Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1993, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1993, Page 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 2. PEBRÚAR1993 Fólk í fréttum Davíð Á. Gunnarsson Davíö A. Gunnarsson, forstjóri Ríkisspítalanna, til heimilis að Sel- braut 76, Seltjarnamesi, hefur verið í fréttum að undanfómu vegna hallalauss reksturs Ríkisspítalanna og kjaradeilna hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á Landspítalanum. Starfsferill Davíð fæddist 9.7.1944 í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi frá MR1964, prófi í vélaverk- fræði frá KTH í Stokkhólmi 1969, prófi í medicinsk teknik þaðan 1970, prófi í rekstrarhagfræði frá Stokk- hólmsháskóla 1971 og pol. mag.- prófi frá sama skóla 1971. Davíð stundaði ráðgjafastörf hjá Ríkisspítulunum 1969-70, var verk- fræðingur hjá SPRI í Stokkhólmi 1970 og starfaði hjá IBM1971-72. Hann var aðstoðarframkvæmda- stjóriRíkisspítalanna 1973-79, fram- kvæmdastjóri þeirra 1979 og hefur verið forstjóri þeirra frá 1980. Hann hefur verið formaður Félags forstöðumanna sjúkrahúsa á ís- landi, var formaður Samtaka heil- brigðisstétta, sat í stjórn Hollustu- vemdar ríkisins, er formaður stjómar Norræna Heilsugæsluhá- skólans í Gautaborg, sat í stjórn Stjórnunarfélags íslands um skeið, sat í framkvæmdanefnd Umferðar- ráðs og var lengi varaformaður FÍB. Fjölskylda Davíð kvæntist 26.10.1973 Elínu Hjartar, f. 20.9.1944, hjúkrunar- konu. Hún er dóttir Hjartar Hjartar, framkvæmdastjóra í Reykjavík, sem nú er nýlátinn, og Guðrúnar Jónsdóttur húsmóður. Dætur Davíðs og Elínar em Svana Margrét, f. 25.3.1974, menntaskóla- nemi; Guörún Vala, f. 20.10.1975, menntaskólanemi; Ásta Björg, f. 16.5.1980, nemi við Mýrarhúsa- skóla. Foreldrar Davíðs: Gunnar Davíðs- son, f. 13.2.1910, d. 27.12.1967, skrif- stofustjóri Útvegshankans í Reykja- vík, og kona hans, Svanhvít Guð- mundsdóttir, f. 16.11.1911, starfs- maður við Talsímann og síðar gæslukona á Listasafni íslands. Ætt Gunnar var sonur Davíðs, tré- smiðs og bæjarfulltrúa í Hafnar- firði, bróður Kristjáns, föður Bíla- Kristjáns, forstjóra BSA, föður Frið- riks forstjóra. Davíð var sonur Kritjáns, b. á Bimingsstöðum, Jóns- sonar, b. á Jarlsstöðum, Jónssonar, bróður Sigurðar, föður Jóns, alþing- isforseta á Gaútlöndum. Móðir Dav- íðs var Guðrún Bjamadóttir, b. á Vöglum, bróður Benedikts, afa Geirs Hallgrímssonar forsætisráð- herra. Bjarni var einnig bróðir Sól- veigar á Gautlöndum, móður Kristj- áns ráðherra, Péturs ráðherra og Rebekku, móður Haralds ráðherra og ömmu Jóns Sigurðssonar iðnað- arráðherra. Bjami var sonur Jóns, ættföður Reykjahlíðarættarinnar, Þorsteinssonar. Móðir Gunnars var Ástríöur, syst- ir Ragnhildar, ömmu Sigurjóns Ein- arssonar, sóknarprests ogfyrrv. oddvita á Kirkjubæjarklaustri, Kristjáns Bersa skólameistara og Ásthildar, móður