Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1993, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1993, Page 6
ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1993. Viðskipti Gámasölur í Þýskalandi í janúar: Karf averðið gott en salan dregst saman ögri RE 72 seldi 274 tonn i Bremerhaven og fékk gott verð fyrir. Alls voru seld 645 tonn úr gámum í Þýskalandi í janúar og söluverð- Gámasölur í Þýskalandi - i janúar 1992 og 1993 - DV mætið var tæp 81 milljón króna. Til samanburðar voru 1017 tonn seld í janúarmánuði í fyrra fyrir 119,7 milljónir. Langmest var selt af karfa nú eins og fyrr eða 420 tonn og næstmest af ufsa 181 tonn. Meðalverðið fyrir þorskinn var 127 krónur, fyrir ýsuna var meðalverðið 128 krónur en 4,5 tonn voru flutt út af þorski og aðeins 2,7 tonn af ýsu. Mjög fínt verð fékkst fyrir karfann og ufsann, 103 krónur fyrir kílóið af ufsa að meðaltali og 141 króna fyrir kílóið af karfa. í janúarmánuði 1992 var meðalverðið fyrir karfann 120 krónur. Ögri RE 72 seldi afla sinn í Bremer- haven í síðustu viku, aUs 274 tonn. Engin ýsa var með í för og aðeins 300 kíló af þorski. Hins vegar seldi Ögri 261 tonn af karfa og tæp 8 tonn af ufsa. Heildarsöluverðið var 36,7 miiljónir króna og meðalkílóverð afl- ans var 134 krónur. Næstum því 135 krónur fengust fyrir kflóið af karfa. Ljóst er að hægt er að fá mjög fínt verð fyrir karfann í Þýskalandi um þessar mundir. -Ari Fiskmarkaöir í síðustu viku: Agæt sala og þokkalegt verð Nokkuð góð sala hefur verið síð- ustu tvær vikur á fiskmörkuðum landsins. Fyrir tveimur vikum seld- ust 1600 tonn og í síðustu viku 1325 tonn. Ekki hefur verið svo góð sala á mörkuðum síðustu mánuði. Þó ekki sé um met að ræða. Þorskur, sem seldur hefur verið á mörkuðum undanfarið, hefur verið smár að sögn kunnugra en verðið helst í stað. Kílóið af slægðum þorski kostaði 99 krónur rúmar í síðustu viku en það er sama og verið haföi. Slægð ýsa lækkar nokkuð í verði eða um tæpar níu krónur kílóið og kost- aði 109 krónur. Kílóverð karfans hækkaði um tvær krónur í síðustu viku og mátti næla í kílóið fyrir 56 krónur rúmar að meðaltafl. Verð ufsans hélst í stað, í kringum 38 krónur. Dagsverð fyrir slægöa ýsu fór hæst í 136,64 krónur þann 25. janúar á Fiskmarkaði Hafnarfjarðar og hæsta dagsmeðalverð fyrir þorsk var 129 krónur kílóið á Fiskmarkaði Þor- lákshafnar þann 28. Verð fyrir karfa varð hæst 73,59 á Fiskmarkaði Suð- í 48 krónur á sama markaði tveimur umesja þann 25. og ufsinn náði hæst dögum síðar. -Ari Síldin: Söltun genqur treglega Eftir nýjasta upplýsingabréfi frá Síldarútvegsnefnd að dæma lítur Ula út með að saltað verði upp í sölu- samninga sem gerðir hafa verið. Um áramótin var ósaltað í 17.500 tunnur upp í fyrirframsölusamn- inga, en það er fjórðungur af heildar- sölusamningum. Mikil ótíð hefur verið síðan um áramót og hafði aðeins verið saltað í 6.000 tunnur 21. janúar. Þó veðrið hafi dúrað annað slagið hefur lítið fundist og það litla, sem fundist hef- ur, staðið það djúpt að síldveiðibát- amir hafa ekki náð aö veiða síldina. Sumir bátanna hafa gefist upp í bili að minnsta kosti, loðnuskipin em með dýpri nætur og ná því betur tfl síldarinnar á meðan hún stendur svona djúpt, eins og hún hefur gert að undanfómu. Reikna má með að loðnuskipin, sem hafa verið á síldveiðum, taki til við loðnuveiðamar