Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1993, Blaðsíða 2
2
FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1993.
Fréttir
DV
Erlendur sölumaður seldi Evert Evertssyni 5 gólfteppi á 60 þúsund krónur:
Var svikinn en fékk
peningana til baka
- var sagt að teppin væru úrullog kasmlrull
„Það kom maður til mín í vinnuna
með nokkur teppi, brosmildur og
elskulegur að sjá. Hann sagðist hafa
verið með sýningu á Hótel Sögu,
hann væri að haetta með hana og
ætlaði að selja restina á gjafverði -
hann hefði ekki séð bömin sín í 4
mánuði og væri á leiðinni heim.
Maðurinn vildi að ég byði í þau 5
teppi sem hann ætti, 1,70x2,40 m að
stærð, mjög falleg teppL Maðurinn
sagði teppin vera indversk, úr uii og
kasmírull. Ég hugsaði mig um og
bauð honum svo 60 þúsund krónur
fyrir öU teppin. Hann tók því á stund-
inni, þakkaði fyrir og kvaddi,“ sagði
Evert Evertsson sem fékk peningana
sína til baka eftir að hafa verið svik-
inn nýlega í viðskiptum við erlenda
teppasölumenn. Evert fékk tvo
menn, þar á meðal Þorbjöm Jensson
handknattleiksþjálfara, til að lið-
sinna sér í að „leiðrétta" hin svik-
sömu viðskipti.
Teppin reyndust
vera úr gerviefnum
„Þegar ég hafði keypt teppin
hringdi ég í Ponna (Jón H. Karlsson)
í Teppabúðinni. Hann kom og sagði
mér að teppin væm belgísk, úr 100
prósent gisnu gerviefhi. Teppi sem
seld em hér á 7-8 þúsund með álagn-
ingu og vaski. Þá hringdi ég í bank-
ann og víldi stöðva ávísunina. En þá
hafði sölumaðurinn flýtt sér frá mér
og var búinn að leysa hana út.
Þegar ég fór í bæixm sá ég annan
sölumann, eltí. hann og náði númer-
inu. Ég hringdi í bílaleiguna Geysi.
Þá kom í ljós að sölumennimir leigja
þar bíla. Mér var svo sagt að sölu-
mennimir byggju á Hótel íslandi og
Hótel City.
„Ég hugsaði með mér að það tæki
langan tíma að kæra og ákvað síðan
að fara á Hótel ísland. Tobbi (Þor-
bjöm Jensson) féllst á að koma með
og annar maður og við stormuðum á
hótelið.
Við kölluðum á höfúðpaurinn og
þeir komu tveir niður. Fyrst þóttust
þeir ekkert kannast við þann sem
seldi mér teppin en sögðust svo vilja
gera gott úr öUu. Þeim leist auðsjáan-
lega ekkert vel á Tobba svona stóran
og sveran. Ég sagði þeim að teppin
mín væm ekki úr uU og ég vUdi skUa
þeim. Þeir fengju teppin en ég vUdi
peningana mína. Ég var líka með
framleiðslumiða af tveimur teppun-
um þar sem stóð 100 prósent gervi-
efni.
Þeir spurðu svo hvort ég vUdi
kaupa teppin. Ég sagði þá að ég gæti
keypt tvö á 10 þúsund, ekki meira.
Þá báðu þeir mig um að segja engum
frá viðskiptunum. Ég sagði þeim að
konan mín og starfsmenninúr vissu
þetta þá þegar. Þá var þetta ekki
hægt. Eg skilaði þá teppunum og fékk
peninginn minn til baka,“ sagði
Evert.
-ÓTT
Stuttar fréttir
Hinir erlendu teppasölumenn hafa flutt inn hundruð teppa. Bent hefur verið á að verð þeirra sé miklu hærra en verð
á sambærilegum teppum í teppaverslunum hérlendis. Á myndinni skoðar blaðamaður DV teppin.
DV-mynd Brynjar Gauti
Jón H. Karlsson hjá Teppabúðinni við Suðurlandsbraut:
Buðu mér 100 teppi á
1.600 krónur stykkið
- en eru nú að bjóða fólki þau á 11 þúsund krónur
„Þeir buðu mér eitt hundrað teppi
á 1.600 krórnu- stykkið ef ég yfirtæki
óafgreidda tollpappíra hjá þeim.
Þetta eru sömu teppin og þeir eru
núna að selja fyrir 11 þúsund krónur
hvert. Ég hafði ekki áhuga á að eiga
við þá viöskipti," sagði Jón H. Karls-
son, hjá Teppabúðinni á Suðurlands-
braut, í samtali við DV um sam-
skipti sín við útlendu teppasölu-
mennina sem dvalið hafa hér á landi
undanfarið.
Jón segir að það verð, sem útlend-
ingamir hafa boðið teppi sín á und-
anfarið, sé miklu hærra en hægt sé
að bjóða sambærilega vöru á hér á
landi. Til að mynda sé hægt að bjóða
pólýproppelínteppi, sem erlendu
sölumennimir í Dugguvogi kalli
pólýesterteppi, og selji þar á 11 þús-
und krónur, á um 7 þúsund krónur
út úr verslun sinni.