Ólafs Harðarson- ar stjómmálafræðings. Ástríður var dóttir Jens, b. í Feigsdal, Jónssonar. Móðurbróðiu- Davíðs var Guð- mundur í., ráðherra og sendiherra. Júlíana er dóttir Guðmundar, skip- stjóra í Reykjavík, Magnússonar, sjómanns í Hafnarfirði, hróður Kristjáns, afa Kristins E. Andrés- sonar hjá Máli og menningu og Kristjáns Andréssonar, bæjarfull- trúa í Hafnarfirði, föður Loga, for- stöðumanns Tölvuþjónustu sveitar- félaga. Magnús var sonur Auðuns, lóðs í Hafnarfirði og ættföður Auð- unsættarinnar, Stígssonar. Móðir Auðuns var Oddný Steingrímsdótt- ir, b. í Hofdölum, Olafssonar, bróður Ragnheiðar, langömmu Benedikts, sýslumanns, föður Einars skálds. Móðir Guðmundar var Friðsemd Guðmundsdóttir frá Eyvindarstöð- umáÁlftanesi. Móðir Júlíönu var Margrét, systir Ragnheiðar, ömmu Hauks Helga- Davíð Á. Gunnarsson. sonar, aðstoðarritstjóra DV. Margr- ét var dóttir Guðmundar, útvegsb. á Neðri-Brunnastöðum, ívarssonar, útvegsb. í Skjaldarkoti, Jónssonar. Móðir Margrétar var Katrín, systir Magnúsar, prófasts og alþingis- manns á Gilsbakka, föður Péturs ráðherra og Ragnheiðar, ömmu Jak- obs Frímanns Magnússonar, menn- ingarfuUtrúa í London. Katrín er dóttir Andrésar, hreppstjóra í Syðra-Langholti, Magnússonar, al- þingismanns í Syðra-Langholti, Andréssonar. Móðir Andrésar var Katrín Eiríksdóttir, dbrm. og ættföð- ur Reykjaættarinnar, Vigfússonar. Afmæli Björgvin Brynjólfsson Björgvin Brynjólfsson hrepp- stjóri, Miðnesi 2, Skagaströnd, er sjötugurídag. Starfsferill Björgvin fæddist á Sauðá í Borgar- sveit í Skagafjarðarsýslu og ólst þar upp hjá móður sinni og foreldrum hennar. Hann flutti síðan með móð- ur sinni og fyrrv. mágkonu til Skagastrandar 1944. Á æskuárunum stundaði Björgvin almenn sveitastörf og vegavinnu þegar hann hafði aldur til. Á Skaga- strönd stundaði hann hyggingar- vinnu og fiskverkun fyrstu árin en rak þar síðan bókaverslun á árun- um 1956-89. Þá var hann stofnandi, stjórnarformaður og framkvæmda- stjóri Sparisjóðs Skagastrandar 1959-82. Björgvin var einn af stofnendum Alþýðuflokksfélags Skagastrandar, formaður þess til 1978 og aftur 1989, sat í flokksstjórn Alþýöuflokksins 1952-76, í stjórn Verkalýðsfélags Skagastrandar 1951-64, formaður þess í níu ár og oft fulltrúi þess á þingum ASÍ, endurskoðandi Kaup- félags Skagstrendinga 1955-60, í stjórn Sjúkrasamlags Höföahrepps 1956-70 og framkvæmdastjóri síð- ustu árin, formaður Byggingarfé- lags verkamanna á Skagaströnd 1960-72, hreppsnefndarmaður í Höfðahreppi 1958-70 og sýslunefnd- armaður 1971-78, hreppstjóri Höfða- hrepps og umboðsmaður skattstjóra frá 1971, var fjórum sinnum fram- bjóðandi Alþýðuflokksins í Norður- landskjördæmi vestra og sat í stjóm Hólaness hf. 1968-90. Björgvin er einn af stofnendum Siðmenntar - félags áhugafólks um borgaralegar athafnir, er einn af stofnendum Félags hjartasjúklinga á