Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1993, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1993, Blaðsíða 12
12 Spumingin FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR1993 Hvaöa skoðun hefur þú á ferö Jóns Baldvins til Malaví? Bjarni Karlsson, atvinnulaus: Mér finnst ekki rétt af Jóni Baldvin að Ann Eyjólfsdóttir nemi: Við eigum að hugsa um okkar eigin vandamál á undan annarra. styðja þá sem ástunda mannréttinda- brot. ___________________________ Hörður Eydal verkstjóri: Eg hef alltaf haft mætur á Jóni Baldvin en í ein- lægni finnst mér þetta hálfgert brölt og bruðl hjá þeim hjúum en ef þetta skilar árangri fyrir íslendinga þá er Jón Rafn Valdimarsson verkstjóri: Mér finnst að hann eigi að sniðganga þau ríki þar sem mannréttindabrot em framin. Haraldur Skarphéðmsson garðyrkju- fræðingur: Ferð hans er alveg eftir hans stíl og ég er alfarið á móti henni. Ég vona að hann skemmti sér Albert Harðarson, starfsmaður SVR: Mér líst ekkert á ferð hans þangað Lesendur Starfsemi spilavíta á íslandi: Hvaða félags- leg vandamál? Bjarni Guðmundsson skrifar: Nú hefur allt í einu skotið upp á yfirborðið fréttum um rekstur „spilavítanna" voðalegu, sem eiga að vera rekin hér þjóðlífinu og lands- mönnum öllum til mikils skaða. Og eitt meira að segja „rétt við nefið á lögreglunni í Reykjavík" eins og sagði í einni fréttinni um málið. Það spilavíti er þó búið að vera við lýði áratugum saman og varla fer einn eða annar að amast við því núna, árið 1993. Ég veit ekki betur en svo- kölluð spilavíti eða „casino" séu í hverju einasta landi Evrópu og hefur þjóðlífið ekki þurft að líða mikið fyr- ir þá starfsemi en ríkiskassar við- komandi landa hins vegar notið ómældra tekna af þessari starfsemi. Það hefur löngum vakið spurning- ar erlendra ferðamanna, t.d. þeirra sem gista á betri hótelum hér, hótel- gestum sem hafa peninga milli hand- anna sem þeir koma með til að eyða, m.a. í peningaspil, hvar hægt sé að komast í slík leiktæki fulloröinna. Svör okkar hafa jafnan verið þau að svona iðja sé bara ekki leyfð hér á landi en skýringar hefur gjaman skort um ástæðuna. Einstaka aular hafa þó látið fylgja með sem skýring- ar að þetta bann sé sett með tilliti til Bréfritari segir almennileg og opinber spilavíti ekki bæta á félagslegu vanda- málln. þess að böm og unglingar myndu sækja í spilavíti hótelanna væm þau til staðar og þá líka að bannið hindri eiginmenn að eyða útgreiddum viku- launum sínum í peningaspil. Það gleymist hins vegar að pen- ingaspil, t.d. á hótelum hér á landi, yrðu ekki sett upp fyrir íslendinga sérstaklega, heldur miklu fremur fyrir þá erlenda ferðamenn sem hafa vilja og getu til að sitja yfir svona skemmtan í von um gróða áður en upp er staðið. Við skulum, íslending- ar, aftur á móti hætta að slá þeirri grínaktugu fufiyröingu fram að spilavíti, ef lögleidd yrðu hér, skapi einhver félagsleg vandamál umfram þau sem nú hijá þessa fámennu og þröngsýnu þjóð. Hér logar allt í fé- lagslegum vandamálum og hefur gert svo lengi sem elstu menn muna. Almennileg og opinber spilavíti breyta þar engu um. Eldgosið í Vestmannaeyjum Konráð Friðfinnsson skrifar: Búið er að binda trollið á síðuna og sjóbúa annað lauslegt dót á dekk- inu. Togarinn er á landstími. Skip- stjórinn ákvað að gefa hluta áhafnar siglingafrí og halda síðan í sölutúr til Þýskalands. Menn eru því kampa- kátir. Klukkan er að ganga þrjú þann 23. janúar 1973 og nokkrir menn sitja í borðsal skipsins er stýrimaðurinn kemur askvaöandi inn og tilkynnir viðstöddum að allt sé að springa í loft upp í Vestmannaeyjum. „Kanntu annan?