Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1993, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1993, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR1993 Fréttir Rottuplága á Eskifirði: Koma syndandi yf ir fjörðinn í kaupstaðinn - ástand sorpmála Eskfirðinga með þvi versta sem þekktist hér á landi Öskuhaugarnir og kaupstaðurinn handan fjarðar. DV-mynd Emil Emil Thorarensen, DV, Eskifiröi: Óvenju mikið hefur verið um rott- ur í kaupstaðnum á Eskifirði í vetur. Þær hafa víða sést íbúum staðarins til ama og margir opna ekki glugga af ótta við að kvikindin komist inn. Rottufaraldurinn má rekja til sorp- hauga Eskfirðinga. Þar eru uppeldis- stöðvar dýranna og þar skipta þær þúsundum. Koma þær síðan ýmist gangandi í kaupstaðinn eða syndandi yfir fjörðinn. Að sögn Sigurðar Freyssonar bæjarfuUtrúa var nýlega ráðinn maður í hálft starf hjá bænum til að vinna við eitrun og útrýmingu meindýra. Vonar fólk að hann nái árangri. Áratugum saman hafa sorpeyöing- armálin verið í molum hér - bæjaryf- irvöldum til vansa. Sorpi er ekið út með firðinum sunnanveröum. Þegar komið er á móts við miðjan kaup- staöinn er góssinu sturtað í flöru- borðið og eldur borinn að. Fyrir kosningar hafa frambjóöend- ur til bæjarstjómar varla átt nógu sterk orð til að'lýsa nauðsyn þess að leitaö verði úrbóta í sorpmálum. Þrátt fyrir það bólar ekkert á efnd- um. Málin eru alltaf í sama gamla farinu. Mcirgoft hefur verið kvartað við heilbrigðisyfirvöld en án árangurs. Birgir Þórðarson hjá Hollustuvernd ríkisins hefur komið austur og átt fundi með bæjarsflórnarmönnum en þrátt fyrir það hafa bæjaryfirvöld ekki tekiö á málunum. Sagði hann leitt til þess að vita. Birgir sagði að ástand sorpmála Eskfirðinga væri með því versta sem hann þekkti til hérlendis. Samkvæmt lögum þarf starfsleyfi til að brenna sorp. Um það hefur aldrei verið sótt á Eskifirði. Það virðist hins vegar énginn opinber aðili koma nálægt málinu þótt lögin séu brotin og er það athyglisvert. K. Jónsson&Co.: Ekki unnið á „bónushraða“ Gylfi Kristjánason, DV, Akureyxi: Allt er við það sama í deilu Niður- suðuverksmiðju K. Jónssonar á Ak- ureyri og starfsfólks fyrirtækisins eftir að kaupaukasamningi starfs- fólksins var sagt upp á dögunum. Allir aðilar, sem tengjast þessu máh, vilja sem minnst flá sig um það opinberlega. Fundur starfsfólksins samþykkti að skora á sflóm fyrir- tækisins að endurskoða ákvörðun sína um uppsögn kaupaukasamn- ingsins sem þýöir nærri þriðjungs launalækkun. Sflómin lýsti sig reiöubúna til viðræðna við Verka- lýðsfélagið Einingu en starfsmaður Einingar segir að á þeim fundi hafi sflórnendur fyrirtækisins ekki verið til viðræöu um neina breytingu. „Það er ekki unnið á neinum bón- ushraöa í fyrirtækinu þessa dagana, enda starfsfólkið mjög óánægt,“ sagði aðili sem DV ræddi við um þetta mál. Hann vildi ekki viður- kenna að um hægagang væri að ræða en sagði ljóst að afköstin væm ekki þau sömu og þegar unnið væri eftir afkastahvetjandi launakerfi. Spennandi skref í rannsóknunum - segir Þórarinn Sveinsson yfirlæKnir „Þetta er spennandi skrefi rann- veirunni sem talin er tengjast lengi vitað að veirusjúkdómar eiga sóknunum. Þær krabbameinsteg- ákveðnum tegundum krabba- sinn þátt í myndun krabbameina undir sem talið er að Epstein Barr meins, þar á meðal Hodgkins sjúk- hiá dýrum. En þaö hefur