Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1993, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR1993
17
Menning
Sviðsljós
Tímarit sem á
skilið útbreiðslu
Þetta tímarit er gefið út af Félagi áhugamanna um
heimspeki sem starfað hefur eitthvað á annan áratug
og einkum gengist fyrir opinberum fyrirlestrum. Lengi
höfðu ýmsir óskað þess að þeir birtust á prenti og
þetta er nú fjórða heftið síðan 1988 (þótt heiti 5.). Það
fylgir þessum uppruna tímaritsins að það fiallar um
heimspeki þannig að almenningi má auðskilið vera
enda einkenndi það líka fyrirlestrana, þá sem ég hefi
heyrt. Er því nauðsyn á að þetta tímarit fái verulega
útbreiðslu, það ætti t.d. að vera á öllum almennings-
bókasöfnum því heimspeki er ein hin besta almenn-
ingsmenntun sem kostur er á.
Reyndar er meginefni þessa heftis almennings-
menntun í heimspeki, nánar tiltekið fiögur erindi á
ráðstefnu í apríl 1992 um „heimspekikennslu á grunn-
og framhaldsskólastigi“. Þar segja kennarar frá
reynslu sinni og óskum um þróun á þessu sviði. Hreinn
Pálsson hefur rekið heimspekiskóla fyrir böm og rek-
ur hér hve vel hafi gefist að þjálfa þau í að rökræða
mál sameiginlega. Aðrir fyrirlesarar hafa reynslu af
ýmsum skólastigum og landshlutum. Kristján Kristj-
ánsson hefur kennt heimspeki í Menntaskóla Akur-
eyrar og Ath Harðarson í Fjölbrautaskóla Vestur-
lands, en Þorsteinn Hjartarson í grunnskóla (Brautar-
holtsskóla á Skeiðum).
Ennfremur er hér viðtal við bandaríska heimspek-
inginn Matthew Lipman um efnið. Efnið er hér kynnt
frá ýmsum hhðum og vel rökstutt að heimspeki þyrfti
að verða námsefni snemma í grunnskólum. En ahtaf
þrengist á námsskránni og því hst mér best á tihögu
Kristjáns Kristjánssonar að þetta verði þáttur í móður-
málskennslu sem beinist þá meira að því að þjálfa
nemendur í að orða hugsun sína. En þá þarf auðvitað
heimspekiþjálfun inn í Kennaraháskólann. Ath Harð-
arson ræðir mismunandi kosti í námsefni og telur að
sterk áhersla á hugmyndasögu víðasthvar stafi af við-
leitni til að tryggja forræði kennara.
Hérna er gott viötal við Karl Popper þar sem hann
rekur meginatriðin í vísindaheimspeki sinni, hvemig
eigi að setja fram túlkanir og tilgátur og prófa þær
með samanburði við aðrar kenningar og rökræðum
um þær. Tilgátur eigi að vera djarfar en síðan eigi
menn ekki að leita að einhverjum atriðum sem koma
heim og saman við þær, eins og mörgum hættir th,
heldur að prófa þær með því að leita að atriðum sem
stríði gegn þeim. Þannig öðhst fólk djúpan skilning á
viðfangsefninu jafnvel þótt því auðnist ekki um sinn
að finna heildarskýringu.
Kristján Kristjánsson á hér smágrein sem hann kah-
ar „Sendibréf um frelsi". Þungvægasta greinin er eftir
Bókmenntir
Örn Ólafsson
Eyjólf Kjalar Emilsson: „Hvernig Descartes er fornleg-
ur“. Þar ræðir hann kenningar manna um samband
sálar og líkama og sýnir að ýmislegt, sem menn hafa
tahð nýjung Descartes, sé í raun fram komið hjá spek-
ingum fornaldar, einkum Plótínos, sem uppi var á 3.
