Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1993, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1993, Qupperneq 15
FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1993 15 Sósíalisminn er dauður, en... Margir geta ekki hugsað sér þá óskipulögðu og skrykkjóttu þróun í átt til betra lífs, sem kapítalisminn býður upp á. Þeir vilja annaðhvort stöðva þessa þróun eða stjóma henni. Þegar konungur fellur frá og ann- ar tekur við eftir réttum reglum, kemur æðsti embættismaður landsins jafnan fram á svalir kon- ungshaUarinnar og hrópar: Kon- ungurinn er látinn! Lengi lifi kon- ungurinn! Hásætið er aldrei autt. Hið sama má segja um sósíalism- ann. Þótt sósíalisminn sé dauður, lifir sósíalisminn. Sæti hans er aldrei autt. Ástæðan er sú, að hann á sér volduga uppsprettu og skír- skotun í mannlegum tilfinningum, draumum og þrám. Margir geta ekki hugsað sér þá óskipulögðu og skrykkjóttu þróun í átt til betra lífs, KjaUaiinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson dósent í stjórnmálafræði „Margir geta ekki hugsað sér þá skipu- lögðu og skrykkjóttu þróun 1 átt til betra lífs sem kapítalisminn býður upp á. Þeir vilja annaðhvort stöðva þessa þróun eða stjórna henni.“ sem kapítalisminn býður upp á. Þeir vilja annaðhvort stöðva þessa þróun eða stjórna henni. Kvenfrelsishreyfingin Eftir dauða sósíahsmans hefur hann komið fram aftur í tveimur voldugum hreyfingum. Önnur er kvenfrelsishreyfingin. Auðvitað hljóta alhr upplýstir menn að að- hyhast jafnrétti kynjanna. En kvenfrelsishreyfingin berst ekki fyrir því, heldur gegn karlaveldi, eins og það heitir. Hún fylgir sam- særiskenningu um það, að karlar mismuni konum beint og óbeint, haldi þeim niðri, kúgi þær. í stað stéttabaráttu marxismans er með öðrum orðum komin kynjabarátta; hin sjálfstæða kona hefur tekið sess hins stéttvísa öreiga. Hugmyndafræðingar kvenfrels- ishreyfingarinnar sinna htt þeirri staðreynd, að konur lifa að jafnaði fimm árum lengur en karlar, eru síður líklegar tíl þess að stunda glæpi, drekka sér til óbóta, neyta fíkniefna eða stytta sér aldur. Þess- ir hugmyndafræðingar hafa ekki heldur neinn áhuga á þeirri skýr- ingu á launamun kynjanna, aö konur velji sér oftast öðruvísi störf en karlar, - störf, sem geta farið saman við barneignir og heimihs- hald, til dæmis hlutastörf og störf, þar sem kostur er á löngum leyfum, en slík störf eru ósjaldan Ula laun- uð. „Hin sjálfstæða kona hefur tekið sess hins stéttvísa öreiga", segir Hann- es Hólmsteinn m.a. — Umhverfis- verndarhreyfingin Hin sósíahstahreyfing okkar daga er umhverfisverndarhreyf- ingin. (Hún er eins og vatnsmelóna: Græn að utan, rauð að innan!) Auðvitað hljóta alhr upplýstir menn að vilja hreint umhverfi. En umhverfisverndarhreyfingin berst ekki fyrir því, heldur gegn öllum tilraunum manna til þess að nýta gæði náttúrunnar. Við íslendingar þekkjum af eigin reynslu lýðskrum grænfriðunga. Hvalastofnar við ís- land eru ekki í neinni útrýmingar- hættu. Raunar eru hvahr skæðir keppinautar okkar um fæðu í sjón- um. Þrátt fyrir það beijast græn- friðungar af oddi og egg gegn hval- veiðum. Hugmyndafræðingár um- hverfisverndarhreyfmgarinnar hafa engan áhuga á þeirri stað- reynd, að umhverfisspjöll voru hvergi verri en í sósíahstaríkjun- um, af því að þar voru náttúrugæði ekki í einkaeign, svo að enginn bar á þeim ábyrgð. (Það, sem allir eiga, hirðir enginn um.) Þeir neita hka að ræða um þann kost, sem er á því að leysa umhverfismál