Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1993, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1993, Page 31
LAUGARDAGUR13: FEBRÚAR1903 - 43 ' „Mikilvægast allra slíkra uppgjöra eru þó reikningsskilin viö eigin æsku. Sumir gera upp alla reikninga æskuáranna á tvítugsaldri, aðrir síðar og enn aðrir ekki fyrr en báöir foreldrarnir eru dánir. Það er þó aldrei of seint að eignast hamingjusama fortíð." Efnt skal til aðalfundar Hann byrgði andlitíð í höndum sér. „Ég mun aldrei lifa glaðan dag,“ sagði hann lágt. „Lífið hefur verið mér harður og erfiður skóh. Foreldrar mínir voru óreglufólk sem vanræktí mig. Þegar ég minnist bemskuáranna fyllist ég angist og hrylhngi. Bara ef ég hefði fengið annað uppeldi, aöra foreldra, annað heimili eða annan skóla, þá hefði mér famast betur.“ Hann stundi þungan og virtí shtna og óburstaða skóna fyrir sér. „Hefurðu ahtaf ver- ið svona beiskur?“ spurði læknirinn lágt. „Já,“ sagði maðurinn, „og ég mun aldrei fyrirgefa foreldmm mínum meðan ég lifi. Aht er þeim að kenna.“ Hann fór að gráta með þungum ekka. Vonleysi og dapur- leiki höfðu tekið sér bólfestu í þess- um gráti. Læknirinn virti hann fyr- ir sér og rifjaði upp ýmsar ávirðing- areiginforeldra. Beiskjan sem lífsförunautur Margir em þeir sem velja sér beiskjuna að lífsforunaut. Ungir bundust þeir henni try ggðaböndum sem aldrei rofnuðu. Með beiskjuna sér við hhð héldu þeir ótrauðir út í lífíð og létu eitt yfir bæði ganga. Þeir gátu ávaUt kvartað yfir ein- hveiju; fjölskyldu, vinnufélögum, nágrönnum, stjórnmálamönnum, veðurfari og öllum þeim aragrúa heimskingja sem aUs staðar verða á veginum. Fullir gagnrýni virtu þeir heiminn fyrir sér og skynjuðu ótal ástæður fyrir eigin misgengi á grýttri framabraut farsældar og hamingju. Fæstir samferðamanna stóðu undir þeim kröfum sem til þeirra vom gerðar. En alUr krefjast þó mest af mömmu og pabba. Flestir gera þá einfóldu kröfu til foreldra sinna; að þeir séu fuUkomnir. Engir foreldrar standa undir þeirri kröfu þó fólk sé misvel til þess faUið að axla þá ábyrgð sem fylgir bamaupp- eldi og heimiU. Sumir era ágætlega hæfir, aðrir Ula til þess fallnir en engir fuUkomnir eða gaUalausir. Margir segjast geta rakið aUa sína ógæfu í lífinu tU foreldra sinna. Fólk segir oft: „Bara ef mamma hefði verið öðmvísi, veitt mér meiri/minni umhyggju, komið fram viö mig af meiri/minni kærleika, vemdað mig meira/minna, þá væri líf mitt bæði betra og skemmtilegra í dag.“ „Bara ef pabbi hefði verið meira/minna heima, sinnt mér Á læknavaktinm Óttar Guðmundsson læknir meira/minna, gefið mér meiri/minni peninga, þá hefði aUt gengið mér í haginn." Þetta fólk hefur aUt á réttu að standa. AUir foreldrar bregðast börnum sínum einhvem tíma á ein- hvem hátt. Það er vitað að hefðu foreldramir verið öðravísi hefði saga barnsins líka orðið önnur. Böm velja sér ekki foreldra en á hinn bóginn geta þau vaUð hvort þau viija eyða fuUorðinsárum sín- um í beiskju og ásakanir eða ekki. Aðalfundir og önnuruppgjör Flest fyrirtæki halda árlega aðal- fund. Þá em reikningar Uðins árs gerðir upp, afgreiddir og samþykkt- ir, ný stjóm kveður þá gömlu og gerir starfsáætlun fyrir komandi ár. Eftir aðalfundinn vita hluthafar hver staða fyrirtækisins er, skuldir og framtíðarhorfur. Manneskjan ætti á sama hátt að halda öðru hvom eigin aðalfund, gera