Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1993, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1993, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 1993. 31 Fréttir Námskeið á vegum áhugahóps um almenna dansþátttöku: Dans í stað drykkju „Viö vinnum þetta sem nokkurs konar forvamarstarf gegn alkóhól- isma og vímuefnaneyslu. Þetta er ekki bein fræösla en sá sem dansar drekkur minna og þetta er því nýr kostur um þaö hvemig fólk getur skemmt sér. Markmiöiö er aö fá sem flesta út á gólfið og markhópurinn er þeir sem hafa aldrei dansaö, eru feimnir, þora ekki og halda að þeir geti þetta ekki. En auðvitaö er þetta fyrir alla,“ segir Freyja Siguröardótt- ir í áhugahópi um almenna dansþátt- töku á Islandi sem býöur íslending- um upp á öðravísi danskennslu. Aö sögn Freyju er fyrirmyndin komin frá Noregi en norsk hjón höfðu í upphafi samband viö templ- arahreyfinguna hér á landi til aö koma þessari hugmynd í gang. „Þaö var hóað í ýmsa hópa áhuga- fólks um dans og upp úr því spratt þetta. Norsku hjónin komu hingað í fyrra og hafa verið að kenna íslensk- um leiðbeinendum sem eru núna að taka við þessu. Það hggur mikil vinna í þessu en þetta er allt sjálf- boöavinna," segir Freyja. Námskeiðin taka tvö kvöld, fimm klukkustundir í aht. Ýmsir dans- kennarar hér á landi hafa gagnrýnt þessa starfsemi fyrir þaö aö leiðbein- endumir séu ekki lærðir danskenn- arar og að fólk sé að kaupa köttinn í sekknum þar sem námskeiðin séu of stutt til að fólk geti lært að dansa. • „Að okkar mati er þetta misskiln- ingur. Við erum meira að koma fólki í gang og einbeitum okkur að fólki sem hingað til hefur aldrei þorað. Þetta er einfalt og auðlært þannig að fólk getur náð tökum á einhveijum dansi eftir stuttan tíma. Dansskól- amir em með fleiri dansa en við ein- skorðum okkur nánast við einn dans með ýmsum tilbrigðum. Við teljum þetta hvetja fólk sem vih læra meira til að fara í dansskóla," segir Freyja. -ból Danskennarar óhressir: Verið að plata almenning - segir Hermann Ragnar Stefánsson „Við erum mjög sár og leið yfir þessu öhu. Hér á íslandi er alveg fuht af frábæmm, lærðum dans- kennurum en þá er fólk, sem ekki er danskennaramenntað, fengið frá Noregi. Svo þykist það kenna fólki að dansa á tveimur kvöldum. Það er auðvitað alveg út í hött og ekki tæknilegur möguleiki. Það er bara verið að plata almenning og ekkert annað,“ segir Hermann Ragnar Stef- ánsson, forseti Dansráðs íslands. „Þessi hjón fóru um aht í Noregi þangað til þau voru stoppuð af lærð- um danskennurum og þá þurftu þau að leita á önnur mið. Menntamála- ráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið hér styrkti þetta síðan. FuUtrúar danskennara voru búnir að vera í ólaunaðri nefnd á vegum ráðuneytis- ins í meira en ár og búið var að setja saman prógramm gegn vímu þar sem ætlunin var að kynna dansinn. Svo var okkur allt í einu sagt að það yrði ekkert úr þessu og ófaglærðir dans- kennarar fengnir frá Noregi. Þetta er hið aUra versta mál. Það er ekkert vandamál að hafa þetta voöalega skemmtilegt og kenna eitthvert hopp og hí. Það geta allir búið til eitthvert sving en það em engin faglegheit í þessu. Þau segja að þau séu að ná tíl fólks sem þori ekki út á gólfiö. Það er bara nákvæm- lega það sem við gerum líka. Við reynum að fá fólk til að koma og kennum því létta og skemmtUega dansa. Vegna þessa kemur fólk ekki í dansskóla og allir danskennaramir, sem eru búnir að læra í fjögur ár, fá ekkert að gera því aö þarna kemur ódýrt námskeið sem útskrifar fólk eftir tvö kvöld,“ segir Hermann. -ból ERTUI RUSLI? Um miðjan janúar taka gildi nýjar reglur sem takmarka aðgang fyrirtækja aS gámastöSvum SORPU. Þessi breyting hefur þaS í för meS sér aS ekki er lengur hagkvæmt fyrir fyrirtæki aS sjá sjálf um flutning á úrgangsefnum. HIRÐIR veitir alhliSa söfnunarþjónustu, býSur upp á flokkunarkerfi fyrir endurvinnanleg efni og losar fyrirtæki viS sorp á ódýran og hagkvæman hátt. HafSu samband viS okkur og viS veitum þér nánari upplýsingar um starfsemi HIRÐIS. HIRÐIR 1 umhverfisi>j0nusTa~1 HÖFÐABAKKI 1,112 REYKJAVÍK SÍMI 67 68 55 ir* Vantar þig notaðan bíl á góðu verði? FORD 150 XLT 4x4, 1986, ek. 70 þús. mílur. Stgrverð 950.000. Tilboðsverð 850.000 kr. SUBARU ST. 4X4 '85, ek. 111 þús. km. Stgrverð 750.000. RANGE ROVER 1985, ek. 100 þús. km. Stgrverð 930.000 kr. PEUGEOT 205 JUNIOR NISSAN KING CAB Allir bílar afgreiddir með útvarpi og á snjódekkjum 1987. Staðgreiðsluv. 670.000. BMW 5201 árg. 1989, ek. 63 þ. km. Stað- greiðsluv. 1.900.000. '91, ek. 20 þús. km. Stgrverð 490.000 kr. TRAFFIC 4x4 '91, ek. 30 þús. Stgrverð 1.250.000. árg. 1992, ek. 7000 mílur. Stað- greiðsluv. 1.620.000. RENAULT NEVADA 4x4, 1991. Staðgreiðsluv. 1.300.000. KRÓKHÁLS11 - REYKJAVÍK - SÍMI 686633 Fjöldi bfla á tilboðsverði! Engin útborgun -Visa og Euro raögreiðslur TEGUND ÁRGERÐ STAÐGR. TILBOÐS VERÐ VERÐ SAAB99GLI 1981 180.000 130.000 BMW316 1983 370.000 330.000 FIATUN0 60S 1987 320.000 270.000 FORD PICKUPXLT 1985 950.000 800.000 RENAULT5TURBO 1985 470.000 420.000 PEUGEOT309 1987 550.000 470.000 FIATUN045 1987 220.000 170.000 SUZUKI FOX 1982 390.000 340.000 FORDESCORT 1986 290.000 250.000 TOYOTA COROLLA 1988 640.000 550.000 FORD ESC0RTXR3I 1984 570.000 490.000 Skuldabréf til allt aö 36 mánaða Beinn sími í söludeild notaðra bíla er 676833 Opið: Virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 13-17

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.