“ gellur þá við í einum. Aðrir létu sér fátt um finnast. Já, hún var ótrúleg þessi frétt þótt sönn væri. En á þann veg upplifði maður samt fyrst þennan heims- sögulega viðburð er lagði 400 hús undir glóandi hraun og gjörbreytti lífi íjölda einstaklinga og það á aðeins einni nóttu. Seinna, er kom aö þeim þætti máls- ins að bæta mönnum þetta tjón úr Bjargráðasjóði, varö ljóst að aðeins fáeinir, kannski allmargir eyja- skeggjar, fengu aðeins brot af því tjóni, er þeir urðu fyrir, bætt aftur. Fráleitt tel ég þó aö einhverjir hafi grætt á þessu eins og stundum var haldið fram. Komu í mesta lagi slétt- ir út úr hörmungunum. Tuttugu árum síðar komu svo eyja- skeggjar saman í eyjunni sinni til að minnast þessara hamfara og gera sér „glaðan dag“. Og nú snúast hjól mannlífs í Vestmannaeyjum á eðli- legum hraða á ný. Það gerðist þó engan veginn sjálfkrafa því aö áður þurfti að vinna margra ára uppbygg- ingarstarf. Og Helgi Ólafsson, stór- meistari í skák, er búinn að ljúka við og sigra í skákinni sem fór í bið fyrir 20 árum hjá þeim félögunum. Lækkun á tekjuskattsstof ni foreldra Eyðublað þetta er fyrir umsókn um lækkun á tekjuskattsstotni skv. 4. tl. 66. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt vegna menntunar- kostnaðar barns eldra en 16 ára. Fyrir hjón nægir sameiginleg umsókn. Umsókn B, skv. 4. tl. 66. gr. Fylgiskjal með skattframtali 1993 Naln umsjBkianða | Kenrutala Heimili | Sveitarlélag Upplýsingar um nemandann Nafn Kenmtala Lögheimili Sveitartélag Nafn maka'sambuðaraÁia Kenmtala Naln sköla Tala bama á framtari N»m Namatimi 0 «nnu Upplýalngar um tekjur nomanda Sjá skýrmgar 1 -3 á bakhlið ■' kr. Samtals kr. Umsókn 4 B. - Brýnt aö foreldrar kynni sér blaðið. Halla Guðjónsdóttir skrifar: í sumar sem leið fékk starfsmaður Félags einstæðra foreldra upplýs- ingar um eyðublað sem gefið er út af skattayfirvöldum. Eyöublað þetta heitir „Umsókn B, samkv. 4. tl. 66. gr.“ Foreldrar sem eiga börn 16 ára og eldri í skóla og hafa á sínu fram- færi ættu að kynna sér eyðublað þetta. Ég fór og kynnti mér máhö og komu þá eftirfarandi atriði í ljós sem rétt er að greina hér frá. 1. Ef foreldrar ætla aö sækja um lækkun á tekjuskattsstofni samkv. eyðublaðinu (Umsókn B) má nem- andi (bam háns) ekki vera lánshæfur hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Ef nemandi er lánshæfur hjá LÍN, en tekur ekki og ætlar ekki að taka lán þar, geta foreldrar ekki sótt um lækkun á tekjuskattsstofm. 2. Sé nemandi hins vegar ekki láns- hæfur hjá LÍN, má hann ekki hafa Hringið í síma 632700 milli kl. 14 og 16 -eðaskrifíð ATH.: Nafn og símanr. verður að fylgja hréfnm ■ hærri árstekjur en 390 þús. kr., en það er hámark. Ef svo er geta foreldr- ar þess nemanda sótt um lækkun á tekjuskattsstofni síniun. 3. Muna þarf að fá staðfestingu hjá námsstofnun/skóla á eyðublaðið (Umsókn B) og skila þeirri staðfest- ingu til skattstofunnar. 