Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1993, Blaðsíða 28
\
40
a /-'Tc-jTqu » cjttm rriTio/ífq
FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR1993
Menning
Endurmenntunarstofnun Háskóla Islands:
Áhugi mikill á námskeiðum
- yfir tvö hundruö manns sóttu um námskeið 1 Egfis sögu
Allt frá þvi endurmenntunamám-
skeið hófust á vegum Háskóla ís-
lands hefur umfangið vaxið ár frá
ári og er nú svo komið að um tuttugu
og þijú þúsimd manns hafa sótt nám-
skeið á vegum Endurmenntunar-
stoftiunarinnar. Á síðasta ári hafði
verið búist við samdrætti en það fór
á annan veg, aukingin varð 25%.
Þessa daga eru að hefjast mörg
námskeið á vegum stoftiunarinnar
og mörg þeirra tengjast menningu
íslands og annarra þjóða. Að sögn
Margrétar Bjömsdóttur endur-
menntunarsijóra er góð aðsókn á
námskeiðin en þó hefur verið lang-
mest aðsókn á námskeiðin sem
byggjast á Islendingasögunum og
sóttu yfir 200 manns um á námskeið
í Egils sögu.
Af menningamámskeiðum, sem
Endurmenntunarstofnun býður upp
á þetta misseri, má nefna: Jónas
Hallgrimsson: Láf, ljóð og áhrif. Leið-
beinandi er Guðmundur Andri
Thorsson, auk þess sem gestafyrir-
lesarar koma á einstök kvöld. Njála
og nútíminn. Leiðbeinandi er Jón
Karl Helgason bókmenntafræðingur,
en hann vinnur að doktorsritgerð um
þetta efni, og gestafyrirlesarar. Dýr-
gripir úr sýnisbók tónlistarinnar, en
markmiðið með þessu námskeiði er
að auka áhuga og skilning hins al-
menna hlustanda á þróun og sögu
tónlistar og gildi hennar. Leiðbein-
andi er Ingólfur Guðbrandsson söng-
stjóri. Endurreisnartíminn á Ítalíu
1400-1600 - Ustasaga, hugmyndasaga
og samfélagsgerð. Leiðbeinandi er
Ólafur Gíslason, blaðamaður og list-
gagnrýnandi. Egils saga, námskeið
sem haldið er í samstarfi við Tóm-
stundaskólann. Leiðbeinandi er Jón
Böðvarsson íslenskufraeðingur og
ritstjóri Iðnsögu íslendinga. Japan -
land sólarupprásarinnar. Kynning á
mannlifi og menningu. Leiðbeinandi
Ragnar Baldursson, Asíufræðingur
og rithöfundur, en auk hans verða
fyrirlesarar Thor Vilhjálmsson rit-
höfundur, Jón Ormur Halldórsson,
stjómmálafræðingur, Baldur Hjalta-
son framkvæmdastjóri og fleiri. Hin
nýja kvikmynd án Paradísar. Á
þessu námskeiði kynnast þátttak-
endur Ítalíu og ítalskri kvikmynda-
list samtímans í gegnum 6 verk leik-
stjóra af „nýju kynslóðinni". Leið-
beinandi Roberto Tartaghone og fer
þetta námskeið að mestu fram á ít-
ölsku.
Þessi upptalning er aðeins brot af
þeim fjölda námskeiða sem boðið er
upp á en nánari upplýsingar um
námskeiðin er hægt að fá á skrifstofu
Endurmenntunarstofnunar. -HK
íRúmeníu
Leikfélagi Reykjavíkur hefur
verið boðiö að koma með
Tsjékov-verkin Platanov og
Vanja frændi á leikUstarhátíð í
Rúmeníu í apríl. Þetta boð er að
tilhlutan rúmenska leikstjórans
og leikhússtjórans Alexa Visari-
on sem var hér á ferð fyrir stuttu.
Auk þess að vera leikhússtjóri í
Búkarest er Visaiáon stjómandi
áriegrar listahátíðar í Brazov.
Hátíð þessi er einn stærsö leik-
Ustarviðburður í gömlu A-Evr-
ingar frá öllum heimsálftim.