öld. Því miður ber einna mest á prentvhlum hér en
annars sýnist undirrituðum leikmanni að hér sé tíma-
ritið fuhghdur þátttakandi í alþjóðlegum umræðum.
Einn ritdómur er í þessu hefti, sjö bls. um enskt rit,
sögu rúmfræði. Þetta finnst mér th fyrirmyndar, að
kynna myndarlega erlend rit sem menn óttast að farið
gætu fram hjá lesendum. En auk þess er hér tólf bls.
bálkur um íslensk heimspekirit, sem birst hafa und-
anfarin sjö ár. Þetta er mjög stuttaralegt enda sagt frá
rúmum fjórum tugum bóka, þýddra og frumsaminna.
En það er gott að hafa slíkt yfirht á þessum stað. Sem
sjá má af þessu er þetta vandað og aðgenghegt tímarit
sem varðar almenning.
Hugur. Tímarit um heimspeki.
5. ár 1992, 120 bls.
Jón Þórisson, Egill Eðvarðsson og Eðvarð Egilsson skoðuðu verkin frá
ýmsum sjónarhornum.
Nýlistasafnið:
Útfærslur á tæm-
ingu forma og lita
I Nýhstasafninu standa nú yfir
tvær myndhstarsýningar. Þór Vig-
fússon sýnir á efri hæðinni þrívíð
verk á gólfi og á veggjum. Hér er um
að ræða hugmyndir og útfærslur á
tæmingu forma og lita en að þessum
hlutum hefur Þór unnið undanfarin
ár.
A neðri hæðinni sýnir Birgir Andr-
ésson útfærslur á því er hann nefnir
„Lestur" sem íjallar um ýmsar hug-
myndir og ályktanir um öðruvísi
möguleika á formum, táknum og
letri th aukins skhnings á því víð-
feðma fyrirbæri er við köhum „að
Iesa“.
Þór Vigfússon útskýrir verkin fyrir Hörpu Björnsdóttur. DV-myndir JAK
A/lt að 50% afs/áttur
á notuðum bí/um!
Allir bílar afgreiddir með útvarpi og á snjódekkjum
RENAULT 19 GTS
1980, stgrverð 690.000,
tilboðsverð 630.000.
BMW 315
1982, stgrverð 150.000,
tilboðsverð 100.000.
RENAULT11
1989, stgrverð 500.000,
tilboðsverð 425.000.
CHEROKEE
1988, stgrverð 1490.000,
tilboðsverð 1350.000
PEUGÉOT 309
1988, staðgreiðsluv. 540.000,
tilboðsv. 460.000
Toyota Corolla GTI 1.6 1988.
Staðgreiðsluverð 770.000, til-
boðsverð 660.000.
MAZDA 626
1986, staðgreiðsluv. 420.000,
tilboðsv. 320.000
RANGE ROVER
1985, staðgreiðsluv. 980.000,
tilboðsv. 850.000
FORD SIERRA ST
1985, staðgreiðsluv. 490.000,
tilboðsv. 390.000
Bflaumboðið hf.
KRÓKHÁLS11 - REYKJAVÍK - SÍMI 686633
Beinn sími í söludeild notaðra bíla er 676833 Opið: Virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 13-17
B
Fjöldi bíla á tilboðsverði!
Engin útborgun -Visa og Euro. raðgreiöslur
TEGUND ÁRGERÐ STAÐGR. TILBOÐS
VERÐ VERÐ
OPELKADETT 1985 280.000 240.000
RENAULT EXPRESS 1988 470.000 420.000
CITROÉN BX19GT 1988 790.000 690.000
VWGOLF 1987 590.000 520.000
BMW916 1984 470.000 420.000
SUZUKIFOX 1982 390.000 340.000
BMW316 1982 170.000 110.000
VWJETTA 1986 480.000 380.000
FORD EXC0RTXR3Í 1984 410.000 350.000
BMW316 1987 650.000 590.000
Skuldabréf til allt að 36 mánaða