hollywood. Veislan var haldin við útisundlaug Bev- erly Hills hótelsins og það bar helst til að tfðinda að Dolly fékk sér sund- sprett ásamt tvelmur glnsliegum fulltrúum sterkara kynsins. Samkvæmt árelðanlegum heimlldum notaði söngkonan ekki kút en eftir þvi var tekið að hún foröaðist að bfeyta hárM. Sabatini í popp- bransann? Tennisleikarinn Gabriela Sabat- ini tók lagið á skemmtun til heið- urs Monicu Seles. Sú siðar- nefnda er tennisleikari eins og Sabatini en skömmu fyrir skemmtunina mættust þær ein- mitt á tennisvellinum. Seles sigr- aöi í viðureigninni en Sabatini tók það ekki nær sér en svo að hún söng fyrir andstæðing sinn. Lagið, sem hún flutti, heitir Against All Odds en það flutti Phil Colllns upphaflega. Engum sögum fer enn af þvf hvort tenn- isleikaranum hafi boðist hljóm- plötusamningur. Töffaramir tveir Kevin Costner og Steven Seagal hittust i samkvæmi i Hollywood á dögun- um. Vel fór á með köppunum enda eiga þeir margt sameiginlegt, báðir hafa t.d. leiklð harösnúna töffara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.