Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1993, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1993, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1993. Fréttir Póst- og símamálastofhun tók ekki lægsta tilboði í Armúla 27: Óþolandi vinnubrögð sem lykta af pólitík - segir forsvarsmaður Ártaks sem krefst 8 miHjóna 1 skaðabætur „Það er gjörsamlega óþolandi að svona vinnubrögð skuli líðast af opinberum aðila. Við áttum lægsta tUboð og Armannsfell það næst- lægsta en fékk verkið. Það munaði einni miUjón á tilboðunum og ég tel Póst- og símamálastofnun ekki hafa heimild til að gefa Ármanns- felli eina milljón. Þetta er opinbert fyrirtæki sem er að ráðstafa okkar fé,“ segir Reynir Þórðarson, einn eigandi Ártaks hf. Artak hf. hefur stefnt Póst- og símamálastofnun og þremur starfsmönnum hennar, þeim Ólafi Tómassyni póst- og símamála- stjóra, Þorgeiri K. Þorgeirssyni framkvæmdastjóra og Valdimar Jónssyni deildarstjóra, fyrir að taka næstlægsta tilboði vegna við- byggingar og breytinga á Ármúla 27 en ekki því lægsta sem Ártak átti. Ártak hf. krefur Póst- og síma- málastofnun um átta milljónir í skaðabætur. Tilboð Ártaks í verkið hljóðaði upp á tæpar 94 milljónir og fyrirtækið krefst fimm milijóna vegna missis á tekjum og þriggja milljóna vegna skaðlegra áhrifa sem höfnun opinberrar stofnunar hefur í för með sér á orðspor fyrir- tækisins. „Við erum mjög frambærilegir, höfum alla tíð staðið okkur vel og skilað verkum á tíma og það er óþolandi að það skuh vera gengið fram hjá okkur. Þetta lyktar af póhtík og ef enginn mótmæhr þá lenda bara fleiri í þessu,“ segir Reynir. Þorgeir K. Þorgeirsson, fram- kvæmdastjóri umsýslusviðs Póst- og símamálastofnunar, segir að póhtík hafi ekki komið nálægt því hvaða tilboði var tekiö í verkið heldur hafi hagkvæmni ráðið. „ Við tókum hagstæðasta thboð- inu í þessu tilfelh þó svo að það hafi ekki verið það lægsta. Við lét- um fara fram mat á greiðslustöðu og fleira og það fyrirtæki, sem fékk verkið, kom betur út úr því mati. Auk þess var byggt á umsögnum ýmissa aðila, svo sem verkfræði- og verktæknistofa," sagði Þorgeir. -ból OttóWathneveið- irutankvóta Pétur Kristjánsson, DV, Seyðisfirði; Nýi frystitogarinn Ottó Wathne hélt úr höfn hér í gær eftir tveggja vikna hlé frá veiðum. Stefnan var tekin á að veiða úthafskarfa með flottrolh og verður Ottó fyrst ís- lenskra skipa til þeirra veiða að þessu sinni. Ekki hefur enn tekist að selja eldri togara félagsins með sama nafni þannig að nýja skipið hefur engan kvóta í íslenskri fiskveiðiiögsögu. Nokkrir aðUar hafa sýnt áhuga á að kaupa gamla togarann en ekki hefur verið gengið frá samningum um slíkt enn. Vonast er tU að botn fáist í þau mál á næstu vikum. Magnús Lárusson tekur við verð- launum sínum, ferð fyrir tvo til Kan- aríeyja í hálfan mánuð með gistingu á úrvals íbúðahóteli á Ensku strönd- inni. DV-mynd ÞÖK Áskriftargetraun D V: Fjórar glæsi- legar verð- launaferðir -ffáFlugleiðum Dregið var í Áskriftargetraun DV og Flugleiða fyrir febrúarmánuð og fjórir heppnir, skuldlausir áskrifend- ur fengu glæsUegar verðlaunaferðir. Aðalvinningur mánaðarins kom á nafn Magnúsar Lárussonar, Blá- skógum 15 í Reykjavík, en hann hlaut hálfsmánaðarferð tíl Kanaríeyja fyr- ir tvo. Aöalsteinn Snæbjömsson, Grund- arbraut 12 í Ólafsvík, fékk flug og gistingu í þijár nætur í Glasgow, Benedikt Garðar Eyþórsson, Mána- götu 19 í Reykjavík, flug og gistingu í þijár nætur fyrir tvo í Lúxemborg og Þorsteinn Jóhannesson, Silfur- túni 14 í Garði, flug og gistingu í 3 næturíGautaborg. -ÍS Eyjamenn eru óhressir með að Herjólfur skuli vera bundinn viö bryggju svo vikum skiptir vegna verkfallsað- gerða. Efnt var til borgarafundar á athafnasvæöi Herjólfs i gær og var þar skorað á deiluaðila að ganga til