innan vébanda kapítahsmans: Með því að mynda séreignarrétt á náttúru- gæðum og stofna með því stétt manna, sem hafa hag af því að nýta þau skynsamlega, eða með því að leggja sérstaka skatta á mengun og koma henni þannig niður í æski- legt lágmark. Trúarhreyfingar Þar sem báðar þessar nýju sósíal- istahreyfingar eru í eðh sínu trúaf- legar, taka þær engum rökum. En því miður ruglast margir á hinum sjálfsögðu og eðhlegu kröfum um jafnrétti kynjanna og ósphlt um- hverfi annars vegar og öfgum þess- ara trúarhreyfinga hins vegar. Hannes Hólmsteinn Gissurarson Hundraðföld meðalnotkun * Ár Landiðallt þús. kr. Norðurl. eystra Norðurl. eystra þús. kr. % '81 578 91 15,8 '82 566 93 16,4 '83 633 95 17,8 '84 482 83 17,3 '85 279 27 9,8 '86 190 31 16,3 '87 439 107 24,4 '88 656 130 19,5 '89 621 119 19,2 '90 501 130 26,0 '91 540 108 20,1 '92 809 128 15,9 '81-92 6.195 1.143 18,4 Fjárl.’93 797 179 22,4 Einn af blaðamönnum og reikni- meisturum DV - kaa - hefur upp- götvað þau stórmerkilegu sannindi að tveir samgönguráðherra í röð, þ.e.a.s. undirritaður og núverandi, komi báðir úr Norðurlandskjör- dæmi eystra. Þarf ekki frekari vitna við, fullyrt er í upphafi grein- ar í blaðinu föstudaginn 12. febrúar að kjördæmið hafi notið góðs af. Þannig hafi t.d. 1/4 -1/5 hluti fram- laga ríkissjóðs til hafnarbóta runn- ið tíl kjördæmisins. Þar búi hins vegar aðeins 10% þjóðarinnar. Það var og. DV virðist ekki þurfa flóknari röksemdafærslu th að kveða upp úr um þaö að þar með sé sýnt og sannað að um óeðhlega fyrirgreiðslu hafi verið að ræða th Norðurlands eystra undanfarin ár. Lítum á staðreyndir málsins. Reykjavíkurhöfn eða segjum Reykjavíkurkjördæmi hefur vegna algerrar sérstöðu sinnar sem aðal inn- og útflutningshöfh landsins enga ríkisstyrki hlotið um áratuga skeið og þó haft meira fé tíl fram- kvæmda en flestar aörar hafnir. Ríkisframlög hafa því skipst á hafn- ir annarra kjördæma og íbúatalan, sem miða ætti við, er því 150 þúsund manns, ekki 250 þús. Þá er hlutdehd Norðurlands eystra í samanburðar- hópnum um 17% en ekki 10%. íbúafjöldi er ónothæf viðmiðun, KjaUarinn Steingrímur J. Sigfússon þingmaður fyrir Alþýðubandalagið út í hött þegar borin er saman hlut- dehd kjördæma eða byggðarlaga í ráðstöfun hafnarfjár. Segir það ein- hverjum eitthvað að bera saman framlög th hafnargerðar á hvem íbúa á Selfossi og Isafirði, Kirkju- bæjarklaustri og í Grímsey? Það s*n skiptir máh er umfang útgerð- ar, landfræðhegar aðstæður og skipakomur í viðkomandi byggðar- lagi. Á Norðurlandi eystra eru 20-25% af togskipaflota lands- manna, þar er geysimikh smábáta- útgerð, þar eru fjölmargir staðir mjög háðir samgöngum á sjó vegna landfræðhegrar einangrunar, þar eru byggðarlög sem byggja aha af- komu sína á sjósókn o.s.frv. Dæmi út í hött Þegar ráðist er í úrbætur í hafn- armálum einstakra byggðarlaga era oft teknir fyrir stórir áfangar og fjárveitingar í eitt, tvö eða þrjú ár eru þá talsverðar á viðkomandi stað. Hins vegar getur vel verið að þar hafi engar framkvæmdir verið síðustu 10-20 árin þar á undan og verða e.t.v. ekki næstu 10 ár á eft- ir. Dæmi sem tekið er af Grímsey er af þessum toga og því út í hött. Framlag Grímseyinga th gjaldeyr- issköpunar þjóðarbúsins miðaö við landsmeðaltal er hins vegar stærð sem segir sína sögu. Þegar hlutdehd Norðurlands eystra í ríkisframlögum th hafnar- gerðar sL ár er skoðuð kemur effirf- arandi í ljós: (Samanber meðfylgj- andi töflu - verðlag í janúar 1993.) Sem sagt hlutdehd Norðurlands eystra hefur á þessum árum í 11 skipti af 13 sveiflast á bilinu u.