Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1993, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1993, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR1993 15 Stjómskipunarstaða forseta íslands: Synjunarvald forseta I yfirlýsingu þeirri sem forseti íslands gaf 13. janúar sl. áður en hún staðfesti lögin um Evrópska efnahagssvæðið lét hún þess getið að margir hefðu óskað þess að for- seti beitti áhrifum sínum til að samningurinn sem lögfesta ætti yrði lagður undir þjóðaratkvæði. Einungis synjunarvald Um þetta hafði Morgunblaðið meðal annars eftir forsætisráð- herra: „Það virðist að þessir ágætu aðilar hafi talið að íslenzka stjóm- arskráin geymdi sérstaka heimild til þess að forseti vísaði málum til þjóðarinnar. Svo er ekki. íslenzka stjómarskráin gefur eingöngu heimild til þess að forseti geti lagzt gegn ákvörðun þingsins, farið í andstöðu við þingið og blandað sér í deilmnál. Þar með væri komið upp stríö milli forsetaembættis og þings. Á þessu virðist þetta ágæta fólk ekki hafa áttað sig.“ Hvergi hef ég nærri komið þess- ari áskorun, þannig að ég er ekki rétti maðurinn til að útlista hana. Það fer hins vegar ekki milli mála að áskorendur hvetja forseta ekki til að synja lögunum staðfestingar. Forseta em gefnar alveg frjálsar hendur, t.d. hvort hann beini til- mælum til Alþingis um endurskoð- un fyrri afstööu eða synji lögunum staðfestingar. Hitt er hárrétt að samkvæmt stjórnarskránni getur forseti ekki knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu nema með synjun. Annað mál er svo hvort slík atkvasðagreiðsla leiðir til upplausnarástands í ein- hveijum skilningi. önnur skipan á málsskots- heimild forseta Meðal nýmæla stjómarskrár- nefndar þeirrar sem starfaði undir forystu Gunnars Thoroddsens var að breyta synjunarvaldi forseta, þannig að áöur en forseti tæki ákvörðun um staðfesting laga gæti hann leitað álits þjóðarinnar. For- KjaUaiinn Sigurður Líndal prófessor lögmælt verður ekki séð að neinn grundvallarmunur sé á. í báðum tilfellum tekur forseti þá afstöðu að hann - sem annar handhafi lög- gjafarvaldsins - staðfestir lögin ekki þegar þau em lögð fyrir hann og er að því leyti í andstöðu við meiri hluta þingsins. Ef þjóðarat- kvæðagreiðslu fylgir hætta á glundroða verður hún hin sama og áður. Þetta formsatriði - hvemig synj- sé ekki tímabært að afnema 26. gr. stjómarskrárinnar og þar með synjunarvaldið. Ef niðurstaðan yrði á þá leið þyrfti aö huga að fleiru, meðal annars 2. gr., þar sem segir að Alþingi og forseti íslands fari saman með löggjafarvaldið, ella yrði sú grein merkingarlaus. Við svo búiö gegndi forseti ekki öðm stjómskipunarhlutverki en að ákveða hveijum skuli fela stjómarmyndun þegar þann vanda „Þetta formsatriði - hvernig synjunar- valdi forseta er hagað - er þó ekki kjarni málsins, heldur hitt hvort for- seti eigi yfirleitt að hafa slíkt vald.“ seti hefði þá enga afstöðu tekið og lenti þar afleiðandi ekki í andstöðu við meiri hluta þjóðþingsins. Þótt segja megi að þessi aðferð sé nokkru mildari en sú sem nú er unarvaldi forseta er hagað - er þó ekki kjami málsins, heldur hitt hvort forseti eigi yfirleitt að hafa slíkt vald. Morgunblaðið spyr, hvort í ljósi hálfrar aldar reynslu ber að höndum. Þetta eina verkefni réttlætir þó tæpast að slíku emb- ætti sé haldið uppi. Sigurður Líndal „Meðal nýmæla stjórnarskrárnefndar þeirrar sem starfaði undir forystu Gunnars Thoroddsens var að breyta synjunarvaldi forseta ...“ segir m.a. í greininni. Jarðsambands- laus ríkisstjórn Hveiju gætu breiðu bökin áorkað ef ríkisvaldið og verkalýðshreyf- ingin þyrðu að skerða kjör þeirra umfram þeirra lægstlaunuðu? Ég get upplýst að það era í það minnsta 16.500 einstaklingar á vinnumarkaði sem hafa í laun 200 til 600 þús. á mánuði. Ef ég gef mér þær forsendur að allir þessir aðilar hafi 300 þúsund á mánuði og settur verði 100% skattur á laun yfir 200 þúsund þá gæfi það af sér 1 millj- arð og 500 milljónir á mánuöi. Það má skapa mörg ný atvinnu- tækifæri tyrir 18 milljarða á ári og eyða atvinnuleysinu á skömmum tíma. Forsenda þess aö þetta fjár- magn konú atvinnulifinu að gagni er að ríkisvaldið komi þar hvergi nærri. Það er nærtækt að setja skatt á fjármagnstekjur einstaklinga og fyrirtækja. Þar em stórar upphæðir