samn- inga þannig að „þjóðvegurinn" til Vestmannaeyja verði opnaður á ný. Á myndinni sést Guðni Grimsson, einn fundarboðenda, rétta Tryggva Jónassyni, stjórnarmanni Herjólfs, ályktun fundarins. DV-mynd Ómar Garðarsson Borgarafundur í Vestmannaeyjum: Stöðvun Herjólf s veldur vöruskorti og verðhækkun - þesserkraíistaödeiluaöilarsemjistrax Ómar Garðarsson, DV, Vestmaiuiaeyjum: Um eitt þúsund Vestmannaeyingar létu ekki kuldann á sig fá í gær og mættu á útifund þar sem skorað var á stjórnendur og starfsfólk Heijólfs að koma skipinu af stað hið fyrsta. Og th enn frekari áherslu voru 300 bflflautur látnar glymja svo undirtók í Heimakletti. Heigi Hjálmarsson kaupmaður var einn þeirra sem flutti ávarp á fundin- um og sagði hann vöruskort orðinn tilfinnanlegan, sérstaklega hvað varðar mjólkina sem aðeins er hægt aö fá sjóleiðis tvisvar í viku. Fyrir hádegi á föstudegi og eftir hádegi sama dag. Einnig sagði Helgi að flutningsjöld hefðu hækkað um helming. Það kom berlega í ljós á fundinum að fólk er orðið þreytt á verkfallinu sem staðið hefur í tæpan mánuð. í ályktun sem samþykkt var á fundin- um segir að Vestmannaeyingar geti ekki án þessarar samgöngifleiðar veriö og defluaðilar kallaðir til ábyrgðar. „Við skorum á ykkur að sýna okkur og ykkur sjálfum þá virð- ingu að koma skipinu í rekstur strax,“ segir í lokaorðum ályktunar- innar. Bæjarráð Vestmannaeyja hefur ályktað um defluna. Ekki virðist það hafa haft nokkur áhrif því engin hreyíing er á samningamálum og uppsagnir undirmanna á Heijólfi virðast hafa hleypt máhnu í óleysan- legan hnút. Keflavík: 440f á atvinnubætur í dag Ægir Már Káiason, DV, Suðumesjum; „Við munum greiða 440 manns at- vinnuieysisbætur í dag en fyrir hálf- um mánuði greiddum við 480 manns. Því hefur fækkað um 40 manns á atvinnuleysisskránni. Þeir sem byijaðir eru að vinna við loönufrystingu og ígulkeravinnslu verða ekki á atvinnubótum við næstu útborgun svo það verða von- andi færri á atvinnubótum að hálfum mánuði liðnum," sagði Kristján Gunnarsson, formaöur Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur í samtali viðDV. Stuttar fréttir Vaxtaiækkun Bankaráð Landsbankansákvað í gær að lækka vexti á algengustu lánaflokkum, bæði raunvexti og nafnvexti, um 0,25 til 1 prósentu- stíg. Breytingin tekur gfldi 1. mars næstkomandi. Arni Johnsen alþingismaður vill að Alþingj grípi inn í Herjólfs- deiluna með lagasetningu. For- sætisráðherra vill að bæjar- stjórnin í Vestmanneyjum beiti sér í málinu. Hátt í þúsund manna borgarafundur í Eyjum krafðist þess í gær að siglingar yrðu hafnar að nýju tfl lands. SamiðumEES Vonir standa til aö EES-samn- ingurinn getí tekiö gfldi 1. júlí i ár eftir að samkomiflag náðist um samninginn í Brussel í gær. Nið- urfefling tolla á fiski gæti aukiö tekjur Islendinga um hundruö mifljóna þegar í ár. Eimskip tapði 41 milljón á starf- setninni í íyrra. Fyrir skatt reyndist 214 mifljóna tap á rekstr- inum. Rekstrartekjur minnkuöu um 850 mifljónir milli ára. Til stendur aö greiöa 10 prósenta arð á aðaifundi í næstu viku. Hjarta grættifaarn Nýtt hjarta var grætt í 4 ára íslenskan dreng á sjúkrahúsi í Gautaborg aðfaranótt fimmtu- dags. Drengurinn er talinn yngsi hjartaþeginn á Norðurlöndum en hann hafði fengiö veirusýkingu í bjartað í haust. Kvótinníland Tvíhöfðanefnd ætlar í tiflögum sínum aö leggja tfl að fiskvinnslu- fyrirtæki geti átt kvóta. Þá leggur hún til aö veiðar íslenskra skipa í erlendri fiskveiðilögsögu verði auðveldaðar með lagabreytingu- hækkar um mánaðamótin þeg hún verður samræmd gjaldsk ríkisins. Ríkisútvarpiö skýrði I þessuígær, Andstaða viö verkfall helmingur; lands- mannaerámóti verkfalisaögerð- uni ög viil óbreyttan kaupmátt samkvæmt skoöanakönnun sem

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.