Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1993, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1993, Blaðsíða 12
12 Spumingin MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 1993. Ert þú orðin(n) þreytt(ur) á vetrarríkinu það sem af er vetri? Siggeir Magnússon iþróttakennarí: Já, ég er hundleiður á þessu helvíti. Hilmar Hjaltason verslunarmaður: Nei, þetta er yndislegt líf. Fanney Jónsdóttir skrifstofumaður: Nei, ég er ekkert orðin þreytt á vetr- inum enn. Sigurbjörn Ármannsson: Já, alveg dauðþreyttur. Ómar Rafn Valdimarsson nemi: Já, ég vil fá sumarið. Þorsteinn Jónsson nemi: Já, mér er illa við veturinn. Lesendur Skólabörn er- lendis yf ir hátíðar Margrét Sigurðardóttir skrifar: Það er ekki að sjá að lítið sé um fjárráð hjá fólki hér á landi þótt menn kvarti hver sem betur getur um peningaleysi. Hvemig má þetta fara saman? Ég er þeirrar skoðunar, að þetta landlæga kvein um naum fjárráð sé bara eðlislægt í fari okkar og hve vel sem þjóðin annars stæði, bæri fólk engu að síður vandræði sín á torg. Þetta kemur þó aðallega fram þegar inna á af hendi lögboðnar greiðslur til hins opinbera, fjármuni sem fara til að greiða þá þjónustu sem við viljum ekki án vera, og mót- mælum þegar hana á að skerða. Það sem kom mér til að senda þess- ar línur er sú staðreynd að á meðan fólk barmar sér yfir peningaleysi leyfir þetta sama fólk sér að eyða í utaniandsferðir, heimboð og veislu- höld og dregur sjálft hvergi í vírmn. Þannig þekki ég til fólks sem ekki hefur látið sitt eftir Uggja að kvarta yfir dýrtíðinni og óáraninni sem sendi bam 'sitt í hópferð til útlanda yfir hátíðamar í skíöaferðalag. Heyrt hef ég einnig að úr byggðarlagi úti á landi hafi böm farið í heimsókn til vinabæjar erlendis til dvalar yfir hátíðarnar. Þar sem hér er um að ræða böm innan lögaldurs finnst mér þetta fár- ánlegt. Jafn fáránlegt fmnst mér þeg- ar foreldrar eru að fara af landinu „Á skíðum skemmti ég mér, tra, la, la, la ... “ um hátíðar með bömin með sér og dvelja á einhveijum sólarstaðnum. Sakna þessi börn ekki einhvers að vera ekki í sínu eiginlega umhverfi á jólunum? Að ekki sé nú einfaldlega spurt um það uppeldisatriði sem felst í því að vera með foreldrum í heima- húsum um jól og áramót. Auðvitað ráða uppalendur hvaða hátt þeir hafa á og svo er margt sinnið sem skinnið. En hvaða foreldrar em svo barna- legir að sjá ekki aö slík uppeldisað- ferð leiðir ekki nema til þess að gera bami sínu illt eitt? - Vita íslenskir foreldrar ekki að því meira aðhald sem börnum er sýnt í æsku því meiri líkur em til þess að þau nái sæmileg- um en ekki síst æskilegum þroska? Hvemig verða þessi böm þegar þau stálpast? Æth þau telji þá ekki sjálf- sagt að halda uppteknum hætti og veita sér það sem hugurinn stendur til án tiilits til fjárráða? Og hvar endar slík eyðslusemi nema í upplausn og gjaldþroti? Oftar en ekki bæði fjármunalegu og and- legu. En hvers eiga bömin að gjalda þótt foreldrarnir hafi naum fjárráð, spyrja ef tii vill einhveijir. - Já, verð- ur ekki bara að fylgja öðrum eftir? Opið bréf til Ríkissjónvarpsins: Endurskoðið afstöðu til heymarskertra Elsa G. Bjömsdóttir, starfar í