Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1993, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR1993
Fréttir
Tákn nýira tíma
í Rússlandi
- segir Sæmundur Guömundsson aöstoðarframkvæmdastjóri
Tveir heiðursmenn á körfuboltaleík í Hólminum nýiega.
DV-mynd Kristján
Lifiö er körfubolti 1 Hólnunum:
Þorrablóti frestað
vegna úrslitaleiks
„Samningurinn, sem við gerðum
við rússneska fyrirtækið UTRF í
Petropalovsk á Kamtsjatka í Rúss-
landi, er í rauninni sölu- og fram-
leiöslusamningur. Við sjáum því fyr-
ir framleiðslustjóra um tiorð í skipið,
sem leiðbeinir og fylgist með fram-
leiðslunni, og við sjáum síðan um
sölu á afurðunum," sagði Sæmundur
Guðmundsson, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri íslenskra sjávaraf-
uröa, í samtali við DV.
Um helgina var undirritaður í
Reykjavík samningur milli íslenskra
sjávarafurða hf. og rússnesks fyrir-
tækis um sölu og markaössetningu
afurða eins frystitogara félagsins.
Frystitogarinn, Admiral Zavoiko,
var smíðaður í Noregi árið 1991 og
er búinn öllum fullkomnustu tækj-
um til veiöa og vinnslu. Samningin--
inn tekur gildi 12. júní og er geröur
til loka árs 1994 og áætlað er að fram-
leidd verði 3.200 tonn af afurðum úr
Alaskaufsa, aðallega flök.
„Við erum með sérstakt vöru-
merki, Inter E X, fyrir umsamda af-
urð. Þeir framleiða undir því merki
og selja sem rússneska vöru. Þetta
er eingöngu samningur um blokkir
af alaskaufsa. Það er gífurleg veiði á
þessari tegund, á milli 5 og 6 mihjón-
ir tonna á ári og mikill markaður,
aðallega í Bandaríkjunum, en einnig
í Evrópu. Alaskaufsann veiða þeir í
Okhotskhafi, sem er innhaf milli
Kamtsjatka og meginlandsins, og úti
á Beringshafi.“
- Nú hafa verið uppi raddir um skort
á hreinlæti í rússneskum skipum.
Eruð þið með einhveija tryggingu
fyrir gæðum þessara afurða og hafið
þið engar áhyggjur af því að skemma
þá góðu ímynd sem íslenskar afurðir
hafa?
„Við erum í fyrsta lagi ekki að selja
þetta sem íslenska afurð heldur sem
rússneska, þó að hún sé framleidd
undir okkar leiösögn. Fiskurinn mun
heldur aldrei koma hingað til ís-
lands. Skipiö, sem notað verður við
veiðamar, er svipað þeim skipum
sem eru hér á íslandi. Við erum bún-
ir að gera ítarlega athugun á aðstöð-
unni og hreinlætið um borð er með
því besta sem gerist, svipaö og hér
heima.
Útgerð þessa fyrirtækis er tákn um
nýja tímann í þessu landi og er tákn-
rænt fyrir þann tíma sem er að koma
þar. Við myndum aldrei taka að okk-
ur sölu á afurðum úr skipum sem
eru úr gamla timanum þjá þeim, ef
svo má að orði komast,“ sagði Sæ-
mundur.
-ÍS
Kristján Sigurösson, DV, Stykkishólmi:
í Stykkishólmi hefur löngum ríkt
mikill áhugi á körfubolta og lið Snæ-
fells hefur í gegnum árin sýnt og
sannað getu sína á því sviði. Ekki
eingöngu meistaraflokkur karla,
heldur einnig yngri flokkar og
kvennalið.
í vetur hefur árangur meistara-
flokks karla þó boriö hæst. Hann er
kominn í úrsht bikarkeppninnar í
fyrsta sinn og stendur í mikilli bar-
áttu um sæti í úrslitum deildakeppn-
innar. Þar spila 4 bestu liö landsins
um íslandsmeistaratitilinn. í dag á
Snæfell tvo landsliðsmenn, Bárö Ey-
þórsson og Kristin Einarsson.