sem þyríti að ná núna. Annar stór tekjustofn, sem menn þora ekki aö nota, er auðlindaskattur sem ætti að koma á allar auðlindir landsins. Til dæmis sjávarútveg, vatns- og raforku, laxveiöi og landbúnað, svo eitthvað sé nefnt. Hjá þessum aðil- um virðist vera mikið um peninga þegar þeir era að kaupa skip og KjaUarinn Hreiðar Jónsson verkamaður önnur tæki eða versla innbyrðis. Þótt prósenta auðlindaskatts yrði lág, er þarna um gífurlega fjármuni að ræða, sem mætti nota til að fella niður eða stórlækka neysluskatta og aðrar álögur á einstaklinga og fyrirtæki. Þetta myndi lækka vöra- verð, auka sjáltkrafa kaupmátt launa og skapa frið á vinnumark- aði. Þetta myndi einnig örva versl- un og þjónustu. Byggðastofnun Um spamað hjá því opinbera væri hægt að benda á margar leið- ir. Ef ætti að benda á þær allar í einni grein kæmist ekki meira fyrir í DV þann daginn. Ég bendi hér á tvær. Fyrst skal nefna Byggða- stofnun, sem virðist búa til tleiri vandamál en hún leysir. Því ber að leggja hana niður og láta Lands- bankann vista sjóði stofnunarinn- ar, ef þeir era þá til. Þarna myndi sparast mikill stjómunarkostnað- ur og færri útlán tapast. Ég tel heimamenn og útibú Landsbank- ans á hveijum stað hæfari til að meta umsóknir og benda á það sem betur má fara heldur en íjarstýrða embættismenn í Reykjavík. Seðlabankinn Mér er sagt að Seðlabankinn sé það stór, og svo margir starfsmenn, að hann dygöi milljóna þjóð. Væri ekki rétt í þessum þrengingum, sem stjómmálamenn hafa búið til, að minnka bankann og fiytja hann í hús Byggðastofnunar? Flytja mætti Stjómarráðið í Seðlabankahöllina og spara útgjöld vegna húsaleigu og óþæginda af dreifingu ráðuneyta út um allan bæ. Það fólk, sem þama myndi missa vinnuna, aðlagast fljótt at- vinnulífinu utan kerfisins og nýtir þar reynslu sína vel í þeirri ný- sköpun sem ég vona að sé á næsta leiti. Hreiðar Jónsson „Annar stór tekjustofn, sem menn þora ekki að nota, er auðlindaskattur sem ætti að koma á allar auðlindir lands- ins.“ Lækkun bensínverðs Vonum að oliufelögin „Við hjá fé- laginu teljum öll rök hníga að því að olíu- félögin eigi aö hafa gott svigrúm til lækkunar nú og skiljum Runólfur Olafsson, raunar ekki framkvaemdastjóri af hveiju er Félags islenskra bif- ekki búið aö reiðaeigenda. lækka. Þetta vekur okkur til umhugsunar um það hvemig á þvi standi aö olíufélögin virðast alltaf hafa svigrúm til að hækka um leið og hækkun verður á heimsmarkaðsverði en hafa hins vegar ekki sömu möguleika þegar kemur að lækkuninni. Verðlagsstofhun þyrfti að at- huga hvort um væri að ræða óeðlilega samtryggingu um verð- lagningu vegna þess að félögin era ávallt samstiga um að bíða og sjá hvemig þróunin verður. Heyrst hafa þær raddir aö þau hafi keypt farma á óeölilega háu verði síöast eins og einhver for- stöðumaöur olíufélags sagði um daginn. Það vekur upp þá spurn- ingu hvernig á þvi standi að þau virðist öll sera eitt lenda í þeirri gryfju að kaupa farma á slæmum tíma. Við treystum því að olíufélögin sjái að sér og komi til móts viö neyíendur með lækkun á bensín- verði“. Dollar hefur hækkað gífurlega „Það fyrst og f'remst þrir meginþættir sem hafa áhrif ákvörðun um bensínverð. í fyrsta lagi skattar, sem eru 70% af verði bensín- forstjóri Olíufélags- ins hf. dropans, þeir eru óbreyttir frá áramótum. í öðru lagi birgða- verðið í landinu. Það gefur ekki tilefhi til lækkunar, meðal ann- arsafþvíaöþaðera óvenju mikl- ar birgöir í landinu. Á þessum tíma árs þurfum við miklar birgðir, Viö föum til landsins farma á eins og hálfs mánaðar frestí, hvemig heimsmarkaðsverð hækkar og lækkar milli farma skiptir ekki máli, það sem skiptir máli er hvert vorðið er þegar farmarnir koma. í þriðja lagi er- um viö viðkvæmastir fýrir geng- isbreytingum því að gengið befur áhrif á okkur strax, olíuvörur era fluttai- iim á allt að 105 daga gjald- fresti. Þegar rið erum búnir að seþa lítrann erum við búnir að táka á okkur gegnisáhættuna. Nú yfir helgina hefur dollar hækkað og er enn á uppleið. Haim hefur fariðúr 63,30 krónum upp í 64,97. Þessihækkun nemur, gróft útreiknað, á bilinu 40 til 50 aura per litra á það sem við eigum óselt og það hækkar líka sem við erum búnir aö seUa en ekki greiðafyrir“. -Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.