Sjálfur hefur Visarion unnið sem
leikstjóri í fjölmörgum löndum í
Evrópu, Asíu og Ameríku ogm.a.
sett upp öll leikrit Tsjekovs.
Leikfélag Akureyrar:
Æfingar hafnar á Leðurblökunni
Söngvarar, leikarar og aðrir aðstandendur óperettunnar Leðurblökunnar hjá Leikfélagi Akureyrar. DV-mynd gk
Gyifi Knstjánsaan, DV, Akuieyri:
Það er Uf og fiör í gamla Samkomu-
húsinu á Akureyri þessa dagana. Þar
standa nú yíir sýningar á gaman-
leiknum Útlendingnum sem sýndur
er um helgar en alla virka daga
standa yfir æfingar á óperettunni
Leðurblökunni sem frumsýnd verð-
ur 26. Leðurblakan verður síðasta
verkefni leikársins hjá Leikfélagi
Akureyrar, og var fyrsti samlestur á
mánudaghm. Æfingar hjá einsöngv-
urum og kór hafa hins vegar staðið
yfir í lengri tíma. Kolbrún HaUdórs-
dóttir er leikstjóri, tónlistarstjóm er
í höndum Roars Kvam og þýðinguna
sá Böðvar Guðmundsson um.
Jón Þorsteinsson tenór var fenginn
frá Amsterdam til að túlka hlutverk
Eisensteins og Ingibjörg Marteins-
dóttir sópran kemur frá Reykjavík
til að túlka konu hans, Rósalindu.
Guðrún Jónsdóttir sópran, sem er
við nám á ítahu, kemur beint þaðan
til að syngja og hlutverk Adele. í
öðrum stórum hlutverkum em ýmist
lærðir söngvarar eða atvinnuleikar-
ar, Þuríður Baldursdóttir, Steinþór
Þráinsson, Michael Jón Clarke, Már
Magnússon, Aðalsteinn Bergdal,
Þráinn Karlsson, Bryndís Petra
Bragadóttir og Sigurþór Albert Hei-
misson.
Roar Kvam hefur unnið nýja út-
setningu á tónlist Strauss fyrir 10
manna hljómsveit og 14 manna kór.
Karl Aspelund hannar leikmynd og
búninga og hefur vaUð sýningunni
afar skrautlegan og Utríkan umbún-
að í anda þeirra uppgangstíma sem
ríktu í Evrópu á sögutíma Leðurblö-
kunnar. Ingvar Bjömsson sér um
lýsmgu.
Leðurblakan hefur verið nefnd
„drottning óperettunnar" og er talin
meistaraverk valsakonungsins Jó-
hanns Strauss. Leikurinn gerist í
Vínarborg seint á síðustu öld og hafa
fáar óperettur notið jafnmikiUar
hylU. Leðurblakan er eitt viðamesta
verkefni sem Leikfélag Akureyrar
hefur ráðist í, en félagið hefur ekki
ráðist í að sviðsetja óperettu í tæp-
lega 30 ár.
Camera Obscura, ný sjónvarpsmynd:
Ljósmyndari sem missir minnið
Guörún Marinósdóttir leikur Hildi
sem er annað aðalhlutverkið.
Sjónvarpiö efndi til handritasam-
keppni fyrir tveimur árum og vom
tvö valin til kvikmyndunar. Annað
þeirra var Camera Obscura eftir Sig-
urbjöm Aðalsteinsson. Sigurbjöm,
sem er kvikmyndaleikstjóri, hefur
nú lokiö við myndina og verður hún
frumsýnd 14. febrúar í Sjónvarpinu.
Camera Obscura er latneska heitið
á fyrstu myndavélinni. Camera þýðir
herbergi og obscura er myrkur:
Myrkraherbergi. Myndin fiallar um
Guðjón Ijósmyndara (Þröstur Leó
Gunnarsson) sem missir minniö,
hugur hans er Camera Obscura:
Hann man ekkert. En Guðjón finnur
filmur sem hann tók daginn sem
hann missti minniö og framkaUar sig
í gegnum atburðina. Þegar Ijósmynd-
arinn hefur framkallað aUar mynd-
imar er ennþá eitt skúmaskot í huga
hans óupplýst, það vantar eina filmu
og Guðjón hefur það á tilfmnlngunni
að það sem kemur í ljós á henni boði
ekki gott
Auk Þrastar leika í myndinni Guð-
rún Marinósdóttir, Hanna María
Karlsdóttir, Hjalti Rögnvaldsson,
mgvar Sigurðsson, Grétar Skúlason
og Guðmundur Haraldsson.