þ.b. 16-24%. Næsthæsta talan er 1987 þeg- ar Vestfirðingar áttu samgönguráð- herrann, þriðja lægsta talan er í ráð- herratíð Hahdórs Blöndals. Daginn eftir, laugardaginn 13. fe- brúar, er svo enn vitlausari grein í DV þar sem fuhyrt er að áður- nefndir samgönguráðherrar hafi „gert vel við sitt kjördæmi í vega- málum“. Staðreyndin er sú að skipting vegafjár á kjördæmi fer eftir fastri hlutfahstölu sem vega- gerðin reiknar út og byggist á nokkrum þáttum, umferð, lengd vegakerfis o.s.frv. Þessi skiptiregla kjördæmanna hefur verið óbreytt um langt árabh óháð a.m.k. 5-6 samgönguráðherrum úr ýmsum kjördæmum sem setið hafa meðan hún hefur verið í ghdi. Það er gott að Ari fróði er dauður og þarf ekki að lesa DV. Stemgrímur J. Sigfússon „Þessi skiptiregla kjördæmanna hefur veriö óbreytt um langt árabil óháð a.m.k. 5-6 samgönguráðherrum úr ýmsum kjördæmum sem setið hafa meðan hún hefur verið í .gildi.“ Sameinaó framboó minni- Fækkafram- Ólina Þorvaröar- „Mér fmnst að það þurfi að vera ein- hvers konar samstarf með minnihluta flokkunum fyrir næstu kosningar. Hins vegar ._. . . þvkir mér að borgarfulttru, l«,ö samstarf ^vettvangs. þurfi ekki endilega að einskorð- ast við einn framboöslista. Það má aht eins hugsa sér málefna- grandvöh, sem ílokkarnir væru þá búnir að skuldbinda sig að fylgja kæmust þcir í meirihluta. Þannig að það yrðu margir listar en einn málefnagnmdvöllur. Sveitarstjórnariögin gera ráð fyr- ir að hægt sé aö nýta atkvæði meö kosningabandalögum mhli lista. Aðalatriöið er að menn sthii saman krafta sína fyrir næstu kosningar. í hvaða formi það verður verður aö ráðast af því th hvers hugur flokkanna stendur þegar þar að kemur. Albest þætti mér ef þeir gætu boðiðfram sara- an, eða einhverjir geti slegið sér saman, þannig aö það verði hægt að fækka framboðum. Jafnvel þó ekki náist algjör sameimng, sem ég geri mér ekki von um aö tak- ist fyrir næstu kosningar, þá yrðf farsæUegast að flokkarnir hafi sameiginlegan málefnagrund- Það er of mikið iátið með þetta borgarsljóramál. Borgarsfióri er ekkert annað en framkvæmda- stjóri, ráðinn af póUtískum meiri- hluta, sem segir honum fyrir verkum. Þaö er margt af góðu fólki í röðum aUra þessara flokka sem getur orðið borgarstjóri." Segi nei við samruna „Á síðasta kjörtímabhi unnu minni- hlutaflokk- amirmjögvel saman, tals- vert nánar en viö gerum núna. VJð ætluðum að flflrún afsanna þá lr’ bor9a,1tllltrui kemhngu að Frarnsóknar,loW‘8' við gætum ekki unnið saman. Um einu ári fyrir síðustu kosningar, á svipuðum timapunkti og núna, voru viðræður um hvort við ætt- um að hafa sameiginlegt framboð þessara flokka. í mínum flokki var raikh andstaða gegn of nánu samstarfi. Mér fannst komið aft- an að okkur þegar talað var um aö við legöum flokkana niður og sameinuöumst i einu framboði. Þá sögðum við nei. Þaö kæmi aldrei tll greína að Framsóknar- flokkurinn væri ekki með frarn- boð 1 stærsta kiördæmi landsins, Suniir héldu áfram þrátt fyrir algjöra neitun okkar og ég þurfti að neita sameigínlegu framboði í fjölmiðlum hvaö éffir annað. Ég varð fyrir miklu áfahi. Ég vh nána samvinnu og við sönnuöum að það er hægt. Samrani er allt annað. Ef ég svara spurningunni beint, nei, við samruna. Algjört ‘ g er stolt af mínum flokki vhvinna undir hans merkj- um. Ég er fús til samvinnu eftir * « -ame

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.