tákn- málsfréttum, skrifar: Á liðnum ámm hefur Ríkisútvarp- ið ár hvert sýnt svokallað áramóta- skaup rétt fyrir miðnætti á gamlárs- kvöld. AUtaf hef ég eins og aörir úr fjölskyldunni setið spennt fyrir framan skjáinn í von um að nú hefði Ríkisútvarpið tekið tillit til mín eins og 250 annarra íslendinga sem em heymarlausir og sett texta við skaupið en ailtf orðið fyrir sámm vonbrigðum. Það á að heita svo aö ég sé íslenskur ríkisborgari, fædd og uppalin á íslandi, en nú er svo kom- ið, að mér finnst ég vera annars flokks manneskja í þessu þjóöfélagi. Á meðan aðrir fjölsk'yldumeðlimir skemmta sér fyrir framan skjáinn finnst mér ég vera stödd í öðru landi með framandi tungumál sem ég hamast við að reyna að skilja. Mér hefur skilist að skaupið sé búið til löngu áður en það er sýnt, því skil ég ekki af hveiju er svona erfitt að sefja texta inn á áður en það er sýnt. - Ríkissjónvarpinu virðist ekki erfitt að setja texta við allt erlent efni. í hvert skipti sem beiðni hefur bor- ist til ykkar um að texta áramóta- skaupið hefur svarið alltaf verið „það er of dýrt“, og það þrátt fyrir að Fé- lag heymarlausra hafi boðist til að greiða alian kostnað. Því legg ég til að erlent efni verði skorið niður og í staðinn verði íslenska efnið textað svo að við heymarskertir getum not- ið þess að vera íslendingar og fylgst með íslenskri menningu. í Félagi heymarlausra em skráðir u.þ.b. 250 félagsmenn sem eru heym- arlausir og nota táknmál. En þar fyr- ir utan em rúmlega 12.000 manns víöa um land með alvarlega skerta heyrn og er þaö mest aldrað fólk. Ég bið ykkur hjá Ríkissjónvarpinu að endurskoða afstöðu ykkar til heym- arskertra. Málþóf og verkþóf í þyrlukaupum Bréfritari segir eindreginn vilja þings og þjóðar standa til kaupa á nýrri, öflugri björgunarþyrlu. Ó.J. skrifar: Á sama tíma og ráðherramir kepp- ast við að skattyrðast við þá þing- menn sem telja sig þurfa að ræða EES-málið lengur en aðrir em þeir sjáifir með málþóf og verkþóf í þyrlu- kaupamálinu. Þar kasta þeir svo sannarlega steinum úr glerhúsi. Allt frá því að ríkisstjómin var mynduð hefur hún reynt allt sem hún getur til að koma í veg fyrir aö ný þyrla verði keypt þrátt fyrir eindreg- inn vilja þings og þjóðar um að kaupa nýja og öfluga björgunarþyrlu. Nú síðast er reynt að telja fólki trú um að málið sé „í réttum farvegi" hjá ríkisstjóminni! eins og það er orðað. Þessi farvegur verður að telj- ast undarlega bugðóttur og torfarinn því að eftir að þær luku störfum, all- ar nefndimar sem ríkisstjómin hef- Hringid í síma 632700 millikl. 14 og 16-eóa skrifiö Nafn og tiraanr. vvrður aö fyÍRÍo brf-fum ur vísað málinu til, kom heimild til handa íjármálaráðherra og dóms- málaráðherra að ganga frá samning- um um kaup á nýrri þyrlu. Síðan líð- ur og bíður þar til dómsmálaráð- herra tjáir sig í blaðaviðtali við DV um að þyrlukaup séu ekki inni í myndinni hjá ríkisstjóminni. Og þessu fer fram þrátt fyrir aö kjósendur ráðherrans í Suðurlands- kjördæmi gætu nauðsynlega þurft á þjónustu afkastamikillar þyrlu að halda til að koma í veg fyrir eða draga úr manntjóni sem hlotist gæti, t.d. við náttúruhamfarir Suðurlands- skjálfta sem sífellt vofir yfir þeim. Maður hlýtur að vona aö ríkis- stjómin taki sönsum og gangi nú þegar frá kaupsamningi á nýrri og öflugri björgunarþyrlu ellegar dæm- ir hún sig sjálf til að standa reikn- ingsskil gjörða sinna þegar hamfarir eða slys hafa orðið og jafnvel mann- tjón Motist af. AðstoðáKefla- víkurvegi Ásdis Snorradóttir hringdi: Um hádegisbilið sunnud. 