Þessum góða árangri fylgir að sjálf-
sögðu gífurlegur áhugi Hólmara,
jafnt ungra sem aldinna, sem flykkj-
ast á heimaleiki liðsins í hið nýja,
glæsilega íþróttahús. Styðja sína
menn og má nefiia að þegar mest er
þá er um þriðjungur íbúa Stykkis-
hólms að fylgjast með.
Gífurlegur áhugi er hér á úrslita-
leiknum sem fram fer 6. febrúar og
má m.a. nefna að helsta viðburði
heimamanna í skemmtanalífinu,
þorrablóti þar sem heimamenn
vinna og flytja tveggja klst. skemmti-
dagskrá, hefur var frestað um viku.
Fyrirhugað var að hafa þorrablótið
6. febrúar. Að sögn Jónu Grétu
Magnúsdóttur, formanns skemmti-
nefiidar, taldi nefiidin ekki um annað
að ræða. Búist er viö að allir sem
vetthngi geta valdið fari til Reykja-
víkur og standi að baki leikmönnum
Snæfells í baráttu þeirra við hið
geysisterka lið Keflavikur.
Það má segja aö hvar sem tveir
menn eða fleiri hittist sé umræðuefn-
ið körfubolti. Þar eru allir sérfræð-
ingar, hafa skoöun á því sem betur
mátti fara eða því sem vel var gert
og er þar sama hvort um böm eða
fullorðna er að ræða.
Rússneska frystiskipið Admiral Zavoiko sem mun veiða alaskaufsa upp í
samninga fyrir íslenskar sjávarafurðir.
Spilavítamálin:
A lokaspretti hjá ríkissaksóknara
Mál spilavítanna tveggja, sem lög-
regla lokaði í október á síðasta ári,
eru nú í lokavinnslu hjá embætti rík-
issaksóknara. Samkvæmt heimild-
um DV styttist í að ákvörðun verði
tekin um málin en þá kemur í Ijós
hvort formleg ákæra veröur gefin út
eða málin látin niður falla.
Tugir manna sátu við fjárhættuspil
þegar lögreglan réðst inn í spilavítin
í Súðarvogi og í Armúla og alls voru
12 forsprakkar staöanna yfirheyrðir
þjá RLR í kjölfariö. Lagt var hald á
peninga, áfengi, spilaborð og ýmis
önnur gögn.
Rannsókn RLR beindist fyrst og
fremst að því hvort rekstraraðilamir
hefðu haft ábata af spilunmn og
hvort um ólöglega sölu áfengis hefði
verið að ræða.
-ból
I dag mælir Dagfariy
Olíu- og bensínverö hefur verið að
hækka og lækka á heimsmarkaðn-
um að undanfómu. Einkum þó að
lækka. Þetta hefur maður lesið um
í blöðunum og spurt hefur verið
eftir lækkunum hér heima í kjölf-
arið á lækkunum erlendis, enda
kaupa íslensku olíufélögin bensín-
ið á heimsmarkaðsverði og ættu
því að njóta verölækkunar þegar
hún er staöreynd.
Því miöur hefur sú ekki orðið
raunin á. Einu breytingamar á
bensíni hér heima em hækkanir
sem verða þegar bensíniö hækkar
erlendis. Lækkanir hafa ekki skil-
að sér. Því miöur.
Ef einhver heldur aö þetta sé ís-
lensku ohufélögunum að kenna þá
er það misskilningur. Þau geta ekk-
ert aö þessu gert þótt bensín lækki
ekki. Oheppni þeirra ríður nefni-
lega ekki við einteyming. Um sama
leyti og bensín lækkar em einmitt
aö berast farmar hingaö heim sem
em með gamla veröinu. Olíufélögin
geta að sjálfsögðu ekki selt sitt
bensín á verði sem ekki hefur enn-
þá borist til landsins. Bensín verð-
ur að vera á því verði sem á bensín-
inu er þegar það er keypt til að
geta haft sama verð þegar þaö er
selt.