Norðurlandi vestra og formaöur þar frá 1991 og situr í stjórn Skóg- ræktarfélags Skagastrandar. Eftir Björgvin hafa birst „Þættir úr sögu Verkalýðsfélags Skaga- strandar" í Húnaþingi 1,1975 og greinar í blöðum og tímaritum. Fjölskylda Björgvin hélt heimili með Rósu Pétursdóttur, f. 26.5.1918, frá Vatns- hlíð í Bólstaðarhlíðarhreppi í Húna- vatnssýslu. Rósa sá um afgreiðslu- störf í bókabúð Björgvins meðan búðin var rekin eða í þrjátíu og þijú ár. Hálfbræöur Björgvins, sam- mæðra: Garðar Haukur Hansen, f. 12.6.1911, d. 30.10.1982, verkamaður á Sauðárkróki; Málfreð Friðrik Friðriksson, f. 4.8.1916, d. 13.7.1990, skósmiður á Sauðárkróki. Hálfsystkini Björgvins, samfeðra: Sveinn Brynjólfsson, f. 6.11.1929, verkstjóri í Keflavík; Ragnheiður Brynjólfsdóttir, f. 31.10.1930, d. 16.10.1986; Stefanía Brynjólfsdóttir, f. 1.3.1932, húsmóðir í Reykjavík; Jóhanna Brynjólfsdóttir, f. 30.6. 1933, hjúkmnarforstjóri í Keflavík; Erla Brynjólfsdóttir, f. 24.3.1935, d. 30.8.1990, búsettá Sauðárkróki. Foreldrar Björgvins vom Brynj- ólfur Danivalsson, f. 17.6.1897, d. 14.9.1972, verkamaður á Sauðár- króki, og Steinunn T.F. Hansen, f. 21.2.1880, d. 21.10.1958, saumakona á húsmóðir á Sauðá og síðar á Skagaströnd. Ætt Brynjólfur var sonur Danivals, b. Björgvin Brynjólfsson. á Litla-Vatnsskarði í Austur-Húna- vatnssýslu, og konu hans, Jóhönnu Jónsdóttur frá Merkigarði í Skaga- firði. Steinunn var dóttir Christian Hansen, beykis og b. á Sauðá, og konu hans, Bjargar J. Hansen frá GarðiíHegranesi. Júlíana K Bjömsdottir Júlíana K. Björnsdóttir húsmóðir, Blikastíg 7, Álftanesi, er 85 ára í dag. Starfsferill Júlíana er fædd á Geithóli í Stað- arhreppi í Vestur-Húnavatnssýslu. Árið 1932 hóf hún ásamt eiginmanni sínum búskap á Breiðabólsstöðum, Bessastaðahreppi, og byggðu þau síðar nýbýhð Grand eða árið 1939. Þau hjónin hjuggu þar allt til árs- ins 1979 og í mörg ár-var Júlíana formaður Kvenfélags Bessastaða- hrepps. Fjölskylda Júlíana giftist Sveini Erlendssyni, f. 26.7.1904, d. 7.12.1986, b. oghrepp- sljóra á Grand á Álftanesi. Hann var sonur Erlends Bjömssonar, h. og hreppstjóra á Breiðabólstað á Álfta- nesi, Bessastaðahreppi, ogMaríu Sveinsdóttur. Júlíana og Sveinn eignuðust þrjú böm, þau em: Erlendur, f. 6.8.1932, yfirþingvörður, Seltjamamesi, í sambúð með Valborgu Bjamadóttur læknaritara. Böm Erlends og fyrri konu hans, Guðfríöar Stefánsdótt- ur, em Þorgerður, lögfræðingur og fulltrúi við héraðsdóm Reykjaness, í sambúð með Kristjáni Sigurgeirs- syni, lögfræðingi Landsbankans, Júlíana Brynja, kennari í Rvík, sambýlismaður hennar er Guðbjöm Bjömsson, læknir í Rvík, Sveinn, lögregluþjónn í Rvík, kvæntur Soff- íu Sæmundsdóttur myndlistarkonu, og Hugborg Pálmína nemi, gift Gunnlaugi Marinóssyni pípulagn- ingamanni; María, f. 18.3.1936, full- trúi hjá Pósti og síma í Kópavogi, gift Bjama Guðmundssyni, bílstjóra