strax og loðnan gefur sig fil. Síldveiöamar em leyfð- ar til 1. mars. Vafalítið verður það mikið áfafl fyrir sfldarsaltendur ef þeir geta ekki staðið við fyrirfram- gerða samninga annað árið í röð. Búast má við að erfiðlega gangi að gera samninga í framtíðinni ef svo fer að ekki náist að salta upp í samn- ingana. Spyrja má: Hvað er að við síldar- söltunina? Hveiju þarf að breyta til þess að menn fáist til að landa síld- inni í salt frekar en í fiskimjölsverk- Fiskmarkaður Ingólfur Stefánsson smiðjumar? Augljóst er að gera þarf róttækar breytingar á veiðunum svo menn landi frekar í salt. Svipaður afli í Kanada og árið áður Þorskveiðar við Nýfundnaland vom bannaðar á síðasfiiðnu ári en botnfiskveiðar Kanadamanna ann- ars staðar en á bannsvæðinu em næstum eins miklar. Árið 1992 var þorskaflinn 116.429 tonn en var árið áður 118.314 tonn. Karfaaflinn jókst um 16.000 tonn og varð árið 1992 77.800 tonn. Grálúðuaflinn var árið 1991 alls 6.833 tonn en varð árið 1992 12.189 tonn. Ef Nýfundnaland er und- anskilið varð heildarbotnfiskaflinn 295.833 tonn en var árið 1991 297.384 tonn. Danmörk: Með fingurinn í loftið 8000 Danir leystu fiskveiðileyfi sín út fyrstu daga ársins 1993. í mótsetn- ingu við önnur lög era engin viðurlög ákveðin í þeim. Allir sem stunda tómstimdaveiðar og em á aldrinum 17 og 67 ára verða að ná sér í fisk- veiðiheimild. Leyfið kostar 100 d. kr. eða rúmar 1000 ísl. kr. Mest af þeim peningum, sem inn koma, verður notað til fiskeldis. Fiskveiðikortið gildir aðeins fyrir frístundaveiöi- menn (sportveiðimenn) sem em með laus veiðarfæri, en þeir sem stunda veiðar með fost veiðarfæri greiða 250 d. kr. á ári eða rúmar 2500 ísl. kr. Mifli jóla og nýárs fengu allir frí- stundaveiðimenn gírókort, sem gef- ur mönnum heimfld til veiöa ef það er borgað. Síöan hafa 8000 danskir frístunda- veiðimenn greitt 800.000 d. kr. fyrir leyfin og geta því með góðri sam- visku rennt færi í sjó. Fiskimálaráöherrann gerir ráð fyr- ir að 700.000 frístundaveiðimenn fái sér leyfi til veiða. Menn geta valið á milli þess að greiða 100 d. kr. fyrir árið eða 25 d. kr. fyrir daginn, einnig er hægt að kaupa vikukort á 75 d. kr. Erlendir veiðimenn verða einnig að borga fyrir veiðileyfi. Reiknað er með aö þetta fyrirkomulag muni gefa 20 miflj. d. kr. í kassann árið 1993, segir fiskveiðiráðherrann, Jörgen Bohn. Af þessari upphæð er gert ráð fyrir að sefja 18 millj. í fiskeldi en afgangurinn fer til stjómunarstarfa og til að gefa út reglugerðir og fyrir dreifingu bæklinga. Engin löghelgun möguleg Það er merkilegt hvað margir not- færðu sér að fá leyfin fyrstu dagana af árinu. Lögin vom samþykkt árið 1992 en í þeim em engin refsiá- kvæði, heldur er því svo háttað að ef menn eru teknir við veiðar án heimildar verða þeir að greiða veiöi- leyfi, eða að minnsta kosti 100 d. kr. Það er skylda þeirra, sem fara með menn til veiða, að sjá um að þeir séu allir með veiðikort. Það virðist vera hægt aö brjóta lögin án þess að hljóta refsingu. Þetta virðist vera þannig að menn hafi rétt upp ftngurinn og ákveðið að svona skuli þetta vera. Jörgen Bohn fiskveiðiráðherra segir aö það sé til hagsbóta fyrir fiski- mennina að sett séu út fiskseiði. „Viö kærðum Stálsmiðjuna til Félagsdóms fyrir brot á kjara- samningi. Þessir fóstu yfirvinnu- tímar em samningsbundnir. Þó það verði