Jón sagði jafnframt að ullarteppi
og aðrar tegundir teppa í mun hærri
gæðaflokki en „pólýesterteppin"
væra seld á sambærilegu verði og
því sem hinir erlendu sölumenn
bjóði fyrir mun lakari vöra.
D V hefur heimildir fyrir því að hin-
ir erlendu sölumenn hafi flutt inn
1.800 teppi tfi að selja hér á landi.
-ÓTT
Sala á polyesterteppum:
Tuttugu
teppasölu-
menn sagðir
„bíða átekta“
„Við seljum teppin á lægra verði
en í verslunum hér. Þau teppi sem
við erum að selja á 11 þúsund kosta
15-17 þúsund krónur í verslunum
hér í Reykjavík. Þetta er vara frá
Belgíu, framleidd úr hundrað pró-
sent polyesterefni. Við erum ekki
þeir sölumenn sem hafa sagst vera
að selja teppi frá Tyrklandi og Pers-
íu, til dæmis í Kolaportinu. Það erum
ekki við. Við göngum ekki í hús og
seljum. Verslunareigendur hér segja
að við seljum teppin á hærra verði
en þeir. Það er ekki rétt,“ sagöi tals-
maður 20 manna hóps teppasölu-
manna, sem dvahð hafa hér á landí
við DV í gær. Maðurinn stendur fyr-
ir sölu á polyesterteppum, úr gervi-
efiium, í húsnæði í Dugguvogi 10 en
þar eru stórir staflar af teppum.
Mikið hefur borið á sölumönnum
að undanfórnu, dökku fólki mælandi
á skandinavíska tungu, sem boðið
hefúr teppi til sölu. Blaðamenn DV
hittu átta þeirra, allt karlmpnn á
Hótel City í gær en þar gistir fólkið.
Hópurinn er hér í tengslum við fram-
angreindan talsmann þeirra sem sel-
ur teppin í Dugguvoginum.
Talsmenn hópsins á hótelinu sögðu
að teppasalan hefði gengið illa að
undanfómu og kváðu fslpndinga
vera peningalitla. Þessir menn kváð-
ust ætla til heimalands síns, Noregs,
í lok mánaðarins. Talsmaður þeirra
í teppasölunni í Dugguvoginum sagði
hins vegar að fólkið væri að hugsa
sinn gang og mundi taka ákvörðun
um framhald á dvöl sinni á sunnu-
daginn. Hann kvað félaga sína ýmist
„vera í frii“ eða að hugsanlegt væri
að teppi yrðu seld á næstunni - fólk-
ið ætlaði að sjá til. Maðurinn kvað
fólk sitt vera frá Ungverjalandi en
búsett á Norðurlöndum.
„Þetta eru heiðarleg viðskipti hjá
okkur. Við borgum af þessu skatta.
Fólk getur fengið reiknfiig þegar það
verslar við okkur,“ sagði maðurinn
og sýndi blaðamanni leyfi frá sýslu-
manninum í Reykjavík og ríkisskatt-
stjóra. Leyfi sýslumanns var dagsett
5. nóvember.
Teppin, sem seld eru í Dugguvogin-
um, kosta frá 4.600- 22.000 krónur.
Stærðimar eru frá um tveimur upp
ísexfermetra. -ÓTT
CoMwaterlækkar
Coldwater Seafood, dótturiyrir-
tæki SH, hefúr ákveðið aö lækka
fryst flök í Bandaríkjunum um
aUt að 8% vegna aukinnar sam-
keppni við fisk frá Alaska og
Kanada.
Augiýsingarnar réðu
Samkvæmt heimildum frétta-
stofú Stöðvar tvö var koraið sem
fyllti mælinn þegar Ómari Hl.
Jóhannssyni. fyrrum forstjóra
Samskipa, var sagt upp nýleg
auglýsingaherferð þar sem spjót-
unum var beint að Eimskipi.
Atianta og Flugidðir
Atlanta, flugfélag Amgríms Jó-
hannssonar, vill kaupa viðhalds-
þjónustu fyrir flugvélar af Flug-
leiðum.
Stjómarskrárnefnd Sjálfstæð-
isfiokksins leggur til að þing-
mönnum verði fiekkað i 53 og
kjördæmum verði fiölgað. Lagt
er tö að Reykjavik verði skipt í
þijú kjördæmi.
Eiður Guðnason umhverfisráö-
herra sagðist í Ríkiss>jónvarpinu
í gær vera hlynntur því að sam-
græðslunnar verði skoðuð. Hall-
dór Blöndal landbúnaðarráð-
herra sér hins vegar ekki ástæðu
til þess.
Franskir togarar hafá undan-
íarið veriö á búra- og blálöngu-
veiðum við Reykjaneshrygg. rétt
fyrir utan 200 milna lðgsöguna
og veiða vel. Gott verð fæst fyrir
búra í Frakkiandi.
Vinnslustöðin í Vestmannaeyj-
um stofhar í næstu viku fyrirtæki
í Frakklandi og kaupir togara
með 1500 tonna kvóta. Togarinn
verður gerður út frá Frakklandi
l byrjun. Morgunblaðiö greinir
frá þessu.
Davíð Oddsson segir í Morgun-
blaðinu að vei komi til greina að
erlent fyrirtæki verði fengiö til
að gera úttekt á atvinnu- ogeftia-
hagslífi á íslandi með það fyrir
augum að veita stefnuraarkandi