upp for- tíðina og snúa sér að nýjum verk- efnum. MikUvægast allra slíkra uppgjöra em þó reikningsskilin við eigin æsku. Sumir gera upp aUa reikninga æskuáranna á tvítugs- aldri, aðrir síðar og enn aðrir ekki fyrr en báðir foreldramir em dánir. Það er þó aldrei of seint að eignast hamingjusama fortíð. Þegar slíku uppgjöri er lokið hefjast fúUorðins- árin en ekki fyrr. Þeir sem velja að ganga beiskir og reiðir aUt sitt ævi- skeið vegna löngu Uðinna atburða gefa sjálfum sér aldrei annað tæki- færi. Þeir verða bandingjar eigin þröngsýni og festast í þeirri æsku sem kvelur þá og ergir. Foreldramir halda áfram um stjómvölinn í lífi þeirra og ráða um hamingju þeura eðagæfuleysi. Einhvers staðar las ég þessa speki: Þú ert ekki fullorðinn þegar þú giftirþig. Þú ert ekki heldur ftúlorðinn þeg- ar skólagöngunni er lokið. Þú ert ekki fuUorðinn þegar þú verður sjálfráða eða fiárráða. Þú ert fuUorðinn daginn sem þú fyrirgefur foreldrum þínum af öUu hjarta. Foreldrar em lfica manneskjur sem gera mistök og bregöast stund- um þegar mest á ríður. Þeir em breyskir, hégómlegir og mannlegir. Barnið getur á fuUorðinsárum sín- um vaUð að heiðra foreldra sína og sýna þeim virðingu og þakklætí. Sumir ákveða að fyrirlíta foreldra sína, hata þá og Utilsvirða. Það er fullkomlega eðUlegt en mestu skipt- ir að geta fyrirgefið þeim og sæst við eigin æsku og eigið líf. Þeir sem ekki gera það velja að gera beiskj- una að lífsfórunaut sínum. Oft á tíð- um er fuU ástæða fyrir aUri þessari reiði en hún gegnir því hlutverki einu að viðhalda ónægju og vanUð- an og heldur allri Ufsnautn utan dyra. Þess vegna skiptir svo miklu máU að halda aðalfund í eigin lífi og gera upp reikninga fortíðarinnar en láta ekki beiskjunni eftir að ann- ast aUt lífsbókhaldið um ókomna tíð. HÆTTU AÐ REYKJA ÁTVEIMUR KVÖLDUM Mjög kröftug námskeið verða haldin á nœstu dögum fyrir þá sem vilja losna alveg við alla löngun og vöntun til reykinga. Fjöldi takmarkast við sex manns á hvert námskeið. Notuð er dáleiðsla til að losna við reykingarnar. Námskeiðið er á tveimur kvöldum í röð samtals fjórir tímar. viðurkeimdur í Interiiational Medical and Dental Hypnotherapy Association. Friðrik Páll Ágústsson R.P.H. C.Ht. Vesturgata 16, Sími: 91-625717 Aðalfundur Aðalfundur Skeljungs hf. verður haldinn föstudaginn 12. mars 1993 í Átthagasal Hótel Sögu, Reykjavík, og hefst fundurinn kl. 14:00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 16. grein samþykkta félagsins. 2. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á aðalskrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á aðalskrifstofu félagsins Suðurlandsbraut 4, 6. hæð, frá og með 5. mars til hádegis á fundardag, en eftir það á fundarstað. Húsbréf Útdráttur húsbréfa Nú hefur fariö fram fimmti útdráttur húsbréfa í l.flokki 1991, annar útdráttur í 3.flokki 1991 og fyrsti útdrátturí tflokki 1992 Koma þessi bréf til innlausnar 15. apríl 1993. Öll númerin veröa birt í næsta Lögbirtingablaði og í Degi á Akureyri laugard.13. feb. Auk þess liggja upplýsingar frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæöis- skrifstofunni áAkureyri, í bönkum, sparisjóöum og verðbréfafyrirtækjum. CpO HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 ■ 108 REYKJAVÍK ■ SlMI 696900 V,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.