hjá forseta íslands, böm þeirra eru Sveinn verkamaður, Salbjörgsölu- maður og María, nemi; Auður, f. 11.2.1940, húsmóðir, gift Gunnari Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Guðmundar Jónassonar hf., böm þeirra eru Guðmundur, vélvirki, í sambúð með Andreu Burghem kennara, og Guðrún, húsmóðir, gift Magnúsi Halldórssyni trésmíða- meistara. Systkini Júlíönu era: Sæmundur, f. 27.1.1911, b. í Hrútatungu í Staöar- hreppi, giftur Þorgerði Tómasdóttur sem er látin; Þórunn, f. 22.2.1917, d. 17.2.1984, meinatæknir í Rvík; Sigríður, f. 15.5.1919, gift Jóni Bene- diktssyni sem er látinn, bílstjóra í Rvík. Foreldrar Júlíönu vora Bjöm Þóröarson, b. á Geithóli, og kona hans, Sólveig Sæmundsdóttir. Ætt Bjöm var sonur Þórðar, b. í Gil- haga í Hrútafirði, Sigurðssonar, b. í Núpsseli í Miðfirði, Sigurðssonar. Júlíana K. Björnsdóttir. Móðir Sigurðar í Núpsseh var Helga Tómasdóttir, stúdents á Ásgeirsá, Tómassonar. Móðir Þórðar var Helga Þórðardóttir, b. í Ytri-Knarr- artungu á Snæfellsnesi, Jónssonar. Móðir Bjöms var Sigríður Jónsdótt- ir, b. á Bálkastöðum í Staöarhreppi, Magnússonar. Móðir Júlíönu var Sólveig Sæ- mundsdóttir, b. á Vatnagarði í Garði, Einarssonar, b. á Miðhúsum, Ámasonar. Móðir Sólveigar var Þórunn Valgerður Guðmundsdóttir, b. og formanns á Litla-Hólmi í Leira, Ámasonar og konu hans, Sólveigar Þorkelsdóttur. Til hamingju með daginn 2. febrúar ara Jóhanna Sigurðardöttir, Austurbyggö 17, Akureyri. Halla Eiaarsdóttir, Leifsgötu 14, Reykjavík. Guðrún María Snæbjörnsdóttir, Garðastræti 9, Reykjavík. Erla Charlesdóttir, Hátúni 5, Eskifiröi. Finnfriður Hjartardóttir, Hafnarbraut 29, Hólmavík. Gunnar Sigurjónsson, Reynimel 76, Reykjavlk. .EHij Magnea Thoroddsen, Aðalstræti 67, Patreksfirði. Súsaima iJórðardóttir, Hátúni 6, Reykjavík. Sölvi Guttormsson, Norðurbraut 13. Hvanunstanga. Haraldur l>orvarðarson, Óðinsgötu 20b, Reykjavik. Jóhann Frimann Pétursson, Lækjarbakka, Skagastrtmd. Gunnhildur Jónsdóttir, 1, Sandgerði. Siguriaug Gunnarsdóttir, Kjarrholti 1, Barðastrandarhreppi. Jónina Jönsdóttir, Hátúni 3, Eskifirði. Magnús Sigurðsson, Alfabrekku 7, Kójxivogi. Thorvald K. fmsland, kjotiðnaðar- meistari, Básenda 8, Reykjavik. Eiginkóna Thor- valds er Dagbjört E. Imsland. hau taka á mótí gest- um á L.A. Café á miili ld. 18.30 og 22 föstudagitui 5. t'ebrúar næstkom andí. Steinunn Þorsteinsdóttir, Þórarinsstððum, Hnmamannahreppi. Borgar Þorsteinsson, íragerði 15, Stokkseyri. Guðný Guðjónsdóttir, Munaðarhóli 18, Hellissandi. Ragnhildur Ólafsdóttir, Blómvallagötu 11, Reykjavík. Jón Asgeir Stefánsson, Sæbóli, Mjóafjaröarhreppi. Unnur Magnúsdóttir, Hafnargötu 27, Höihum. Ágúst Arni Stefánsson, Rimasíöu 27c, Akurejri. Kristján Sigurður Þórðarson, Hralnbólum 8, Reykjavik. Niels Nuka A.M. Ðavidsen, Hlföarhjalla 53, Kópavogi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.