Sigurbjöm hefur undanfarin ár
vakið athygU fyrir stuttmyndir sínar
sem farið hafa víða í erlendum sam-
Sigurbjörn Aðalsteinsson leikstjóri og Þröstur Leó Gunnarsson ræðast við
milli atriða.
keppnum. Fyrstu stuttmynd sína,
Meistari að eilífu, gerði hann 1986,
síðan hefur hann gert Hljóð (1989),
Himdur, himdur (1990) og Ókunn
dufl (1991). Hundur, hundur hlaut
dómnefhdarverðlamún á stutt-
myndahátíðinni í Hamborg og
Ókunn dufl hlaut önnur dómnefnd-
arverðlaun á gamanmyndahátíöinni
í Vevey, Sviss, sem haldin er tíl heið-
urs CharUe ChapUn.
Camera Obscura er rúmlega hálf-
tíma löng. TónUstina samdi Eyþór
Amalds og PáU Reynisson kvik-
myndaði.
-HK
í míðjum janúarmánuði var
opnuð í Galleri De Lawei, sem er
í Frislandi í Hollandi, sýning á
verkum eftir myndlistarkonum-
ar Borghildi Óskarsdóttur, sem
sýnir keramikskúlptúra, og Guð-
rúnu Kristjánsdóttur sem sýnir
málverk. Er hér um stóra sýn-
ingu að ræða og var fjallaö um
hana í stóm hoUensku dagblaði,
Leewarder Courant. Þar fer Jo-
hanna Schuurman lofsamlegum
oröum um sýninguna og segír
meðal annars: „ÖU verkin á sýn-
ingunni em framúrskarandi
tjáningarfuU. Þau eru hugvit-
samleg, hógvær og sýna staðfasta
notkun forma og Uta og ftdl-
komna úrvinnslu. Yfirvegað yfir-
bragð sýningarinnar steypir
verkum beggja listakvennanna
saman í fallega lokaða heild, þar
sem skúlptúrar og málverk
styrkja hvort annað. Við það fær
heildin á vissan hátt aukiö gildL
heimurtnn fékk
hókmennta-
Danski rithöfundurinn Peer
Hultberg fær bókmenntaverð-
laun Norðurlandaráðs í ár fyrir
bók sína Byen og verden. Þetta
er ífyrstasinnitíuár semdansk- |
ur rithöfundur fær verðlaunin. í
tilkynningu frá Norðuriandaráöi
segin „Byen og verden er mís-
kunnarlaus skáldsaga þar sem
spenna á milh efnis og forms
byggir upp dýpt og hraða. Það er
bærinn Viborg sem segir frá. í
hundrað örsögum er sagt frá íbú-
um sem tilheyra ólíkum þjóðfé-
lagshópum og lífi þeirra frá fæð-
ingu til dauða. Örlögum er lýst
af innsæi, sumir mætast, aðrir
skfija og enn aðrir verða ahtaf
einir.“ Verðlaunin em 200 þús-
und danskar krónur og veröa af-
hent í Ósló 2. mars. Fulltrúar ís-
lands í dómnefndinni eru Dagný
Kristjánsdóttir og Sigurður A.
Magnússon.
Listakvöldí
boðiMHogMR
Listafelag MH og Skólafélag MR
sameinast um að halda Ustakvöld
í Tónabíói í kvöld. Þar verður
meðal annars frumsýnd þrjátíu
mínútna kvikmynd Vá! Gott
mepp. Heiöursgestur kvöldsins
veröur Sveinbjöm Beinteinsson
aUsherjargoði sem les úr eigin
verkum. Aðrir sem koma fram
em Hrafn Jökulsson, Óttar
Proppé, Sverrir Stormsker, PáU
Oskar Hjálmtýsson, Vigdís
Grímsdóttir og Dr. Gunni. Kynnir
kvöldsins er Sigtryggur Baldurs-
son (Bogomil Font).