Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1993, Blaðsíða 16
16
FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1993.
M.V.B.
Skrifstofa meistara- og verktakasambands bygginga-
manna hefur verið flutt að Hallveigarstíg 1,
101 Reykjavík.
Sími: 91-626426 Fax: 91-13802.
Opið hús
Kynning á meiraprófi
Ökuskóli íslands hf., Dugguvogi 2, Reykjavík, kynn-
ir starfsemi sína laugardaginn 6. febrúar næstkom-
andi. Opið hús verður frá kl. 14-17.
Ökuskóli íslands
Sími 683841
Uppboð
Framhald uppboðs
á eftirtöldum eignum verður háð
á þeim sjálfum sem hér segir:
Kirkjubraut 30b, þingl. eig. Kristinn
Þ. Jensson, gerðarbeiðandi Einar J.
Skúlason hf., 8. febrúar 1993 kl. 11.00.
Kirkjubraut 9, þingl. eig. Tækniveröld
h£, gerðarbeiðendur Landsbanki ís-
land og Vátryggingafélag íslands, 8.
febrúar 1993 kl. 11.30.
Sunnubraut 18, þingl. eig. Viktor Pét-
ursson og Guðrún íns Guðmundsdótt-
ir, gerðarbeiðendur Búnaðarbanki Is-
lands og Húsnæðisstofhun ríkisins, 8.
febrúar 1993 kl. 13.00.
Vallarbraut 7,1. hæð t. v. 0101, þingl.
eig. Ásgeir Magnússon og Guðbjörg
Hákonardóttir, gerðarbeiðendur
Byggingarsjóður ríkisins, húsbréfa-
deild, Lífeyrissjóður Akraneskaup-
staðar og Lífeyrissjóður Vesturlands,
8. febrúar 1993 kl. 13.30._______
Vitateigur 5, jieðri hæð, þingl. eig.
Anna Signý Amadóttir, gerðarbeið-
andi Akraneskaupstaður, 8. febrúar
1993 kl. 14.00.__________________
SÝSLUMAÐURINN Á AKRANESI
TILBOÐ
Menning
Regnboginn - Svikráð: ★★ Vi
Varúð: Hundar
Reservoir Dogs er ein umtalaðasta mynd síðasta árs
og höfundur hennar, Quentin Tarantino, sá heitasti í
Hollywood um þessar mundir. Myndin stendur hins
vegar ekki undir því lofi sem hún hefur fengið. Þetta
er öðruvísi, skemmtilega gerð ofbeldisfull svört kóme-
día en nokkir stórir gallar skyggja á marga litla kosti.
Reservoir Dogs (nafnið er afbökun á Au Revoir Les
Enfants) fjallar um tildrög og eftirmála geimsteinar-
áns, framið af hópi ofurkarlmannlegra glæpamanna.
Meginhluti myndarinnar gerist eftir ránið, í vöru-
skemmu þar sem glæponamir tínast inn einn og einn.
Þeir eru hoppandi illir því ljóst er að einhver úr hópn-
um sveik þá. Meðan þeir egna hverjir öðrrnn er skotið
inn afturhvörfum þar sem persónumar em kynntar.
Einnig em brot af flóttanum undan löggunni sýnd en
aldrei ránið sjálft. Ástandið í vömskemmunni nær
suðupunkti þegar ljóst er að einn glæponanna er geð-
Kvikmyndir
Gísli Einarsson
sjúkur og byijar að pynda löggu sem hann greip með
sér á flóttanum.
Því verður ekki neitað að Reservoir Dogs er flott
mynd, bæði hvað útlit og tækni varðar. Samtölin em
líka mörg skemmtilega groddaleg og kímin. Formið
vinnur hins vegar gegn frásögninni. Tarantino segir
óhefðbundið frá sem í þessu tilviki sýnir hvers vegna
hefðbundið form hefur tórað 1 hundrað ár í bíö. Aftur-
hvörfin, sem eiga að segja meira frá persónunum og
víkka út sögusviðið em langdregin og nær öll hrein-
lega óþörf. Persónumar em og verða dæmigerðir bíó-
glæpamenn. Einu atriðin sem auka á dramatíkina era
þau sem gerast eftir ránið.
Atriöið í vöraskemmunni er hins vegar mjög gott.
Það er sparsamt skrifað og klippt (ólíkt afturhvörfun-
um) og í því nýtur gráglettnin sín til fullnustu. Endir-
inn er bráðsnjaU, hámark uppsprengdrar karl-
Harvey Keitel leikur eitt aðalhlutverkið í Reservoir
Dogs.
mennsku. Eini stóri ljóðurinn er þegar pyndingarsen-
an fer yfir velsæmismörkin að óþörfu.
Leikaramir leika allir svipaðar persónur og þeir
hafa gert imdanfariö en þeir standa sig ágætlega mið-
að viö það aö þeir hafa Útið annað að gera en að for-
mæla hver öðrum. Fjörgamall leikari, Lawrence Ti-
emey, leikur glæpakónginn og stendur einn upp úr.
Þetta er smart, öðmvísi og innantómt byijunarverk
hjá Tarantino, sem er ágætt meðan flestir í Hollywood
gera bara smart og innantómar myndir.
Reservoir Dogs (Band. 1992) 105 min.
Handrit og leikstjórn: Quentin Tarantino.
Leikarar: Harvey Keitel (Thelma & Louise), Tim Roth (The
Hit), Chris Penn (At Close Range), Steve Buscemi (Barton
Fink), Lawrence Tierney, Michael Madsen (Thelma & Louise).
DÖMUSPARISKOR
Verð áður 4.390,-
Verð nú 2.990,-
HERRASPARiSKORI
Verð áður 3.490,-
Verð nú 2.490,-
SENDUM í PÓSTKRÖFU
RR skór JL
EURO SKO
KRINGLUNNI 8-12, SÍMI 686062
LAUGAVEGI 60, SÍMI 629092
SKEMMUVEG! 32 L, KÓPAVOGI, S. 75777
Sviðsljós
Blótað í Hlégarði
íbúar í Mosfellsdal héldu sitt ár-
lega þorrablót í Hlégarði nú fyrir
skömmu. Fjölmenni var á samko-
munni sem heppnaðist hið besta
enda boðið upp á afbragðs þorramat
ogfjölbreytt skemmtiatriði.
Á meðal þeirra sem tróðu upp var
Lúðrasveitin Brak og brestir undir
stjóm Kela í Túnfæti en hann er
kvæntur Sigrúnu Hjálmtýsdóttur
söngkonu. Þá var einnig fariö með
kveðskap eins og hefur lengi tíðkast
á slíkum samkundum.
Sigurður Sigurðsson og Ómar Run- Steipurnar í Mosfellsdal tóku lagið og gerðu mikla lukku og engin þó eins
óltsson fluttu kveðskap. mikla og „sú“ I rósótta kjólnum.
DV-myndir RaSi
FRAMLAG TIL
FRAMFARA
Vandaður þáttur um nýsköpun og
tækifæri í íslenskum iðnaði kl. 21:30
á Stöð 2 í kvöld.
Gestimir i Hlégarði gæddu sér á afbragðs þorramat.