4. Eyðublaðinu þurfa foreldrar svo að skila útfylltu inn með skattfram- tali sínu á hveijum tíma. Allir foreldrar, sem telja sig þurfa og hafa rétt á samkvæmt ffaman- greindum upplýsingum, geta sótt um lækkun á tekjuskattsstofni sínum vegna framfærslu 16 ára og eldri skólabama sinna. Gildir þar einu hvort foreldramir em einstæðir, giftir eða í sambúð. Það er því brýnt að ef foreldrar ætla að nýta sér þetta að þeir haldi saman öllum kvittunum af kostnaði vegna bama sinna til að auðvelda frekari samantekt er á þarf að halda. - Vonandi koma þessar upplýsingar foreldrum að einhveiju gagni. Bóndinn drapdýrið Sigríður skrifar: Frá því segir í DV 28. janúar aö bóndinn í Aðaldal hafi komiö að þar sem villiköttur var að leggja sér til munns ungviði af sömu tegund. Mér finnst bóndinn sýna ótrúlegan óþokkaskap og alveg sérstaklega þar sem hann gefur sig út fyrir að vera skepnuhaldari (bóndi!). í stað þess að víkja mat- arbita að kettinum, sem hefur gripiö til þessa neyðarúrræðis yfirkominn af hungri, drepur hann köttinn og í greininni skilst manni helst á bóndanum að hann liafi framið hetjudáð. Ég segi vor- kenni skepnunum sem eiga heima hjá bóndanum í Norður- Hlíð í Aðaldal. ráðherra Erla hriugdi: : Ég ýil; lýsa ánægju mimú meö afstöðu ráðherranna tveggja í þvi að neita að ræöa við sendimann Wiesentlial stofnunarinar sem hingað kom. Eðvald Hinriksson kom hingað tillands og er orðinn íslendingur. Við eigum ekki að eltast við það sem hann kann að hafa gertáöuren hann kom hing- : að. Það kemur okkur hreint ekki við. Þessi gamli maöur á skilið að fá að dvelja hér í friðí eins og aðrir ríkisborgarar sem ekkert hafa hér til saka unnið. P.K. hringdi: Margir taka eftir því hve mi- sjöfn túlkun ljósvakamiðlanna, t.d. Rikisútvarps og Stöövar 2 og Bylgjunnar er á Mikson málinu. Annars vegar eru bornar brigður á skýrslui' um málið á Stöð 2 og sagt að þær séu komnar frá KGB og hins vegar látið í veðri vaka aö allt sé sannleikanum sam- kvæmt í Ríkisfiölmiölunum. Klæðnaður B.G. skrifar: í febrúar byrjar undirbúningur undir keppni barna í dansskólun- um og svo enn önnur í byijun maí. Reglur Dansskóla íslands um klæðnað segja að krakkar yngri en 14 ára megi ekki vera í sams konar klæðnaði og eldri keppendur. Strákarnir okkar eru því í ósköpum venjulegum svörtum buxum og hvítri skyrtu með svarta slaufu eða bindi. Stelpum- ar eru í einfóldum kjólum (ekki flegnum) með örlitlum ermum og síddin er um hné. Hvemig í ósköpunum stendur á því aö Dansráö íslands heldur ekki fast við þær reglur sem það hefur sett? Og hvermg stendur á því að reglurnar eru ekki kynntar fyrir nemendum? Við sem viljum fara eftir reglunum erum i vanda með krakkana okkar, Kunningjar þeirra ætla nethilega ekki aö fara eftir reglunura (og virðast komast upp með það) og verða þeir því í miklu „flottari" klæðnaði, að sögn okkar krákka. innumJónPál 010359-2799 skrifar: Þar sem litrfkasti íþróttamaðúr okkar, Jón Páll Sígmarsson, er nú fallinn frá væri ekki úr vegi að endursýna þáttinn „Sterkasti maður heims 1990“. Þessi þáttur var sýndur í Sjónvarpinu um árið en vegna óveðurs var hannhfjóð- laus um mestallt Norðurland. Það er því ekki nema eðlilegt að þátturinn veröi endursýndur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.