aldrei veiran geti valdið em þó sjaldgæfar dómi. Vísindamennimir taka það verið hægt að tengja þá beint viö meðal Islendinga að mínu mati," þó fram að ekki sé að vænta bólu- myndun krabbameina hjá möim- segir Þórarinn Sveinsson, yfir- efhis á markaöinn fyrr en eftir um. Ég held því að tilraunimar læknir krabbameinsdeUdar rúman áratug. með bóluefhi séu þess vegna bara Landspítalans. „Þaö hefhr ekki veriö hægt að liður i þeim rannsóknum,“ tekur Breskir vísindaraenn ætla innan tengja Epstein Barr veiruna við Þórarinn fram. árs að hefla tilraunir með bóluefni nema örlítið brot af þeim krabba- -IBS á 100 aðilum gegn Epstein Barr meinum sem greinast. Menn hafa Djúpivogur: Kannabisjurtir og amfetamín í pakka Lögreglan á Eskifirði lagði hald á 11 grömm af kannabisjurtum og 1,5 gramm af amfetamíni á Djúpavogi fyrir skömmu. Upplýsingar um aö pakki, sem innihéldi fikniefni, væri á leiðinni frá Reykjavík til Djúpavogs bárust til lögreglu sem fylgdist með komu böggulsins. Annar maður en sá sem átti sendinguna sótti hana og var hann handtekinn og yfirheyrður í kjölfarið. Hann bar að hann væri ein- ungis að sækja pakkann og hefði ekki vitað hvert innihaldiö væri. Eigandi pakkans var síðar hand- tekinn og að sögn Jónasar Vilhelms- sonar, rannsóknarlögreglumanns á Eskifirði, viöurkenndi hann að eiga fíkniefnin. Maðurinn, sem er á þrít- ugsaldri, hefur áður komiö við sögu lögreglu vegna fíkniefnamála. I tengslum við málið gerði fíkni- efnalögreglan í Reykjavík húsleit í austurborginni og handtók 3 menn sem allir hafa komið viö sögu lög- reglu áður. Lagt var hald á lítilræði afhassiogneysluáhöld. -ból Dauðaslys á bömum 0-14 ára 70 62 71 - 75 76 - '80 '81 - '85 '86 - '90 ................. fl^Ol Banaslysum á bömum fækkar en...: Slysatölw samt hæmeníná- grannalöndum „Þaö er athyghsvert að dánartala háar og hærri en í nágrannalöndum bama lækkaði mjög mikið frá tíma- okkar, svo sem Svíþjóð bilinu 1976-1980 til 1981-1985. Við „Að auki teljum við að það sé allt teljum að þessa lækkun megi að of mikið um slys hér á landi sem hluta til rekja til lögbundinnar notk- valda miklum meiðslum og örkumli. unar á bílbeltum. Það hefur náðst Það þarf fyrst og fremst að fylgja því geysilega góður árangur en viö telj- eftir að vörur, búnaður og umhverfi um að ekki megi stoppa núna í slysa- sé eins öruggt og hægt er. Við erum vörnum. Það verður alltaf að hamra með margt í gangi og vinnum á mjög á þessu og við viljum ná meiri ár- mörgum sviöum í umhverfi barna, angri, segir Sigríður Á. Ásgríms- svo sem í skólum, umferðinni og á dóttir, formaður framkvæmda- heimilinu. Við höfum til dæmis haft sflómar átaksins Oryggi bama - uppi áróður um notkun reiðhjóla- okkar ábyrgö. hjálma og höfum sent út ábendingar Atakið hefur staðið yfir í rúmt ár til innflyflenda á bamavörum til að en uð því standa mörg landssamtök, hvefla þá til að gefa út leiðbeiningar svo sem Neytendasamtökin, Umferð- á íslensku með sínum vömm. Það arráð, Foreldrasamtökin og Slysa- er ekki nóg að kaupa ömggan búnað; vamafélag Islæids. það veröur að nota hann rétt og það Signður segir að þrátt fyrir að góð- er hægt að rekja mörg slys til þess ur arangur hafi náðst séu tölur yfir að notkun á öyggisbúnaði er ekki bamadauða af völdum slysa mjög réttur,“segirSigríður. -ból

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.