breytingar á eignar- haldi í fyrirtækinu á samnings- tímabilinu er venjan að atvinnu- rekandi tekur við þeim skyldum og réttindum sem verið hafa. Samningamir hafa verið tví- framlengdir án þess að fram hafi komið óskir um að taka yfir- vinnuákvæðið úr samningum,“ sagöi Guðmundur J. Guðmunds- son, formaöur Dagsbrúnar. Skúli Jónsson, forstjóri Stál- smiðjunnar, hefur kært Dags brún til Félagsdóms þar sem Dagsbrún stöðvaði vinnu hjáfyr- irtækinu á laugai’dag vegna deilna um fastar yfirvinnu- greiðslur til verkamanna. Tllstóö að sjósetja skip en það var ekki „Þegai’ menn neita að vinna nokkra yfirvinnu vegna þess að þeir fá ekki samningsbundna yf- irvinnu ætlar forstjóri Stálsmiðj- unnar að leysa málin með því að láta verkstjórana vinna hana. Það er algert prisnipp hjá okkur að verkstjóri getí ekki gengið inn í verkamannavinnu. Niðurstöður dóma breyta þvi ævagamla prinsippi ekki. Þá veröa menn bara að fara úr verkstjórafélag- inuogyfiríDagsbrún." -hlh Fiskmarkaðimir Faxamarkaður 1. febrúðr setdust alte 20.746 tonn. Magn í Verð í krónum tonnum Meðal Lægsta Hæsta Blandað 0,032 20,00 20,00 20,00 Karfi 0,071 63,00 63,00 63,00 Keila 2,089 51,00 51,00 52,00 Langa 0,064 76,00 76,00 76,00 Lúða 0,021 468,57 420,00 505,00 Steinbítur 0,299 69,67 66,00 70,00 Þorskur, sl. 13,238 112,59 83.00 123,00 Ufsi 0,212 30,00 30,00 30,00 Undirmálsf. 0,672 80,00 80,00 80,00 Ýsa, sl. 4,041 126,54 126,00 128,00 Fiskmarkaður Hafnarfjarðar 1. febrúar seldust alls 7.482 tonn. Ýsa, ósl. 0,020 80,00 80,00 80,00 Þorskur, ósl. 0,048 101,00 101,00 101,00 Smáýsa 0,033 87,00 87,00 87,00 Smár þorskur 0,111 76,00 76,00 76,00 Steinbítur 0,192 45,00 45,00 45,00 Lúða 0,070 544,57 360,00 550,00 Langa 0,015 30,00 30,00 30,00 Ýsa 3,932 135,87 112,00 141,00 Ufsi 0,016 20,00 20,00 20,00 Þorskur 2,806 110,79 80,00 112,00 Keila 0,125 40,79 39,00 43,00 Karfi 0,032 25,00 25,00 25,00 Hlýri 0,032 40,00 40,00 40,00 Blálanga 0,042 50,00 50,00 50,00 Fiskmarkaður Þorlákshafnar 1. februar seídust alls 8,626 tonn. Blandað 0,164 40,00 40,00 40,00 Háfur 0,143 20,00 20,00 20,00 Hrogn 0,374 107,38 51,00 150,00 Keila 0,083 51,00 51,00 51,00 Langa 2,098 76,00 76,00 76,00 Lúða 0,016 380,00 380,00 380,00 Öfugkjafta 0,323 35,00 35,00 35,00 Skötuselur 0,326 260,00 260,00 260,00 Steinbitur 0,037 59,00 59,00 59,00 Þorskur, sl. 0,045 111,00 111,00 111,00 Ufsi 4,989 45,00 45,00 45,00 Undirmálsf. 0,027 40,00 40,00 40,00 1. fébrúar saldu st alls 37.9 TÖtonn. IWCÍA Þorskur,sl. 31,340 111,07 106,00 130,00 Ýsa, sl. 1,090 141,47 130,00 145,00 Þorskur, ósl. 3,000 77,67 69,00 95,00 Keila 0,250 48,00 48,00 48,00 Steinbitur 1,200 78,00 78,00 78,00 Undirmálsþ. 1,000 86,50 85,00 88,00 Undirmálsýsa 0,090 50,00 50,00 50,00 Fiskmarkaður ísafjarðar 1. febrúar seldust aite 10,498 tonn, Ýsa, sl. 5,800 98,21 95,00 1 00,00 Steinbítur, sl. 1,099 70,00 70,00 70,00 Hlýri.sl. 0,035 56,00 56,00 56,00 Lúða.sl. 0,056 334,29 330,00 340,00 Grálúða, sl. 0,611 96,00 96,00 96,00 Undirmálsþ. sl. 0,288 72,00 72,00 72,00 Undirmálsýsa, 1,800 50,00 50,00 50,00 Karfi, ósl. 0,800 44,00 44,00 44,00 Fiskmarkaður Patreksfjarðar 1 febrúar seldust alls 13,792 tonn Keila 0,698 29,00 29,00 29,00 Steinbitur 0,955 62,00 62,00 62,00 Undirmálsf. 6,897 70,29 70,00 71,00 Ýsa.sl. 5,243 102,04 98,00 111,00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.