10. jan. var ég á leið í bíl mínum til Keflavikm*. Á milli Innri-Njarð- víkur og Voga skall skyndilega vindhviða á bílnum qg feykti hon- um út af veginum. Eg var þarna einsömul í kafaldsbyi og fátt til bjargar. Bíll ók fram hjá mér án þess að stansa. Þá kom bíll frá Pósti og síma og ungur ökumaöur hans reyndi án árangurs að að- : stoða og kann ég honum þakkir fyrir. Þá bar að hjón úr Keflavík á leið til Reykjavíkur. Þau brugð- ust við á fádæma elskulegan hátt, sneru við og óku með raig alla leið til Kefiavikhr og á lögreglu- stöðina þar. Síðan tók lögreglan aö sér að bjarga bílnum og öðru því sem bjargað varð. Ég kann lögreglumönnunum, Helga og Val, bestu þakkir fyrir aöstoðina. En ekki siður þessum elskulegu hjónum sem lögöu lykkju á leiö sína og óku raeð mig til Keflavík- ur. Ég vildi mælast til að þessi hjón heföu samband við mig svo ég gæti þakkað þeim persónu- lega. Sími minner 641691 (heima) en á vinnustað: 5-7491 eða 7528 (hringt frá Keflavík). EES-leikurinn Þorsteinn Sigurðsson hringdi: Það er kannski ekki seinna vænna að almenningur hér á landi geri sér grein fyrfr þeirri staðreimd að allt málþófið á Al- þingi gegn EES-samningnura var einfaldlega leikaraskapur og sýndarmennska. Ekkert er lík- legra en aö allir þingmenn, hvar í flokki sem þefr standa, hafi ver- ið samningnurn samþykkir en málþófið notað sem beita fyrir kjósendur sem sjá jú um með at- kvæðum sínura að halda viðkom- andi þingmönnum mni á þingi. - Því má búast við snörpu spennu- falli fjölmiðla vegna þessa máls og mál til komið. Stöd2smnir heyrnarskertum Þ.K. skrifar: Fólk hlýtur almennt að standa með heyrnarskertum í þvi að fá nokkra leiðréttingu í baráttunni fyrir textun efnis í sjónvarpi. Ég tók eftir því í gærkvöldi (13. jan.) að Stöð 2 stóð sig betur en ríkis- sjónvarpið þegarStöðin birti yfir- lýsingu forseta fslands í heild á skernúnum en Sjónvarpiö ekki. Formaðurinn vit- irmómælin Stefán hringdi: Það sýnir best hve mikið mark þingmenn taka á mótmælum og orðsendingum ýmissa aðila gegn EES-saraningnum að meira aö segja formaður Alþýðubanda- lagsins vitir mótmæh ungliða úr sínum eigin flokki og segir þau vera barnaskap og einfeldni. Svona mótmæli segir formað- urinn vera mistök og ungæðis- hátt og ætlar að koma þeim sjón- armiðum á framfæri innan síns flokks, að þetta sé ekki í anda viðhorfa innan Alþýöubanda- lagsins. - Gott hjá Ólafi. Lttiðrættviðand- Jón Magnússon hringdi: Furðulegt að ekki skyldi rætt við hina ýmsu andstæðinga EES- samkomulagsins eftir undirskrift forseta undir samkomulagiö. Að- eins var rætt viö eina þingkonu Kvennalistans í útvarpi, en eng- inn tekinn tali í sjónvarpsfréttum um kvöldið. - Nema andstæðing- ar samkoraulagsins hafi ekki fengist til að tjá sig. Það væri þá frétt í sjálfu sér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.