Ansans ólán
Þegar bensínið hækkar verða fé-
lögin vitaskuld að fylgja þeirri
hækkun vegna þess að annars
munu þau tapa á viðskiptunum.
Það sem kemur þó ohufélögun-
umverst em þeir erfiðleikar sem
þau standa frammi fyrir þegar
bensínið lækkar. Þá eru þau oftast
með svo miklar birgðir af bensíni
á gamla verðinu aö þau geta ekki
keypt á nýja verðinu. Ohufélögin
veröa að sjálfsögðu að geta losað
sig við bensín á gamla verðinu áður
en þau fara að selja á nýja veröinu.
Lækkun kemur því ekki aö gagni
nema þegar lækkunin hefur skilað
sér í bensíni hingað til lands sem
er með lækkuninni.
Þetta hljóta allir að skilja.
Óheppnin er hins vegar sú að loks-
ins þegar birgðimar em búnar og
ohufélögin hafa kannske náð í farm
á lækkuðu veröi, hækkar heims-
markaðsverðið og þá geta olíufé-
lögin ekki fariö að selja undir
heimsmarkaðsverði. Þau verða að
búa sig undir nýja verðið sem hefur
hækkað.
Hér em þijú ohufélög starfandi.
Margfr halda að það geti þýtt sam-
keppni í milh þeirra. Vandinn er
hins vegar sá að ef eitt félagið
hækkar bensínið eins og heims-
markaöurinn segir til um verða
hinir líka að hækka, enda kaupa
þau inn sameiginlega á sama verði
og hljóta því að þurfa að selja á
sama verði. Efbensín lækkar getur
ekki eitt þeirra lækkað sitt bensín
því að þá kaupa allir bensín hjá því
ohufélagi og engin sanngimi í því
að einn lækki meðan hinir hafa
birgðir á gamla verðinu.
Þannig má segja að ókosturinn
við að hafa þijú ohufélög fehst í
því að ekki er hægt aö koma við
samkeppni. Hins vegar hafa ohufé-
lögin góöa samvinnu um að ákveða
hvenær samkeppnin er þeim
heppileg en það á ekki við um verö-
ið þegar það lækkar. Þaö kemur
ekki samkeppninni við. Þau em
hins vegar samstíga í hækkuninni
því þau kaupa öll inn með sama
hætti og félög sem kaupa inn með
sama hætti verða að selja með
sama hætti til að hlutfollin raskist
ekki á milli þeirra til að hækkunin
komist til skila.
Menn mega heldur ekki gleyma
því að verð sem lækkar getur
hækkaö skyndilega aftur og olíufé-
lög, sem era á markaðnum, verða
að búa sig undir hækkanir þegar
bensín lækkar með því að eiga
forða af bensíni á gamla verðinu
ef ske kynni að bensín hækkaði
eftir að það hefur hækkað. Það er
miklu auðveldara að búa sig undir
hækkun heldur en lækkun og til
þess era birgðimar.
íslendingar era sem sagt svo
óheppnir og olíufélögin em svo
óheppin aö alltaf þegar bensín
lækkar em allverulegar birgðir til
í landinu og auk þess hefur viljað
svo óheppilega til að einmitt þegar
lækkun verður á heimsmarkaðn-
um em skip á leið til landsins með
farma á gamla verðinu og nýja
verðið skilar sér ekki fyrr en löngu
seinna þegar bensín hefur hækkaö
á ný.
Af þessu má sjá að það er ekki
ohufélögunum að kenna þótt lækk-
anir skih sér ekki hingað til lands.
Það er eins og hver önnur óheppni,
enda stendur alltaf til að lækka
bensín ef lækkanir verða en menn
verða auðvitað selja á því verði sem
þeir kaupa.
Dagfari